Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR15. SEPTEMBER1995 B 3 KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA OPIÐ ÖLDUNGAMÓT Hótel Arkar opið öldungarmót á Svarfhólsvelli við Selfoss, laugardaginn 16. september. mm 1. karlar 2. karlar 3. konur flokkar: 50-54 ára m/án forgjafar. 55 ára og eldri m/án forgjafar. 50 ára og eldri með forgjöf. Vegleg verðlaun fynr 1., 2. og 3- sæti, isamt nándarverðlaunum á par 3 brautum. Teitur hættur hjá Ulle- ström Teitur Þórðarson ákvað í gær að hætta sem þjálfari hjá norska liðinu Lilleström, sem á undanförn- um árum hefur verið eitt besta knatt- Jóhamsson sj>ymulið Noregs. skrifarfrá Akvörðun Teits Noregi vakti mikla athygli í Noregi í gær og m.a. var ákvörð- un hans ein aðalfrétta norska sjón- varpsins í gærkvöldi. Teitur sagði í samtali við Morg- unblaðið að tvær meginástæður væru fyrir þessari ákvörðun sinni. „í fyrsta lagi hefur hluti af stjómar- mönnum félagsins ekki stutt mig að undanfömu og að hluta til unnið á móti mér. í öðm lagi hefur árang- ur liðsins í sumar ekki verið eins góður og stjórnarmenn og áhang- endur liðsins vonuðust til.“ Hann kvaðst reyndar persónulega ekki hafa búist við að árangur liðsins í sumar yrði eins góður og margir ætluðust til, m.a. vegna þess að lið- ið hefði æft 40% meira í vetur en undanfarin ár, þannig að reikna mætti með að árangur þess kæmi ekki í ljós fyrr en síðar. Þar væri um að ræða uppbyggingastarf sem skilaði sér á lengri tíma. Um framtíðaráform sagði Teitur að allt væri óljóst enn sem komið er, en engu að síður hafa tvö norsk félög nú þegar haft óformlegt sam- band við hann. Morgunblaðið/Kristinn Framlínumennirnir ógnandi GUÐMUNDUR Benedlktsson og Mihajlo Blbercic voru mjög ógnandi í framlínu KR-inga gegn Everton. Hér reynir Davld Unsworth að komast í boltann áður en Bibercic nær skoti. Guðjón Þórðarson, þjálfari KR ánægður að leikslokum „Er stoltur af liðinu mínuu egar við vorum búnir að fá á okkur fyrsta markið, var ekki lengur neinu að tapa í leiknum. Þá fóru mínir menn að gera það sem þeir eru bestir í og við það kom- umst við aftur inn í leikinn," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, að leikslokum. „Við lentum tvisvar í þeirri stöðu að verða undir og okkur tókst að jafna og síðan klára þeir okkur með frábæru framtaki hjá Amokachi og í sjálfu sér ekkert við því að gera. En eigi að síður fellur heppnin þeim í skaut. Við eigum tvö sláarskot og nokkur færi og það þurfti lítið til að við næðum forystunni í leiknum." Línuverðirnir voru nokkuð ákafir með flöggin sín? „Já, þeir veifuðu okkur á gráa svæðinu, en létu þá sleppa á sama stað. Það er leiðinlegt að sjá svona hluti gerast. Það er kannski eðli- legt, en á ekki að vera það því menn eiga ekki að njóta neinna forréttinda í svona leik.“ Er þetta ekki ykkar besti leikur í sumar? „Jú, ég held að það hljóti að vera og menn geta verið stoltir af að hafa tekið þátt í þessum leik. Það sýnir kannski best að menn eru svekktir að hafa tapað með einu marki fyrir Everton." Þið komið mjög ákveðnir tii leiks í síðarí hálfleik og þið eigið ekkert minna í honum en þeir. Þér hefur gengið vel að fá menn til að ein- beita sér fyrir leikinn? „Við vissum að ef við næðum að spila einfalt og leika með jörðinni, gætum við valdið þeim erfiðleikum. Flata vörnin þeirra býður upp á ýmsa möguleika og það .reyndum við að nýta okkur þá. Á móti þessu liði má ekki dóla með boltann heldur verður að leika hratt á milli manna. Þeir eru fljótir að loka svæðum og ef þú nýtir ekki þann möguleika, sem þú færð, strax þá eru þeir fijótir að loka fyrir hann. Þú átt afmæli í dag [í gær] hefð- ir þú ekki viljað að minnsta kosti jafntefli? „Dagurinn var góður, ég eydúi honum í rólegheitum austur á hótel Örk með strákunum og síðan komum við hingað í kvöld. Eftir á er ég svolítið svekktur yfir að hafa tapað leiknum en ég er stoltur af liðinu mínu, ég held ég geti verið ánægður með frammistöðu minna manna og KR-ingar allir geti borið höfuðið hátt. Við lögðum áherslu á að leika af krafti og reyna að skemmta áhorf- endum og ná árangri og ég held að það hafi tekist." Þau markmið sem þú settir liðinu fyrír leikinn, stóðust þau? „Svona hluti af þeim. Reyndar var byrjunin erfið og menn höfðu ekki þá tiltrú sem þurfti, en við unnum okkur inn í leikinn á góðum nótum.“ Goljklúbbur Selfoss. Om 4 Amokachi lék varn- ■ I armenn KR-inga grátt og sendi til vinstri á Hinch- cliffe sem reyndi skot að marki frá vítateig en hitti boltann illa. Knötturinn stefndi framhjá markinu hægra megin en John Ebbrell fylgdi vel á eftir og kom á fjærstöng og skoraði af stuttu færi á 22. mínútu. <m m •• Góð sókn KR-inga á I ■ 1 36. mínútu. Guð- mundur Benediktsson sendi lúmska sendingu í gegnum vörn Everton á Heimi Guðjónsson sem lék inní vítateiginn hægra megin og var brugðið þar af David Unsworth og því dæmd vítaspyrna. Mihajlo Bibercic skoraði af öiyggi úr vítaspym- unni — sendí boltann í hægra homið en Southall fór í jriitt hornið. Im^þknáy Hinchcliffe ■ JCakom á fullri ferð inn í vítateig KR-inga, Sigurður Öm Jónsson kom á eftir honum en Heimir Guðjónsson hljóp fyrir Hinchcliffe og dæmd var víta- spyma á 57. mínútu. David Unsworth skoraði af öryggi úr vítinu í hægra hornið en Kristján fór í það vinstra. ■ ^Guðmundur Bene- fii ■ fiidiktsson fékk góða sendingu frá Bibercic inn fyrir vörn Everton á 67. mín. Hann lék inn í vítateiginn og þar kom varamaðurinn Paul Holmes og stjakaði við honum og víta- spyma dæmd. Mihajlo Bibercic skoraði úr vítinu í hægra homið eins og hann gerði líka í fyrra skiptið. 2>^jHá sending frá ■ Wvinstri inn að vítateig KR-inga á 88. mínútu. Boltinn barst til David Amokachi sem sneri baki í markið rétt utan vítateigs. Hann tók boltann nið- ur á brjóstið, sneri sér á punktin- um og þrumaði knettinum í stöngina og inn, óverjandi fyrir Kristján í markinu. Glæsilegt mark. KR-iNGAR geta borið höfuðið hátt þrátt fyrir eins marks tap gegn Everton, 2:3, ífyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa á Laugardalsvelli ígærkvöldi. Leikurinn varfrábær skemmtun og góð auglýsing fyrir íslenska knattspyrnu. Þetta var einn besti leikur sem íslenskt félagslið hef ur sýnt í Evrópukeppni. Það má segja að KR-ingar hafi verið óheppnir að ná ekki jafntefli út úr viðureigninni þvítvisvar náðu þeirað jafna leikinn, 1:1 og 2:2. Það var Nígeríumaðurinn Amokachi sem gerði sigurmark Ever- ton tveimur mínútum fyrir leikslok. Valur B. Jónatansson skrifar Everton byrjaði með miklum lát- um og átti John Ebbrell þrumu- skot í samskeytin á KR-markinu eftir aðeins 35 sek- úndna leik. Pressa ensku bikarmeistar- anna hélt áfram og KR-inga vantaði sjálfstraust til að spila sig út úr pressunni. Eftir að Everton komst. yfir með marki Ebbrell á 22. mínútu fengu KR-ingar sjálfstraustið og uppskáru jöfnunarmark 14 mínútum síðar — Bibercic skoraði úr víta- spyrnu, en hann hafði fímm mínút- um áður átt skot í þverslá. KR-ingar voru nálægt því að komast yfir rétt fyrir leikhlé eftir góða sókn upp vinstri kantinn. Heimir gaf þá knött- inn fyrir og þar var Guðmundur Benediktsson á ferðinni en varnar- menn Everton björguðu naumlega í horn áður en hann náði til knattar- ins. KR-ingar komu grimmir til síðari hálfleiks og var Dervic hársbreidd frá því að skalla knöttinn í markið eftir hornspyrnu en Southall var vandanum vaxinn í markinu. Ever- ton náði nokkrum góðum rispum en Kristján Finnbogason var í stuði í markinu og varði hvað eftir annað meistaralega. Hann gat þó ekki komið í veg fyrir mark Unsworth úr vítaspyrnu á 57. mínútu og stað- an þá orðin 1:2. KR-ingar neituðu að gefast upp og óx ásmegin. Steinar Adolfsson átti skalla í þverslá tveimur mínútum eftir að Everton komst yfir og Porca skaut framhjá markinu frá mark- teigshorni. Það var því ekki gegn gangi leiksins er KR-ingar jöfnuðu öðru sinni úr vítaspyrnu sem dæmd var er brotið var á Guðmundi Bene- diktssyni. Þegar líða tók á leikinn voru KR-ingar farnir að sætta sig við jafnteflið — bökkuðu til að halda fengnum hlut. Það var sem köld vatnsgusa framan í þá er Amokachi gerði sigurmarkið aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. KR-ingar eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna gegn fyrrum Evr- ópumeisturum Everton. Þeir báru enga virðingu fyrir þessum stóru nöfnum og léku oft frábærlega. Vörnin var að vísu svolítið opin í byijun leiks en eftir því sem á leið náðu þeir að binda hana vel saman. Liðið náði oft góðum sóknum þar sem boltinn gekk hratt milli manna. Kantmennirnir Hilmar og Einar Þór skiluðu sínu hlutverki vel óg þá sér- stakiega Einar sem lék oft fimlega á varnarmenn Everton. Heimir stjórnaði leik liðsins á miðjunni og gerði það vel og Porca vann vel í kringum hann. Framheijarnir Guð- mundur og Bibercic voru síógnandi og áttu þeir ensku oft i hinu mesta basli með þá. Þá er vert að geta frammistöðu Kristjáns Finnboga- sonar sem fór hreinlega á kostum. Leikur KR-ingar kom Everton oft í opna skjöldu því ekki áttu þeir von á slíkri mótspyrnu frá áhugamanna- liði frá íslandi. Og eins og Amokac- hi, besti leikmaður Everton, orðaði það eftir leikinn; „Við bjuggumst við að þessi leikur yrði erfiður en ekki svona erfiður. KR-liðið er mjög gott og kom mér verulega á óvart hversu góðri knatttækni leikmenn þess ráða yfir. KR var að spila góða knatt- spyrnu,“ sagði Nígeríumaðurinn og eru það orð að sönnu. Heimir Guðjónsson svekktur með úrslitin en ánægður með leikinn Tvímælalaust besti leikur okkar í sumar Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson ElNAR Þór Daníelsson lék vel á vinstri kantinum og áttu varnarmenn Everton oft í vandræðum með að stöðva hann. Við spiluðum vel í leiknum og fengum fullt af marktæki- færum og erum drullusvekktir að hafa tapað leiknum, það var hægt að ná betri úrslitum, sagði Heimir Guðjónsson, ieikmaður KR, að leikslokum gærkvöldi. „Við reiknuðum með því að þeir myndu pressa á okkur í byijun eins og ensku liðin gera yfirleitt og við vorum ákveðnir í að reyna að halda aftur af þeim fyrstu fimmtán til tuttugu mínúturnar og Joe Royle framkvæmdastjóri Everton óánægður Vamarleikur í molum EINA sem ég er ánægður með er lokastaða leiksins, sigur. Ég er hins vegar mjög óánægður með leik minna manna að þessu sinni, en hins- vegar lék KR-liðið vel. Sóknarleikur okkar var ekki nógu skarpur og varn- arleikur okkar var í molum lengst af og þeir fengu fullt af tækifærum. Hreinskilnislega sagt getum við talist góðir að hafa sloppið héðan í kvöld með sigur," sagði Joe Royle, fram- kvæmdastjóri Everton, að leikslokum í gærkvöldi og hann var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna. „Leikurinn var svipaður og ég bjóst við fyrirfram, ekkert kom mér sérstak- lega á óvart, nema þá kannski það hversu slakir við vorum. Við fengum fullt af færum í leiknum og verðskuld- uðum að sigra, en verðum samt að teljast þakklátir með það. Daniel Am- okachi var eini maðurinn í mínu liði sem lék af eðlilegri getu, aðrir léku mun verr en þeir geta best. Það er alveg ljóst að við verðum að leika mun betur í síðari leiknum á Goodison Park, frammistaða sem þessi gengur ekki,“ sagði Joe Royle að lok- um. David Amokachi, sem skoraði sigur- mark Everton, var ánægður með úrslit- in. „Það er alltaf gott að sigra á úti- velli og það var ekki verra að skora sigurmarkið. Við bjuggumst við að þessi leikur yrði erfiður en ekki svona erfiður. KR-liðið er mjög gott og kom mér verulega á óvart hversu góðri knatttækni leikmenn þess ráða yfir. KR var að spila góða knattspyrnu. Við lékum hins vegar ekki eins og við get- um best og'það vantaði ijóra fasta- menn í liðið að þessu sinni. Ég held að við ættum að komast auðveldlega í aðra umferð, og er reyndar viss um það,“ sagði Amokachi. fara svo að leika okkar bolta og það tókst. Það er mikill „karakter" í liðinu hjá okkur að lenda undir í tvígang og jafna. Síðan misstum við einbeitinguna undir lokin og atvinnumenn refsa fyrir það eins og þeir gerðu. Sigurmark þeirra var mjög óverðskuldað að mínu mati. Þetta var tvímælalaust okkar besti leikur í sumar. Það hefur verið mikill stígandi í leik okkar að undanskildum leiknum gegn Val, og þetta er í framhaldi af því sem verið hefur. Það verður mjög gaman að mæta þeim úti og það er vonandi að við náum hagstæð um úrslitum og það verði margir áhorfendur og góð stemmning. „Úrslitin eru sorgleg, við ættum ekki að vera svekktir að tapa þrjú- tvö fyrir Everton sem er úrvalslið í háum gæðaflokki, en við áttum það mikið í leiknum að við verð- skulduðum betri úrslit,“ sagði Guð mundur Benediktsson, leikmaður KR, en hann hélt varnarmönnum Everton vel við efnið í leiknum. „Það var mikil streita í okkur í upphafi leiks, stórleikur, stórlið og fullt af áhorfendum og við bárum of mikla virðingu fyrir þeim í upp- hafi. En síðan fórum við að sjá að það var hægt að sækja á þá, mér fannst við eiga meira í leiknum, tvö sláarskot og bjargað á línu og svo framvegis, fullt af færum.“ URSLIT KR - Everton 2:3 Laugardalsvöllur, Evrópukeppni bikar- meistara — fyrri leikur, fimmtudaginn 14. september 1995. Mörk KR: Mihajlo Bibercic 2 (36. - vsp.), (67. - vsp.). Mörk Everton: John Ebbrell (22.), David Unsworth (57. - vsp.), David Amokachi (88.). Gul spjöld: Andy Hinchcliffe (6.) - fyrir að taka aukaspymu áður en flautað var. Steinar Adolfsson (11.) - fyrir brot. Rautt sjald: Enginn. Dómari: Roger Philippi frá Lúxemborg. Komst vel frá leiknum. Ahorfendur: 5.956 greiddu aðgangseyri. KR: Kristján Finnbogason — Sigurður Öm Jðnsson, Steinar Adolfsson, Þórmóður Eg- ilsson, Izudin Daði Dervic — Hilmar Björns- son, Salih Heimir Porca, Heimir Guðjóns- son, Einar Þór Danielsson — Guðmundur Benediktsson, Mihajlo Bibercic. Everton: Neville Southall — Matthen Jack- son (Paul Holmes (61.), David Watson, David Unsworth, Gary Ablett — Anders Limpar (Anthony Grant 63.), Joseph Park- inson, John Ebbrell, Andrew Hinchcliffe — Daniel Amokachi, Paul Rideout. Evrópukeppni bikarhafa Fyrri leikir í annari umferð: Batumi, Georgía: Dynamo Batumi - Celtic.............2:3 Paata Machutadze (11.), Teimuraz Tugushi (68.) — Andreas Thom 2 (24., 87.), Simon Donnelly (42.). 17.000. Moskva, Rússlandi: Dynamo Moskva - Ararat (Armenía) ...3:1 Oleg Teryokhin 2 (45., 90.), Vitaly Safr- onov (73.) — Levon Stepanyan (71.). 7.500. Tírana, Álbaníu: FC Teuta Durresi - Parma...........0:2 Gianfranco Zola 2 (81., 83.). 10.000. Sofía, Búlgaríu: Lokomotiv - Halmstads..............3:1 Yordan Marinov (40.), Dian Petkov (43.), Doncho Donev (57.) — Magnus Svensson (33.). 4.000. Aþena, Grikklandi: AEK Aþena - Sion (Sviss)...........2:0 Michalis Vlachos (45.), Vassilis Borbokis (70.). 20.000. Vilnius, Litháen: Zalgiris - Trabzonspor (Tyrkl.)....2:2 Andrejus Tereskinas (7.), Grazvydas Miku- leivás (67.) — Chota Aveladze (25.), Ercan Abdula (54.). 3.000. Brugge, Belgíu: FC Briigge - Shaktyor (Úkraínu)....1:0 Robert Spehar (87.). 10.000. Riga, Lettlandi: Dag Liepaja - Feyenoord............0:7 - Henrik Larsson (1.), Regi Blinker 3 (47., 57., 60.), Orlando Trustfull (59.), Ronald Koeman (76.), Mike Obiku (87.). 3.500. Nicosía, Kýpur: Apoel - Le Coruna..................0:0 Bratislava, Sióvakíu: Inter Bratislava - Real Zaragoza...0:2 - Morientes (43.), Oscar (61.). 3.000. Hradec Kraloven, Tékklandi: Kralove - FC Kaupmannahöfn.........5:0 Petr Samee 2 (32.,76.), Ales Hynek (39.), Pavel Camy (52.), Milan Ptacek (90.). 4.532. Vín, Austurríki: Rapid Vín - Petrolul (Rúmeníu).....3:1 Zoran Barisic 2 (45., 90. - vítasp.), Trifon Ivanov (60.) — Adrian Toader (65.). 12.000. Mönchengiadbach, Þýskalandi: Giadbach - Sileks (Macedonía)......3:0 Karl-Heinz Pflipsen (6.), Stefan Effenberg (19.), Michael Klinkert (87.). 19.000. Osló, Noregi: Molde FK - París Saint Germain.....2:3 Ole G. Solskjaer (55.), Arild Stavrum (81.) - Paul Le Guen (75.), Youre Djorkaeff (78.), J.C. Dely Valdes (83.). 3.300. Lissabon, Portúgal: Sporting - Maccabi Haifa (ísrael)..4:0 Pedro Barbosa 3 (7., 10., 48.), Sa Pinto (89.). 35.000. UEFA-keppnin Skopje, Macedoníu: Vardar - Bordeaux..................0:2 - Anthony Bancarel 2 (26., 75.). Lens, Frakklandi: Lens - Beggen (Lúxemb.)............6:0 Aboubacar Camara 2 (10., 48.), Frederic Meyrieu (39.), Joel Tiehy 2 (54., 75.), Ro- ger Boli (70.). 25.000. ‘ Handknattleikur Reykjavíkurmótið Meistaraflokkur kvenna: Haukar- KR......................22:21 Fram-FH.........................29:13" Víkingur - Valur................24:17 Bibercic þriðji KR-ingur- inn með tvö í Evrópuleik MIHAJLO Bibercic gerði bæði mörk KR í gærkvöldi og varð þar með þriðji leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora tvívegis í Evrópuleik. Ellert B. Schram varð fyrstur til þess í 2:3 tapi gegn franska Iiðinu Nantes á Laugardalsvellinum 1966 í Evrópukeppni meistaraliða — þar af var annaö markið úr víti og þremur árum síðar, 1969, gerði Baldvin Baldvinsson tvö mörk I Evrópuleik. Það var er KR tapaði 2:12 gegn hollenska liðinu Feyenoord í Rotterd- am. Sá leikur var einnig í Evrópukeppni meistaraliða. Hjóna- og parakeppni Opið mót haldið á Húsatóftarvelli í Grindavík sunnudaginn 17. september. Leikfyrirkomulag: Punktakeppni og betri bolti. Mörg og mjög skemmtileg verðlaun í boði. Nándarverðlaun bæði kvenna og karla á 9/18 holu. Gjald kr. 2.000 fyrir parið. Verið x>elkomin. Skráning f sfma 426-8720. Golfklúbbur Grindavíkuf Skráning í Golfskála: Sími 482 2417 eða 482 3335. Ræst út frá k. 09.00. Frábær frammistaða KR-inga gegn Everton Einn besti leikur sem íslenskt lið hefur sýnt í Evrópukeppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.