Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ GALDRAKARLINN í keðja í heimi. Þetta voru byijunar- draumar hjá okkur, en þegar fyrsta myndbandaleiga Skífunnar var opn- uð vorum við búnir að skrifa fyrsta eða eitt fyrsta forritið fyrir mynd- bandaleigur. Það var þó erfítt að koma þessum málum áleiðis af því við vorum svo afskaplega ungir.“ Faðir Guðjóns rak á þessum tíma og rekur enn fyrirtækið Tölvubank- ann og Guðjón segir að hann hafi liðsinnt þeim við að kynna forritið. Fyrir vikið hafi menn upphaflega talið að það væri á hans snærum og síðan rekið upp stór augu þegar þeir hittu framleiðendurna, þrettán ára unglingspilta. Þrátt fyrir tölvuáhugann er Guð- jón ekki menntaður í tölvufræðum, segist ekki einu sinni hafa komist í gegnum menntaskóla. „Eftir að ég kláraði grunnskólann í Lang- holtsskóla fór ég í Versló og átti sex mánuði í að útskrifast þegar ég hætti. Ég byijaði með OZ í fjórða bekk og þegar ég var kominn í sjötta bekk var þetta orðin það mikil alvara að ég varð að setja skólann í annað sætið.“ Líkt og oft vill verða lá tónlist ekki síður fyrir Guðjóni en tölvur og forritun og hann segir að lengst af hafi tónlistin verið honum eins hugleikin og tölvumar, enda lék. hann í fjölmörgum hljómsveitum, meðal annars í einni fyrstu tölvu- væddu danshljómsveit landsins. „Við vorum með margar tölvur og einn plötusnúð, Kidda, sem kall- aður er Kiddi Bigfoot og er umsvifa- mikill í skemmtanalífi Reykjavíkur í dag.“ Árið 1990 stofnuðu Guðjón og Arnór Björnsson 26. maí hópinn; „miklir hugsjónamenn sem ætluðu Heillaðist af tölvum „Ég heillaðist svo af tölvunni að ég sá ekki annað, allar frístundir fðru í hana. Ég eyddi þó ekki tíma í tölvuleiki og hef reyndar aldrei gert, ég hef alltaf eingöngu heillast af því að forrita, fyrir mér er að forrita að skapa, ég vildi miklu frek- ar búa til mína eigin leiki en að vera að leika leiki eftir aðra. Sköp- unargleðin fær að njóta sín í tölv- um, fyrir mér er það list að semja forrit. Tölvugrafík hreif mig líka, ég hef alltaf haft gaman af grafík. Ég teiknaði líka mikið sem barn, þó ég sé enginn listamaður, og fyrstu forritin sem ég bjó til voru teikniforrit." Guðjón segist hafa náð tökum á forrituninni á skömmum tíma og nefnir að þannig hafi hann unnið verðlaun fyrir forritun ellefu ára gamall. „Ég heyrði um forritara- keppni í Laugardalshöllinni í út- varpinu og hjólaði í loftinu niður í Höll til að vera með. Þar átti að búa til símaskrárforrit á fjörutíu mínútum og ég hafði það sæmilega flókið þannig að það tæki tíma að lesa það yfir. Ég gerði þetta forrit á 25 mínútum með valmynd og þremur liðum á valmyndinni og vann fyrstu verðlaun, BBC-tölvu sem kom sér vel, en tölvuna af- henti Davíð Oddsson borgarstjóri uppi í Gerðubergi." Fór mjög snemma að hugsa um markaðinn Guðjón gerði þó meira en semja leikja- og teikniforrit, því hann seg- ist snemma hafa farið að velta fyr- ir sér að semja hagnýt forrit sem mætti selja. Til þess fékk hann sér BBC-tölvu og síðan PC-tölvu, því hann sá í hendi sér að markaðurinn stefndi þangað. „Ég fór mjög snemma að hugsa um markaðinn, hvað vantaði og hvað mætti selja. Ég er mikill upp- finningamaður í mér og ég er líka afskapiega athafnasamur, þannig að ég verð alltaf að vera með eitt- hvað í gangi. Þegar við félagi minn Róbert Bjarnason vorum þrettán ára stofnuðum við fyrsta óformlega fyrirtækið okkar og hugðumst hefja sölu á forriti sem við höfðum búið til fyrir billjardstofur og mynd- bandaleigur. Meðal annars reynd- um við að ná dreifíngarsamningi við Reilly’s, sem er stærsta billjard- að breyta næturlífi borgarinnar árið 1990, sem var hræðilegt að okkar mati“. Fljótlega voru meðlimii' hópsins orðnir 700 og sumarið 1990 og veturinn á eftir hélt hópurinn grúa skemmtana á öllum helstu skemmtistöðum borgarinnar og gaf út blað sem hét Hamingja. „Það átti upphaflega að vera fréttabréf,“ segir Guðjón, „en endaði sem ókeypis tímarit, við vorum svo mikl- ir hugsjónamenn. Ég sökkti mér jafn mikið í tónlist- ina og ég sökkti mér í tölvurnar, enda á þetta tvennt mjög margt sameiginlegt. Ég var það bjartsýnn að ég opnaði fullkomnasta tölvu- hljóðver landsins uppi í OZ, hélt að ég gæti kannski eytt einhveijum tíma þar, en ég hef ekki haft tíma til að gera neitt, ég er svo upptek- Fyrirfækið leit afskap- lega vel út ú pappírnum, hausinn á símbréfun- um var mjög glæsilegur og ýmist voru erlend- ir frammó- menn að tala við yf irmann grafíksviðs, eða yfir- mann tölvu- deildar. Fór mjög snemmo að hugsa um markaðinn, hvað vantaði og hvað mætti selja. orgunblaðið/Kristinn ISKÁLARÆÐUM embættis- manna og á kosningafundum ber oft á góma lausnarorðið hátækniiðnaður. Reyndar er það oft í því samhengi að það þýðir einfaldlega iðnað- ur, til að mynda þegar menn sjá fyrir sér frísvæði þar sem fólk stendur við færiband með skrúfjárn og lóðbolta og setur saman tölvur, en vissulega er hátækniiðnaður mikilvægur liður í sókn íslendinga inn í framtíðina, en þá byggður á hugviti en ekki handverki. Allir þekkja upphafsmynd frétta hjá Sjónvarpinu og margir hafa tekið eftir því að sú upphafsmynd er úr smiðju fyrirtækisins OZ hf. Einnig komu fréttir af því í fjölmiðl- um fyrir stuttu að OZ stæði í stór- ræðum; hefði til að mynda náð samningi við hugbúnaðarrisann Microsoft og væri að framleiða full- kominn tölvuleik á geisladisk meðal annars með styrk frá Evrópusam- bandinu. Það er þó aðeins brot af því sem þar er á seyði eins og kom í ljós í spjalli við eiganda OZ, Guð- jón Má Guðjónsson, galdrakarlinn í OZ. Æ yngri stjórnendur Eins og vill vera í tölvuheiminum, þar sem hátækni ræður ferðinni, verða stjómendur fyrirtækjanna æ yngri. Þar kemur líklega helst til að á meðan eldri tölvumenn hugsa „bóklega", þ.e. eru í raun yfirleitt að reyna að láta tölvurnar leysa af hólmi bækur, sjóðsbækur, skemmtibækur og þar fram eftir götunum, líkt og sjónvarpsútsend- ingar voru á sínum tíma mynd- skreytt útvarp, þarf nýja hugsun til að ná áttum og árangri í heimi margmiðlunar. Þannig reka menn ekki lengur upp stór augu. ef ungir menn eru við stjómvölinn á fyrir- tæki eins og OZ, en þó Guðjón sé 23 ára gamall, hóf hann sinn tölvu- feril fyrir þrettán árum. Byijað á að bera út Moggann Líkt og margir aðrir athafna- menn lagði Guðjón grunn að við- skipta- og tölvuveldi sínu með því að bera út Moggann og safna pen- ingum, „heilan harðan vetur“. Hann segir að tvennt hafi verið honum efst í huga þennan vetur, þar sem hann þrammaði í myrkinu með Moggann í gegnum skaflana; að kaupa sér fjarstýrðan rafmagnsbíl, eða kaupa sér tölvu. Tölvan varð ofaná, svokölluð Sinclair Z80. Ekki leið á löngu þar til kunnáttan kall- aði á fullkomnari tölvu og honum áskotnaðist Sinclair Spectrum- tölva, „meiri háttar vél, 16K“, eins og hann kemst að orði. Flestir fá sér tölvur fyrir leikina, en Spectrum-tölvan kallaði nánast á forritun, því þegar menn tengdu hana við sjónvarpið og kveiktu á voru þeir komnir inn í forritunarum- hverfi. í Bretlandi segja fróðir að Spectrum hafí alið upp heila kyn- slóð forritara, sem eru nú að slá í gegn um allan heim með leikjum og grafík og Guðjón tekur undir það að hún hafi snemma komið honum á bragðið með að forrita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.