Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Stillupp- steypuvínyll STILLUPPSTEYPA minni enn á sig, að þessu sinni með sannkallaðri breiðskífu, 12 laga vínylplötu, sem kom út ytra fyrir skemmstu; fyrsta breiðskífa sveitarinn- ar. Stilluppsteypa hefur verið iðin við að senda frá sér lög á safnplötur og sjötommur í út- löndum, en sendir nú frá sér fyrstu breiðskífuna sem Very Good Records í Þýska- landi gefur út. Að sögn Heimis Björgúlfssonar Still- uppsteypumanns heyrði eigandi útgáfunn- ar lag með sveitinni á snældu sem gefin var út í Skotlandi og vildi gefa út á eigin snældu. „Við vildum frekar leyfa honum að gefa út nýtt efni og þá nokkur lög.“ Það er eitthvað af gömlu dóti á þessu, en þá endur- gert og endurhljóðblandað, en megnið af plötunni er samið á þessu ári.“ Heimir segir að þeir félagar hafi verið latir við að spila, en það standi til að fara að spila eitthvað enda nóg af útgáfum til að kynna; tvær sjötommur komi út á næst- unni til viðbótar við breið- skífuna, önnur á næstu dög- um. „Við erum frekar gefnir fyrir hljóðversvinnu en að standa í tónleikahaldi," seg- ir hann, en sveitarmenn eiga hlut í upptök- tækjum og hafa því getað tekið upp sem þeir vilja. Til viðbótar við útgáfuna er sveitin ný- komin frá Póllandi. „Þessi plata var gefin út á kassettu þar í landi og í kjöl- farið vorum við beðnir um að utan og halda tónleika og við slógum til. Það er miklu betri hljómgrunnur fyrir það sem við erum að gera á meginlandi Evrópu en hér á landi, því það búa þar svo miklu fleiri. Allt okkar efni er gefið út úti og selst vel þar og við förum kannski fleiri ferðir út til að spila.“ Danstónlist Lucky People Center. Sænsk danstónlist EIN helsta danssveit Svía er væntanleg hingað til lands til tónleikahalds, en þeir sem fylgst hafa með útsending- um MTV þekkja hana eflaust af mögnuðum myndbönd- um. Hljómsveitin heitir Lucky People Center og á rætur langt aftur í tímann. ■ ROKKS VEITIN geð- þekka Blome sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu fyrir skemmstu, The Third Twin, og undirbýr nú um- fangsmikið tónleikahald til að fylgja plötunni eftir. Út- gáfutónleikar sveitarinnar verða í Tveimur vinum næst- komandi fimmtudag. MNÝ HLJÓMSVEIT lætur á sér kræla á næstunni og óvenjuleg. Sú heitir Gus gus og varð til í kringum stutt- myndina Nautn nr. 1, Hljóm- sveitina skipa Daníel Ágúst Haraldsson, Emiliana Torrini, Heiðrún Anna Björnsdóttir, Magnús Silf- urtónn Jónsson og liðsmenn T-World. í framhaldi af vinnu við áðurnefnda stutt- mynd hljóðritaði þessi flokk- ur breiðskífu sem gefin verð- ur út á næstu vikum. MEINS og greint var frá á síðunni fyrir viku stóð til að þýska pönkdanssveitin Atari Teenage Riot héldi tónleika hér á landi, en þegar á reyndi átti sveitin ekki heimangengt vegna tónleikaferðar. Að sögn skipuleggenda tónleik- anna samdist svo við sveitina að hún kæmi hingað í byrjun október, h'kleg fyrstu helg- ina, og héldi þá fleiri en eina tónleika, jafnvel nokkuð um- fangsmikla. Lucky People Center varð til í tengslum við dansstað sem hún stofnaði 1984. 1991 var sveitin end- urreist og sendi frá sér fyrstu smáskífuna. LPC hefur jafnan lagt mikla áherslu á myndræna hlið tónlistarinnar og oftsinnis verðlaunuð fyrir snjöll myndbönd. Nægir að nefna myndbandið við lagið Rodney King, sem hlaut margvíslegan sóma. Einnig hefur sveitin gert stutt- mynd, Information is Free, sem vakið hefur athygli í sjónvarpi víða 1994. í kringum vinnuna við þá mynd varð LPC til sem tónleikasveit, en fram að því höfðu liðsmenn látið sér nægja að starfa í mynd- og hljóðverum. Fyrsta breiðskífan k.om og út sama ár. Eins og áður segir leikur hljómsveitin danstónlist, all harða og drífandi, en hefur einnig með sér galdramann sem dansar, syngur og gól- ar eftir þvi sem við á. Sveit- in heldur þrenna tónleika í tunglinu 20., 22. og 23. T rommunámskeið HINN góðkunni trommuleik- ari, Gunnlaugur Briem, hyggst efna til sex vikna námskeiða í trommuleik í vetur. Fyrsta námskeiðið hefst 10. október. Eg hef velt því fyrir mér lengi að miðla af þeirri þekkingu sem ég hef aflað mér undanfarin 20 ár m.a. í Bandaríkjunum, ekki síst vegna þess að margir hafa leitað til mín og beðið um kennslu. Eg mun nota nýjar kennsluaðferðir sem ekki hafa tíðkast í tónlistarskólum og nemendur mínir munu fá leiðsögn í lestri, tækni, sam- hæfingu, stillingum og fleira. Þá stefni ég að því að bjóða upp á framhaldsnámskeið," sagði Gunnlaugur. Hann segist hafa orðið áþreifanlega var við mikinn áhuga á trommuleik meðal íslendinga. Þannig hafi kennslumyndband sem hann gaf út fyrir tveimur árum nú selst í yfir 200 eintökum. Hann hefur raunar hug á því að framléiða slíkt myndband fyrir erlendan markað og seg- ir undirbúning þegar hafinn. DÆGURTÓNUST Af hverju eru allir á móti Lenny Kravitz? íhringleikahúsimt FÁIR tónlistarmenn hafa orðið fyrir öðrum eins aðsúg samheija sinna og Lenny Kravitz. Kollegar hans hafa valið honum öll hin verstu orð fyrir tón- og hugmynda- stuld og gagnrýnendur hafa látið etja sér á foraðið og hamast að Lenny, þó þeir hafi lagt þá iðju af eftir að hann sló í gegn. Þrátt fyrir það er Lenny Kravitz að gera sama og flestir sem fást við rokk og popp; að sækja í sameiginlegan sjóð frasa og hugmynda sem rekja má langt aftur í rokksöguna. Þrátt fyrir holtaþokuvæl óvildarmanna hefur Lenny. Kravitz gengið flest í haginn í tónlistarstússi sínu. Framan af var hann wmmmmmmmmmm reyndar þekktast- ur fyrir að vera gift- ur Lisu Bonet, en nú er hún mikið til eftir Arne gleymd Matthíasson meðan hann er stjarna. Fyrsta breiðskífan, Let Love Rule, gekk bærilega, önnur, Mama Said, sló rækilega í gegn og sú þriðja, Are You Gonna Go My Way náði margfaldri platínusölu. Á miðvikudag kemur svo út fjórða breið- skífan, Circus. Lenny Kravtiz er í þeirri óþægilegu aðstöðu að hafa upphaflega helst vakið at- hygli fyrir klæðaburð og hátterni ‘og því eru margir á því að hann eigi eftir að eiga erfitt uppdráttar þeg- ar ný tíska er tekin við. Segja má að þessi spurning komi upp í öllum viðtölum hans vegna Circus, en Kravitz verst þeim fimlega og segir að vissulega hafi fólk tek- ið eftir speglamuss unni og útvíðum gallabuxun- um til að byija með, en síðan hafi það tekið eftir tónlistinni og hrif- ist, þannig að hann hafi ekkert að óttast. Líkt og Kravitz þótti sækja fataval sitt aftur til áttunda áratugarins gerðu margir því skóna að hann leiti á svipaðar slóðir að tón- listarinnblæstri, en hann tekur því með æðruleysi, segir að síðasta plata hans hafi verið sundurlaust safn af rokki,' fönki, sálar- og trúartónlist, en Circus sé öllu heilsteyptara verk og um Ieið hrárra. Hann dregur ekki dul á hversu hugleikin rokktónlist áttunda ára- tugarins honum og þá sér- staklega tónlist Jimi Hendrix, enda hefur hann á stalli í glerbúri á heimiti sínu fjólubláar buxur sem Jimi Hendr- ix notaði á sviði 1969. Eins og áður segir að platan nýja öllu hrárri en fyrri verk Kravtiz, en hann leikur sjálfur á flest- öll hljóðfæri á, eins og til að sanna að hann hafi allt þetta á valdi sínu. Nafn plötunnar segir hann til komið vegna þess að líf hans hafi verið eins og líf í hringleikahúsi frá því hann sendi frá sér fyrstu plötuna og verði æ um- fangsmeira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.