Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.1995, Blaðsíða 4
4 E FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ JÓIM LEIFS Stríð og ævarandi ást Tár úr steini er stór í sniðum á íslenskan mælikvarða og ekki auðvelt að feta í fótspor persóna sem eru jafn nærri í tíma og rúmi og raun ber vitni. Sindri Freysson ræddi við Þröst Leó Gunnarsson og Ruth Ólafsdótt- ur sem leika aðalhlutverkin. RUTH og Þröstur í hlutverkum Annie og Jóns, sem þau segja hafa verið sterkar manneskjur, lítt hallar undir málamiðlanir. SIGURÐUR Sverrir bíður átekta á meðan Hilmar rýnir í tökuvélina i þýskum skógi. FIRSÓNA Jóns Leifs er tals- vert langt frá Þresti Leó sjálf- um ef nærri má geta, en það er við hæfi því að Jón taldi líf manns- ins vera samfellda baráttu og vildi að listin styrkti menn og efldi. Þrjóskur og stríðinn „Við erum eins og svart og hvítt,“ segir Þröstur Leó, „en það var gam- an að reyna að vera ákveðinn og harður einu sinni á ævinni. Líf Jóns hlýtur að hafa verið erfitt og ég held að ég myndi ekki hafa viljað skipta við hann. Hann lét samt engan vaða yfir sig og það sem hann hafði ákveðið varð ekki aftur tekið. Hann var sennilega þrjóskari en sjálfur andskotinn, eins og sýnir sig best í tónlistinni þar sem hann fór sínar eigin leiðir og hélt rakleið- is áfram að marki þótt hinir og þessir þvöðruðu um að verkin væru torskilin og þung. Þessir dómar virt- ust ekki skipta hann neinu. Mig grunar líka að Jón hafi ver- ið afar stríðinn, því að í sumum verkum hans er að finna fallega kafla, en síðan kemur kannski skyndlega einn tón sem sker í eyru. í honum hefur leynst lítill drýsill." Þröstur hlustaði á útvarpsviðtöl við Jón til að undirbúa sig fyrir hlutverkið, en segist ekki hafa reynt að endurskapa persónu tónskálds- ins, heldur frekar að fylgja tilfínn- ingu og sýn sinni af manninum. Lék á framandi tungu Lungann úr myndinni þarf Þröst- ur Leó að leika á þýsku, sem var honum erfitt því að hann talar ekki eða skilur bofs í þeirri tungu að eig- in sögn. „Ég hef aldrei lært stakt orð í þýsku og það er oftast nógu erfitt að einbeita sér að leiknum og að muna textann, þó að ekki bætist við tungumál sem maður skilur ekki. Mér til bjargar var að Ruth talar vitaskuld reiprennandi þýsku. Hún tók mig í gegn og hjálpaði mér í gegnum þetta. Ég hefði aldrei náð tungumálinu einn heima í stofu. Þetta truflaði mig stundum með- an á tökum stóð og jók ekki örygg- ið til muna, en ég held að útkoman sé ágæt.“ Þröstur Leó þurfti jafnframt að tileinka sér helstu hreyfingar hljóm- sveitarstjómanda og stjóma heilli sinfóníuhljómsveit sem hann segist hlæjandi „ekki hafa gert mikið af í gegnum tíðina.“ Hjálmar leiðbeindi Þresti á þessu sviði, auk þess að aðstoða hann við að leika á píanó svo að trúverðugt væri. Hann viðurkennir að allur þessi erfiði lærdómur hafi saman- Iagt valdið „ófáum ógurlegum höf- uðverkjum" en minningin sé góð. Fallbyssur og keðjur „Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því áður hversu flókið það er að stjóma og halda utan um jafn sérstökum verk og ég stýri í mynd- inni, Heklu og Galdra-Loft,“ segir Þröstur Leó. „Hekla er skrifað fyrir m.a. sjö fallbyssur, keðjur og steðja, þannig að mikið er um að vera í einu og sama verkinu, en þetta var gríðarlega skemmtilegt og gefandi. Tónlistarmennimir vom líka merki- lega góðir við mig; ég trúði því næstum sjálfur að þeir tækju mark á mér.“ Ruth Ólafsdóttir er óvissa stærð- in í hópi leikara myndarinnar, að minnsta kosti í augum íslendinga sem hafa ekki fengið að kynnast getu hennar og hæfileikum fyrr en nú í mynd Hilmars. Hún er íslensk að hálfu, austurrísk að hálfu og er af gyðingaættum eins og Annie Riethof var, fyrsta eiginkona Jóns. Ruth býr í Los Angeles en er stödd hérlendis vegna frumsýningar Tára úr steini. Einbeitt og sterk kona Ruth kveðst telja að Annie hafí verið mjög einbeitt kona og metnað- argjöm. „Ferill hennar á tónlistar- sviðinu hefði getað verið undraverð- ur en honum varð hún að fórna vegna nasistanna. Hún virðist hafa verið lítið gefin fyrir málamiðlanir og bjó yfír ákaflega sterkri skap- gerð, ekki kona af því tagi sem líð- ur best í skugganum af eiginmann- inum. Hún var að mörgu leyti stað- ráðin í að Jón hefði ekkert saman við nasista að sælda, ekki einu sinni til að bjarga eigin skinni eða dætra sinna. Foreldrar hennar vora myrtir í útrýmingarbúðum Þjóðverja, þannig að hún vissi vel af hætt- unni, en hún var stundum nánast haldin þráhyggju," segir Ruth. „Hún talaði tæpitungulaust og móðgaði marga, sérstaklega hér á íslandi, með því að segja hreinskiln- islega hvað henni fannst um við- komandi, sem gat leitt til vand- ræða. Þetta afdráttarleysi var Jóni oft á móti skapi. Annað sem mér fínnst stórmerkilegt í fari Annie, er að hún elskaði Jón til dauða- Blár var útilokaður SIGURÐUR Sverrir Pálsson kvik- myndatökumaður Tára úr steini segir myndina vendipunkt á ferli sínum af sérstökum ástæðum. „Ég var og er enn mjög hrifinn af blá- um lit og hef unnið með hann í flestum þeirra mynda sem ég hef kvikmyndað. Slawomir Idziak, pólski kvikmyndatökumaðurinn sem kvikmyndaði þá kafla mynd- arinnar sem gerast hérlendis að vetrarlagi, er hins vegar frægur fyrir dálæti sitt á gulum lit og hann gaf tóninn í þessum atriðum, um 7% af myndinni. Ég varð að vinna út frá þeim forsendum til að ekki yrði stílbrot, en gulur litur útilokar bláan í kvikmyndatöku því að blár verður svartur. Blár er því ekki til í Tár úr steini sem Ieiddi til algjörar kúvendingar á mínum hugsunarhætti við kvik- myndatöku. Þetta er spennandi lærdómur og þótt svo að ég verði ekki gulur hér eftir, er hugsunar- hátturinn annar,“ segir Sigurður. dags; enda þótt þau skildu og hann kvæntist tvívegis að nýju; þrátt fyrir hörmungarnar sem dundu yfír líf hennar. Hún leit aðra karlmenn aldrei hýra auga og lofaði Jón og prísaði til æviloka, bæði í hópi vina og opinberlega. Þessi ævarandi ást til hans var hugsanlega vegna þess að hún hafði misst allt annað sem henni var kært. Hún hafði líka óbil- andi trú á hæfileikum hans til tón- smíða, kannski meiri trú en nokkur annar, sem sýnir eflaust framsýni." Draumur um klaustur En hún var einmana seinustu áfin. Fyrir utan píanókennslu varði hún öllum sínum kröftum til að fá þann draum uppfylltan að hér í Reykjavík yrði reist klaustur af reglu heilags Benedikts - og hún var gyðingur. Ég las hundruð bréfa sem hún hafði skrifað og fengið frá biskupum og kardínálum og ýmsum málsmetandi mönnum í Vatíkaninu vegna þessarar sýnar. Hún fór meira að segja á fund páfans og bað hann um aðstoð, en draumur hennar rættist aldrei.“ Ruth og Hilmar kynntust í Munchen þegar hann var þar við nám. Henni var boðið hlutverk Annie strax í upphafi og hafði ver- ið í viðbragðsstöðu í nokkur ár þeg- ar kallið kom loks og tökur hófust. | Ruth er dökk yfírlitum, græneygð og hláturmild og val leikstjórans kemur ekki mjög á óvart. Leikur Jón utanbókar Ruth undirbjó sig gaumgæfílega fyrir hlutverkið, las bréf Annie, ræddi við nemendur hennar, hlust- aði á eftirlætistónlist hennar og æfði píanóleik tímunum saman. Hún segist nú geta leikið nokkur verk Jóns utanbókar, sem er ekki heiglum hent. „Ég spilaði mikið í myndinni en því miður era ekki öll þau atriði notuð,“ segir hún og hlær. Ruth kynnti sér jafnframt þau gögn sem Hilmar hafði safnað sam- an um Annie og skoðaði ljósmyndir til að kynnast henni betur. Hún segir koma á óvart hvað kvikmyndagerðin heppnaðist vel, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og mót- byr sem aðstandendur hennar mættu. Tökuliðið hafi verið ótrúlega samstæður hópur og áhugasamur og lagst á eitt um að ljúka verkinu, sem hafi verið aðdáunarvert, ekki síst þar sem hún þekki ólíkan starfs- anda og lakari ytra. „Fjármagnið var af skornum skammti en við vorum öll staðráðin í koma þessari mynd á hvíta tjaldið með öllum ráðum. Ég sá myndina í fyrradag og held að enginn geti verið ósnortinn af þeim krafti sem hún býr yfír, allt frá harmleik sög- unnar til tónlistar Jóns.“ Tónlistin er sj álfstætt afl Hjálmar H. Ragnarsson er tón- listarstjóri kvikmyndarinnar um Jón Leifs og hefur reyndar kynnt sér störf hans og tónlist manna best. Hjálmar er einnig höfundur handrits með þeim Hilmari Ods- syni og Sveinbimi I. Baldvins- syni, en hann segir að ýmis atriði í myndinni séu sprottin af tónlist- inni að mestu eða öllu leyti. Tónlistin skýrir persónurnar „Tónlistin er sjálfstætt afl í þessari mynd,“ segir Hjálmar hugsi. „Hún er ekki skreyting eða meðleikur. Hún er sjálfstætt afl og skýrir persónurnar og vekur vonandi viðbrögð áheyrenda.“ Hjálmar segir að tónlistin sé eðlilega nánast öll eftir Jón, en hann eigi líka sitthvað sjálfur og svo útsetji hann víða verk Jóns. „Verkefnavalið miðast að nokkru leyti við hvað búið er að gefa út af verkum Jóns, en einnig feng- um við einn morgun með Sinfó- níuhljómsveit íslands, þar sem var hljóðritað efni sem okkur vantaði í sérstakar senur í mynd- inni. Það má segja að ef við hefðum komið myndinni í tökur strax um 1992, eins og stóð til, hefðum við ekki geta notað nema lítið af þess- ari tónlist af því að þá hafði verið svo lítið gefið út af henni á hljóm- diskum. I aðra röndina var það því blessun hvað það tók okkur langan tíma að koma tökum myndarinnar af stað.“ iHIjómsveitarverk áberandi „Áberandi eru hljómsveitar- verk. Þetta eru verk eins og brot úr Heklu, mjög dramatísk hljóð- mynd, og forleikurinn úipGaldra Lofti, verk frá fyrstu tónsmíðaá- rum Jóns, sem er mikið notað, og við notum það til dæmis þegar við erum að sýna þegar hann er að berjast við að smíða tónlist, Minni Islands og Þjóðhvöt, og áberandi er líka mjög fallegt strengjaverk, Hinzta kveðja, eins- konar ástar- og saknaðarstef og sjálf myndin endar á stórum hluta úr því verki. Svo er talsvert af píanótónlist sem Örn Magnússon spilar, íslensk þjóðlög og lög í rómantískum stíl. Þó mikil umskipti hafi orðið í útgáfu á verkum Jóns Leifs síð- ustu ár, er tónlist hans flestum framandi og skoðanir manna á honum oft furðu fastmótaðar. „Menn tengja Jón við ákveðinn stíl, en ég held að það eigi eftir að koma áheyrendum á óvart hve tónlist hans er fjölbreytt. Við reynum að reyra hljóðbandið saman með endurtekningum og tilvísunum svo ég er ekki hrædd- ur um að við séum með mynd sem er tvist og bast vegna þess hversu músíkin sé fjölbreytt. Ég held þvert á móti að karakter Jóns sé svo sterkur að þó tónlistin taki mismunandi áferðir, þá býr alltaf þessi persóna undir.“ Hjálmar segir að líklega ráði breyttur tiðarandi mestu um auk- inn áhuga á tónlist Jóns, „það er mikill áhugi á utangarðstónlist, tónlist sem sker sig úr því sem við eigum að venjast, og Jón nýt- ur að vissu leyti góðs af því. Nýjar kynslóð- ir eru líka ekki eins kreddufastar og þær á undan okkur. Ekki er síður mikil- vægt að tónlistin er miklu bctur spiluð, við höfum miklu betri hyóðfæraleikara nú- orðið og þeir eru vilj- ugri að spila tónlist- ina hans. Ef maður hlustar á gamlar upp- tökur á verkum Jóns er þeim oft einfaid- lega misþyrmt. Sumir lögðu sig þó fram og strengja- kvartett Björns Ólafssonar spilaði til dæmis strengjakvartetta Jóns af alúð. Verk Jóns gera svo mikl- ar kröfur til flytjenda, sérstak- lega til strengjaleikara. Kunnátt- an er að skila sér og ég er ekki í vafa að þetta getur orðið góð útflutningsvara ef við stöndum vel að málum. Ég held að endurreisn tónlistar Jóns Leifs sé með því merkasta sem gersl hefur í tónlist á Islandi á síðustu tíu árum.“ Menn hafa haft á því orð að Jón Leifs sé stakur drangur í tón- listarsögu Norðurlanda og Hjálm- ar tekur í sama streng. „Það er ekki nokkur leið að setja Jón í samhengi við önnur tónskáld í Evrópu, hann var skóli út af fyrir sig. Þegar hann var að reyna að koma sér á framfæri í Evr- ópu eftir stríð fékk hann engan stuðning frá kollegum sinum og síst frá þeim sem helst hefðu átt að styðja hann, framúr- stefnutónskáldunum, tólftónatónskáldun- um. Þeim fannst tón- list hans vera of hrjúf og skorta fag- mennsku, þannig að ég held að ekkert tónskáld á Norðurlöndum hafiyerið undir áhrifum af honum. Ég held að áhrif hans séu frekar að skila sér í dag, jafnvel til yngri tónskálda, þar er ég örugglega ekki unda- skilinn," segir Iljálmar og hlær við. „Það má segja að saga Jóns sem tónskálds hafi að sumu leyti verið harmsaga sem nú hefur breyst í gleðileik. Ég held að hann hafi alla tíð trúað því að svo yrði á endanum. Þegar ég fékk 1978 að kíkja í fyrsta kassann sem til- heyrði Jóni beið efst í kassanum bréf frá honum til þess nianns sem mundi fara að rannsaka tónlist hans. Það voru mér næg skila- boð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.