Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 9.000 hafa séð Don Juan Alls hafa tæplega 9.000 manns séð róman- tísku gamanmyndina „Don Juan“ með Johnny Depp í Laugarásbíói. Þá hafa um 6.000 manns séð „Johnny Mnemonic“, 3.000 „Major Payne“ og 51.500 Heimskan heimsk- ari. Stallone-myndin „Judge Dredd“ var frumsýnd um þessa helgi en næstu mynd- ir Laugarásbíós eru Apolló 13, sem Háskólabíó sýnir einnig, vísindatryllirinn „Species", sem einnig verð- ur í Sambíóunum, „Mortal Kombat", sem byggir á samnefndum tölvuleik, „Sudden Death“ með van Damme og „Seven“ með Brad Pitt og Morgan Free- man. SÝND á næstunni; „Species". FRÖNSK gamanmynd; Patrick Timsit og Thierry Lhermitte í Indíánanum í borginni. Indíánadrengur í París NÝ frönsk gamanmynd hefur verið mjög vin- sæl í heimalandi sínu þar sem meira en sex milljónir manna hafa séð hana. Mynd- in heitir fndíáninn í borginni eða „Un indien dans la ville“ og halaði hún inn 30 milljón- ir dollara fyrstu átta vikurn- ar í Frakklandi. Háskólabíó mun frumsýna hana síðar í mánuðinum og munu aðal- leikaramir, Thierry Lher- mitte og Ludwig Briand, vera viðstaddir frumsýning- una. Eins og nafnið bendir til segir myndin af indíána- dreng sem kemur til stór- borgarinnar Parísar og lend- ir þar í ýmsum ævintýrum. Leikarinn Lhermitte segir að markmiðið með myndinni sé m.a. að sýna fram á að metsölumynd í Frakklandi geti einnig orðið vinsæl um allan heim. í því skyni hefur hann og aðstandendur myndarinnar unnið viðamik- ið kynningarstarf og er heimsókn hans og Briands, sem leikur indíánastrákinn, liður í því. „Markmið mitt er að myndin verði eins vin- sæl og Krókódíla-Dundee,“ er haft eftir leikaranum. MNý útgáfa harmleiksins um Oþelló hefur verið sett í framleiðslu og fara Laur- ence Fishburne og Kenn- eth Branagh með aðalhlut- verkin ásamt Irene Jacob úr Þremur litum: Rauðum. Shakespeare er vinsæll þessa dagana, ekki síst vegna Branaghs, en a.m.k. tvær kvikmyndir byggðar á Rómeó og Júlíu eru á leið- inni, önnur með Ethan Hawke og Leonardo di Caprio en hinni leikstýrir Baz Luhrmann, sem gerði áströlsku dansamyndina „Strictly Ballroom". MKafbátatryllrinn Ógnir í undirdjúpum skartar Denzel Washington í öðru aðalhlutverkinu. Ein af næstu myndum hans er „Co- urage Under Fire“ undir leikstjórn Ed Zwig. Sá leik- stýrði Washington síðast í „Glory“ með þeim árangri að leikarinn hreppti Oskar- inn fyrir bestan leik í auka- hlutverki. Nýja myndin er um rannsókn á grunsamlegu dauðsfalli. Chabrol kvikmyndar Ruth Rendell ENGINN er iðnari við gerð sakamálamynda í Frakklandi en Claude Chabrol og er hann Hitc- hcock þeirra Frakka. Nýj- asta myndin hans, sem kannski má útleggja sem Óhagganlegur dómur á ís- lensku, er byggð á saka- málasögu eftir breska glæpasagnahöfundinn Ruth Rendell. Chabrol gerir sjálfur handritið, en með aðalhlut- verkin fara Sandrine Bonnaire, Isabelle Huppert og Jacqueline Bisset. Sagan í meðförum Chabrol segir af þjónustustúlkunni Sophie sem fær vinnu hjá Lelivere- íjölskyldunni. Fólkið er mjög ánægt með Sophie en eftir að hún kynnist Jeanne, sem eins og hún hefur kom- ist upp með að fremja morð án þess að taka út refsingu fyrir það, gerist hún æ hort- ugri og þegar hún reynir fjárkúgun á heimilinu er hún rekin. Kvöld eitt snýr hún þó aftur ásamt Jeanne að hefna sín. Myndin er sýnd í Frakk- landi þessa dagana. RENDELL-SAGA á frönsku; Sandrine Bonnaire í nýju Chabrol-myndinni. sm^OflKMYNDIR^ Hvad er George Lucas ctbpœla? Meirn Stjömustríð ÞEGAR Stjörnustríðsmyndirnar þijár voru sýndar í Nýja bíói í gamla daga fylgdu þeim alltaf þær fréttir að höf- undurinn, George Lucas, ætlaði að gera alls níu myndir í bálknum og næst mundi hann byija á byijuninni. Það þóttu tröllsleg tíðindi en Lucas ætlar að standa við stóru orðin og er byijaður að undirbúa tökur á þremur nýjum Stjörnu- stríðsmyndum, sem marka upphaf sögunnar. Þær myndir sem þegar hafa verið gerðar eru númer IV, V og VI, nú hyggst hann gera I, II og III og það er aldrei að vita nema VII, VIII og IX fylgi í kjölfarið í byijun næstu aldar. „Ég er ekki farinn að hugsa út í það ennþá,“ er haft eftir Lucas. „Fyrst verð ég að fara í gegnum I, II og III.“ NÆST kemur upphafið; úr Stjörnustríði. Fyrsta myndin í nýju trí- lógíunni kemur vænt- anlega í bíó árið 1998 og vel má vera að Lucas sjálfur leikstýri henni. Það yrði þá í fyrsta sinn sem hann stýrði mynd síðan hann gerði fyrstu Stjörnu- stríðsmyndina árið 1977. Nýja trílógían segir af föður Luke Skywalkers, Anakin, og Ben Kenobi og hvernig það kom til að Obi-Wan Kenobi beið úti í eyðimörk- inni eftir því að eitthvað gerðist. Hún er líka um hvemig Svarthöfði eða Darth Vader varð sá skað- brenndi skíthæll sem hann er og hvemig keisarinn illi náði völdum í hinu ijarlæga stjörnukerfi. í allt verður trílógían 12 klukkustunda löng. Astæðan fyrir því að Luc- as fer af stað núna er þróun tölvutækninnar sem hann sjálfur hefur átt stóran þátt í að skapa og kom fram m.a. í Júragarðinum. „Með henni sigruðumst við á flest- um vandamálunum og ég vissi að ég gæti gert Stjörnu- stríðsmyndirnar í náinni framtíð.“ Tæknin mun gera Lucas auðveldara, að hans eigin sögn, að búa til fjöl- breytilegri geimverur, vél- menni og geimför og vinna með þau á einfaldari og skemmtilegri hátt. Lucas segist alltaf hafa ætlað sér að halda áfram með Stjörnustríð en eftir að hann lauk fyrstu þremur myndunum hafi hann ákveð- ið að taka sér frí frá sög- unni. „Ég hafði unnið við Stjörnustríð í níu ár og mig langaði til að fást við eitt- hvað annað um tíma. Auk þess hafði tæknin ekki þró- ast nægilega til að ég gæti haldið sögunni áfram á þann hátt sem ég vildi hafa hana. Nú get ég gert nákvæmlega þá mynd sem mig langar til að gera.“ Það er ekki frágengið en Lucas segir það líklegt að hann leikstýri sjálfur fyrstu myndinni. Hann situr og skrifar handritsdrög að öll- um þremur myndunum en segist fá aðra höfunda til að vinna með þau og gera önnur og þriðju drög. „Von- andi munum við hefja smíðar á leikmyndum á næsta ári og taka upp eitthvað af spennuatriðum og árið 1997 munum við taka lungann af myndinni." Lucas kostar sjálfur gerð myndanna að fullu. 20th Century Fox dreifði Stjörnustríðsmynd- unum forðum en óvíst er hvaða kvikmyndaver dreifir nýju myndunum. Það gæti þess vegna orðið Dream Works, nýja kvikmyndafyr- irtæki Steven Spielbergs, einkavinar Lucas til margra ára. í BÍÓ ORSÝNINGAR eru nýjasta æðið í kvikmyndahúsunum. Það er varla frumsýnd orðið bíómynd sem ekki hefur verið for- sýnd allt upp í sex sinnum áður eða oftar með viðeigandi húll- umhæi. Forsýningar eru notaðar til að auglýsa upp myndir og virka sjálfsagt mjög vel sem auglýsingatæki. Ef mynd er vænleg til að spyijast vel út kemur forsýning að góðu gagni, það myndast spenna í kringum hana og takmarkað sæta- framboð eykur á þá spennu. Spurningin vaknar þegar forsýn- ingar eru eins margar og raun ber vitni og á hvaða mynd sem er, að því er virðist hvort einhver munur sé í raun á forsýningum og frumsýningum. Er ekki bara verið að færa aðsóknina til um nokkra daga eða bjarga annars daufri helgi fýrir horn með kynningu á næstu mynd? Á hinn bóginn flýtir forsýning fyrir sýningu á nýjustu myndunum um nokkr- ar vikur og það er allt- af gott mál. eftir Arnold Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.