Morgunblaðið - 14.09.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.09.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA tr®ttttM®§>í§> 1995 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER BLAÐ Þorbjörn velur Rúmeníufarana ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, hefur valið fjórtán manna landsliðshóp fyrir Evrópuleikina gegn Rúmenum 27. septem- ber í Rúmeníu. Markverðir eru Guðmundur Hrafnkelsson úr Val og Bergsveinn Bergsveins- son úr Aftureldingu. Aðrir leikmenn eru Geir Sveinsson frá Montpellier, Júlíus Jónasson úr Guramersbach, Jón Kristjánsson, Dagur Sigurðs- son og Ólafur Stefánsson úr Val, Bjarki Sigurðs- son, Páll Þórólfsson og Róbert Sighvatsson úr Aftureldingu, Valdimar Grimsson og Einar. Gunnar Sigurðsson frá Selfossi, Patrekur Jó- hannesson úr KA og Gunnar Beinteinsson úr FH. Einu sinni áður leikið í Rúmeníu Valdimar yfir 600 marka múrinn VALDIMAR Grímsson, sem hefur leikið 193 landsleiki, skoraði sitt 600. landsliðsmark í Aust- urriki á dögunum, í leik gegn ítaliu. Valdimar hefur skorað 602 mörk í landsleikjum sínum og er orðinn þriðji markahæsti landsliðsmaðurinn. Kristján Arason hefur skorað flest mörk, 1.089, og Sigurður Sveinsson kemur næstur á blaði með 730 mörk. Kvendómarar í fyrsta sinn í lands- leik á íslandi Morgunblaöið/Þórhallur Jónsson FYRSTU kvendómaratríóið sem dæmir landsleik á íslandi mætir til leiks á sunnudagskvöldið i Laugardal og dæmir landsleik íslands og Rúss- lands i undankeppni Evrópumóts kvennalands- liða. Dómaratríóið kemur frá Noregi heitir Vi- beke Karlsen, en hún verður dómari, Ann-Wenc- he Johansen og Lisbeth Hoch Lode, sem verða línuverðir. Það sama verður uppi á teningnum næst þegar íslenska kvennalandsliðið leikur í undankeppni EM gegn Frökkum, 30. september, þá kemur einnig kvennatríó til að fylgja eftir reglum leiksins. Valsmenn hirtu bikarinn hjá okkur og við vorum lengi í gang. Við erum með breiðan hóp og gátum leyft okkur að hræra svolítið í liðinu þangað til þetta gekk upp. Þótt ekki sé hægt að spá neinu um veturinn út frá þess- um leik reikna ég með að bæði liðin verði í toppbaráttunni," sagði Jón Kristjánsson, þjálfari og stór- skytta Valsmanna , þegar bikarinn var í höfn. Erlingur, bróðir hans í KA-liðinu, taldi lið sitt hafa leik- ið ágætlega í fyrri hálfleik en Valsmenn að sama skapi betur í seinni hálfleik. „Við erum ekki með sömu breidd og Valur en þetta á að vera í lagi. Það skiptir ekki öllu máli þótt mörkin dreifist ekki á marga leikmenn. Framhaldið í vetur ræðst væntanlega af fyrstu leikjunum í deildinni en við stefn- um að því að vera með í barátt- unni um titlana eins og á síðasta tímabili," sagði Erlingur. DAGUR Slgurðsson, fyrlrliði Vals, tók við öðrum bikarn- um á þremur dögum á Akur- eyri í gærkvöldl. Á stóru myndinni reynir Sigfús Sig- urðsson aö stöðva Kúbu- mannlnn Duranona. Islandsmeistarar Vals hirtu annan bikarinn á þremur dögum er þeir sigruðu KA í meistarakeppni HSÍ í gærkvöldi. Síðastliðinn sunnudag urðu Valsmenn Reykjavíkurmeistarar. Leikur KA og Vals í gærkvöldi var hörkuleikur á köflum og heimamenn lengst af með nokkur tök á framvindu hans en Valsmaskínan hrökk í gang á réttum tíma. Valur sigraði andi lokasprett. IVjokkur eftirvænting ríkti i * '■KA-heimilinu því bikar- meistararnir voru nú að tefla fram nýjum leikmönnum stefán Þór óiðu menn sér- Sæmundsson staklega spenntir skrifarfrá eftir að sjá tröllið Akureyri Duranona hleypa af. Hann er burðug- ur leikmaður og væri eflaust enn' betri ef hann fengi brot af keppnis- skapi Patreks að láni. Patti lék við hvurn sinn fingur eins og kýrn- ar í ljóði Laxness og skoraði 13 mörk en Duranona lét sér 6 nægja. Hann virtist hafa lítið fyrir þessu framan af en þyngdist er á leið. 26:23 eftir jafnan og spenn- KA-menn voru sterkari í fyrri hálfleik og yfirleitt með 2-3 marka forystu. Guðmundur Arnar varði rnjög vel, t.d. lokaði hann alveg á Ólaf Stefánsson sem var loks tek- inn út af og Júlíusi Gunnarssyni teflt fram í hans stað. Það gekk betur en annars var það þjálfarinn Jón Kristjánsson sem hélt Vals- mönnum inni í leiknum með falleg- um mörkum og glæsilegum línu- sendingum á Sigfús Sigurðsson. í seinni hálfleik fór heimamönn- um að fatast flugið. Ekkert kom út úr hornunum eða línunni og Patrekur stóð einn fyrir flugelda- sýningu og gerði 6 fyrstu mörk KA í hálfleiknum og reyndar 3 þau síðustu í fyrri hálfleik. í heilar 28 mínútur samfleytt skoraði ekki annar KA-maður en Patrekur! Valsmenn komust loks yfir 19:18 þegar 14 mín. voru eftir af leiknum. Nú fór breiddin að segja til sín sem og reynslan. Jón gat leyft sér að hvíla sig á bekknum. Ólafur og Dagur lifnuðu við og Sigfús hélt áfram að skora af lín- unni. KA-menn áttu ekkert svar þótt Patrekur hafi reynt sitt besta. Hann skoraði 23. mark KA þegar 4,50 mín. voru eftir og staðan þá 23:24. Valsmenn lokuðu nú öllum glufum og læddu inn tveimur mörkum. Guðmundur varði víti frá Patreki þegar 1,40 mín. var eftir og tók Duranona í nefið á svipað- an hátt þegar 54 sekúndur lifðu af leiktímanum. Alls varði hann fjögur vítaköst frá þeim félögum. „Það var lítill stöðugleiki í þessu HANDKNATTLEIKUR ÍSLENDINGAR hafa aðeins einu sinni áður far- ið til Rúmeníu — það var 1968. íslenska liðið lék tvo leiki í ferðinni, sem var á þeim tíma eins lengsta og erfiðasta ferð sem landslið íslands hafði farið. Fyrri leikurinn fór fram í Búkarest og tapaðist hann, 15:17. Seinni leikurinn fór fram i norðurhluta landsins, Cluj, þar sem heimamenn unnu 23:14. KR - EVERTOIM: JOE ROYLE Á GÓÐAR MINNINGAR FRÁ ÍSLANDI / D4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.