Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ GALDRAKARLINN í Mikið hefur verið látið með samn- ing OZ við Microsoft um sölu á forritum sem líkja eftir skýjafari og vatnsyfirborði og Guðjón leggur áherslu á að sá samningur skipti miklu máli vegna kynningarinnar, þar sem nafn OZ fylgi búnaðinum. Hann segist þó vera með ýmislegt annað á pijónunum sem honum þyki meira um vert. „Samningurinn við Microsoft er eini opinberi samningurinn, en við erum líka að semja við ýmsa aðra aðila um mun tæknilegra efni, sem mér finnst meira spennandi. Þannig erum við að ljúka viðræðum við þýskt fyrirtæki um þróun á ákveðn- um hlut og þar koma til sögunnar fyrirtæki eins og Mercedes Benz, BMW og fleiri þýskir risar, sem vantar ákveðna sérhæfða forritun- arvinnu. Við höfum líka verið í samningaviðræðum við mjög stórt japanskt fyrirtæki, eitt stærsta fyr- irtæki í heimi, og það er mjög spennandi. Við erum þó að reyna að stilla þessu í hóf, við verðum að passa okkur að festast ekki í þjón- ustunni og þannig neitaði ég um daginn verkefni fyrir Time-Wamer um grafíkvinnslu í tölvuleik sem hefði tekið okkur tólf mánuði. Einn- ig neitaði ég því nýlega að vinna miklar tæknibrellur í kvikmynd, sem hefði vissulega verið mjög skemmtilegt verkefni fyrir okkur, en við erum búin að finna okkur, fínna það sem við ætlum að ein- beita okkur að í framtíðinni og þá þarf allur hópurinn að vinna saman. Ein deild í fyrirtækinu má þó og á að taka við svona verkefnum, rannsókna- og þróunardeildin, enda þarf fyrirtækið að vera í góðu sam- bandi við atvinnulífið úti í heimi. Samningurinn við Microsoft er af- rakstur starfs þeirrar deildar og hún gerir langtímasamning við þýska fyrirtækið sem gefur okkur fastar tekjur og síðan meiri tekjur þegar vinnu er lokið.“ Fyótir að bregðast við „Við höfum verið fljótir að átta okkur á hvað vantaði og bregðast við og þannig létum við þessa deild vinna í mánuð við forrit sem hefur vantað á markaðinn og er fyrir þá sem vilja setja upp þrívíðar heima- síður með notkun á sérstakri sýnd- arveruleikatækni, tækni sem er skammstöfuð VRML og er mjög umtöluð í dag. Þetta er hugbúnaður sem við erum að selja í gegnum Intemetið, þú getur sótt hann á heimasíðuna okkar, prófað einstak- ar aðgerðir, og ef þér líkar hann keypt af okkur lykil sem opnar fyr- ir alla möguleika forritsins á 600 dali. Þetta er mjög einfalt forrit, en ætlað fyrir vinnustöðvar og há- tæknigrafíkvinnslu. Fyrsti kaup- andinn var Sony í Japan, sem var einnig fyrsta sala okkar á forriti í gegnum Intemetið, en það á ömgg- lega eftir að verða vinsælt að versla með forrit á netinu. Þetta er mjög spennandi tækni og mjög umtöluð í dag. Það er mik- il umferð inn á heimasíðuna okkar á netinu til að kynna sér forritið meðal annars, það heimsækja okkur 20.000 manns á hverri viku á net- inu, 60 til 70% frá Bandaríkjun- um,“ segir Guðjón, en dæsir svo yfír naumt skammtaðri Internet- tengingu íslendinga við umheiminn. „Bandbreiddin er hræðileg, eins og allir vita, og við verðum að bregðast þannig við henni að setja upp netsíður í Bandaríkjunum. Við erum búnir að setja upp skrifstofu þar í landi, erum þar með mann í fullu starfí, og hann er meðal ann- ars að undirbúa að setja upp heima- síðuna. Við emm líka að vinna að því að koma á fót skrifstofu í Japan þar sem heimasíðan verður að mestu á japönsku, og stefnum að því að af því geti orðið á þessu ári, en hlutverk skrifstofunnar verð- ur meðal annars að annast tengsl og samskipti við japanska fyrirtæk- ið sem við erum að semja við.“ Fullt af tækifærum í Japan „Meðal annars vegna þess samn- ings var ég í Japan fyrir stuttu, kynnti þar þrívíddartækni á Inter- netinu sem vakti mikla athygli, enda er OZ eitt af fyrstu fyrirtækj- unum sem kynna slíka tækni þar í landi, og fyrir vikið er ég í opnuvið- tali í virtu japönsku hönnunartíma- riti og álíka viðtali í Intemet Asia. Ég eyddi dijúgum tíma í Tókýó og komst að því að Japanar eru furðu aftarlega á merinni hvað varðar hugbúnaðarþróun og ný- sköpun. Mér finnst nýsköpun Jap- ana vera mjög lítil. Þeir em með alla helstu risana í framleiðslu, en eiga ekki margar uppfinningamar, þær em eiginlega allar frá Banda- ríkjunum og Evrópu. I Japan er því fullt af tækifæmm fyrir okkur og þetta er bara spurn- ing um tíma og mannskap. Það má geta þess að Útflutningsráð hefur verið okkur mjög hjálplegt í samskiptunum við Japani og veitt okkur mjög góðan stuðning. Ég er alfarið á móti því að fyrirtæki séu styrkt beint, en opinber stuðningur við Útflutningsráð er fjárfesting sem á eftir að borga sig margfalt til baka.“ Guðjón segist sannfærður um að íslensk fyrirtæki eigi góð sóknar- færi í Japan og reyndar ekki síður í Bandaríkjunum. „Ég hef verið nokkuð á ferð vest- an hafs vegna OZ undanfarið og rak mig hvað eftir annað á að menn vom að tala um að fyrirtæki þeirra störfðuðu um allan heim, en áttu þá við að þau voru með útibú í helstu borgum Bandaríkjanna. Þeg- ar við svo fórum að segja þeim frá því hvað við vorum að gera og hvaða árangri við hefðum náð í samskipt- um við Japani voru þeir mjög hissa. íslendingar eiga mjög góða möguleika á að ná góðum samning- um við Japani og Tævani, vegna þess að við erum ekki í stríði við þá eins og Bandaríkjamenn, við emm það litlir að við ógnum eng- um. Það kom reyndar líka að góðum notum að vera á Íslandi þegar við sömdum við bandaríska fyrirtækið Microsoft, því við erum utan ákveð- ins markaðs- og samkeppnisvæðis þess og einfaldara og öruggara fyr- ir það að semja við okkur." Leit að meðeigendum Eins og áður segir er Guðjón eini eigandi OZ sem stendur, en hann segist hafa hug á að koma nýjum eigendum inn í fyrirækið og þá er- lendum. Hann segist þó ekki hafa áhyggjur af því að breytt eignar- aðild eigi eftir að breyta starfsemi fyrirtækisins í grandvallaratriðum, hugbúnaðarfyrirtæki séu ekki sam- bærileg við önnur fyrirtæki. „Ég mun líklega selja meirihlut- ann, en dreifa eignaraðildinni á milli Bandaríkjanna og Asíu. Það er vissulega alltaf viss hætta sam- fara því að selja meirihlutann í aðr- ar hendur, en þetta er annað en að eiga sjónvarpsstöð. í sjónvarps- stöð er eilíf valdabarátta á milli hluthafa, sem hefur í raun ekkert að segja fyrir stöðina sjálfa, en fyr- irtæki eins og OZ veltur hinsvegar á fólkinu sjálfu, það er verið að fjár- festa í hugmyndum.“ Guðjón segir að fyrir ýmsar sak- ir komi alltaf upp á yfirborðið öðm hvoru vangaveltur um að flytja fyr- irtækið út og um tíma hafí verið tvísýnt um hvort af yrði. „Ég vil síður flytja vegna þess að hér er aðstaða góð og aðgangur að góðu fólki. Við emm reyndar búnir að stíga fyrsta skrefið í að koma okkur upp aðstöðu þar, eins og ég nefndi, höfum samið við tvo lögfræðinga sem vinna fyrir okkur. Akveðin svið munu líklega starfa alfarið eða að einhveiju leyti í Bandaríkjunum eða Japan, en framleiðslan sjálf verður vonandi hér á landi.“ Verkefnin blasa við Það má segja að verkefni blasi við OZ-liðum. Áður er getið vinn- unnar fyrir Microsoft, sem var vinna tveggja forritara í þijú ár sem þrír forritarar skiptu með sér, og Guðjón segir að það sé gott dæmi um hvernig hann vilji að OZ vinni framvegis, þeir hafi hrint verkefn- inu af stað sem þróunarvinnu til að efla grafíkdeild fyrirtækisins og niðurstaðan varð söluhæfur hug- búnaður. „Við vinnum við þetta verk áfram, emm búnir með skýja- far, vatn, ýmis fyrirbrigði af reyk og emm nú að búa til sérstakt af- brigði þoku, sem ekki hefur verið til í tölvum til þessa. Framleiðendur tölvuleiksins Myst, sem var mest seldi tölvuleikur heims á síðasta ári, fréttu af þessu fyrir skemmstu og leituðu til okkar um að fá að nota þessa tækni í næstu útgáfu af leiknum. Japanska stór fyrirtækið, sem ég vil helst ekki nefna á nafn, vegna þess að við eigum eftir að undirrita samninginn, vill fá okkur til að vinna ákveðið verkefni sem tengist Internetinu og ef það gengur vel vill það semja við okkur til þriggja ára um ákveðna tækni sem tengist gagnvirku sjónvarpi, sem á að setja á markað í Japan eftir þijú ár. Margir spyija okkur af hveiju við séum að vinna við tækni sem er hægfara og ekki tilbúin í dag, en málið er að vera tilbúinn þegar tæknin er tilbúin. Áður er getið CD-ROM leiksins sem Evrópusambandi styrkir, en við erum líka í samstarfi við lítið ís- lenskt fyrirtæki sem heitir Primus Motor um að setja á geisladisk Grimms-ævintýri í margmiðlunar- búningi. Undirbúningi, sem staðið hefur frá því í janúar, er lokið og nú hefst framleiðslan sjálf, en við emm að vona að verkinu verði lok- ið fyrir jólin 1996.“ Það tekur langan tíma, þarf mik- inn mannskap og öflugar tölvur að framleiða hugbúnað eins og OZ sinnir í dag, en Guðjón segir að slík vinna borgi sig, geti menn hald- ið sér í fremstu röð. „Þetta er mjög sérhæfð starfsemi og þa.ð em alltaf miklir peningar í umferð þegar sér- hæfð starfsemi er annars vegar. Yið erum í harðri samkeppni við aðrar lausnir, en ekki einstök fyrir- tæki, og höfum alltaf þurft að geta sýnt fram á að okkar lausnir séu hagkvæmari og þægilegri." OZ enn í örri þróun Eins og framan getur er OZ enn í örri þróun eftir fímm ára starf og Guðjón segir að hann sé í raun að stofna OZ .upp á nýtt. ,,.í mínum huga er OZ ennþá á byijunarreit, en nú er komið að því að stofna fyrirtækið fyrir alvöm, vonandi á þessu ári eða næsta ári. Ég stefni að því að safna það miklu fjár- magni að fyrirtækið geti starfað næstu tvö til þrjú árin að fernum framleiðsluverkefnum og sinnt engu öðm. Þegar menn stofna fyrir- tæki hér á landi byija allir með lán og miða reksturinn út frá því. I Bandaríkjunum byijar þú ekki á fyrirtæki nema þú sért með byijun- arsjóð, sem hleypur á tugum eða hundruðum milljóna. Ég stefni að hlutum sem em mjög stórir og framandi í augum íslendinga og hef varla þorað að segja frá því. Ég stefni að því að stofna OZ upp á nýtt með nokkuð hundmð milljóna króna fjármagn í höndunum. Undir- búningsvinna er í fullum gangi, að vinna kynningarefni fyrir fyrirtæk- ið og viðskiptaáætlun okkar er ver- ið að vinna á gagnvirkan geisladisk. Meðal þess sem stefnt er að, þó mér finnist alltaf leiðinlega að vera að tala um væntingar og áætlanir, er að fara með OZ á NASDAQ, bandaríska hlutabréfamarkaðinn, í svokallað IPO, Initial Public Offer- ing, árið 1997 eða 1998, og undir- búningur að því er þegar hafinn. Það gemm við vegna þess að við erum að leita að miklu fjármagni frá erlendum aðilum og í Bandaríkj- unum eru fyrirtæki sem leita að því hvar þau geti ávaxtað fé sitt örugglega til langs tíma og OZ fell- ur einmitt mjög vel að þvi. Við höfum einmitt fengið þann dóm frá sérfræðingum sem þekkja til fyrir- tækisins að það henti afskaplega vel á þennan markað. Það er allt of algengt að íslensk fyrirtæki fari skakkt í þessi mál, menn átta sig ekki á að besta leið- in er að velja fyrirtæki sem þú vilt vinna með og eyða tíma í að sann- færa það um að þú sért með rétta fyrirtækið til að ijárfesta i. Ég vil helst ekki nefna neinar tölur, en OZ var metið í Bandaríkj- unum og við fengum umtalsvert mat á fyrirtækið sem gefur okkur mikið öryggi í að halda áfram. Að setja saman fimmtán manna hóp sem hefur fimm ára reynslu á þessu sviði er gríðarlega dýrt og gríðar- lega erfitt og að geta fundið eitt fyrirtæki sem getur gert þennan hlut frá a til ö er mjög áhugavert fyrir stórfýrirtækin, enda er það staðreynd að allir helstu margmiðl- unarleikir síðustu ára hafa komið frá smáfyrirtækjum. Stórfyrirtækin hafa ausið peningum í þessa leiki sína og hafa tapað miklu fé þannig að þau hafa farið þá leið að leggja fé í smáfyrirtæki og fá þau svo til að sinna uppbyggingu leiksins. Möguleikamir em óþijótandi í tölvuheiminum og þróunin gríðarlega ör. Mér fínnst stundum sem ég lifi í gamla daga, ég verð oft óþolinmóð- ur að bíða eftir framtíðinni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.