Morgunblaðið - 16.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bókaútgefendur bjartsýnir þrátt fyrir erfiðleika BÓKAÚTGÁFAN verður svipuð og í fyrra þótt hún dragist kannski eilítið saman sagði einn af helstu bókaútgefendum landsins í viðtali Morgunblaðsins við hann. Aðrir töluðu um mikinn samdrátt og að verið væri að ganga endan- lega frá bókaútgáfu; einn fullyrti að samdrátturinn yrði að minnsta kosti 20%. Meðal þess sem angrar útgefend- ur er virðisaukaskatturinn og óvissa í bóksölumálum. Bókaútgefendur þurfa að taka virðisaukaskattinn á sig og með því að veita afslátt á bókum hafa kaupmenn áhrif á bóka- verð því að fólk getur frestað því að kaupa bækur þangað til ljóst er hver afslátturinn verður. Útgáfa fagurbókmennta í mestri hættu Hvað sem þessu líður er ljóst að útgáfa fagurbókmennta og vand- aðra verka geldur fyrir þetta. Eigi aðeins að gefa út bækur sem selj- ast strax eða eru bundnar við jóla- markað koma aðeins „heitar pylsur“ úr vögnum bókaútgefenda og þeir íslensku höfundar sen gefnir verða út þurfa að vera þekktir og bækur þeirra öruggur söluvamingur. Út- gefendur munu þegar verst lætur ekki aðeins ráða bókaútgáfunni heldur líka því hvernig höfundar skrifa og hvað þeir senda frá sér. Kunn og áður öflug forlög eru að leggja upp laupana og eru með rekstur í lágmarki. Sum gefa sára- lítið út miðað við áður. Merki sjást hins vegar líka um að nýir útgefend- ur sæki í sig veðrið. Hér á eftir fer yfirlit um bókaút- gáfu til áramóta með þeim fyrirvara að það er ekki tæmandi og nokkrir útgefendur voru ekki reiðubúnir að veita umbeðnar upplýsingar. Þjóðfræði og endurútgáfur Hjá Almenna bókafélaginu er lít- ið sem ekkert að frétta. í Bóka- klúbbi félagsins heldur þó útgáfa áfram, en einkum er um endurút- gáfur að ræða, meðal þeirra er Leys- ing Jóns Trausta. Hugsanleg er útgáfa á nýrri skáldsögu eftir Mario Vargas-Llosa og að bók komi út í Sólstafaflokknum. Viðbót við ís- lenska þjóðfræði er áhugamál þar á bæ. Frú Bovary öll Bjartur er forlag sem einkum gefur út bókmenntir í þýðingum. Að þessu sinni kemur Frú Bovary eftir Gustave Flaubert í nýrri þýð- ingu Péturs Gunnarssonar. Skáld- sagan mun koma út í heild sinni en þýðing Skúla Bjarkans var að sögn útgefanda stytt. Umtöluð skáldsaga breska Japanans Kazuo Ishiguro, Enginn huggar þá, kemur út í þýðingu El- ísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Snæ- björn Amgrímsson lýkur þýðingu þríleiks Bandaríkjamannsins Paul Austers sem hlotið hefur heitið Lok- að herbergi. Herra Palomar er skáldsaga eftir Italo Calvino í þýð- ingu Guðbjörns Sigmundssonar. Ljóð eftir japanska skáldið^ Basho eru þýdd af Óskari Árna Óskars- syni. Ný ljóðabók Braga Ólafssonar Bókaútgefendur hafa flestir tekið ákvarðanir um eða eru þessa dagana að gera upp við sig hvaða bækur verða gefnar út fyrir jól. Jóhann Hjálmarsson komst að því að þrátt fyrir yfirvofandi samdrátt á bókamarkaði heyrast líka bjartsýnisraddir. skartar á útgáfulista. Eftir Sigfús Bjafymarsson kemur bók með prósa og ljóðum. Jórunn Sigurðardóttir er höfundur bókar um Kristbjörgu Kjeld leikkonu. írlandsár Meginverk Fjölva í ár er Skrím- slabók sem Þorvaldur Friðriksson hefur tekið saman. Bókin verður um 800 síður og þar er safnað sam- an öllu tiltæku um skrímsli. Þriðja bindi Hringadróttinssögu Tolkiens í þýðingu Þorsteins Thorarensens kemur út, en hér lýk- ur bálkinum við Hryðjugíg. Meðal heimsbókmennta hjá Fjölva er Past- oralsinfónían, skáldsaga Frakkans André Gides í þýðingu Sigurlaugar Bjamadóttur, en hún þýddi einnig ísabellu Gides á sínum tíma. Ljóðabókin Samfella eftir Stein- þór Jóhannsson er nýkomin út hjá Fjölva. Von er á ljóðabók eftir Ág- ústínu Jónsdóttur sem kallast Snjó- birta. Einnig er væntanleg bók með örsögum eftir Ágústínu. írlandsdagar eftir Sigurð A. Magnússon er stór og litprentuð ferðabók. í ár kom einnig leiðsögu- rit um írland og Dublin eftir Jónas Kristjánsson. Safn írskra ævintýra sem Grimmsbræður söfnuðu er einnig á útgáfuáætlun Fjölva. Ferðabók um Kenía eftir Oddnýju Björgvins er í bígerð. í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá kjarnorkuárás á Hírósíma verður hið kunna rit Johns Herseys gefið út undir heitinu Blossinn. Ævisögur Nelsons Mandela og Ara- fats eru fyrirhugaðar og sama er að segja um ævisögu Michaels Jack- sons. Ný bók kemur eftir indverska spekinginn Sri Chinmoy og endurút- gefnar verða tvær bækur í Jóga- flokki Ramacharaka. Margar bamabækur em í undir- búningi hjá Fjölva. Tvær Margrét- arbækur koma út, ein bók um Trill- urnar þijár og einnig Dolli dropi eftir Jónu Axfjörð. Litla stúlkan með eldspýtumar eftir H.C. Anders- en kemur í listrænni útgáfu. 'Silfur- skeiðin eftir Sigurbjörn Sveinsson verður gefín út í myndskreytingu Jeans Posoccos og enn má nefna bók eftir Oddnýju Thorsteinsson um bamaleiki. Kunn og áöur öflug forlög eru aðleggja upp laupana og eru með rekstur í lágmarki Það eru líka til ljóðlínuskip Forlagið sannar að til eru margs konar skip með því að gefa út Ljóð- línuskip Sigurðar Pálssonar, en fyrr á árinu komu út ljóðabækur eftir Rögnvald Finnbogason og Diddu og ljóst er að ljóðabók eftir Isak Harð- arson verður meðal haustskipa. Sig- urður A. Magnússon hefur safnað saman ljóðaþýðingum sínum frá tímabilinu 1955-95 og kallar Tí- dægru. Eða gegnum nálaraugað. Ljóð frá tíu löndum era í bókinni. Skuggar vögguvísunnar eru eró- tískar smásögur eftir Súsönnu Svavarsdóttur. Útgáfu þriggja skáldsagna hefur verið frestað vegna þess að höfundarnir drógu handrit sín til baka, en enn hefur ekki verið fullákveðið um útgáfu fleiri íslenskra skáldverka. Heimili dökku fiðrildanna, skáldsaga hinnar finnsku Leenu Lander, var á ferð senmma í ár. Gylfi Gröndal ritar ævisögu Valdimars Jóhannessonar bókaút- gefanda. Guðrún Hannesdóttir velur og myndskreytir Fleiri gamlar vísur handa nýjum börnum. Skordýra- þjónusta Málfríðar er framlag Sig- rúnar Eldjárn. Illugi Jökulsson er höfundur Kanínusögu. Útgáfu Unglingsáranna, stórrar handbókar fyrir unglinga og for- eldra hefur verið frestað fram yfir áramót. Auðlegð Islendinga Hið íslenska. bókmenn tafélag gef- ur út Auðlegð íslendinga eftir Böðv- ar Kvaran og fjallar bókin um ís- lenska bókaútgáfu frá upphafi. Lærdómsrit verður Siðfræði Níkom- akkosar eftir Aristóteles sem Svav- ar Hrafn Svavarsson þýðir og semur skýringar við. Þættir úr sögu vest- rænnar menningar eftir Guðmund J. Guðmundsson og Ragnar Sig- urðsson bætast við. Hausthefti Skírnis kemur út í októberlok og verður um 250 síður. Spurt um strætó Hringskuggar sem er höfunda- forlag gefur út nýja Ijóðabók eftir Jón Oskar, Hvar era strætisvagn- arnir? Söngvar um lífið eru úrval ljóða Jóns frá Pálmholti frá tímabilinu 19^8-88, endurskoðuð útgáfa þeirra. Fyrr á árinu kom út á vegum Hringskugga ljóðabók eftir fær- eyska skáldið Carl-Johan Jensen. Ferð inn í drauminn Frá Hörpuútgáfunni koma tíu bækur í haust. Hvíldarlaus ferð inní drauminn hefur að geyma 22 smásögur og stutta þætti eftir Matthías Johann- essen, en Matthías hefur áður sent frá sér smásagnasöfn. Helga Einarsdóttir hefur skráð æviminningar Ragnars í Skaftafelli. Bókin segir frá lífi og starfi fólks í afskekktri sveit og þjóðgarðinum í Skaftafelli. Skáldkonur fyrri alda eftir Guð- rúnu P. Helgadóttur kemur í nýrri útgáfu. Lífsgleði, viðtöl og frásagnir Þór- is S. Guðbergssonar, segir sögu sex Islendinga: Guðlaugs Þorvaldssonar fyrrverandi sáttasemjara; Guðrúnar Halldórsdóttur skólastjóra; Úlfs Ragnarssonar læknis; Fanneyjar Oddgeirsdóttur húsmóður; Daníels Ágústínussonar fyrrverandi bæjar- stjóra og Þóru Einarsdóttur sem kunnust er fyrir hjálparstarf á Ind- landi. Jónas Árnason kemur með limrur og ljóð í sama dúr og áður og nefn- ist bókin Furður og feluleikir. Orð dagsins úr Biblíunni eru valin af Ólafi Skúlasyni biskup. Draumarnir þínir er ný íslensk draumaráðninga- bók sem Þóra Elfa Bjömsson tók saman. Litla skólahúsið er smásagnasafn eftir bandaríska höfundinn Jim Heynen. Gyrðir Elíasson valdi sög- umar og íslenskaði. Spennu og rómantík er að finna í nýjum þýddum skáldsögum eftir Jack Higgins og Bodil Forsberg. Neyðarlínan íslenska bókaútgáfan áður Bóka- klúbbur Arnar og Örlygs gaf út Vegahandbókina í sumar, en hún er unninn upp úr gömlu bókinni með sama nafni af þeim Örlygi Hálfdanarsyni ög ívari Gissurar- syni. Óttar Sveinsson er höfundur bókar í svipuðum anda og bók hans Útkall Alfa Tf-Sif, frá í fyrra. Þetta era nýjar neyðarlínusagnir með þyrlubjörgunum og öðrum háska- frásögnum. Neyðarlínuþættirnir bandarísku sækja efni í frásögn úr nýju bókinni. Garðblóm á íslandi er um fjölær- ar skrautjurtir og sumarblóm og á að rúma hvert einasta garðblóm sem vex hérlendis, en þau munu vera á milli 1500-1600. Hólmfríður A. Sig- urðardóttir er höfundur bókarinnar sem er prýdd mörgum litmyndum. Bókmenntasaga til 1918 Töluvert kemur út af nýjum ís- lenskum skáldverkum hjá Máli og menningu. Ný ljóðabók, Á Kyijála- heiði, er eftir Hannes Sigfússon. Ljóðaþýðingar eftir Helga Hálfdan- arson era væntanlegar. Út era komnar á árinu ljóðabækurnar Höf- uð konunnar eftir Ingibjörgu Har- aldsdóttur og Snöggfærðar sýnir eftir Thor Vilhjálmsson. í meðal- láhdinu er ljóðabók eftir Finn Torfa Hjörleifsson. Sigurður Pálsson þýðir Frakkann Paul Éluard. Sendi- sveinninn er einmana eftir Einar Má Guðmundsson verður endurút- gefinn. Hraunfólkið er söguleg skáldsaga eftir Björn Th. Björnsson. Skáld- saga kemur eftir Kristínu Ómars- dóttur. Ekki er víst hvort ný skáld- saga eftir Guðmund Andra Thors- son kemur á þessu ári eða hinu næsta. Smásagnasafn eftir Gyrði Elíasson nefnist Kvöld í ljósturnin- um. Böðvar Guðmundsson verður með skáldsögu um Vesturfara. Kristín Maija Baldursdóttir kveður sér hljóðs sem skáldsagnahöfundur. Hólmanespistlar eru sögur eftir Stefán Sigurkarlsson og Helgi Ing- ólfsson skrifar annað bindi Róm- veijasögu sinnar, sjálfstætt fram- hald af Letrað í vindinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.