Morgunblaðið - 16.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.1995, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Skoplegt bland tilviljana, heppni og hrakfara Kvikmyndin Smoke le^^ur til atlögu við viðtekna and- úð Bandaríkjamanna á reykingum. Jón Olafsson fór í bíó í New York og lýsir hér því sem ber hæst í óperu- o g leikhúsheimi borgarinnar í upphafi nýs leikárs. BÍÓMYNDIN „Smoke“ sem í sumar hefur gengið í kvikmyndahúsum New York borgar og víðar í Amer- íku kemur þægilega við þá sem finnst erfitt að sætta sig við nýjustu dilluna vestanhafs: Þá að reykingar séu alveg voða- legt athæfí. í myndinni eru nefnilega allir stöðugt að reykja. Þar er brennt vindlum, bæði grö.nnum og digrum, og sígarettur púaðar í stórum stíl. Það getur varla sam- ræmast almennum skoðunum Bandaríkja- manna á tóbaksreykingum, samkvæmt síðustu skoðana- könnunum og þaðan af síður nýjum lögum sem tekin voru upp í New York síðastliðið vor, þegar reykingamenn voru nánast gerðir^ útlægir úr veitingahúsum. Áður var búið að banna reykingar á opinberum stöðum, en það þótti hinum jdargangssama löggjafa New York fylkis ekki nóg og því var gengið lengra og reykingar bannað- ar á öllum veitingahúsum sem taka meira en 35 manns í sæti. Eins oggefur að skilja er þá fátt eftir um fína drætti fyrir þá sem fínnst verðurinn alls ekki vera fullkomnaður fyrr en búið er að gefa melt- ingunni grænt ljós með sígarettu, vindli eða pípu. Smoke er gerð eftir handriti rithöfundar- ins Paul Austers sem þekktur er fyrir skáld- sögur sínar, New York-trílógíuna, Moon- palace, Leviathan og fleiri. Þessi mynd er óvenjuleg fyrir fleira en tóbaksreykingar. Sögusviðið er auðvitað New York, nánar tiltekið hverfí í Brooklyn. Þar ber fundum aðalpersónananna saman, þeirra Auggie Wrens (leikinn af Harvey Keitel), sem af- greiðir í tóbaksbúðinni Brooklyn Cigar Company og rithöfundarins Paul Benjamins (leikinn af William Hurt) sem þar er fastur viðskiptavinur. í skoplegu blandi tilviljana, heppni og hrakfara verða þeir Auggie og Paul vinir. Fleiri karakterar blandast í leik- inn, allir litríkir á sína vísu, í sögu sem líð- ur áfram, furðu rólega af amerískri að vera, og endar á því að allir hafa fengið um nokk- uð að hugsa og eru, einsog oft er um persón- umar í sögum Austers, kannski ofurlítið vitrari og betri menn fyrir bragðið. Sögur Austers eru nokkuð sér á parti í bandarísku bókmenntaflórunni og margir vilja meina að hann sé brautryðjandi um ný stílbrögð og frásagnarform. Um Smoke má segja sama. Eitt af því sem gerir hana öðravísi en þær amerísku bíómyndir sem maður er vanastur, er að leikstjórinnj Wa- yne Wang, er alveg óhræddur við langar viðburðalitlar senur sem undirstrika hug- leiðingar og karakter persónanna án þess að skipta miklu máli fyrir söguþráðinn eða framvindu myndarinnar. Ótrúleg nostursemi! um leikmynd og leikhluti und- irstrikar þennan þátt myndarinnar enn frekar. Smoke sýnir eitt af þessu sem öllum New York búum er nauðsynlegt að fullvissa sig um annað slagið: Að borgin sé þrátt fyrir allt fyrst og fremst bústaður venjulegs fólks. Sumarið hefur sannarlega reynt á þolrif borgarbúa. Sviðnar grasflatirnar í Central Park bera þurrkum og ógurleg- um hitum vitni. Menn segja að lengst af hafi ekki verið líft í borginni og úti á Long Island, en þangað flýja margir stórborgarsvækj- una, var þurrkurinn ekki minni, þar brutust út skógareldar sem röskuðu dýralífi og ollu skemmdum upp á milljónir dollara. Nýtt leikár að hefjast Þessar hremmingar hafa nú samt ekki orðið menningarlífí borgarinnar að fjör- tjóni. Þessa dagana þegar menn varpa önd- inni léttar í septembersvalanum eru leikhús og óperur að byija nýtt leikár, söngleikja- húsin fylla blöðin af auglýsingum um nýj- ustu leikina og þá sem hafa gengið áður, sumir árum eða jafnvel áratugum saman. New York City Opera sem upp á síðkast- ið hefur verið að sækja i sig veðrið, þótt samanburðurinn við Metropolitan-óperuna sé henni jafnan erfíður, byijaði sitt leikár með ópera eftir Paul Hindemith, Mathis der Ma- hler. Þessi ópera Hindemiths er raunar sjald- séð í óperahúsum, en er þekktari sem hljóm- sveitarverk. Framflutningur þess í Þýska- landi 1934 varð til þess að Hindemith komst í ónáð hjá nasistum sem líkaði ekki boðskap- N E W Y O R K Morgunblaðið/Kristinn urinn. Óperatextinn er byggður á sögu Mat- his Grúnewalds 16. aldar málara sem gefur listina upp á bátinn þegar hann hefur sann- færst um að grimmd og ofsóknir samtímans komi í veg fyrir að listir geti þrifist. New York City Opera hefur ólíkt Metropolitan lagt nokkra áherslu á verk sem ýmist hafa átt undir högg að sækja af pólitískum ástæð- um eða fjalla um deiluefni líðandi stundar. Metropolitan-óperan byijar sitt leikár ekki fyrr en í lok mánaðarins, og að venju með stæl með flutningi á Óþeiló sem gagn- rýnendur kalla dæmigerða glamúróperu fyr- ir Metropolitan. Þá verður líka tekið í notk- un nýtt og glæsilegt textakerfi. Litlum text- askjám hefur verið komið fyrir á hveiju einasta sætisbaki, svo nú geta Met-gestir líka skilið samtölin á sviðinu, jafnvel þótt þeir hafi ekki lesið librettoið áður en þeir komu í óperuna. Á sunnudaginn var tóku söngleikjahúsin við Broadway sig saman um mikinn útikon- sert þar sem stjörnur söngleikjanna skemmtu vegfarendum um miðbik Manhatt- an með 'alþekktum lögum úr helstu Boradwaysýningunum. Uppákoman setti svip á borgina, þótt varla þurfi að kynna Cats, Vesalingana eða Showboat fyrir gest- um og gangandi í New York. En á sama tíma og stjörnurnar settu sig í stellingar fyrir vetrarvertíðina lauk hátíð sem minna fór fyrir í hringiðu stórborgar- innar. Það var norræn leiklistarhátíð sem Germönskudeild Columbiaháskóla stóð fyrir. Sýnd voru 7 verk frá Norðurlöndunum og byijað á leikriti Hrafnhildar Hagalin Guð- mundsdóttur „Ég er meistarinn." Hrafnhild- ur var viðstödd sýninguna og tók þátt í pallborðsumræðum sem haldnar voru á meðan á hátíðinni stóð í húsakynnum Col- umbiaháskóla. í kjölfar sýningarinnar „Ég er meistarinn" fylgdu leikrit frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Sýningarnar vora misjafnar að gæðum og var leikstíll amerísku leikaranna ekki alltaf í samræmi við væntingar höfundanna. „Ég er meistarinn" sem vafalaust var ein besta sýningin á hátíðinni, var til dæmis miklu hraðari sýning heldur en hún var á íslandi og öll persónusköpun dálítið öðravísi fyrir bragðið. Þó var ekki hægt annað en dást að leik Erneste Stuart Rudin sem lék meistar- ann. í meðföram Rudins verður meistarinn býsna sannfærandi blanda af flagara og snillingi, sem svífst einskis í tilraunum sínum til að ná álagatökum á fyrrverandi nemanda sínum Hildi. Eftir sýninguna sögðu leikaram- ir, sem koma frá Tribeca Lab leikhúsinu á Manhattan, að þar væri áhugi á að taka leikritið til frekari æfínga og hugsanlega sýna það á almennum sýningum. Eintal konu Meðal annarra leikrita var verk Norð- mannsins Edvards Ronnings, Himmelpla- neten sem fjallar um samband sjúklings og starfsmanns á einangrunardeild spítala fyr- ir geðveika glæpamenn. Finnska verkið á hátíðinni er eftir Eeva-Liisa Manner og höfundurinn lýsir því sem einskonar eftir- mála við leikrit Georgs Búchners, Woyzeck. Það fjallar um réttarhöldin yfír Woyzeck, hermanninum sem í leikriti Búchners myrð- ir ástkonu sína. í finnska verkinu er Wo- yzeck yfirheyrður, sakfelldur og tekinn af lífí. Stig Dahler er höfundur danska leikrits- ins sem sýnt var á hátíðinni. Það heitir „Jeg tæller timerne" og er eintal konu, sem situr innilokuð í herbergi sínu í Sarajevo á meðan sprengjur og íjallbyssur druna fyrir utan. í amerísku uppfærslunni er eintalinu breytt í margtal fimm leikara sem allir fara með eitt og sama hlutverkið. Áhugi á leikritum og kvikmyndum frá Norðurlöndunum er mikill í New York. Nú í vor var tveggja mánaða Bergman-hátíð í Walter Read-kvikmyndahúsinu í Lincoln Center, verk Ibsens og Strindbergs eru reglulega á fjölunum í New York-leikhúsum og annað slagið eru nýrri norræn verk sýnd í borginni. Það sýndi sig líka að á þessari hátíð var nokkrum sinnum húsfyllir, þótt sýningarnar væru ekki mikið auglýstar utan Columbia-svæðisins. Bókmennta- hátíð ’95 FJÓRIR dagskrárliðir verða í dag á hátíðinni. Kl. 11.15 verð- ur pallborðsumræða um nor- rænar bókmenntir á heims- markaði. Þátttakendur verða Alastair Niven, Lisa Bostrup, Aire Pais, Kristin Brudevoll, Pamela Clunies-Ross, Ingólfur Margeirsson og Örnólfur Thorsson sem stýrir umræðum áensku. Eftirhádegi, kl. 13.15 verða afdrif bókmennta í bóka- útgáfu samtíðar rædd af Jason Epstein, Michael Krúger, Ein- ar Már Guðmundsson, Pétur Már Ólafsson og Haildór Guð- mundsson sem stýrir umræð- um á ensku. Kl. 15 munu svo William Styron spjalla við Thor Vilhjálmsson um höfundar- verk sitt. Allir pessir dag- skrárliðir verða í Norræna húsinu. KI. 14.30 verður upp- lestur á þýsku I Þýska bóka- safninu. Vandaður en haminn flutningur TÓNLIST Islcnska ópcran LJÓÐATÓNLEIKAR Elisabeth Meyer-Topee sópran- söngkona og Inger Marie Lenz píanóleikari fluttu söngverk eftir Grieg, Heise, Wagner, Nielsen, Rangström og R. Strauss. Fimmtu- dagurinn 14.september, 1995. TÓNLEIKARNIR hófust á fjór- um lögum eftir Grieg og tvö þau síðustu, En drom og Jeg elsker dig, voru fallega sungin. Þijú lög eftir Peter Heise voru næst á efnis- skránni og það síðasta Skoven- somhed, er sérlega fallegt og var afburða vel sungið. Tvö fyrstu lög- in eftir Heise, Ingen Blomst í Verdens Lande, við danska þýiðngu á ljóði eftir Byron og Skonne fru Beatriz, eru ekki merkilegar tónsmíðar og liggur þar í skýr- ingin hvers vegna þau eru sjaldan sungin. Wesendonck ljóðin fimm eru auðheyri- lega hugsuð fyrir hljómsveit, þó Wagner gæfi þau út með píanóundirleik.Það síðasta, „Draumar“, raddsetti Wagner fyr- ir 18 manna hljómsveit og flutti undir glugga Matthildar Wesen- Elisabeth Meyer-Topsoe donck, á afmælisdegi hennar 23. desember 1857. Ástarævintýri Matthildar og Wagners endaði með miklu uppi- standi vegna bréfs frá Minnu, konu Wagners, til Matthildar, er leiddi til þess að Wagner „flúði“ til Feneyja. Píanógerðin þykir lak- ari en hljómsveitarút- færslan, sem Mottl og Wagner unnu að í sam- einingu. Tii er önnur hljómsveitargerð unnin af Henze, fyrir kamm- ersveit og háan sópran. Flutningur ljóðanna var mjög vandaður og sérlega glæsilegur í 3. og 5. ljóðinu, sem eru kunnust af þessum sérkennilegu ástar- söngvum. Þijú lög eftir Nielsen, alþýðleg en falleg, voru þokkalega flutt, þó söngkonan hefði átt að kunna danska textann utanað. Ture Rangström átti þijú lög á efnis- skránni og þar mátti heyra mun fijálslegra tónferli en hjá Nielsen. Ekki var söngkonan í essinu sínu í lögum Rangström. Það brá jafn- vel fyrir lágri tónstöðu hjá henni, auk þess sem hún missti niður nokkur orð í texta eins lagsins. Fimm lög eftir Richard Strauss voru lokaþáttur tónleikanna og voru Allerseelen, Die Nacht og Morgen fallega sungin og þar átti píanistinn vel leiknar stófur. Það sem einkenndi tónleikana í heild var vandaður og góður flutningur, en á köflum nokkuð haminn eða framfærður af gætni og vantaði oft að unnið væri meira með and- stæður í túlkun tilfinninga og mótun blæbrigða. í Strausslögun- um gætti þess nokkuð, að píanóið var ekki nægilega vel stillt. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.