Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM UMMS- SJÚKDÓMESfN Inngangur MS tilheyrir þeim sjúkdómum miðtauga- kerfisins, sem lýsa sér með skemmdum á mý- elinslíðrun tauga í mið- taugakerfinu. Mýelin eða mýli eins og það kallast á íslensku er himna gerð úr eggja- hvítuefnum sem um- lykur taugafrumur. Hlutverk þess er að flýta leiðni taugaboð- anna þegar þau berast með tauginni. Orsakir fyrir mýelinskemmdum í taugafrumum geta verið margar t.d. ýmis efni, eitranir, ósérhæfðir bólgusjúkdómar eða sýkingar. Sá sjúkdómur sem er algengastur af þessum sjúkdómum kallast multiple sclerosis eða sclerosis dis- seminata á læknaenskulatínu-máli. Hann hefur á íslensku hlotið hið ankannalega heiti heila- og mænu- sigg. Það orð er sjaldan notað og finnst höfundi það ljótt, stirt og illa lýsandi fyrir sjúkdóminn. Hér- lendis hefur orðið lenska að kenna sjúkdóminn við upphafstafi sína MS og fer vel á því. Heitið er stutt og allir vita hvað sjúkdóm er átt við þegar um er rætt. Multiple scle- rosis eða MS er langvinnur sjúk- 80% MS-sjúklinga lifa venjulegu lífi, segir Finnbogi Jakobsson virkri bólgufrumuí- ferð og örmyndun á eftir. Við vefjarannsókn sést mýelintap sem er bundið við afmörkuð svæði í miðtaugakerf- inu. Mikill breytileiki er í stærð þeirra allt frá því að vera ekki sýnilegar með berum augum upp í fleiri sentimetra í þvermál. Þessir bólgu eða ör- blettir hafa tilhneig- ingu til að myndast í kringum- hliðarhólf heilans, hálshluta Finnbogi Jakobsson, sem hér segir skoðun sína á þessum mið- taugakerfissjúkdómi. dómur af óþekktri orsök sem á mjög sérhæfðan hátt skemmir myelinslíðrið í miðtaugakerfínu. Tíðni sjúkdómsins Margvíslegar faraldursfræði- rannsóknir á MS hafa verið gerðar á síðustu árum. Þær rannsóknir hafa þó einungis varpað fram spumingum um hugsanlegar or- sakir, en ekki leyst gátuna hver sé orsök MS. Flestir fá fyrstu ein- kenni milli tvítugs og þrítugs. Á íslandi er áætlað að um 300 manns séu með sjúkdóminn í einni og annarri mynd. Þennan sjúkdóm er að finna í öllum heimsálfum, en tíðni er mjög misjöfn eftir löndum. Á Norðurlöndum, Norður-Evrópu og Norður- Ameríku er tíðni sjúk- dómsins á bilinu 50-130 einstakl- ingar á hveija hundrað þúsund íbúa. Sjúkdómurinn er algengari hjá hvíta kynstofninum og sérstak- lega þeim sem hafa norrænan bak- grunn. í suðrænum löndum er sjúk- dómurinn mun óalgengari. Meingerð Meingerð sjúkdómsins eru skell- ur vel afmarkaðar í miðtaugakerf- inu sem kallast á enskulatínumáli lækna „plaques" Höfundur kann ekkert gott íslenskt orð sem lýsir þessu fyrirbæri, en hið svokallaða MS-plaque samanstendur bæði af af báðum eineggja tvíburum fá sjúkdóminn en einungis 2,5% af tvíeggja tvíburum. Þetta bendir eindregið til erfðafræðilegs þáttar í sjúkdómnum, en hvernig honum er háttað er allt óvitað um. Þess má geta að íslenskur taugalæknir, Kári Stefánsson, hefur komið fram með nýstárlega tilgátu á þessu sviði. í samvinnu við John Benedikz taugalækni á íslandi og MS-félagið hefur þetta leitt til mjög umfangs- mikilla erfðarannsókna með þátt- töku íslenskra MS-sjúklinga. Þessi rannsókn verður að teljast einstök á alheimsmælikvarða. Niðurstöður hennar liggja ekki fyrir en hún verður áreiðanlega mjög mikilvæg grunnrannsókn á MS-sjúkdómnum hvort heldur tekst að leysa stóru gátuna eða ekki. Helstu einkenni Einkennin sem sjúklingurinn upplifir velta á staðsetningu bólgu- blettanna í miðtaugakerfínu og útbreiðslu þeirra. Staðsetningin hefur meiri þýðingu fyrir alvarleika einkennanna en stærð þeirra. Þannig getur t.d. lítill örblettur í sjóntaug gefið mikil einkenni en risastórir örblettir, t.d. við hliðar- hólf heilans, haft lítil sem engin áhrif. Einkennin koma og fara í hviðum eða köstum. Ekki kann höfundur gott íslenskt orð yfir þetta fyrirbæri. í daglegu tali eru þessi köst nefnd ensku- slettunni skóf eða skúb. Kastið getur byijað mjög hratt og náð hámarki á nokkr- um mínútum, en venjulega verður stigmögnun einkenna á nokkrum tímum eða dögum með hámarki eftir 1-5 sólarhringa. Einkennin byija síðan að hjaðna eftir 3-4 vik- ur og ganga til baka að miklu eða öllu leyti á 2-3 mánuðum. Meginreglan í byijun sjúkdóms- ins er að mjög góður bati verður á flestum einkennum. Við endur- tekin einkenni geta orðið eftir- stöðvar vegna örmyndunar í mið- taugakerfinu og þannig orðið á löngum tíma hæg aukning ein- kenna frá taugakerfinu. Komi köstin títt er líkt og þau renni saman og sjúklingnum hnignar jafnt og þétt. Byijun nýrra einkenna hefur oft verið tengd við ytri aðstæður svo sem sýkingar, en þetta hefur verið erfitt að sannreyna. Þungun ber ekki með sér aukna hættu. MS-sjúkdómurinn er í hugum mænunnar, í litla heilanum, jafn- framt sem sjóntaugin er algengur staður. Það hefur verið mikil ráð- gáta hvað veldur þessum bólgu- frumubreytingum. Vegna þessa hefur grunur leikið á að MS væri langvinnur ónæmissjúkdómur eða langvinn veirusýking. Þess ber hins vegar að geta að allt er ósannað í þeim efnum. Bólgufrumur sjást við aðrar tegundir af áverkum sem geta komið fyrir í miðtaugakerfínu m.a. við blóðtappa eða bráðar sýk- ingar. Viðbrögð við bólgunni verður aukning á stoðfrumum miðtauga- kerfísins og myndast þannig eins- konar ör. Hið skemmda mýelinslíð- ur utan um taugamar getur endur- myndast að vemlegu leyti. Einkennin sem sjúklingurinn upplifír, sem við læknar köllum í daglegu tali klínisk einkenni, stafa af því að leiðni taugaboðanna eftir taugafrumunum þar sem myelin- slíðrið hefur skemmst er trufluð. Tmflun á myelíninu veldur því að leiðslugeta tauganna versnar og þar með minnkar hæfíleiki fm- manna til að flytja taugaboð. Minniháttar örblettir þurfa þannig ekki að valda einkennum sem sjúkl- ingur tekur eftir. Einkennin ganga oft fljótt og vel til baka. Hvemig þetta gerist er ekki vel skýrt taugalífeðlisfræði- lega. Myelinslíðrið myndast aftur og sjást merki þess við rannsóknir á MS-örskellum, en það eitt sér getur ekki útskýrt þann hraða bata sem oft verður. Bati MS-sjúklinga er því, líkt og annað tengt MS-sjúk- dómnum, líttskilinn. Orsakir Um orsök sjúkdómsins er enn óvitað. Tískuhugmyndin um sjúk- dóminn síðastliðin 20 ár er að hann sé skyldur sjálfsónæmissjúkdómum líkt og margir gigtarsjúkdómar. Engin sannfærandi rök hafa fund- ist fyrir að um sjálfsónæmisjúkdóm sé að ræða þrátt fyrir umfangs- miklar rannsóknir. Margt er líkt með MS-sjúkdómnum og öðmm langvinnum taugasjúkdómum af völdum veimsýkinga. Sjúkdóms- myndin líkist t.d íslenska fjársjúk- dómnum riðu sem talinn er orsak- ast af langvinnri veimsýkingu í miðtaugakerfínu. Ekki hefur tekist að sýna fram á veimsjúkdóm sem orsök MS ennþá. Erfðafræðilegum tengslum sjúk- dómsins er vel lýst með erfðafræði- rannsóknum. 15% af MS-sjúkling- um eiga ættingja með sjúkdóminn. Áhættan hjá systkinum er einnig hækkuð allt að 10-falt miðað við samanburðarhópa. Um það bil 30% Frá / Háskóla Islands Við Rannsóknaþjónustu Háskólans eru þrjú störf laus til umsóknar. Um er að ræða verkefnabundnar ráðningar frá 1. október eða þeim tíma sem um semst eftir það. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Verkefnastjóri á Landsskrif stof u. Starfið felst í umsjón með mannaskiptum sem styrkt eru af Leonardó-áætlun ESB. Annars vegar er um að ræða umsjón með úthlutun styrkja sem Landsskrifstofa Leonardó úthlutar til stofnana, skóla og einstaklinga. Þessi þáttur er nýr og því mun reyna mjög á frumkvæði við mótun þessa starfs. Hins vegar er um að ræða umsjón með styrkjum fyrir háskólanemendur til starfsþjálfunar í Evrópu sem Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla skipuleggur og úthlutar. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf (flest fög koma til greina), sem hefur ánægju af mannlegum samskiptum og á gott með að eiga samskipti við mjög fjölbreyttan hóp af einstaklingum á mismunandi menningarsvæðum. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði, þannig að viðkomandi geti skrifað á ensku og átt samskipti við samstarfsaðila okkar í Evrópu. Þekking á öðrum Evrópumál um, t.d. frönsku eða þýsku, er mikill kostur. Notkun tölva er mikilvægur þáttur í öllu starfi Rannsóknaþjónustunnar og því þarf réttur einstaklingur að vera upplýstur notandi sem er tilbúinn að tileinka sér nýjungar af sjálfsdáðum. Deildarstjóri upplýsingamiðstöðvar. Starfið felur í sér umsjón með upplýsingamiðstöð og gagnasafni Rannsóknaþjónustunnar sem tekur til þriggja meginsviða: Rannsókna og tækniþróunar, starfsmennt unar og námsráðgjafar. Um er að ræða nýtt starf hjá Rannsóknaþjónustunni, þannig að fyrstu mánuðirnir fara í að byggja upp starfsemina. Dagleg verkefni felast i móttöku, skráningu og vistun margþættra gagna, umsjón með gagnagrunnum Rannsóknaþjónustunnar og tengingum við nokkra íslenska og evrópska gagnagrunna, aðstoð við starfsfólk og viðskiptavini við leit að upplýsingum og notkun á hugbúnaði þeim tengdum, umsjón með heimasíðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.