Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ^* VOR lagði mexíkóski rithöfundurinn ¦ Laura Esquivel fram kröfu á hendur . fyrrum eiginrnanni sínum, leikstjór- l anum Alfonso Arau, fyrir hæstarétti í | New York. Hún krefst þess að Arau 1 . | greiði sér 19 milljónir dollara, á þeim forsendum að hann hafi svikið hans um 5% i ágóðahlut af myndinni Kryddlegin hjörtu, með ' því að láta hana undirrita skjöl þess efnis að hún afsalaði sér öllum réttindum og tekjum af myndinni. Esquiel segir að Arau hafi sagt henni að I „skjölin væru með öllu ómerkileg" og hann þyrfti aðeins undirskrift hennar til að „ná samningi um dreifingu." í kröfgerðinni er því jafnframt haldið fram að Arau hafi vitað að kona sín þáverandi væri ekki sérlega sleip í ensku, en skjölin voru á þeirri tungu. „Þetta er misskilningur frá rótum, sem staf- * ar af samskiptaerfiðleikum í kjölfar skiln- aðar," segir Arau og fullyrðir að málið verði leyst á „siðmenntaðan hátt." Lögfræðingur »Esquivels segir málsaðila hins vegar eiga langt í land með að ná samkomulagi og á meðan verði afgreiðsla málsins innan bandaríska rétt- arkerfísins með eðlilegum hætti. Dansandi byltingarsinni Arau er 63 ára gamall, nítján árum eldri en Esquivel, og á að baki litskrúðugan feril í starfi og einkalífí. Brandarar voru lengi lifíbrauð Araus. Á yngri árum, á sama tíma og hann nam list- dans og leiklist í Mexíkóborg, gat hann sér frægðarorð fyrir að koma einn fram með grín- atriði þar sem föstum skotum var oft beint að stjórnmálunum. Hahn ferðaðist um hríð um Suður-Ameríku og Spán með dansflokki sem setti upp pólítískar háðsádeilur, en ákvað að leggja dansskóna á hilluna á Kúbu árið 1959 I og tók að sér stjórn skemmtiþáttar í sjónvarps- ' stöð þarlendra, sem kallaðist El Show de Arau. Hann bjó á Kúbu fyrstu fimm árin eftir byltinguna en varð fyrir vonbrigðum með stefnu Castros í varnarmálum, eftir Svínaflóa- deiluna frægu um flugskeytin. Byltingin er honum þó enn hugstæð og hann segir árin á Kúbu hafa verið mjög mikilvæg. „Ég náði tengslum við dulúðugar hugmyndir byltingar- innar, hugmyndir um að við værum að koma á fót nýrri veröld og mannlegri." Hann hélt því til Parísar árið 1964 í þeim tilgangi að læra látbragðsleik, sem hann sýndi jafhframt í borg ljósanna. Fjórum árum síðar var Arau • veitt innganga í félag leikstjóra í Mexíkó og hann sneri heim í því skyni að leikstýra kvik- myndum. Blóðugur lærifaðir Hann gleymdi þó ekki leiklistinhi og þegar Sam Peckinpah kom til Mexíkó þeirra erinda að kvikmynda The Wild Bunch, fékk Arau hlutverk í myndinni, auk þess sem leikstjórinn tók hann undir sinn verndarvæng. Arau kveðst telja Peckinpah vera læriföður sinn í listinni, þótt ótrúlegt megi virðast þegar bornar eru saman blóði drifnar kvikmyndir þess síðar- nefnda og ástríðufullt og áferðarfallegt verk þess fyrrnefnda. Hlutverkið greiddi honum leið til Hollywood, þar sem hann lék nánast sama hlutverkið í myndum á borð við Used Cars, Romancing the Stone og Three Amigos. „Ég gegndi margs konar hlutverkum í Mexíkó en í Hollywood fékk ég aldrei flúið hlutverk glæpamanna og dópsala. Ég stóð mig vel í þessum hlutverkum en varð leiður á þeim," segir Arau. Hann leikstýrði og lék jöfnum höndum í Bandaríkjunum og Mexíkó á áttunda og níunda áratuginum. Hann átti ótilgetinn fjölda hjóna- banda að baki og fímm kvikmyndir, flestar afar pólitískar, þegar hann kynntist skólakenn- ara að nafni Laura Esquivel fyrir þrettán árum og kvæntist henni. Dag einn fór Esquivel á fund stjörnuspekings sem sagði henni að skrifa skáldsögu, sem hún og gerði eftir nokkurt hik enda aldrei fengist við slíka iðju fyrr. Afrakst- urinn nefndist í íslenskri þýðingu Kryddlegin hjörtu og stjörnuspekingurinn spáði bókinni vinsældum, sem reyndist rétt. Bókin náði met- sölu um allan heim og sat meðal ahnars í fimmtán vikur á listanum yfir mest seldu bækur í Bandaríkjunum. íslendingar tóku henni vel, eftir nokkurt þóf. Stjörnuspekingurinn mælti þá svo fyrir að Arau ætti að búa til kvikmyndagerð bókarinn- ALFONSO Arau er einkennilegur sambræðingur nýaldarsinna og raunsæismanns, sem á að baki fjöiskrúðugan feril í starfi og einkalífi. Hjálpsemi englanna Mexíkóski leikstjórinn Alfonso Arau er boðberi þeirra hugmynda að ástin sigri allt, að jákvæð hugsun breyti heiminum og að við séum okkar eigin gæfu smiðir - með smáhjálp frá englunum. Höfundur Kryddleginna hjartna, fyrrverandi eiginkona Arau, virðist vantrúuð á boðskapinn, því hún sakar hann um að svíkja sig um fé á lágkúrulegan hátt. ar, sem hann og gerði og uppskar fyrir vikið tíu helstu verðlaun í heimalandi sínu fyrir kvik- myndagerð og metaðsókn víða um heim. Kryddlegin hjörtu nefnist á ensku Like Water for Chocolate og er enn vinsælasta mynd frá landi utan enskumælandi svæða í Bandaríkjun- um. Hagnaður af sýningum hennar þar í landi nemur nú um 22,4 milljónum dala. Langþráð tækifæri Kostnaðaráætlun nýju myndar Araus, A Walk in the Clouds, hljóðar upp á 20 milljónir dala, eða tífalt meira en Coma Aqua Para Chocolata kostaði árið 1992. „Nýja myndin er ekki farseðill minn til Hollywood," segir Arau, „heldur á heimsmarkaðinn." Hann hefur beðið þessa tækifæris í 35 ár, og þrátt fyrir vera ekki með öllu ókunnur listrænni kvik- myndagerð sem höfðar jafnan lítt til almúg- ans, missti hann aldrei sjónar á því takmarki að komast á mála hjá draumaverksmiðjunni handan landamæranna. „Kvikmynd er hvort tveggja list og iðnaður. Hún þarf að greiða kostnaðinn við gerð sína og tala til fjöldans. Fiestar góðar kvikmyndir eru einnig sölu- vara," segir hann. „Það er dæmi um uppskafn- ingshátt að vera leikstjóri af-því tagi sem snýr sér til Evrópu og hatar Hollywood. í augum leikara eru Bandaríkjamenn hins vegar í farar- broddi, vegna þess að þeir eiga hæfileikaríka listamenn og hafa yfir peningum og tækni- þekkingu að ráða." Gil Netter nefnist einn framleiðenda Gengið á skýjum. Hann sá Kryddlegin hjörtu tíu sinn- um og sannfærðist um ágæti leikstjórans, auk þess að telja myndina þá bestu sem hann hefði barið augum síðastliðin fimm ár. Hann taldi Arau hafa til brunns að bera rétta hugarfarið og eldmóð þann sem þyrfti til að glæða hand- ritið að skýjagöngunni lífí, og sendi umboðs- manni drengsins því skrifin. Arau hreifst af en flýtti sér að breytta ítölskúm persónum handritsins í mexíkóskar. „Ég legg mikla áhérslu á að kynna Bandaríkjamönnum nýjar hliðar á menningu okkar, í þessu tilviki menn- ingu mexíkóskrar fjölskyldu af aðalsættum. Við erum ekki allir ótíndir bandíttar," segir Arau. Peningar og seiðkarlar Áðurnefndur stjörnuspekingur var þó ekki heldur fjarri góðu gamni þegar kom að nýju myndinni. Tökur á Gengið á skýjum áttu að hefjast 28. júlí í fyrra en stjörnuspekingurinn taldi 27. júlí heppilegri til þeirra verka og með miklum tilfæringum tókst Arau að hnika til þaulskipulagðri tökuáætlun í samræmi við þessi ráð og vinna upp glataðan tökudag á annan hátt. Einu sinni á ári leitar hann til þessa vinar síns og lætur hann lesa í stjörnu- kortið sitt. Arau gengur líka með kristal í festi um hálsinn, til að „auka móttökukraftinn fyrir orkuna," eins og hann segir sjálfur. Um klukk- an 4.30 á hverri nóttu hefst stund innhverfrar íhugunar hjá leikstjóranum, og hann ræðir opinskátt um trú sína á englum. Englar vöktu yfir honum og leiðbeindu honum til frægðar og þaðan að gerð Gengið í skýjum, á þeim tíma sem það var heppilegast með tilliti til rausnarskapar fésýslumanna, þarfa áhorfenda, veðráttunnar og hversu auðsótt það var að fá Keanu Reeves til starfa. Englar gerðu líka fyrirvaralaust við flókinn búnað í einni tökuvél- inni, sem bilaði með þeim afleiðingum að útlit var fyrir um tíma að tökur myndu tefjast um heilan dag. Og það voru að sjálfsögðu englar sem töfruðu fram regnboga þannig að hann minnti á geislabaug umhverfis höfuð leikstjór- ans þegar hann stóð fyrir framan orrustuskip í einu atriða myndarinnar. Regnboginn var í raun „fyrirboði" eða „jarteikn" að mati Arau. Arau lætur ekki þar við sitja, og hefur leit- að ráða í gegnum tíðina hjá bæði seiðkörlum í Mexíkó og vitringum í Tíbet, auk þess sem hann gengur með þann draum í maganum að kvikmynda metsölubókina Hinn guðdómlegi spádómur, sem fjallar um leit að andlegu tak- marki og æðra í Perú. Hann var óþreytandi við að kynna bókina fyrir tökuliði sínu og er hárviss um að þar sé efni í sigursæla kvik- mynd á ferð, að minnsta kosti hvað hagnað varðar. Arau hefur nefnilega peningavit einn- ig, þrátt fyrir nýaldarlegt brölt sitt, og þegar Miramax, framleiðandi Göngunnar í skýjum, óskaði þess að hann skæri myndina niður um tíu mínútur, var hann auðsveipur og ljúfur sem lamb. Sjálfur segist hann hafa fallist á sumar óskir fésýslumannanna um breytingar og hafn- að öðrum, enda vanur misjöfnu frá þeim sem leggja til aurinn. Súkkulaðidrengur og svívirt kona Gengið á skýjum er byggð á ítalskri mynd sem heitir Fjögur skref í skýjunum. Hún ger- ist árið 1945 og rekur sögu Pauls nokkurs Sutton sem Keanu Reeves leikur. Seínni heims- styrjöld er nýlokið og Sutton, uppgjafarher- maður sem er enn að jafna sig á sprengjulosti sem hann varð fyrir, snýr heim í faðm eigin- konu sem hann elskar ekki lengur. Hann ger- ist farandsölumaður og-prangar súkkulaði og öðru sætmeti inn á fáfróða bændur. Við þau störf rekst-hann á unga stúlku, Victoriu Ara- gon (sem Aitana Sanchez-Gijon leikur) á förn- um vegi en Aragan-fjolskyldan er voldug og rík og ræður yfir gríðarlegum vínekrum í Napa Valley í Mexíkó. Ástmaður Victoriu hef- ur fleygt henni á dyr og til að fullkomna niður- læginguna er hún vanfær. Victoria á því ekki von á hlýlegum mótttökum í föðurgarði og kvíðir heimkomunni að vonum. Heiðursmaðurinn Sutton lætur ekki fagra stúlku kveljast um of og fellst á að þykjast vera eiginmaður Victoriu og horfast í augu við ráðríkan föður hennar án þess að blikna. Þau verða vitaskuld brjálæðislega ástfangin áður en áhorfendur eru búnir með popppok- ann, en síðan er stóra spurningin; tekst illgjörn- um foreldrum, sem eru blýföst í fjötrum hefðar- innar, að stía elskendunum í sundur? Galdur víns og viðbits Arau spurði sömu spurningar á fremur melódramatískan hátt í seinustu kvikmynd sinni og er því á fornum slóðum, að því við bættu að matur, vín og blóðrautt sólarlag gegna veigamiklu hlutverki. Vínið er þó meira áberandi nú. „Það var nú ekki svo að ég ætl- aði að nota mat í annarri myndinni og vín í hinni," segir Arau. ,en matur og vín erú hvort tveggja mikilvægir þættir við miðlun ástarinn- ar." Sennilega mætti ráða Arau heilt og benda honum á að kaupa vínflösku og matarbita og reyna að ná sáttum við fyrrverandi eiginkonu sína, en miðað við kröfugerð hennar þyrfti vínið að vera afar ljúffengt og maturinn ekki síðri. En Arau kveðst samt sem áður hafa litl- ar áhyggjur af málinu og segir hjónaband sitt nær gleymt og grafið. „Það var mjög erfitt, en nú er því iokið, nú heyrir það sögunni til." > ARAU leikstýrir Reeves, gamla harðjaxlanum Anthony Quinn og spænsku þokkadísinni Aitana Sanchez-Gijon í einu atriði ' * myndarinnar. KEANU Reeves slakar ögn á í Gengið á skýjum, með aðstoð góðra vina. AITANA Sanchez-Gijon er spænsk leikkona, þekkt í heima- landi sínu en Gengið á skýjum er fyrsta myndin sem hún tekur þátt í að gera í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.