Morgunblaðið - 16.09.1995, Side 3

Morgunblaðið - 16.09.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR16. SEPTEMBER1995 D 3 HANDKIMATTLEIKUR ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsmaður úr Val, gat ekki leikið með Valsliðlnu stóran hluta sl. keppnistímabils vegna meiðsla. Ólafur hefur náð sér vel á strik og handknattleiksunnendur eiga oft eftir að sjá hann í þessari stöðu, eins og í leik gegn Aftur- eldingar í úrslitakeppninni sl. keppnistímabil - þá urðu Valsarar sterkari í undanúrslltum í keppninni um íslandsmeistaratltlinn. Sjö leikmenn eru famir ívíking SJÖ leikmenn sem léku með liðum i 1. deildarkeppninni sl. keppnistimabil, eru farnir í víking til Evrópu. Geir Sveins- son, fyrirliði Vals og landsliðs- ins, er farinn til Fi’akklands, þar sem hann er Ieikmaður með Montpellier. Jason Ólafs- son, Aftureldingu, er orðinn leikmaður með Brixen á Ítatíu, FH-ingamir Ai-nar Geirsson og Hans Peter Motzfeldt hafa gengið til liðs við Bregenz í Austurríki. Þrír ieikmenn eru farnir til Danmerkur - Páli Beck, KR, sem leikur með Ny- borg, Rúnar Sigtryggsson, Víkingi, sem leikur með Bjerr- ingbro og KA-maðurinn Þor- valdur Þorvaldsson, sem er leikmaður með Fredericia. Tveir nýir erlendir leikmenn TVÖ 1. deildarlið hafatryggt sér erlenda leikmenn, sem hafa ekki áður leikið hér á landi. Kúbumaðurinn Julian Dunan- ona er kominn í herbúðir KA og Rússinn Davor Kovacevic, sem lék með Krasnodar, er kominn í herbúðir Gróttu. KR-ingar hafa verið með Rússann Ewgini Dudhin, en þeir liafa ekki tilkynnt um fé- lagaskipti. Dudhin, sem er 29 ára, hefur leikið með Granada á Spáni undanfarin ár. „Valsmenn erfid ir viðureignar" - segir Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, sem spáirað Afturelding, KAog Stjarnan komi til með að að veita Valsmönnum mestu keppnina „ÞAÐ verður erfitt að ná meistaratitiinum af Valsliðinu, sem hefur sterka leikmenn í herbúðum sínum, eins og Ólaf Stefánsson, Dag Sigurðsson, Jón Kristjánsson, Skúla Gunnsteinsson og Guðmund Hrafnkelsson. Fyrir utan þessa leikmenn eiga Valsmenn stóran hóp af ungum leikmönnum, sem eru í mikilli framför," sagði Þor- bergur Aðalsteinsson, fyrrum landsliðsþjálfari og þjálfari nýliða ÍBV, þegar Morgunblaðið ræddi við hann um 1. deildarkeppnina í handknattleik, sem hefst á morgun. egar Þorbergur var spurður um hvort lið hans kæmi til með að blanda sér í toppbaráttuna, sagði hann að svo væri ekki. „Eyjaliðið er skipað ungum leikmönnum, sem ættu eftir margt ólært. Það er mjög skemmtilegt verkefni að vinna með strákunum. Það er allt annað að vinna með félagslið en landslið, þar sem þjálfarinn fær stuttan undirbún- ingstíma fyrir hvert verkefni. Hér hitti ég leikmenn mína á hverjum degi,“ sagði Þorbergur. - Hvaða lið koma til með að veita Valsliðinu keppni í vetur? „Ég hef trú á því að Afturelding eigi eftir að veita Valsmönnum harða keppni. Bjarki Sigurðsson styrkir lið- ið mikið og þá er Gunnar Andrésson búinn að ná sér eftir meiðsli. Þá er Stjaman stórt spurningamerki, eins og undanfarin ár. KA-liðið verður einnig með í baráttunni - heimavöll- ur liðsins er geysilega sterkur. Alfreð Gíslason mun byrja að leika með KA áður en langt líður. Liðin sem koma á eftir þessum lið- um eru FH, Haukar og Selfoss. FH- ingar eru reynslumiklir og hafa feng- ið Héðin Gilsson til liðs við sig. Ef FH-ingar ná sér á strik, geta þeir hæglega blandað sér í toppbaráttuna. Fimm lið koma til með að beijast í neðri hlutanum - Víkingur, ÍBV, ÍR, Grótta og KR.“ - Þitt gamla félag, Víkingur, hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku? „Já, það eru ekki mörg lið sem þola það að missa leikmenn eins og Bjarka Sigurðsson, Sigurð Sveins- son, Gunnar Gunnarsson og Rúnar Sigtryggsson á einu bretti, þeir voru lykilmenn liðsins síðastliðið keppnis- tímabil. Allt eru þetta mjög öflugir leikmenn." Valsmönnum spáð efsta sæti Forráðamenn fyrstu deildarfélanna tólf hafa spáð um lokastöðuna í deild- inni á blaðamannafundi á þriðjudag- inn og kom það fáum á óvart að Val er spáð efsta sæti. Annars var niðurstaða forráðamannanna þessi: Valur..................256 Afturelding............216 FH.....................206 Stjarnan...............199 KA.....................192 Selfoss................154 Haukar.................143 Víkingur...............121 Grótta................. 99 ÍR..................... 87 KR..................... 83 ÍBV.................... 66 Undirritaður var samningur við Ingvar Helgason hf. um fyrstu deild karla og mun deildin því áfram bera nafnið Nissan-deildin. Þorbergur sagði að það væri lang- ur vetur framundan. „Það á margt skemmtilegt eftir að gerast. Ég hef trú á því að mótið fari rólega af stað, en síðan magnast spennan jafnt og þétt - hámarkinu verður náð í febr- úar, þegar barist verður um sæti í deildinni." - Telur þú að lélegt gengi í HM- keppninni komi til að setja strik í reikninginn hjá landsliðsmönnum? „Nei, ég hef ekki trú á því. Landsliðsmennirnir eru búnir að jafna sig eftir heimsmeistarakeppn- ina, enda eru þeir komnir með hug- an við nýtt verkefni. Evrópukeppni landsliðs er framundan og fyrstu tveir leikirnir gegn Rúmeníu hafa mjög mikla þýðingu fyrir handknatt- leik á íslandi. Það er mjög mikil- vægt að við náum góðum árangri gegn í þeim leikjum.“ - Því hefur verið haldið fram að það sé miklu meiri stemmning úti á landsbyggðinni. Ert þú sammála? „Þróunin á undanfömum árum hefur verið sú, að stemmningin f kringum handknattleiksliðin á lands- byggðinni, eins og hér í Eyjum, á Selfossi, á Akureyri og í Mosfellsbæ, hefur farið ört vaxandi. Andrúms- loftið er skemmtilegra og einnig taka stuðningsmennirnir virkan þátt í starfsseminni. Höfuðborgarsvæðið hefur setið eftir, enda miklu meira í boði þar. Forráðamenn á svæðinu verða að fara að leggja vinnu í, hvernig best er að ná til fólksins - virkja stuðningsmennina og láta þá taka meiri þátt í starfinu. Það er stemmning í kringum knattspyrnulið KR - þar með er það upptalið. Það þarf að endurskoða alla íþróttastarfs- semi í Reykjavík og nágrenni," sagði Þorbergur Aðalsteinsson. Fylkisvöllur 2. deild FYLKIR-ÞÓR Laugardaginn 16. september 1995 kl. 16:00 Móttaka í Fylkisheimili fyrir stuöningsmenn Fylkis strax eftir leik Neöangreind fyrirtæki óska Fylkismönnum tii hamingju meö frábæran árangur í sumar og senda liöinu baráttukveðjur i 1. deildina NOATUIN É&^ÉZk. oi i • Skandia Shellstööin Arbæ ÚR & SKARTGRIPIR. KRINGLUNNI /72izina "A BAKVIÐ" 567 3311 S Sparisjóður Vélstjóra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.