Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 B 17 og það er fjárskortur fyrirtækja, félaga og stofnana, og skortur á landrými. Ákvörðun um framtíð húsanna verður tekin um leið og deiliskipulag verður gert af eyr- inni.“ En hvaða gildi hafa þessi gömlu hús í rauninni og því ættu Isfirð- ingar að vera að eyða í þau fé og tíma? „Húsin eru talandi heimildir um það hvernig fólk bjó hér á síðustu öld,“ segir Jón Þ. Þór sagnfræðing- ur, sem skráði sögu ísafjarðar. „Þau eru ekki eingöngu heimildir um arkitektúr þess tíma heldur og einn- ig um lífskjör fólks. Það yrði skelfi- legt ef þau yrðu látin fara. Þegar menn ganga niður Silfur- götuna og inn í þetta gamla húsa- hverfi, ganga þeir inn í 19. öldina. Þetta er eina heillega bæjarhverfið frá 19. öld sem hefur varðveist á íslandi. Þessi hús eru lítil, oft um 100 fermetrar í það heila á tveimur hæðum, og það var ekki óalgengt að þar byggju sex til átta manns og jafnvel fleiri. Húsin voru flest reist af iðnaðarmönnum, skútuskip- stjórum og borgurum, og þarna bjó yfirleitt miðstéttarfólk. Mér finnst að það eigi skilyrðis- laust að varðveita húsin. Það verður að gera þau upp, eða gera við þau, sem næst upprunalegu formi. Það má alls ekki breyta þeim eða skreyta svo að útlit þeirra minni á einhvern Hollívúddstíl, heldur leyfa þeim að halda sér eins og húsin í Neðstakaupstað hafa fengið að gera. Ef húsin verða gerð upp og búin nútímaþægindum að innan, verður enginn hörgull á fólki sem vill búa þar.“ i braki og brestum En hvernig skyldi það vera að búa í þessu litla húsahverfí? Hús þeirra Margrétar Geirsdótt- ur kennara og Marsellíusar Svein- björnssonar verkstjóra á Tangagötu 17, getur varla talist lítið. Húsið er á tveimur hæðum með kjallara, samtals um 200 fermetrar. „Húsið var byggt um aldamótin og þegar mest var bjuggu hér um 20 manns, eða fjórar fjölskyldur," segir Mar- grét. „Ein fjölskyldan bjó í kjallar- anum, tvær á neðri hæð og ein á efri hæð. Þegar Margrét og Marsellíus voru yngri og barnlaus horfðu þau oft á húsið, en keyptu það þó ekki þegar það var til sölu. Þau keyptu síðan raðhús sem þau bjuggu í um tíma, en þegar húsið var aftur til sölu, keyptu þau það og hafa nú búið í því í tvö ár ásamt börnum sínum þremur. Fyrri eigendur höfðu gert húsið upp og reynt að hafa það sem mest í upprunalegri mynd, til dæmis fengu allar hurðir að halda sér og er ekki að sjá á þeim nein ellimörk. Þótt innréttingar séu í gamla stíln- um er húsið þó eins og nýtt að inn- an og með öllum nútímaþægindum. Margrét segir að það sé mikill munur á því að búa í nýju raðhúsi úr steini eða gömlu timburhúsi. „Eg er alin upp í braki og brestum og því þótti mér lítið í það varið að búa í húsi þar sem ekkert hljóð heyrðist þótt hávaðarok og rigning væri úti. Mér finnst notalegt og það á vel við mig að búa i gömlu timbur- húsi. Húsin standa svo þétt að þau skýla hvert öðru fyrir veðri og vind- um, og mannlífið hér í gömlu göt- unum er dálítið frábrugðið því sem gerist í nýjum hverfum. Hér búa bæði aldnir og ungir, en ekki ungt fólk eingöngu, og það kunnum við, og sérstaklega börnin, vel að meta.“ Húsin í Neðstakaupstað voru gerð upp og eru nú stolt ísfirðinga. 1 einu húsanna er safn og nú í sum- ar var í öðru opnuð veitingastofa þar sem Vestfirðingar og aðrir gest- ir geta átt góðar stundir. Á fimmtu- dagskvöldum er þar sérstök dag- skrá. Það er því ýmislegt hægt að gera við gömul hús. Ef sum húsanna við ofangreindar götur hverfa verður þessi elsta byggingarheild á íslandi rofm. Það væri fremur dapurlegt því íslend- ingar eiga ekki mörg gömul hús sem þeir geta státað sig af og alls ekki heil bæjarhverfi. Frábærir HANK00K sumarhjólbarðar á einstöku verði! 155R12 —s^eey 2.315 stgr. 175R14 ■«60- 2.970 stgr. 155R13 2.320 stgr. 185R14 ■5^90- 3.290 stgr. 165R13 335Ö- 2.370 stgr. 185/70R14 -5900^ 3.365 stgr. 175/70R13 “4:590- 2.750 stgr. 195/60R14 0990- 4.130 stgr. 185/70R13 «80- 2.985 stgr. 185/65R14 «60- 3.935 stgr. Jeppadekk. ■ s° 10 C4 30-9,50R15 dt!95& 7.912 stgr. 31-10,50 R15 rraso- 8.960 stgr. Vörubíladekk, 25% afsl. 12R2215/16PR 35 950 26.960 stgr. 13R2215/18PR 39.400 29.600 stgr. 11R2215/16PR 32 500 24.375 stgr. 315/80R2215/18PR42 200 31.650 stgr. Takmarkað magn HF NV SKUTUVOGI 2 ■i SÍMI 568 3080 KYNNINGAR-gJ fjölskyldudagar (J Jssstsés/fSssy s&c. SiJ.syrs - Ný viðhorf - endurvinnsla og umhverfisvernd. Fjölbreytt og skemmtileg sýning sem kemur á óvartl PAPPÍRSGERЫFÖNDUR«RUSLASKRÍMSLIÐ og margt, margt fleira Fjölmörg fyrirtœki kynna þjónustu sína: Hfeinsunardeild Reykjavíkurborgar Gámaþjónustan hf. Sandafi ehf. Gámakó hf. Þorbjörn Tómasson hf. Sorptœkni Endurvinnslan hf. Sagaplasf Fura hf. Hampiöjan hf. Hringrás hf. Plastmótun sf. Lœk Silfurtún hf. Úrvinnslan Akureyri hf. íslenska Járnblendifélagið Sandur hf. Árbót hf. Jens Guömundsson Eimskip hf. Samskip hf. Kristinn Ólafsson Danberg heildverslun A. Karlsson hí. Flutningatœkni hf. löntœknistofnun Afurðasalan Borgamesi hf. RRKÍ Clean Trend á íslandi hf. ímus hf. .iiiii. ORPA ft ireinni fra 'ORPA fv einni fh jORPA fyr .• hr-sinni fram. jSORP ’ atíöV iRPA Tir hreip fvrir einni f nt(0Sr •RPA V einni frt jORFA fyr, hre: frann xPA fy> ilOSr fyrir . einni (lr yrir' -imtmSORP/ ,amt' ir hreinr iir nriu amtíOSORi fyrir hreínni mtíÐSORP tr hreii mtiöSORl fyrir hrcinni , framtíOSORPA \ ■ XPA fyrir hreinni frai rinni fr jmtiöSOR! \ fyri. yrir hreini imtíOSOR) yrir hreim imtíOSOR fyrir hreinn. fratnt' ORPA amtíOSu fyrir hrein VaintfOSOR fyrir hreir ":framtmSORr A fyrir hrein tni framliOSORh iRPA fyrir hreinni h jrrinni/ timtíOSO ’PA fy yrir hreii / fram. imtíOSORf •r hre> ,rau,. 'A fyrir h ní framtíO \ fyrir 1 .ni framtíð. jRP \ fyrir hre. inni fn. 'PA fyn nmtiÖSO yrir hreii .nmtíOSOi . fvrir 'ireúu. á frar SORP. .íPA f rinni t ánni ' ’RPA ; framtíe *ORP fyrir hreir fyrir hre* frami öSOi 'mtíOS' i fyrir reinm Njr fram ORPA A fyrii ,mi '"íimtt JRP/ ~ir ht nrein 'tíöSt. ni fra JOSOF hrein nA fyrir hr SOR, .ain’- A f’.’.'t fMtífcP v fyv v Allir velkomnir í móttökustööina í Gufunesi - betra aö vera hiýlega klœddur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.