Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.09.1995, Qupperneq 1
LAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 ■ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER BLAÐ Tel góða möguleika áaðbætametið - segirJón Arnar Magnússon, sem er ífjórða sæti eftiríyrri keppnisdag JÓN Arnar Magnússon er í fJórAa sæti með 4.285 stig að loknum fyrri keppnisdegi á tug- þrautamótinu í Talence í Frakklandi, en í mótinu taka allir sterkustu tugþrautarmenn heims að undanskiidum heimsmethafanum Dan O’Brien. JÓN Arnar Magnússon tugþrautarmaður er í fjórða sæti með 4.285 stig að loknum fyrri keppnisdegi á tugþrautamóti íTalence í Frakklandi, en í mótinu taka allir sterkustu tugþrautarmenn heims að undanskildum heimsmethafanum Dan O’Brien. Keppnin hefur verið hnífjöfn og spennandi og skilja aðeins tuttugu stig á milli Jóns Arnars og Ricky Barkes frá Bandaríkjunum sem er í efsta sæti. Jón Arnar er 100 stigum frá sfnum besta árangri, frá mótinu í Götzis ívor er hann setti íslandsmetið, en taldist eigi að sfður f samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi eiga góða möguleika á slá met sitt sem er 8.237 stig. Eg er ánægður með árangurinn hingað til og ekki síst ef tekið er tillit til veðursins, en það hefur ekki verið gott. Það hefur rignt mjög mikið síðan snemma í morgun. Eg hef bara aldrei lennt í öðru eins. Þeir segja mér heima- menn að ekki hafi rignt annað eins þau nítján ár sem mótið hefur farið fram,“ sagði Jón Arnar í gærkvöldi. „Ég var sáttur við hundrað metra hlaupið sem var fyrsta grein, reyndar var ég nokkuð frá því sem ég á best en ég kom í mark á 10,79 sekúndum og það reyndist vera annar besti tíminn í heildina. í langstökkinu, sem var önnur grein, náði ég þriðja sæti, stökk 7,67 sentimetra. Það er besti árangur sem ég hef náð í langstökki í tugþraut. Ég var hins vegar of æstur í kúlu- varpinu og náði mér ekki á strik, frekar en margir aðrir. Þar var ég fjarri mínu besta og kastaði aðeins 14,30 metra.“ Eins og Jón Amar sagði þá rigndi mjög mikið á meðan keppninni stóð og þurfti að fresta keppni í hástökki um einn og hálfan klukkutíma þess vegna. Loks þegar farið var af stað voru flestir keppendur langt frá sínu besta. Jón stökk 1,94 m en kvaðst vera þokkalega sáttur með þá hæð. „Ég er mjög ánægður með fjögur hundruð metra hlaup- ið hjá mér. Þar náði ég besta tíma allra keppenda, 48,11 sekúndum. Þar á Eistlendingurinn Nool Ebest 46,96 sek- úndur og Hamalainen frá Hvíta-Rússlandi á svipaðan tíma en þeir voru báðir á eftir mér. Þessi sigur veitir mér sjálfs- traust. Við erum í einum hnapp fjórir efstu menn og því vonast ég eftir spennandi keppni á morgun [í dag] og ekkert má bera út af. Ég tel mig hins vegar eiga góða möguleika á að bæta árangur minn því ég á talsvert inni í greinunum á morgun [í dag]. Ég tel mig geta bætt mitt besta í hundrað og tíu metra grinda- hlaupi, kringlukasti og stangarstökki. Þá hef ég verið í sókn á æfingum í spjót- kasti. Þegar þessu verður lokið er bara að gefa allt á fullt og eyða síðustu kröft- unum í fimmtán hundruð metra hlaupið sem er lokagreinin. Veðurspáin er betri fyrir daginn í dag og ekki útlit fyrir eins mikla rigningu og það þýðir ekki annað en að vera bjartsýnn og gera sitt besta,“ sagði Jón Amar Magn- ússon, tugþrautarkappi að lokum. Þeir efstu 1. Ricky Barker, Bandar. ................,...4.305 2. Lev Lobodin, Úkraínu 4.301 3. Hamalainen, H-Rússl. .....................4.290 . 4. Jón Amar Magnússon .....................4.285 5. Erki Nool, Eistlandi 4.248 6. R. Ganyev, Usbekistan 4.190 7. Christian Plaziat, Frakkl. 4.137 Guðni fær góða dóma í Englandi GUÐNI Bergsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hefur leik- ið mjög vel með Bolton og fengið frábæra dóma í enskum fjölmiðlum það sem af er keppni í Englandi. Hann var val- inn leikmaður mánaðar- ins hjá liðinu í ágúst og hefur oftast fengið hæstu einkunn leik- maniut liðsins í ensku blöðunum. Guðni og fé- lagar hans hjá Bolton mæta Manchester Un- Guðni ited í ensku úrvalsdeild- inni á Old Trafford í dag. Rúnar í aðalhlut- verki hjá Örgryte Rúnar Kristinsson var mjög í sviðsjjósinu þegar lið hans Örgryte bar sigurorð af 1. deildarliðinu Stenungsund á fimmtudaginn með tveimur mörkum gegn engu i bikarkeppninni. Rúnar lagði upp fyrra markið, samherji hans fram- lengdi knöttinn á leið sinni í netið eftir að Rún- ar hafði vippað yfír markvörðinn og siðara markið skoraði Rúnar með hnitmiðuðu skoti úr miðjum vítateignum. Þjálfarinn, Kalle Björk- lund, lofaði mjög frammistöðu Rúnars eftir leik- inn og telur hann vera að koma upp sem heilan í leik liðsins. Bandarísk stúlka í raðir KR-inga KR-stúlkur, sem ieika í 1. deild kvenna á íslands- mótinu í körfuknattleik, hafa fengið til liðs við sig bandaríska stúlku, Colleen McNamara, 22 ára frá New Jersey, en hún lék í NAC-deildinni sl. vetur. Hún er 185 sm á hæð og spilaði í íjögur ár með háskólaiiðinu í Delaware, sem er fyrstu deildar háskóli. Hún skoraði 15,6 stig að meðal- tali i leik síðustu fjögur keppnistímabil og tók 11 fráköst. Hún var í 20. sæti yfir frákastahæstu stúikurnar í NAC deildinni síðasta keppnistima- bil. McNamara mun sjá um þjálfun á þremur ald- ursfiokkum kvenna þjá KR í vetur jafnframt því að leika með meistaraflokki félagsins. GOLF Roccaíliði íslands Constantino Rocca, hinn 38 ára gamli ítali sem á sæti í Ryder liði Evrópu í golfi, verður í íslandssveitinni á Pro-Am móti sem fram fer í írlandi 27. september. Mót þetta er haldið í tengslum við Evrópumót sem írska ferðamálaráðið er styrktaraðili að og var Samvinnuferð- um-Landsýn og forseta GSÍ boðið að vera með. Helgi Jóhannsson forstjóri S-L og Hannes Guðmundsson for- seti GSÍ ákváðu að skella sér í mótið, sem fer fram á Kildare-vellinum. Þegar dregið var í lið kom í ljós að með þeim Helga og Hannesi verður kylfingur frá írska ferðamálaráðinu og Constantino Rocca. „Þetta var mjög spennandi á meðan boðið stóð en eftir að búið var að draga fóru að renna á mann tvær grímur, kjarkurinn virðist minnka því nær sem dregur mótinu," sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið, en bætti því við að þetta væri tækifæri sem þeir fengju varla aftur og því væri ekki um annað að ræða en taka boðinu. „Okkur var boðið vegna þess fjölda íslendinga sem fara í golf til írlands á hverju ári og svo var írska ferðamálaráð- ið styrktaraðili að landsmótinu hér og hefur viljað styrkja golfið hér á landi. Rocca er víst mjög litríkur og skemmti- legur persónuleiki og það var nokkur spenna þegar dreg- ið var því flestir vildu lenda með honum í liði. Þetta verð- ur erfitt þar sem maður er með dálítið háa forgjöf en hæsta leyfða forgjöf í mótinu er 18,“ sagði Helgi. HANDKNATTLEIKUR: ÍSLANDSMÓTIÐ HEFST Á SUNNUDAG / D3 I-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.