Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 16
16 D FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Kópavogur FREMST á myndinni er verið að byggja upp i Lindum I og ofar á myndinni verða Lindir II og III. Lóðum undir 250 íbúðir úthlut- að á næstunni LOKIÐ er deiliskipulagi fyrir næsta áfanga í nýrri byggð í vesturhluta Fífuhvammslands í Kópavogi en samkvæmt aðalskipu- lagi fyrir Kópavog árin 1992 til 2012 er þar gert ráð fyrir alls um þrjú þúsund manna byggð. Höfund- ur deiliskipulagsins er Málfríður K. Kristiansen arkitekt hjá Bæjar- skipulagi Kópavogs. Hverfin í FSfu- hvammslandi eru kölluð Lindir og hefur syðsta hverfíð, Lindir I, þegar verið skipulagt og lóðum þar úthlut- að. Hverfín norðan Fífuhvammsveg- ar eru Lindir II og Lindir III en þau liggja norðan og vestan í Urðarholti og Lágholti og er megin byggðin í nokkrum halla til vesturs og snýr því vel við síðdegissól. Deiliskipulagi fyrir þessi hverfí er nú lokið og verið að auglýsa ióðaúthlutun fyrir Lindir II og skal skila inn umsóknum fyrir 29. september næstkomandi en nokkru síðar fyrir Lindir III. í báðum hverfunum er gert ráð fyrir samtals 615 íbúðum í fjölbýli, sam- býli, raðhúsum, parhúsum og ein- býlishúsum með um 2.100 íbúum. Heildarflatarmál íbúða verður rif- lega 90.000 fermetrar sé gert ráð fyrir að meðalstærð íbúða sé kring- um 145 fermetrar. Vesturhluti Fífuhvammslands af- markast af Reykjanesbraut í norð- vestri, Amamesvegi í suðri, Hádeg- ishólum og Háholti í suðaustri og bæjarmörkum Reykjavíkur í austri. „Þessi þijú hverfí, Lindir I, II og III standa á skálarlaga svæði í 30 til 75 metra hæð og er landhalli töluverður á stómm hluta svæðis- ins,“ segir Málfríður K. Kristiansen arkitekt í samtali við Morgunblaðið. „Neðst í hverfinu er nokkurt flat- lendi og þar er þéttasta byggðin. í hlíðunum verður blönduð byggð sér- býlishúsa, flest á tveimur hæðum og efst á hæðunum við Lágholt og Háholt er aftur flatara sem hæfír betur einbýlishúsum og raðhúsum á einni hæð. Það sem haft var að leið- arljósi við skipulagið var að fá sem fjölbreyttasta húsagerð og að tryggja að úr sem flestum íbúðum geti menn notið þess fallega útsýnis sem er til vesturs yfir Álftanes og út á Faxaflóann. Til að ná því em sumar lóðimar óvenju djúpar en dýpt þeirra ræðst líka af landhalla og gerð byggðar. Væntanlegum húsbyggjendum, sérstaklega þeim sem byggja einbýlishús, em gefnar nokkuð fijálsar hendur um húsagerð og vonumst við til að fá með því fram sem fjölbreytilegast og skemmtilegast hverfi íbúðarhúsa.“ Alls verður nú úthlutað lóðum undir rúmlega 250 íbúðir í Lindum II og segir Málfríður að auk hefð- bundinna fjölbýlishúsa á fjórum hæðum og sérbýlishúsa á einni eða tveimur hæðum sé gert ráð fyrir nokkmm sambýlishúsum með ýmist fímm eða sex íbúðum. „Þetta em 13 hús í Lindum II en samtals um 30 hús í hverfunum báðum. Þau em á þremur hæðum, ýmist staðsett ofan eða neðan götu og því ýmist gengið inn á miðhæð eða jarðhæð. Þama nýta menn saman kosti sér- býlis og fjölbýlis. Lítið hefur verið um þessa húsagerð síðustu árin en við vitum að margir hafa áhuga á henni. Þá verður einnig úthlutað lóðum undir raðhús á tveimur hæð- um með tiltölulega litlum gmnn- í Fífuhvammslandi í Kópavogi er nú verið að auglýsa lóðir undir einar 250 íbúðir en deiliskipu- lagi fyrir hverfíð Lindir II er nú lokið. Hér ræðir Jóhannes Tómasson við höfund skipulagsins, Málfríði K. Kristiansen arkitekt. Þama er gert ráð fyrir fjölbreyttri húsagerð í fjölbýli og sérbýli. Morgunblaðið/Árni Sæberg HÖFUNDUR að deiliskipulagi fyrir Lindir í Kópavogi er Málfríð- ur K. Kristiansen arkitekt. fleti, eða um 80 fermetrar, og fylg- ir þessum íbúðum bílskúrsréttur á sérstakri lóð.“ Breytilegar kröfur Hvemig fer vinnan við deiliskipu- lag fram? „Svæðið er afmarkað í aðalskipu- lagi og þar em gefnar ákveðnar forsendur til dæmis varðandi fjölda húsa, þjónustu,- helstu umferðaræð- ar og svo framvegis. Þegar kemur að því að vinna sjálft deiliskipulagið þarf að huga að mörgum þáttum. Skoða þarf aðliggjandi hverfí og ákveða hvernig þurfí að aðlaga sig þeim. Þá þarf að kanna landkosti, svo sem landhalla, jarðvegsdýpt, útsýni og vindáttir. Það þarf að skoða hvemig götur og lagnakerfí leggjast í landið og tengjast inn- byrðis. Finna þarf hentugasta svæð- ið til almennrar útivistar og helstu gönguleiðir þarf að ákveða. Ákvarða þarf stað fyrir skóla, leikskóla og aðra þjónustu. Varðandi sjálfa íbúðabyggðina em margir þættir sem ráða gerð hennar. Ákveðinn þéttleiki hefur þegar verið ákveðinn í aðalskipulagi og í þessu tilfelli var hann þannig að fjölbreytileiki í húsagerð var mögulegur og er gert ráð fyrir að tæplega 60% íbúða séu í fjölbýli og rúm 40% í sérbýli. Bæði þarf að gera ráð fyrir fjölbreytni í húsagerð þannig að íbúðasamsetningin verði ekki einhæf og eins þarf að reyna að laga sig að kröfum markaðarins en þær hafa verið breytilegar gegn- um árin. Síðast en ekki síst þarf að ávarða hvemig lóðir snúi við sólu og útsýni ásamt staðsetningu húsa á lóðum. Allt þetta mótast smám saman og að lokum verður til sú heildarmynd sem deiliskipu- lagið byggist á.“ Eins og gefur að skilja koma margir aðilar að þessari vinnu því auk skipulagshöfundar unnu við þetta skipulag Aðalheiður Kristjáns- dóttir landslagsarkitekt á Bæj- arskipulagi Kópavogs, Ólafur Gunn- arsson verkfræðingur og Steingrím- ur Hauksson tæknifræðingur hjá Tæknideild Kópavogs auk annarra aðila, nefnda og ráða Kópavogsbæj- ar. Málfríður segir að ekki séu til sérstakar vindmælingar fyrir svæðið en segir suðaustlæga vinda ríkjandi sé tekið mið af mælingum í suður- hluta Breiðholtshverfis og að haf- gola sé algeng síðari hluta dags á sumrin en hins vegar sé skjólsælt í hlíðunum. Þá hafa verið gerðar at- huganir á jarðvegsdýpi. Á flatlend- inu meðfram Fífuhvammsvegi er dýpst niður á fast, allt að 4 metrar en í hlíðunum er dýptin milli 0 og 2 metrar. Greið umferð og göngustígar í miðju hverfísins er stórt útivist- arsvæði sem þjóna á íbúum alls svæðisins en lögð hefur verið áhersla á greiða umferð gangandi, hjólandi og ríðandi fólks um svæðið. „Þama eru ákjósanlegar sleða- brekkur og ég hef reynt að hafa greiðar göngu- og hjólreiðaleiðir um hverfið og leggja þær þannig að þær verði sem minnst á brattann. Leik- svæði fyrir yngstu bömin verða að mestu staðsett á útivistarsvæðunum en einnig inni í byggðinni. Tvenn undirgöng fyrir gangandi verða undir Fífuhvammsveg og verða önn- ur þeirra tvískipt þannig að hesta- menn geta einnig farið þar um. Félagssvæði hestamannafélagsins Gusts er vestast á þessu svæði og verða reiðleiðir lagðar þaðan og gegnum útivistarsvæðið, meðfram bæjarmörkum Kópavogs og Reykja- víkur og að Hádegishólum eða áfram til austurs. Einnig verða und- irgöng fyrir gangandi undir Reykja- nesbraut sem auðveldar umferð að verslunar- og útivistarsvæðum í Kópavogsdal.“ Tvær stofnbrautir liggja að þessu svæði, Reykjanesbraut að norðvest- an og Amarnesvegur sunnan megin. Aðkoma að hverfinu er frá Fífu- hvammsvegi og frá fyrirhuguðum Amamesvegi. Þá er í skipulaginu gert ráð fyrir tengibraut sem liggja mun vestanvert við hverfið milli Arnamesvegar og Skógarsels í Breiðholtinu. Safngötur tengja húsagötur við tengibrautir en allar húsagötur verða blindgötur og því ætti engin „óþarfa“-umferð að vera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.