Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA X Morgunblaðið/Ásdís IMEVILLE Southall (t.h.), markvörður Everton og landsliðs Wales, er einl leikmaðurinn sem leikur nú með Everton, sem varð Evrópumelstari með liðinu í Rotterdam 1985. Royle á góðar minn- ingar frá íslandi Hefur leikið tvisvar á Laugardalsvellinum. Á ekki von á auðveldum sigri í Evrópuleiknum gegn KR-ingum Eg á von á hörkuleik á morgun [í dag] gegn KR og við mun- um koma ákveðnir til leiks, sagði Joe Royle, framkvæmdastjóri Everton að lokinni æfingu hjá lið- inu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. „Leikmenn mínir munu koma einbeittir til leiksins, það er hlutur sem ég ætla passa vel upp á. Ég hef margoft minnt þá hvað kom fyrir lið Blackburn í fyrra þegar þeir töpuðu fyrir sænska liðinu Trelleborg og féllu úr leik og ég vil að sjálfsögðu síst af öllu að það sama komi fyrir okkur. KR-liðið er sterkt og undirstrik- aði það með því að vinna bikar- keppnina aftur í ár. Það hlýtur að segja manni eitthvað. Þetta verður stórleikur fyrir leikmenn KR og við ætlum að koma til hans af heilum hug og gefa allt í hann. Síst af öllu á ég von á auðveldum sigri og leiði ekki hugann að því.“ John Royle lék með Everton á árum áður og lék meðal annars gegn Keflavík í Evrópukeppninni hér á landi árið 1970 og skoraði hann tvö mörk í 3:0 sigri liðsins. „Já, það er rétt. Ég á góðar minningar héðan úr leiknum við Keflavík, mér tókst að skora tvö mörk, eitt í hvorum hálfleik. Ann- að var með hægri fótar skoti og hitt var með skalla eftir að ég náði frákasti eftir að vítaskot mitt hafði verið varið. Það var skemmtilegur leikur. Síðan kom ég aftur hingað nokkrum árum síðar og lék með Stjörnuliði Bob- bys Charltons gegn íslensku úr- valsliði. Þannig að ég á bara góð- ar minningar héðan frá íslandi," sagði Joe Royle, framkvæmda- stjóri Everton. Lið Everton JOE Royle, framkvæmda- stjóri Everton, tilkynnti í gærkvöldi byijunarlið sitt í leiknum gegn KR. Það verður þannig skipað: Markvörður Neville Sout- hall, í vörninni talið frá hægri, Matthew Jackson, Dave Watson, fyrirliði, David Unsworth og Gary Ablett, á miðjunni verða, frá hægri, Andreas Limp- ar, Joe Parkinson, John Ebbrell og Andy Hinc- hcliffe, frammi verða Daniel Amokachi og Paul Rideout. Everton Evr- ópumeistari fyrirtíu árum TIU ár eru liðin síðan Ever- ton varð Evrópumeistari í fyrsta sinn. Liðið sigraði Rapid Vin 3:1 í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í Rotterdam í byijun maí 1985. Fékk ekki tækifæri til að veija titilinn því tveimur vik- um síðar varð hið hörmulega slys á Heysel-leikvanginum í Belgíu, þegar Liverpool og Juventus mættust í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða — fjöldi stuðningsmanna Ju- ventus létu lífið, eftir að stuðningsmenn Liverpool réðust að þeim. Eftir það var fimm ára bann sett á ensk lið í Evrópukeppninni. KR-ingar mæta eins og alltaf — til að vinna KR-ingar mæta ensku bikarmeist- urunum Everton í fyrri leik lið- anna í fyrstu umferð Evrópu- keppni bikarhafa á Laugardais- velli í kvöld klukkan 20, en síðari leikur liðanna verður á Goodison Park í Liverpool eftir hálfan mánuð. ,,Það er auðvitað alveg ljóst að við mætum í þennan leik eins og alla aðra - til að vinna. Til þess er maður jú í þessu,“ sagði Guð- jón Þórðarson þjálfari KR-inga í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði alla leikmenn sína heila og tilbúna í leikinn en Stein- ar Adolfsson er þó ekki orðinn heill en hefur látið sig hafa það að leika þrátt fyrir það. „En til að vinna þurfa allir að standa sig og allt að ganga upp hjá okkur. Við munum leika eins og við höfum gert að undanförnu, fjóra, fjóra tvo og ég held að lík- urnar á að við vinnum gætu verið svona einn á móti þremur til fimm, en það hefur oft sýnt sig að leikir vinnast ekki á slíkum líkum og það er allt hægt í knatt- spymu. Ef við spilum af okkar styrk- leika og gemm það sem við emm sterkastir í getur allt gerst. Mögu- leikar okkar liggja ef til vill helst í því að þeir leiki vörnina flata og framarlega og gleymi sér þannig að við getum nýtt okkur kantspilið sem best. Við munum mæta þeim á fullri ferð. Everton er sterkt lið, með sterka vörn og leikmenn mæta mönnum af festu og em óhræddir við að tækla. Við munum því reyna að spila eins og við getum og ég vona bara að áhorfendur fjölmenni og styðji við bakið á okkur. Við mun- um gera allt okkar til að þetta verði góður og skemmtilegur leik- ur,“ sagði Guðjón. I liði Everton era nokkrir þekktir knattspyrnukappar. „Limpar er gríðarlega sterkur Ieikmaður, þegar hann er í stuði. Tölfræðin segir að hann sé nokk- uð gloppóttur en þegar hann er í góðu formi eiga allir í erfiðleik- um með hann og við verðum eng- in undantekning á því og svo gæti farið að ég yrði að setja ein- hvern ákveðinn mann á hann. Við verðum að leika skynsamlega og af þolinmæði," sagði Guðjón. Aðspurður, hvortþað væri ekki skemmtilegra fyrir leikmenn að mæta liðum sem allir þekktu frek- ar en einhverju liði með lítt þekkt- um mönnum, sagði hann: „Jú, það er óneitanlega skemmtilegra að leika við svona þekkt og gott lið, en um leið minni möguleiki á að komast áfram.“ Guðjón á afmæli í dag, er fer- tugur, og það verður því litið um afmæiisveisiu hjá honum á afmæl- isdaginn. „Ég spilaði bikarúrslita- leik við Keflvíkinga á afmælisdag- inn minn árið 1975, þegar ég varð tvítugur, og þá töpuðum við. Ætli við segjum ekki bara að ég eigi eitthvað inni hjá máttarvöldun- um!“ sagði Guðjón sem fór með lið sitt á Hótel Ork eftir æfingu í gær, en hann hefur ekki tapað leik þegar hann hefur farið þang- að með lið sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.