Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 C 5 LAUGARDAGUR16/9 ANNA Margrét Sigurðardóttir og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir ræða við áhugamenn um fornritin í lok hvers lestrar í Þjóðarþeli. Eyrbyggja og Óðinn í Þjóðarþeli MYNDBÖIMD Sæbjörn Valdimarsson ALLT FYRIR FRÆGÐIIMA DRAMA Madonna - sakleysinu glatað (Ma- donna: Innocense Lost+'h Leikstjóri Bradford May. Handritshöfundur Michael Murray. Aðalleikendur Terumi Matthews, Wendie Malick, Diana LeBlanc, Dean Stockwell. Banda- rísk. Fox Broadcasting 1994. Sam myndbönd 1995. 87 mín. Öllum leyfð. Hér segir af lífs- hlaupi Madonnu (Terumi Matt- hews), einni frægustu popp- söngkonu sam- tímans, gott ef ekki þeirri fræg- ustu. Stundum af endemum. Enginn efast um hæfileikana og dugnaðurinn, og viijinn til að ná á toppinn þrátt fyrir órafjarlægð í upphafi er svo sannarlega fyrir hendi. Myndin er byggð á Madonna: Authorized, heldur vafasamri ævi- sögu söngkonunnar sem kom út fyrir fáeinum árum. Lífshlaupið er tekið vettlingatökum í Madonnu, sem er yfirborðskennd og öllum leyfð - mynd bönnuð innan 16 ára hefði örugglega gefið sannferðugri lýsingu á stjörnunni sem ekki er smeyk við að trylla heimspressuna reglulega með opinskáum, krass- andi lýsingum á stundum taum- lausu líferni. Matthews nær hinni ófeimnu og umdeildu listakonu heldur slælega. Hér hefur lítið orð- ið úr forvitnilegu efni, en aldrei að vita hvað Madonna hefur haft til málanna að leggja. í FÉLAGSSKAP FÓTBOLTA- BULLNA SPENNUMYND Einkenni (I.D.) 'k'kVi Leikstjóri Philip Davis. Hand- ritshöfundur Vincent O’ Conn- ell.Aðalleikendur Reece Dinsd- ale, Richard Graham. Claire Skinner, Warren Clarke. Bresk. BBC Films 1995. Myndform 1995. 103 mín. Aldurstakmark 16 ára. John (Reece Dinsdale), harð- svíraður, ungur lögreglumaður er settur í það ógæfulega hlut- .verk að komast í innsta hring bre- skra fótbolta- bullna, fylgis- manna liðsins Shadwell þLund- únaborg. Áætlunin gengur að ósk- um, hann blandar geði við kjarna bullnanna, utan vallar sem innan. En í stað þess að fletta ofanaf sínum nýju félögum finnur hann til æ sterk- ari samkenndar með þeim og það líður að uppgjöri. Óvenju athyglisverð mynd, grimm og grá og dregur upp óvenjulega mynd af vandamálum atvinnulausra borgarbarna Lundúna sem finna útrás fyrir hatur sitt á yfirvöldum, umhverfi og þjóðfélagsstöðu með því að „gera allt vitlaust" á vellinum. Athyglisvert sjónarhorn og myndin öll frekar vel gerð og Reece Dins- dale er eftirminnilegur í aðalhlut- verkinu. Þar gæti ný stjarna verið fædd. HVAÐ GERÐIST í GÆR? SPENNUMYND Minnisleysi (Blackout) k'h Leikstjóri Gregory Brown. Handritshöfundur Daryl Haney. Aðalleikendur Steven Bauer, Jennifer Rubin, William Katt, Michael Parks. Bandarísk. Axis Films 1994.96 mín. Aldurstak- mark 16 ára. Leynilögreglu- maður (Steven Bauer) þjáist af minnisleysi. Hann er, ásamt félögum sínum, á hælum fjölda- morðingja. Hann næst að lokum, lögreglumönnum til mikils léttis. Bauer bregður hinsvegar heldur betur í brún er hann vaknar einn morguninn með alblóðugt handklæði í hendinni. Og enn eitt morðið hefur verið framið. Fátt nýtt hér. Þótt myndin sé sómasamlega gerð . og örli á skemmtilegu leikaravali, vantar mikið uppá að Minnisleysi nái nokk- urntíma tökum á áhorfendunum. Og endirinn kemur tæpast á óvart. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Quiz Show kkk'h Stórleikarinn Robert Redford læt- ur ekki deigan síga sem leikstjóri, Quiz Show gefur öðrum afbragðs- myndum hans (Ordinary Pe- ople, River Runs Through It), ekki tommu eftir. Aðalper- sónurnar í þessu sann- sögulega drama eru keppendur í spurninga- þætti, en þeir nutu (og njóta enn) gífurlegra vin- sælda meðal áhorfenda á sokka- bandsárum sjónvarpsins um miðja öldina. John Turturro leikur ófríð- an og heldur óaðlaðandi en ódrep- andi sigurvegara í þættinum en eigendur og stjórnendur sjón- varpsstöðvarinnar vilja annann og myndarlegri mann í hans stað - keppanda sem enn yki vinsældirn- ar. Ralph Fiennes verður fyrir valinu. Hann er mataður á svörum og slær í gegn, Turturro verður fúll og svindlið verður uppvíst. Handrit Pauls Atanasio er óvenju vel skrifað og persónurnar sterkar. Att er saman andstæðun- um, Turturro, gyðingnum frá Bro- oklyn og hvíta engilsaxneska mót- mælendanum af menntaaðlinum í Connecticut og dregið ljóslifandi upp það óbrúanleg bil sem er á milli þessara ólíku hópa. Redford og félagar velta því líka fyrir sér hversu þjóðfélagið var saklaust á þessum árum, menn gerðu sér ekki grein fyrir þeim glæpum sem þeir frömdu frammi fyrir alþjóð. Þó svo að Fiennes fari myndar- lega með hlutverk hins al-amer- íska Nýja Englandsbúa og Paul Scofield vegni vel sem faðir hans, má það samt undarlegt teljast að Redford skyldi ekki velja landa sína í burðarhlutverkin. Er þetta snobb, herra Redford? Turturro er þó leikara fremstur sem hinn svekkti og niðuriægði Brooklyn- búi. Með Rob Morrow og David Paymer. 128 mín. Öllum leyfð. HLUSTENDUR Rásar 1 hafa e.t.v. tekið eftir því að nú er dag- skráin smám saman að færast í nýjan búning. Flestir fastir þættir í dagskránni eru á sama tíma og áður en þó hafa verið getðar nokkrar breytingar á síðdegisút- varpi rásarinnar. Þjóðarþel er á dagskrá eftir fréttir kl. 17 eða klukkustund fyrr en undanfarin misseri. Þátturinn hefur nú verið á dag- skrá í þrjú ár og samkvæmt skoð- anakönnunum er ljóst að hann á talsverðu fylgi að fagna jafnt meðal yngri og eldri hlustenda rásarinnar. Því hefur verið haldið fram að sú umfjöllun um fornsög- urnar sem þar fer fram hafi aukið áhuga íslendinga á fornritunum. Um þessar mundir er Þorsteinn frá Hamri að lesa Eyrbyggju en eftir fyrstu viku í október les Steinunn Sigurðardóttir Gylfag- inningu Snorra-Eddu sem er inn- gangsfræði í goðsögum fyrir ung skáld og ein' helsta heimild um hinn norræna goðsagnaheim. Óð- inn svarar spurningum Gylfa kon- ungs um sögu heimsins frá upp- hafi til endaloka og er Gylfaginn- ing sett upp sem spurningar og svör. Breyttur útsendingartími Eftir Þjóðarþel, eða kl. 17.30, hefst Síðdegisþáttur Rásar 1 und- ir stjórn Halldóru Friðjónsdóttur, Jóhönnu Harðardóttur og Jóns Ásgeirs Sigurðssonar. Með breyt- ingu á útsendingartíma lengist þátturinn nokkuð og hlustendur fá því ýtarlegri umfjöllun um mejjinefni hvers dags. I Síðdegisþætti Rásar 1 er tekið á malefnum líðandi stundar jafnt í pólitík, menningu og samfélags- málum og í kjölfar frétta kl. 18.00 heldur þátturinn áfram þar sem meginefni dagsins verður til um- fjöllunar. UTVARP RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Séra Halldór Gunnars- son flytur. Snemma á laugar- dagsmorgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Ut um græna grundu. Þáttur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. 10.03 Veðurfregnir. 10.15 „Já, einmitt". Óskalög og æskuminningar. Umsjón: Anna Pálína Árnadóttir. (Endurflutt nk. föstudag kl. 19.40.) 11.00 í vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsingar 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 „Með (slenskuna að vopni". Frá hagyrðingakvöldi á Vopna- firði 3. ágúst síðastliðinn. Siðari þáttur. Umsjón: Jón Ásgeir Sig- urðsson. 15.00 Þrír ólíkir söngvarar 2. þátt- ur: Fjodor Sjaljapfn. Umsjón: Gylfi Þ. Gíslason. 16.05 Sagnaskemmtan. Fjallað um sögu og einkenni munnlegs sagnaflutnings og fluttar sögur með islenskum sagnaþulum. Umsjón: _Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir. (Áður á dagskrá 19. júní sl.) 16.30 Ný tónlistarhljóðrit Ríkisút- varpsins. Umsjón: Dr. Guðmund- ur Emilsson. 17.10 „Jafnvægi hugans". Þórar- inn Björnsson ræðir við Helga Símonarson á Þverá í Svarfaðar- dal sem varð hundrað á_ra 13. september síðastliðinn. (Áður á dagskrá í maí sl.) 18.00 Heimur harmóníkunnar Um- sjón: Reynir Jónasson. (End- urflutt nk. föstudagskvöld kl. 21.15.) 18.48 Dánarfregnir og auglýsingar 19.30 Auglýsingar og veðurfregnir 19.40 Óperuspjall. Rætt við Rann- veigu Bragadóttur söngkonu um óperuna Hans og Grétu eftir Humperdinck og leikin atriði úr verkinu. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir. 21.00 „Gatan m(n“. Óðinsgata Jökull Jakobsson gengur hana með Bjarna Guðmundssyni. (Áð- ur á dagskrá í maí 1973.) 22.10 Veðurfregnir. Orð kvöídsins: Málfríður Finnbogadóttir flytur. 22.30 Langt yfir skammt. Jón Ilallur Stefánsson gluggar í Reykjavíkurlýsingar Steindórs Sigurðssonar og Jóhannesar Birkiland frá miðjum fjórða ára- tugnum. (Áður á dagskrá 21. júlí sl.) 23.00 Dustað af dansskónum. 0.10 Um lágnættið. - Sónata númer 8 S c-moll ópus 13 fyrir píanó eftir Ludwig van Beethoven. - Fantasia i f-moll ópus 49, - Polonaise í c-moll ópus 40 og - Nocturne í F-dúr ópus 15 eftir Frédéric Chopin. John Ogdon leikur á píanó. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar fyrir yngstu börnin. 9.03 Með bros á vör, í för. Hrafnhildur Halldórsdóttir. 13.00 Á mörkunum. Hjörtur Howser. 14.00 Gamlar syndir. Syndaselur: Ásdís Thoroddsen. 16.05 Létt músik á síðdegi. Ásgeir Tómasson. 17.00 Með grátt í vöngum. Umsjón: Gest- ur Einar Jónasson. 19.30 Veður- fréttir. 19.40 Vinsældalisti götunn- ar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnars- son. 20.30 Á hljómleikum. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Næturvakt Rásar 2. Guðni Már Henningsson. 0.10 Næturvakt Rásar 2 heldur áfram. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá kl. 1. NÆTURÚTVARPIÐ 1.05 Næturvakt Rásar 2. 2.00 Fréttir. 2.05 Rokk. 3.00 Næturtón- ar. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Nætur- tónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með tónlistarmönnum. 6.00 Fréttir, veð- ur færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. AÐALSTÖDIN 90,9/ 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Halli Gísla. 16.00 Gylfi Þór. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðal- stöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 9.00 Morgunútvarp. Eirikur Jóns- son. 12.10 Laugardagsfléttan. Erla Friðgeirs og Halldór Backman. 16.00 íslenski listinn. Jón Axel Ól- afsson. 19.19 19:19. 20.00 Laugar- dagskvöld. Ragnar Páll. 3.00 Næt- urhrafninn flýgur. Næturvaktin. Fréttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRÐI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Viðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSID FM 96,7 3.00 Ókynntir tónar. 13.00-17.00 Léttur laugardagur. 20.00 Upphit- un á laugardagskvöldi. 23.00 Næt- urvaktin. FM 957 FM 95,7 10.00 Sportpakkinn. Hafþór Svein- jónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Björn Þór, Ragnar Már, Axel og Valgeir. 16.00 Helga Sigrún. 19.00 Björn Markús. 21.00 Mixið. 23.00 Pétur Rúnar Guðnason. KLASSÍK FM 106,8 10.00 Tónlist og spjall. Hinrik Ól- afsson. 12.00 Blönduð tónlist. 16.00 Óperukynning. Randver Þor- láksson, Hinrik Olafsson. 18.30 Blönduð tónlist. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 Kvik- myndatónlist. 13.00 Á léttum nót- um. 17.00 Sfgildir tónar. 19.00 Við kvöldverðarborðið. 21.00 Á danss- kónum. 24.00 Næturtónar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 Öivar Geir og Þórður Örn. 12.00 Með sítt að aftan. 14.00 X- Dómínóslistinn. t7.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Næturvakt.3.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.