Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ný lög um innflutning og sölu á áfengi taka gildi 1. sept.en enn ríkir mikil óvissa meðal heildsala um skipan mála Gengið hægt um gleð- innardyr Fréttaskýring Framundan er afnám einokunar ríkisins á innflutningi og heild- sölu áfengis. Enn á þó eftir að ganga frá ýmsum lausum end- um og er reglugerða þar að lútandi beðið með nokkurri óþreyju af hálfu stórkaupmanna. Þorsteinn Víglundsson kynnti sér hvaða breytingar nýju lögin kunna að hafa í för með sér. Undanfarin ár og áratugi hefur ekki verið mikið um samkeppni á áfengismarkaði hér á landi. ÁTVR hefur al- farið séð um allan inn- flutning og dreifingu á áfengi jafnframt því sem fyrirtaekið hefur ráðið miklu um hvað sé boðið upp á hér á landi. Flestir áfengisframleiðendur hafa haft umboðsmenn hér á landi. En þar sem innflutn- ingur og dreifing hefur verið í höndum ríkis- ins jafnframt því sem auglýsingabann á áfengi hefur verið í gildi, hefur hlutverk þessara umboðsmanna verið afar takmarkað. Frá og með 1. desember kann þó að verða breyting þar á þegar einokun ríkisins á inn- flutningi og heildsölu áfengis verður afnumin. Miklar vangaveltur hafa hins vegar verið uppi um hvaða áhrif þessi lög muni hafa og virðist talsverð óvissa ríkja þar um, enda eru enn ófrágengnar ýmsar reglugerðir sem tengjast þessari lagabreytingu. Fækkar umboðum? Það er eðlilegt að spyija hvort umboðsaðil- um hér á landi muni ekki fækka í kjölfar gildi- stöku Iaganna þann 1. desember. Það getur reynst mjög kostnaðarsamt fyrir lítinn heild- sala að standa sjálfur í innflutningi, geymslu og dreifingu á áfengi. Þar að auki er svigrúm til álagningar mjög takmarkað. „Kostnaðurinn við að fá eina vodkaflösku til landsins verður rúmar 2.000 krónur þannig að heildsali getur ef til vill haft um 200 krónur upp úr flösk- unni. Ég reikna með því að heildsalar muni reyna að halda sig innan þeirrar 45% álagning- ar á cif-verð vörunnar sem ÁTVR hefur haft fram til þessa. Þar verður jafnvel um ein- hveija lækkun að ræða því ég hef heyrt að flestir heildsalar ætli að halda sig við um 35% álag'ningu," segir Jón Páll Haraldsson, sölu- maður áfengis hjá Austurbakka hf. Hann telur jafnframt að ÁTVR muni áfram stýra verðinu, m.a. vegna þess að álagning sé ekki há auk þess sem fyrirtækið sé í sterkri stöðu hvað varðar samninga á frakt til lands- ins. Það sé t.d. ljóst að smærri heildsalar geti aldrei keppt við ríkið hvað það varðar og muni því væntanlega ekki geta staðið í áfeng- isinnflutningi. Því er spurning hvort ein- stakir umboðsaðilar muni sameinast um innflutning og dreifingu eða jafnvel sam- eina fyrirtæki sín að fullu til þess að hagræða og auka samkeppnishæfni sína. Ann- ar möguleiki er þó að erlend- ir framleiðendur rifti gild- andi umboðssamningum og semji að nýju við stærri aðila sem geta valdið innfiutningi og dreifingu með góðu móti. Jón Páll telur þenn- an möguleika vera líklegan og segist hafa heyrt af því að ýmsir stærri aðilar hér á landi séu þegar farnir að þreifa fyrir sér hjá fram- leiðendum ytra hvað varðar þennan kost. Enn einn möguleikinn í stöðunni er síðan sú leið sem breska fyrirtækið Allied Domeeq Spirits & Wine fór, en það stofnaði dótturfyr- irtæki hér á Iandi í samstarfí við Islensk-amer- íska fyrr á árinu. Þær tegundir sem nýja fyrir- tækið hefur á sinni könnu voru áður í höndum fjögurra heildsala og því um talsverða hagræð- ingu að ræða. Umboðsaðilar áfengisframieið- enda hér á landi eru nú um 30 talsins, sam- kvæmt upplýsingum ÁTVR, og því ljóst að talsvert svigrúm er fyrir hagræðingu eða fækkun. Óvissa um þátt ÁTVR Stærsti óvissuþátturinn er hvert hlutverk ÁTVR verður eftir að þessar breytingar hafa átt sér stað. Þannig er óljóst hvort að ÁTVR muni stunda einhvern innflutning og ef svo verður er ekki Ijóst í hvaða formi hann mun verða. Þá eru líka skiptar skoðanir á meðal heildsala um hvort ÁTVR eigi að standa í innflutningi áfengis yfir höfuð. „Þetta er spurning um hvort ríkisvaldið ætíar að standa í því að fjár- magna lagerhald ÁTVR eða láta heildsölum alfartö slíkt lagerhald eftir. Ef ÁTVR ætlar að stunda innflutning á áfengi áfram þá býður það hættunni heim um að sá inn- flutningur muni bijóta í bága við þau ákvæði í áfengislög- unum þar sem segir að ekki megi mismuna birgjum. Hætt er við því að aðrir heildsalar sem eru að flytja inn sömu tegundir muni þá ekki eiga jafngreiðan að- gang að hillum ÁTVR og heildsöludeild áfeng- isverslunarinnar," segir Baldvin Hafsteinsson, lögmaður félags íslenskra stórkaupmanna. Jón Páll bendir hins vegar á að það kunni að reynast mörgum heildsölum erfitt að keppa við það verð sem ÁTVR bjóði upp á í dag og því sé rétt að fyrirtækið sjái um innflutning og dreifingu fyrir smásöluverslanir sínar til þess að komast megi hjá verðhækkunum á áfengi. Benedikt Hreinsson, markaðsstjóri Ölgerð- arinnar, er því aftur á móti andvígur að ÁTVR komi nálægt þessum innflutningi og telur að hann muni þýða mismunun milli framleiðenda og innflytjenda. „Sumir umboðsmenn vilja eðlilega ekki þurfa að sjá um innflutning og dreifingu sjálfir. Þetta er atriði sem við höfum lengi bent á enda er það ekki án nokkurs kostnaðar að reka heildsölu og ÁTVR hefur aldrei lagt þennan kostnað á erlenda bjórinn sem fyrirtækið hefur flutt inn. Þetta er því spurning um að íslenskur og erlendur bjór sitji við sama borð.“ Það er þó ljóst að til þess að ÁTVR haldi sig utan við rekstur heildsölu þarf að koma til lagabreyting þar sem skipting fyrirtækisins í tvær deildir, heildsölu- og smásöludeild, er lögfest í nýju lögunum. Jafn- framt er kveðið á um að heildsöludeildin skuli _ sinna heildverslun fyrir ÁTVR. Baldvin segir þetta hafa komið flatt upp á menn en sé engu að síður staðreynd. „Ef þessi ákvæði hefðu ekki verið til staðar og vilji hefði verið til innan fjármálaráðu- neytisins, sem mér heyrist að sé, þá hefði verið hægt að sleppa þessari heildsöludeild áfengisverslunarinnar alveg.“ í anda eðlilegra viðskiptahátta Sérstök nefnd hefur verið skipuð til að skil- greina hlutverk og starfsreglur ÁTVR eftir að nýju lögin hafa tekið gildi. í þessari nefnd eiga sæti þeir Indriði H. Þorláksson frá fjár- málaráðuneyti, Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR og Júlíus Sæberg Ólafsson forstjóri innkaupastofnunar ríkisins. Að sögn Indriða er ekki ljóst hvenær nefnd- in muni skila áliti sínu en hann segir að stefnt sé að því að niðurstöður liggi fyrir nokkru áður en lögin taka gildi. Hann segir hins veg- ar ljóst að ÁTVR muni áfram flytja inn áfengi eftir að nýju lögin hafa tekið gildi. „Sam- kvæmt lögunum er það eitt af því sem ÁTVR er ætlað að gera og ég held líka að með tilliti til EES-samningsins þá verði ekki hægt að búa til markaðshindranir t.d. með því að ákveða að ÁTVR kaupi eingöngu af innlendum aðilum. Það teldist brot á þeirri reglu að allir aðilar innan evrópska efnahagssvæðisins hafi rétt til að eiga viðskipti sín á rnilli." Indriði telur að skipting ÁTVR í tvær deild- ir muni tryggja að birgjum verði ekki mismun- að. „Nú er gert ráð fyrir því í lögunum að þetta séu tvær aðskildar og fjárhagslega sjálf- stæðar einingar þannig að í sjálfu sér er hægt að ganga frá málum þannig að sá hluti fyrirtækisins sem sér um innflutning standi undir sér og skili eðlilegri arðsemi. Þá er einn- ig gert ráð fyrir því að þær vöruvalsreglur sem nú eru í gildi og ganga út frá því að sölureynsla ákvarði hvaða tegundir eru seldar hvetju sinni, verði áfram í gildi. Ákvarðanir um hvaða vörur eru í boði eru því teknar af viðskiptavinunum svo að segja. Að því leyti sem heildsalan er að sjá um aðdrætti, þ.e. að kaupa inn vöru sem ákveðið er að selja með þessum hætti tel ég ekki óeðlilegt að sá aðili sem hefur einkaleyfi á smásölunni sé jafn- framt með innflutning." Vantar reglugerðir Það sem helst einkenndi þó viðhorf þeirra heildsala, sem Morgunblaðið ræddi við, var óvissa. Enn hafa ekki verið gefnar út þær regiugerðir sem eiga að skilgreina hlutverk ÁTVR eftir þessar breytingar og móta þau starfsskilyrði sem heildsalar þurfa að vinna við. Þannig er óljóst hvaða geymslukröfur verða gerðar til þeirra, hvort heildsölum verði heimilt að reka eigin frísvæði eða hvort þeim verði gert að geyma birgðir sínar á þeim frí- svæðum sem eru viðurkennd í dag, t.d hjá Tollvörugeymslunni. Reyndar er búist við að Tollvörugeymslan muni gegna lykilhlutverki í slíku lagerhaldi hvort sem slík ákvæði verða sett eða ekki en engu að síður munu stærri heildsalar og framleiðendur augljóslega kjósa að hafa sinn eigin lager. Baldvin á sæti í þeirri nefnd sem gera á tillögur um hvernig þessi mál skuli snúa að heildsölum og segir hann að vonast sé til þess að það muni skýrast á næstu vikum. Reglugerðin eigi að vera tilbúin þann 1. október og stefni nefndin að því að ljúka sinni vinnu nokkru fyrr. Þá er einnig óvíst hver verðþróunin verður í kjölfar þessara breyt- inga. Veitingahús munu loks geta keypt áfengi á heildsöluverði en ekki er ljóst hversu langt það verður undir smásöluverði. Einnig á eftir að koma í ljós hvort sú verðlækkun muni skila sér til neytenda og má í því sambandi minn- ast könnunar samkeppnisstofnunar á áfengis- verði á veitingahúsum fyrr á þessu ári. Þar kom á daginn að lækkun bjórverðs í kjölfar afnáms aukagjalds á innfluttum bjór hafði ekki skilað sér að neinu marki í lægra verði til neytenda. Hvort veitingamenn muni standa sig betur eftir 1. desember á eftir að koma í ljós. Talsvert svigrúm fyrir fækkun og hagræðingu meðal heildsala Áhrif nýju lag- anna enn óljós þar sem nánari út- færsluvantar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.