Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LITIL HUS standa svo þétt í þröngum götum að vindur dettur niður þótt hvasst sé. Þegar menn eru staddir í þessum lokuðu húsahverfum myndast sérstök stemmning og þeir hverfa öld aftur í tímann. Menn ganga inn í 19. öldina þegar þeir -------------------------------^------- ganga inn í gamla bæjarhverfið á Isafirði. Kristín Marja Baldursdóttir var þar á göngu, talaði við íbúa í einni götunni, og fékk álit arkitekts og sagnfræðings á gildi --------------------------——----------- húsanna fyrir sögu ogmenningu Islands. P AÐ er fleira fyrir vestan en hrikaleg náttúran sem hefur aðdráttarafl. Eina heillega bæjar- hverfið sem hefur varðveist frá síð- ustu öld á íslandi er á ísafirði. Það er á eyrinni og afmarkast af Silfur- götu, Tangagötu, Smiðjugötu, Þver- götu og Brunngötu. Lítil hús standa þétt í þröngum götum, sum falleg og nýuppgerð, önnur fremur illa farin. Ef þau væru í útlöndum væri fyr- ir löngu búið að gera hvert einasta þeirra upp. Á Isafirði eru menn hins vegar ekki vissir um hvort húsin eigi að fara eða vera. Elísabet Gunnarsdóttir, arkitekt á ísafirði, segir að þau séu byggingararfur okkar og Jón Þ. Þór sagnfræðingur segir að þau séu talandi heimild um lífskjör Islendinga á síðustu öld. Hvað sem öllu líður, kunna íbúar vel við sig í hverfinu. Ísafjarðarkaupstaður minnir stundum á stórborg í fjarlægð, því fremst á eyrinni og meðfram henni allri hefur stærstu húsunum verið komið fyrir, frystihúsum, vöruhús- um og íbúðablokkum. Aðkoman veldur því nokkrum vonbrigðum hjá þeim sem muna eftir litlum húsum við sjóinn. En litlu húsin eru þó á sínum stað og það sem meira er, göturnar sem þau standa við hafa lítið sem ekkert breyst. Lítil timburhús standa þétt í þröngum götum og í bakgörðum þeirra leika börn sér í logninu innan um birkitré og snúru- staura. Þótt gömul hús megi víða finna á íslandi er hvergi á landinu hægt að ganga um götur sem þess- ar þar sem menn hverfa öld aftur í tímann. Fyrsta húsið í þessum kjarna var byggt við Tangagötu í kringum 1830 og um aldamótin var hverfið fullbyggt. Við Tangagötu og Smiðjugötu standa flestöll húsin ennþá, sum fallega uppgerð, önnur illa farin, en við hinar göturnar hafa þau mörg horfið eitt af öðru. Elísabet Gunnarsdóttir, arkitekt á ísafirði, segir að því miður hafi húsunum verið lítil virðing^ sýnd. „Allt fram á síðustu ár hafa Islend- ingar talið sér trú um að þeir ættu engan byggingararf. En auðvitað eigum við hann þótt við höfum feng- ið hugmyndir héðan og þaðan eins og aðrar þjóðir og aðlagað þær síð- an okkar hugmyndum. Það hefur verið sagt að byggingararfur okkar sé danskur, en meira að segja elstu húsin í Neðstakaupstað sem eru frá 18. öld, eru innflutt tilsniðin, en aðlöguð íslenskum aðstæðum, þannig að þau eru líka íslensk. Mörg þessara húsa eru „minia- ture“, dúkkuhús eða smækkuð mynd af húsum. Svona lítil hús með pínulitlurh gluggum má oft sjá í útlöndum og nú reyna menn oft að skapa svipaðan stíl og andrúms- loft í nýjum húsum. Þetta gamla hverfi á eyrinni er lokað inn á við og þegar menn koma inn í þröngar götumar fínna þeir hvernig vindur dettur niður þótt það sé annars dálítið hvasst, og allt verður kyrrt. Það er mjög óvenjulegt á íslandi. Þegar menn eru staddir í þessum litlu lokuðu húsahverfum myndast sérstök stemmning.“ Gæóatimbur Ef þetta litla húsahverfí á ísafírði væri komið til Mið-Evrópu væri fyrir löngu búið að friða það með öllu og gera upp, og ferðamenn kæmu hvaðanæva að til að skoða það og mynda. í hverfinu Schnoor í þýsku borginni Bremen, er til dæmis gamalt húsahverfi frá tím- um Hansakaupmanna á 15. öld, og þar eru hús og götur enn minni en þau sem eru á ísafirði. Þessi hús eru helsta skrautfjöður Bremen- borgar og ein merkasta söguheim- í HÚSIMargrétar Geirsdóttur í Tangagötu 17, bjuggu áður fjórar fjölskyldur. „Hér í gömlu götunum búa bæði ungir og aldnir og það kunnum við vel að meta.“ S TOL Tísfirðinga er húsin í Neðstakaupstað. Þau voru gerð upp á sínum tíma og líklega sjáfáir eftir því núna. ild Þýskalands. í sumum þessara húsa er enn búið, og borga menn himinhátt leiguverð fyrir, en í allf- lestum eru þó agnarlitlar sérversl- anir og örfá kaffíhús og veitinga- hús. Þetta hverfí er perla sem borg- arbúar gæta og umgangast með mikilli virðingu. En hvað skyldu Isfirðingar ætla að gera við sína perlu? Elísabet segir að þeir séu nokkr- ir sem vilji rífa öll húsin og jafnvel að byggja þarna blokkir og helst nógu háar, þvi það vanti lóðir sem séu ekki á snjóflóðasvæði. „En ég tel að það megi byggja blokkirnar annars staðar. Fyrst og fremst ætti að gera deiliskipulag af svæðinu þar sem gömlu húsin standa, lagfæra göt- urnar og helluleggja, hafa girðingar í samræmi og leyfa ekki viðbygg- ingar. I því sambandi þarf að setja stranga skilmála og einnig að stýra allri viðhaldsvinnu. Þótt segja megi að mörg húsanna séu byggð af vanefnum voru þau þó byggð á þeim tíma þegar timbur var gæða- timbur. Allt timbur sem var notað á síðustu öld var gæðatimbur. Þeg- ar talað er um að hús hafi verið byggð af vanefnum er helst átt við að þau hafi ekki verið skreytt og að yistaverur hafi verið litlar. Ég gæti trúað að minnstu húsin gætu hentað vel sem gistirými eða orlofshús fyrir ferðafólk í framtíð- inni, eða jafnvel sumarhús fyrir brottflutta Vestfirðinga. Þetta er aðeins spurning um viðurkenningu og viljayfirlýsingu hins opinbera." Talandi heimildir Bæjarstjórinn á ísafírði, Kristján Þór Júlíusson, segir að sum hús- anna verði líklega rifin því þau séu illa farin, en hin verðmætari fái að vera. „I mínum huga eru mörg gild rök fyrir því að varðveita húsin, en það er tvennt sem vinnur gegn því • • ITANGAGOTU Úr Sögu ísaff jaróar efftir Jón Þ. Þór sagnffræóing „Mörg húsanna, sem reist voru á síðari hluta 19. aldar, standa enn á eyrinni. Eitt þeirra er Tangagata 23, sem reist var 1888. Húsið er timburhús, „ein- lyft og portbyggt", 5,8 x 7,7 metrar að grunnfleti (u.þ.b. 52 ferm). Vegghæð aðalhæðar er 3 metrar, en 2,3 á rishæð. Á 1. hæð hússins voru 3 herbergi og eldhús, en á milli hæða var þröngur, brattur stigi. Á efri hæð voru einnig 3 herbergi og lítið framloft. Þar var um tíma sér- stök íbúð, og var þá eldhúsið á norðurloftinu og inn af því lítið herbergi, en suðurloftið einn op- inn geimur. Var sá háttur hafður á víða, og var það gert til þess, að betur nyti sólarljóss. Suður- loftið var þá aðalíveruherbergi á efri hæð, bæði stofa og svefn- staður, og oft var loftið leigt út eitt sér. Undir öllu húsinu var geymslukjallari, rétt manngeng- ur. Húsið Tangagata 23 hefur verið valið nánast af handahófi úr hópi þeirra húsa, sem enn standa frá þessum tíma. Það er góður fulltrúi þeirra, og saga þess er að mörgu leyti dæmigerð fyrir sögu flestra þessara húsa. I upphafi var það byggt sem ein- eða tvíbýlishús, en húsnæðisekla i bænum og lítil peningaráð flestra bæjarbúa neyddu flesta húseigendur, líka þá betur stæðu, til að leigja út frá sér. í Tangagötu 23 bjuggu á stundum 10-20 manns en þegar fasteigna- mat bæjarins var þar á ferð föstudaginn 18. maí 1917, bjuggu þijár konur í húsinu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.