Morgunblaðið - 15.09.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.09.1995, Qupperneq 1
LÆ$STA-VERÐ ABYRGÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM FLORIDA 7.590 BRETLAND 13.020 KANARÍ 11.690 TÚNIS 29.900 * Líflegir litirí lopapeysum SLOPAPEYSUR í bláum, bleikum, grænum o.fl. litatilbrigðum eiga auknum vinsældum að fagna með- ^ al barna og unglinga eins og glöggt má sjá þar sem margir eru saman- komnir. Fullorðnir eru einnig að verða djarfari en áður í litavali, þótt lopapeys- ur í sauðalitunum haldi velli og útlend- ingar kjósi þær fremur en hinar. Istex hf. safnar ull frá öllum bænd- um á landinu og framleiðir band í handprjónm, vélpijón og vefnað. Þrúð- ur Helgadóttir, sölustjóri, segir að mikil aukning sé í sölu á lopa, sérstak- lega lituðum hespu- og plötulopa, sem einkum er notaður í lopapeysur. Hún telur að tíska unglinganna mótist af fortíðarþrá, og þeir sæki fyrirmyndir sínar til ’68-kynslóðarinnar, en taki þó litríkar lopapeysur fram yfir sauða- litina. í fyrra gaf fstex hf. út prjónablað með 34 uppskriftum af lopapeysum í tilefni lýðveldishátíðarinnar. Þrúður segir að þá hafi sala á lituðum lopa aukist til muna, enda voru uppskriftirn- ar útfærðar í takt við kröfur tískunn- ar, bæði í sniði og litasamsetningu. Afgreiðslufólk hjá Handpijónasam- bandi íslands, íslenskum heimilisiðnaði og verksmiðjusölu Álafoss tóku í sama streng og sögðu meira pijónað en áður. Litaúrval hefði aukist mikið undanfarin ár. Sem dæmi um verð kostar plötulopi i peysu á 12 ára barn um 1.200 kr., en sé tekinn hespulopi er verðið um 1.600 kr. Út úr búð kostar peysa á sama ald- ur 5-6 þús. kr. ■ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 c MAROKKÓ 24.700 MALAGA 9.980 BAHAMAS 21.060 InnHalið i verfti er: kaskótryaging. Itekkun sjalfsabyrqðar, trygging g. stuldi og allir staAbunanlr skattar. 011 verð eru i Islenskum krónum og eru vikuverð.Florida: ótokmarkaóur akstur og kaskó. 588 35 35 Opið món-lös 9-18 lau 10-14 Flugleiðir 1 samstarf við Atlantic flirway FLUGLEIÐIR hf. og færeyska flugfélagið Atlantic Airway undir- rituðu í gær samstarfssamning sem markar tímamót í flugsamgöngum milli landanna tveggja. Að sögn forsvarsmanna flugfélaganna felur samningurinn meðal annars í sér breytingar á flugdögum, lægra verð og meiri áreiðanleika. „Flugleiðir hafa um árabil flogið áætlunarflug til Færeyja á laugardög- um og þriðjudögum,“ seg- ir Páll Halldórsson, yfir- maður innanlandsdeildar Flugleiða. „Það hefur ver- ið vilji fyrir því að breyta dögunum, en innanlands- deildin, sem sér um Fær- eyjaflugið, hefur átt erfitt með að losa flugvélar, til dæmis á föstu- dögum. Nú verður hins vegar flog- ið á milli íslands og Færeyja á mánudögum og föstudögum frá og með 27. október nk.“ Páll sagði að með breytingunni vildu Flugleiðir jeggja áherslu á að kynna fyrir íslendingum þann möguleika að fara helgarferðir til Færeyja yfir vetrartímann og eins að fá þá Færeyinga í helgarferðir til íslands. „Við erum að fara af stað með markassetningu á Reykjavík í Færeyjum, líkt og við höfum verið með víða. Markaðs- setningin verður undir heitinu „Gjugg í borg“ og við verðum á sama tíma með sams konar átak til að kynna Reykjavík fyrir lands- byggðinni. Aukinn áreiðanleiki Atlantic Airway mun sjá um föstudagsflugið og Flugleiðir um mánudagsflugið. „Við sjáum fram á að geta aukið áreiðanleika í fluginu með þessu fyrirkomu- lagi,“ segir Páll. „Atlantic Airway er með 86 sæta BAE, 146-200 fjögurra hreyfla þotur sem nýtast vel í því veðri sem oft er í Færeyj- um. Þá eru áhafnirnar sérþjálfað- ar í Færeyjaflugi og það eykur áreiðanleika flugsins til muna. Einn þáttur í viðleitni Flugleiða til að auka umferð milli íslands og Færeyja er sú ákvörðun sem þar hefur verið tekin um að endurskoða fargjöldin. Páll segir að verið sé að tala um 33% lækkun þar sem fullt fargjald verði um 40.000 krón- ur. Hann segir ennfremur að uppi séu hugmyndir um að reyna að auka tíðn- ina næsta sumar og fljúga þá þrisvar í viku milli Is- lands og Færeyja. „Við erum nú að flytja um 5.000 farþega í þessu fiugi. Færeyjar eru hins vegar 45-50.000 manna markaður og það er ekki óeðlilegt að við séum að flytja um tíu þús- und farþega árlega. Magne Arge hjá Atlantic Airway lýsti yfir mikilli ánægju með sam- starfssamninginn við Flugleiðir. „Við sjáum fram á að fá fleiri far- þega og það er ljóst að böndin milli Færeyja og íslands munu styrkjast verulega með þessum samningi." ■ Útivist stofnar jeppadeild Morgunblaðið/Hanna Katrín HÉR hlykkjast ormurinn langi, 42 jeppar á leið frá Hrafntinnuskeri. JEPPADEILD verður stofnuð hjá Útivist í kjölfar góðrar þátttöku í jeppaferð sem félagið stóð fyrir um síðustu helgi. Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar, fararstjóra hjá Útivist, bjuggust menn fyrirfram við þátttöku 15-20 jeppa. Raunin varð hins vegar sú að jepparnir urðu 42 og komust færri að en vildu. „Það kom frétt um þessa fyrirhuguðu ferð í Morgunblaðinu og viðbrögðin voru hreint ótrú- leg,“ segir Sigurður. „Síminn stoppaði ekki og fólk var enn að hringja rétt fyrir brottför á föstu- dagskvöld. Þá vorum við hins vegar búnir að segja stopp.“ Á föstudagskvöld óku jepparnir 42 sem leið lá austur á Hvolsvöll og inn Fljótshlíð. Farið var yfir Markarfljót og norður Emstrur í Hvanngil þar sem gist var báðar nætur. Daginn eftir var ekið vestur að Laufafelli og þaðan norður að Hrafntinnuskeri. Gengið var á skerið og íshellar skoðaðir. Á sunnu- dag var aftur ekið vestur að Laufafelli og þaðan eftir svokallaðri Krakatindsleið. Hópurinn endaði í Þjórsárdal og ók síðan hver á sínum hraða til Reykjavíkur. Tvær flugur í einu höggi Sigurður sagði að í ljósi vel hepþnaðrar ferðar hefði verið ákveðið að stefna á aðra ferð í kringum næstu mánaðarmót. Síðan væri ætlunin að hafa jeppaferðir framvegis með í ferðaáætlun Útivistar sem gefin er út um hver áramót. „Við ætlum að reyna að fá í jeppadeildina fólk sem hefur ferðast á eigin jeppa hingað til, en ekki notið leiðsagnar. { raun stefnum við á að slá tvær flugur í einu höggi. Annars vegar ætlum við að bjóða þessu fólki að læra á ökutækin, hvernig á að nýta sér fjórhjóladrifið, hvernig á að gera við einföldustu hluti í bílunum, hvernig á að keyra yfir ár og svo framvegis. Hins vegar viljum við kenna fólki að umgangast landið með virðingu. Markmiðið er að hafa gaman af því að ferðast og skoða landið okk- ar.“ ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.