Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 B 9
LEIÐIN sem fyrstu
landnemarnir fóru fót-
gangandi yfir Ameríku frá
New Orleans til Utah.
Járnbrautin kom 1869 og
eftir það urðu vesturferðir
auðveldari.
fóru frá Vestmannaeyjum sumarið
1854. Þau voru samskipa Lorentz-
en og Guðmundi gullsmið til Hafn-
ar, þar sem þeir urðu eftir. Þau
þrjú fóru svo um haustið með
dönskum Utahförum til Liverpool
og dvöldu þar um hríð. Hinn 7.
janúar 1855 var lagt upp í sex
vikna siglingu yfir hafið með skip-
inu James Nesmith og komið til
New Orleans 23. febrúar. Þaðan
var svo haldið upp Mississippifljót
með fljótabátnum Oceana og kom-
skiptir í fyrstu, en smám saman
samlöguðust þeir hinu framandi
samfélagi eins og aðrir og þóttu
bæði vinnusamir og dugandi.
Fleiri fylgja á eftir
Árið 1856 kom einn íslendingur
vestur, Þórður Diðriksson, sem
varð einna frægastur íslenskra
mormóna. Hann gerðist brikk-
leggjari, biskup og leiðtogi íslenska
safnaðarins í Spanish Fork, og er
fyrirmynd Þjóðreks biskups í Para-
dísarheimt Halldórs Laxness.
Þórður fór í einu og öllu eftir kenn-
ingum mormóna, samdi trúboðs-
kverið „Aðvörunar og sánnleiks-
raust“ og átti þrjár konur, þær
Helgu Jónsdóttur, sem kom vestur
með Samúel og Margréti, Mary
Jacobsen, danska konu, og Rann-
veigu Jónsdóttur.
lést á leiðinni í Omaha, Nebraska,
og sá því aldrei hið fyrirheitna
land. Ragnhildur kom til Utah
1862 með tvö börn þeirra, Efraím
og Maríu, heilum tíu árum eftir
að hún yfirgaf Eyjarnar í von um
Guðsríki á jörðu. Árið 1938 var
þessum fyrstu íslensku landnemum
reistur minnisvarði í Spanish Fork
og eru nöfn 16 þeirra letruð á
varðann. Nafn Guðmundar Guð-
mundssonar, fyrsta trúboðans, er
þó hvergi þar að finna. Við afhjúp-
un minnisvarðans var viðstödd
ÞÓRÐUR Diðriksson, brikk-
le&SÍari °g biskup, og konurn-
ar hans þrjár, Helga Jónsdótt-
ir úr Landeyjum, Mary
Jacobsen sú danska og Rann-
veig Jónsdóttir.
Mary Hanson Sherwood eða María
Benediktsdóttir, sem kom til Utah
reifabam á handlegg Ragnhildar
móður sinnar 76 árum áður. Hún
var þá sú eina sem enn lifði af
þeim 16 sem fengu nafn sitt letrað
á varðann.
Trúboð og vesturferðir á ný
Nú liðu mörg ár án þess að ís-
lendingur flyttist til Utah, en um
svipað leyti og vesturferðir hófust
til annarra fylkja og til Kanada,
hófst mormónatrúboð á ný á ís-
landi með tilheyrandi fólksflutn-
ingum í kjölfarið. Mormónar hafa
þann sið að senda tvo og tvo menn
saman út af örkinni til að boða
fagnaðarerindið og fyrstir til að
boða trú á íslandi, eftir 16 ára
hlé, voru Loftur Jónsson og Magn-
ús Bjarnason árið 1873.
ikað var á íslensku, íslenskt sam-
komuhús, verslun og bókasafn.
Hinn 3. ágúst 1897 héldu ís-
lendingar í Spanish Fork hátíðleg-
an íslandsdag í fyrsta sinn, ræður
voru haldnar og tónlist flutt, allt
á íslensku. Hélt þessu fram í fimm
ár en lagðist svo af um hríð. Síðar
var íslendingadagurinn tekinn
upp að nýju og er haldinn fyrstu
helgi í ágúst. I ár var þess minnst
að 140 ár eru frá upphafi landn-
áms íslendinga í Vesturheimi og
var Einar Benediktsson, sendi-
herra í Washington, viðstaddur
hátíðahöld í Spanish Fork hinn
5. ágúst sl.
Árið 1938 lét íslendingafélagið
í Spanish Fork í samvinnu við
félagsskapinn Dætur landnema
Utah (Daughters of the Utah Pi-
oneers) reisa fyrstu íslensku land-
nemunum minnisvarða í
austurhluta Spanish Fork,
eins og áður sagði. Er hann
í líki vita til að minna á sjó-
ferðir íslendinga og á hann
eru letruð nöfn fyrstu land-
nemanna sem komu til Utah
á árunum 1855-62.
Árið 1955, þegar 100 ár
voru liðin frá fyrsta landnámi
íslendinga í Vesturheimi, var
haldin vegleg hátíð í Spanish
Fork 15.-17. júní. Pétur Eg-
gerz, sendifulltrúi í Washing-
ton, var fulltrúi íslands og
Marselis C. Parsons talaði
fýrir hönd Bandaríkjastjórn-
ar. Skrautsýning ók um götur
bæjarins og fleira gert til
hátíðabrigða. Finnbogi Guð-
mundsson og Kjartan Ó.
Bjamason fóm víða um ís-
lendingabyggðir vestra 1955
og tóku bæði ljósmyndir og
kvikmyndir.
Fátt hefur verið ritað um
landnám íslendinga í Utah,
ef frá er talin aldeilis frábær
bók Kristjáns Róbertssonar
„Gekk ég yfir sjó og land“
sem út kom 1987, og lengi
'vel vissu fáir um þennan ein-
angraða hóp sem féli í skugg-
ann fyrir hinum „hefð-
bundnu“ Vestur-íslendingum
í Kanada. Þó varð skáldsaga
Halldórs Laxness „Paradís-
arheimt" sem kom út 1960,
og sjónvarpsmyndin sem
gerð var eftir bókinni 1979,
til að vekja nokkra athygli á
íslendingum í Utah. Um 370
íslendingar settust að í Utah
á öldinni sem leið og nú er
talið að afkomendur þeirra
séu um 10 þúsund.
ið til St. Louis, Missouri, 7. mars.
Eftir nokkurn undirbúning
lögðu þau af stað ásamt öðrum
trúbræðrum fótgangandi yfir slétt-
ur Ameríku til fyrirheitna landsins.
Var þetta mikil þrekraun því leiðin
lá um óbyggðir Missouri, Kansas,
Nebraska og Wyoming allt til
Utah, en þangað komust þau loks
hinn 7. september 1855, 13 mán-
uðum eftir að þau yfirgáfu ættland
sitt í Eyjum. Samúel var dugnaðar-
maður í hvívetna. Hann eignaðist
160 ekrur lands og honum búnað-
ist vel í Utah. Hann gekk síðar
að eiga aðra konu, til viðbótar við
Margréti sína, Gertrude Mary
Mortenson, eins og þá var siður
meðal mormóna, og átti með henni
11 börn.
íslensku landnemarnir í eyði-
mörkinni við Saltvatnið mikla voru
samkvæmt skilgreiningu trúar-
bragðanna komnir í hið fyrirheitna
land. En skyldi það hafa verið svo?
Hvað er vitað um afdrif þeirra sem
fluttust til Utah á þessum árum?
Hvernig vegnaði þeim? Hvernig
tókst þeim að aðlaga sig nýjum
háttum og festa rætur í ókunnu
landi? Brigham Young, leiðtogi
mormóna, vissi að ísland var hluti
Danaveldis og hann sá svo til að
Islendingar settust að í Spanish
Fork, þar sem Danir höfðu komið
sér fyrir. Mörgum þótti þetta sem
að fara úr öskunni í eldinn, íslend-
ingarnir héldu sig dálítið sér í aust-
urhluta bæjarins, voru jafnvel af-
Saga Guðmundar Guðmunds-
sonar, gullsmiðs og trúboða úr
Vestmannaeyjum, er saga ótrúlegs
andstreymis sem margir landnem-
ar mættu. Hann komst til Utah
1857 í fylgd með danskri ekkju,
frú Garff, sem misst hafði mann
sinn á leiðinni. Guðmundur kvænt-
ist henni og gekk stórum barna-
hópi hennar í föðurstað. Þau gengu
í gegnum mikla erfiðleika, hann
átti við þunglyndi að stríða, gekk
meðal annars af trúnni, og þau
fluttu til Sacramento í Kaliforníu
í leit að betra lífi. Fátæktin elti
þau þangað en um síðir vænkaðist
þó hagur þeirra, Guðmundur tók
trú sína aftur og starfaði sem gull-
smiður í Lehi í Utah.
Sama ár kom einnig 11 ntanna
hópur til Utah frá íslandi, stærsti
hópurinn til þessa og sá síðasti í
17 ár. Þetta voru Loftur Jónsson
í Þórlaugargerði, Guðrún kona
hans og tvö börn hennar, Guðrún
og Jón; Anna Guðlaugsdóttir, sem
verið hafði heitmey Þórðar Diðriks-
sonar; Vigdís Björnsdóttir, sem síð-
ar varð kunn ljósmóðir í Utah;
Magnús Bjarnason í Helgahjalli,
Þuríður kona hans, Kristín dóttir
þeirra og Kristín Magnúsdóttir
vinnukona; Guðný Erasmusdóttir
ekkja frá Ompuhjalli.
Síðust frumbyggjanna til að
komast til Utah var sú kona sem
fyrst fór frá Islandi, en það var
Ragnhildur Stefánsdóttir frá Kast-
ala. Benedikt, eiginmaður hennar,
VITINN, sem reistur var í
Spanish Fork 1938, til minn-
ingar um fyrstu íslensku land-
nemana í Vesturheimi.
Þjóðhátíðarárið 1874 fara 12
manns til Utah, einn fer 1875,
þrír 1876, einn 1877, þrír 1878
og enginn 1879. Eftir það fara
hóparnir stækkandi, 1880 fer alls
21, 30 fara 1881, þar á meðal
Eiríkur Ólafsson frá Brúnum, sem
ritaði ferðasögu sína og er fyrir-
mynd Steinars bónda Steinssonar
í Paradísarheimt Laxness. Ári síð-
ar fara 14, 23 árið 1883, einn
1884, 28 fara 1885 og 40 árið
1886, sem er langstærsti hópurinn.
Úr því fækkar ferðum til Utah og
til aldamóta koma nálægt 100
manns í viðbót, sumir frá öðrum
Islendingabyggðum í Ameríku eða
Kanada. Alls munu um 370 íslend-
ingar hafa flutt til Utah, langflest-
ir af trúarástæðum.
íslenskt samfélag í Utah
Langflestir íslensku mormón-
anna sem fluttust vestur settust
að í Spanish Fork, þar sem heitir
East Bench. Þar stunduðu þeir öll
almenn störf, bæði við landbúnað
og námavinnu, þóttu t.d. góðir
smiðir og íslenskar konur gerðust
kennarar og kunnu margt fyrir sér
í hannyrðum. íslendingarnir héldu
hópinn nokkuð þétt, fyrsta kynslóð
leit á sig sem íslendinga en eins
og gengur með aðra og þriðju kyn-
slóð runnu þeir smátt og smátt
saman við fjöldann. Þeir héldu
tungunni lifandi sín á meðal svo
lengi sem stætt var, höfðu fyrstu
árin sérstaka kirkju þar sem pred-
Höfundur er dagskrárgerðar-
maður og hönnuður og undirbýr
heimildarmynd um landnám ís-
lendinga í Utah.
• Helstu rit um íslenska mormóna í
Utah, sem stuðst er við:
Allred, La Nora: The Iceianders of Utah
Spanish Fork, Utah 1988.
Carter, Kate B.: The First Icelandic
Settlement in America Our Pioneer
Heritage, Vol. 7. Utah 1964.
Eiríkur Ólafsson: Önnur lítil ferða saga
Khöfn 1882.
Svívirðing eyðileggingarinnar Rvk.
1891.
Finnur Sigmundsson: Vesturfarar skrifa
heim Frá íslenskum mormónum í Utah.
Rvk. 1975.
Gunnar M. Magnúss: Langspilið ómar
1001 nóttReykjavíkur. Rvk. 1958,
Halldór K. Laxness: Gjörningabók Rvk.
1969. Paradísarheimt Rvk. 1960.
Jón Gíslason: Sögur og sagnir 20
greinar. Heimilis-Tíminn. Rvk. 1978-79.
Kristján Róbertsson: Gekk ég yfir sjó
og land Saga fslenskra mormóna sem
fluttust til Vesturheims. Ak. 1987.
Magnús Jónsson: Mormónar í
Vestmannaeyjum. Selskinna. íslenskur
fróðleikur gamall og nýr, fyrsta ár.
Rvk. 1948.
Sigfús Johnsen: Saga Vestmannaeyja I
Rvk. 1989.
Smith, Joseph: The Book of Mormon
Rvk. 1989. ■
Sönderholm, Erik: Kongsfærd og
bonderejse. Copenhagen 1974.
Þorsteinn Þ. Þorst.ss: Vestmenn
Útvarpserindi um landnám íslendinga i
Vesturheimi. Rvk 1935.
Þórður Diðriksson: Aðvörunar og
sannleiksraust Khöfn 1879.
Brot úr ferðasögu hans til Utah
1855-56. ^
Auk þess: ísafold, Þjóðólfur, Gamalt og
nýtt, Blik, Morgunblaðið o.fl. blöð og
tímarit. Skjöl, skrár og heimildir úr
söfnum í Utah.