Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 B 19 SKOÐUIM leikmanna illvígur, langvinnur taugasjúkdómur tengdur örkuml- un og líkamlegri fötlun sem oftast leiðir til þess að sjúklingar verða hjólastólsbundnir. Þetta er röng mynd af sjúkdómnum. Langflestir sjúklingar með MS hafa mjög væg einkenni. Í Svíþjóð er talið er að 80% þeirra lifi venjulegu lífi án verulegrar fötlunar. Rannsóknir hér á íslandi styðja þetta og er jafnvel talið að um mildara form sjúkdómsins sé að ræða hérlendis en víða erlendis ef litið er til sjúkl- ingahópsins alls. Nýjustu rannsóknir með seg- ulómun hafa sýnt að örblettir geta komið og farið án þess að gefa nokkur einkenni sem sjúklingurinn tekur eftir. Einkennin sem sjúkl- ingurinn upplifir eru þó sá mæli- kvarði á sjúkdóminn og sjúkdóms- ganginn sem hefur endanlega þýð- ingu fyrir einstaklinginn. Einkenni geta verið frá skyn- og hreyfitaugum. Algeng einkenni í upphafi eru skyntruflanir ýmis- konar sem sjúklingar eiga yfirleitt erfitt með að lýsa. Þær geta verið dofatilfinning í andliti, höndum og fótum. Minnkað skyn getur komið fyrir en breytt skynjun við áreiti er algengara þannig að létt snert- ing virðist vera þungur þrýstingur og lítið áreiti, t.d. væg stroka eft- ir húð, getur verið óþægileg, jafn- vel sársaukafull. Einkenni frá bak- hluta mænunnar geta leitt til ein- kenna í fótum líkt og bandi sé vafið utan um fótinn. Stöðuskyns- breytingar valda jafnvægisleysi við gang eða truflun á samhæfingu t.d. handarhreyfinga. Mjög al- gengt er að sjúklingar upplifi stutta rafsstraumstilfinningu nið- ur eftir bakinu þegar höfuðið er reigt fram eða aftur vegna þess að strekkist á örblettum í háls- hluta mænunnar. Verkir eru miklu mun algengari heldur en almennt er talið. Hægt er að fá taugarrót- arverki við MS þó það sé sjald- gæft. Margir MS-sjúklingar eru viðkvæmir fyrir hitabreytingum og leidd hafa verið að því rök að því þær taugar sem eru að hluta tii skemmdar séu næmari fyrir kulda og hitabreytingum. Skyneinkenni eru hættulítil og valda sjaldan fötlun og starfskerð- ingu en eru mjög óþægileg upplif- un fyrir sjúklinginn. Skyntruflanir eru mun algeng- ari heldur en hreyfitaugaeinkenni í upphafi. Því getur verið mjög erfitt fyrir taugalækna að átta sig á þessum skyneinkennum ef ekki er um hreyfitaugaeinkenni sam- tímis að ræða. Jafnvel þó tauga- lækna gruni að MS sé rót skynein- kenna er sjaldgæft að þeir treysti sér til að setja greiningu einvörð- ungu byggða á skyneinkennum. Hreyfitaugaeinkenni lýsa sér í máttarminnkun eða minnkaðri getu til fínhreyfinga auk truflana í samhæfingu hreyfinganna. Þetta getur valdið riðulíkum einkennum á bol við gang og skjálfta við að framkvæma handar- eða fótar- hreyfingar. Þessi truflun nefnist á læknamáli ataxia og kýs höfundur að kalla hana riðu á íslensku. Þetta einkenni hefur verið erfiðast að eiga við með lyfjum og sjúkraþjálf- un hjá MS-s júídingum og er stór ástæða fötlunar af völdum sjúk- dómsins. Svimatilfinning er tíð sem getur verið vegna áhrifa á jafnvægistaugar í heilastofni eða þá vegna stöðuskynsbreytinga. Sjóntruflanir koma fyrir hjá allt að 60% sjúklinga vegna bólgu í sjóntaugunum, en heyrnartruflan- ir eru hinsvegar mjög sjaldgæfar. Það sem einkennir sjóntaugabólg- una er breyting á miðju sjónsviðs- ins þannig að miðhluti sjónsviðsins er truflaður og þannig getur verið erfitt fyrir sjúklinginn t.d. að greina andlit. Blinda af völdum MS er hinsvegar mjög sjaldgæf. Hjá mörgum sjúklingum er þetta eina einkennið um langvinnan taugasjúkdóm. Að mati greinarhöfundar eru verkir vanræktasta vandamál hjá MS-sjúklingum með langvinn ein- kenni. í þessu sambandi er tauga- verkur frá andlitstauginni vel þekktur. Líka hefur verið lýst óþægilegum skyndiskyneinkenn- um (paroxysmal phenomen) sem geta komið allt í einu eða við áreiti t.d. köst af dofa, verkjaskot eða kláði Þessi einkenni ganga yfirleitt fljótt til baka og lífeðlisfræðileg skýring á þeim liggur ekki fyrir. Þau er hægt að meðhöndla með flogaveikislyfjum þó ekki sé um flogaveiki að ræða. I langvinnum sjúkdómsgangi eru auk skyn- og hreyfieinkenna mörg vandamál tengd hreyfingar- leysi um liði, spasma í vöðvum (spasticitet), blöðrutruflunum með þvagfærasýkingum og kynlífs- vandamálum. Umönnun lang- sjúkra og fatlaðra MS-sjúklinga krefst samtvinnaðs átaks lækna, hjúkrunarfræðinga. sjúkraþjálf- ara, iðjuþjálfara auk aðstandenda. Greining Greining MS er vandasöm. Meg- inreglan er sú að sjúkdómsgrein- ingin er ekki gerð fyrr en tauga- læknir er viss um einkenni lang- vinns taugasjúkdóms sem veldur skemmdum á myelinslíðrunum með varanlegum taugaeinkennum. Mat á einkennum getur verið vandasamt þar eð fyrstu einkenni eru oft væg. Allar þær breytingar sem sjást við rannsóknir, taugalíf- eðlisfræðilegar, mænuvökvarann- sóknir og röntgenrannsóknir svo sem tölvusneiðmyndir og seguló- mun, eru ósérhæfðar. Það veltur því á líkindareikningi taugalæknis hvenær hann telur sig hafa vissu fyrir að um MS-sjúkdóm sé að ræða. Þessi vissa liggur oft ekki fyrir fyrr en eftir endurtekin köst og endurteknar skoðanir. Þannig getur liðið langur tími frá fyrstu einkennum þar til taugalæknir er tilbúinn að setja greininguna. Með nútímatækni segulómun, mænu- vökvarannsóknum og taugalífeðl- isrannsóknum er hægt að komast nær greiningunni, en greiningin byggist ekki á þessum rannsókn- um. Eftir greiningu er mjög erfitt að segja til um hver gangur sjúk- dómsins verður. Greiningu MS eða grun um sjúkdóminn fylgir alltaf ákveðin tilvistarkreppa fyrir sjúklinginn. Þetta er vegna vitneskjunnar um langvinnan taugasjúkdóm sem getur leitt til fötlunar. Enginn veit ævi sína fyrr en öll er og fyrir- fram er ómögulegt að segja hver sjúkdómsgangurinn verður. Það er hlutverk lækna og annars hjúkr- unarfólks að styðja sjúklinga eftir föngum þegar sjúkdómsgreining er ljós. Sjúklingum gremst oft eft- ir á að lítið hafi verið gert úr ein- kennum í upphafi eða þau vantúlk- uð. Einkenni sem síðar hafa reynst vera forstig alvarlegs taugasjúk- dóms. Hér reynir á greiningargetu taugalækna á sjúkdómi þar sem þeim eru viss takmörk sett og er þeim ógerlegt að segja sjúklingum sínum meira en þeir geta staðið við. Þess eru því miður líka dæmi að læknar hafi valdið óbætanleg- um þjáningum með léttvægu tali um mögulegan MS-sjúkdóm sem skýringu á taugaeinkennum þegar skýringin hefur verið allt önnur. Höfundur telur að opin og hrein- skilin umræða um sjúkdóminn og gang hans sé besti kosturinn til að takast á við þau vandamál sem tengjast því að sjúklingnum er tjáð greiningin. Þessari umræðu er aldrei lokið með einu viðtali heldur krefst sí- endurtekinnar vinnu við að svara spurningum sjúklinganna og fræðslu þeim til handa. Eftir stendur að sjúklingurinn býr við þá óvissu að vita ekki hvaða gang- ur verður í hans eigin sjúkdómi. Meðferð Engin þekkt lækning er til við MS. Margt hefur verið reynt en fátt dugað. Stresshormónið corti- sol hefur verið reynt við bráðum bólguköstum. Ekki hefur tekist að sýna fram.á árangur með þessari meðferð svo óyggjandi sé. íslensk- ir taugalæknar beita henni ein- göngu ef um einkenni er að ræða með yfirvofandi alvarlega fötlun, t.d. missi handnotkunar eða hætta sé á að sjúklingur verði varanlega hjólastólsbundinn. Skyneinkenni ein sér, ef ekki er um slæma verki er að ræða, réttlæta ekki þessa meðferð vegna hættu á aukaverk- unum. Við minniháttar einkenni er líka kostur að bíða og sjá hvað setur. Reynir hér oft á þolrifin í samvinnu sjúklinga og lækna þar sem sjúklingurinn sækist eftir meðferð en læknirinn telur réttast að bíða átekta. Góður árangur næst með sjúkraþjálfun og hjúkr- un. Félagslegur og sálfræðilegur stuðningur við ættingja og fjöl- skyldur er einnig mikilvægur fyrir MS-sjúklinga. • Beta-interferon Á síðustu árum hafa komið fram vísbendingar um að hægt væri að hafa áhrif á MS-sjúkdóminn með lyfi sem nefnist Beta-Interferon. Lyfið hefur greinilega áhrif á stærð og fjölda örbólgubletta MS- sjúklinga sem sjá má með seguló- munarrannsóknum. Því miður hef- ur þó verið erfitt að sýna fram á að þetta hindri fötlun hjá stórum hópum. Sennilegasta skýringin á þessu er sú að það er staðsetning bólguskellnanna sem er afgerandi fyrir fötlun sjúklinganna en ekki stærð þeirra. Sjúklingur getur þannig lifað við óveruleg einkenni í mörg ár en síðan fengið einn örblett sem veldur verulegri fötlun. Þeir sjúklingar sem fengið hafa þessa meðferð hingað til hafa eink- um verið sjúklingar með hraðan sjúkdómsgang og erfiðan. Óreynt er enn hvaða áhrif lyfið hefur hjá sjúklingum með væg einkenni en það er skoðun mín að búast megi við því að lyfið hafi meiri áhrif hjá þeim sem hafa lítil einkenni eða óveruleg. Verður mjög spenn- andi að fylgjast með þróun þessara mála á næstunni. Hins vegar er ljóst að hér er um ófullkomna meðferð að ræða. Þetta er erfið fyrirbyggjandi meðferð án áhrifa á eiginlega orsök sjúkdómsins. Til stendur að hefja slíka meðferð hérlendis og er það vel. Með tilliti til þeirrar fötlunar sem MS-sjúk- dómur getur valdið er þessi með- ferð að mínu mati réttlætanleg þrátt fyrir umtalsverðan kostnað þar sem hún skilar sér í minni andlegri og líkamlegri þjáningu MS-sjúklinga. Sem stendur er þó einungis rétt að beita meðferðinni við þá sjúklinga sem hrakar hratt eða fá tíð köst með slæmum eftir- stöðvum. Þá er vert að hafa í huga að þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að bjóða MS-sjúklingum upp á raunhæfa meðferð sem hindrar sjúkdómsganginn. Bið þeirra eftir nothæfri meðferð hefur verið löng Félagsstarfsemi Einstaklingar bregðast misvel við vitneskjunni um að þeir hafi MS. Margir ýta þessari hugsun til hliðar og lifa lífinu líkt og ekkert hafi í skorist. Aðrir kjósa að bind- ast samtökum við aðra með sjúk- dóminn til fylgjast með nýjungum, afla sér upplýsinga um hann og finna þrótt og styrk í því að um- gangast þá sem eru í sömu að- stöðu og stuðla að hjálp þeirra sem verr eru farnir. Þátttaka MS-sjúkl- inga í rannsóknum er ómetanleg fyrir rannsóknir á eðli sjúkdómsins og uppruna. Undirritaður hefur enn aðeins að litlu leyti kynnst starfsemi MS-félagsins hér á ís- landi. Samanborið við Svíþjóð verður að telja að starfsemi MS- félagsins sé til fyrirmyndar. Hún er merki um íslenska framtaks- semi sem skilar mjög miklu. Hún er upprunnin hjá sjúklingum og aðstandendum þeirra og sniðin að eigin óskum þeirra og þörfum. Undirritaður vill því nota tækifær- ið til að óska MS-félaginu alls velfarnaðar í framtíðinni. Höfundur er sérfrædingvr í taugalækningum. Rannsóknaþjónustunnar á Veraldarvefnum og loks að vinna kynningarefni bæði fyrir rafræna og hefðbundna útgáfu. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf sem tengist upplýsingafræðum. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði, þannig að viðkomandi geti skrifað á ensku og átt samskipti við samstarfsaðila okkar í Evrópu. Þekking á öðrum Evrópumálum er kostur. Þá er mjög góð tölvukunnátta æskileg og að umsækj andi hafi áhuga á tölvuvinnslu, margmiðlun og vinnu á Veraldarvefnum. Umsjónarmaður tölvumála. Starfið felur í sér umsjón með öllu tölvuumhverfi Rannsóknaþjónustunnar og aðstoð við notendur þess, sem eru mun fleiri en starfsmenn. Mikilvægasti þátturinn í starfinu er notendaþjónustan. Tölvuumhverfi Rannsóknaþjónustunnar er nokkuð margþætt: Við erum með Novell netþjón sem þjónar bæði PC og Macintosh tölvum, alls um 12 vinnustöðvum sem nýta allan algengan hugbúnað sem er á markaðnum í dag. Auk þess rekum við First Class upplýsingaþjón sem er opinn aðilum utan Rannsóknaþjónustunnar og tengist gagnagrunni Upplýsingamiðstöðvarinnar og erlendum gagnabönkum.Þá er notkun á Internetinu og Veraldarvefnum mikil og vaxandi. Við leitum að einstaklingi með mikinn áhuga á tölvum, notkun þeirra og innbyrðis tengingum ólíkra kerfa. Ekki eru gerðar kröfur um tiltekin próf, en viðkomandi þarf að hafa reynslu af notkun allra helstu skrifstofu- og samskiptaforrita og hafa mikinn vilja til að læra að þekkja og halda áfram að þróa það umhverfi sem þegar er til staðar. Við erum tilbúin að gefa tækifæri ungu fólki, sem hefur jákvætt viðhorf til verkefnisins og vinnunnar. Rannsóknaþjónustan er vaxandi þjónustu stofnun, sem nýverið hefur verið endurskipu lögð og tekið að sér ný verkefni. Helstu verkefni eru rekstur Landsskrifstofu Leonardó á íslandi og Samstarfsnefndar atvinnulífs og skóla, og þátttaka í Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna, auk einstakra verkefna. Rannsóknaþjónustan vinnur í nánu sam starfi við ýmsar stofnanir og aðila í Evrópu og allir starfsmenn skrifstofunnar eru í daglegum tengslum við viðskiptavini og sam starfsaðila innanlands og í Evrópu. Sjálfstæði, frumkvæði, þjónustulipurð og metnaður eru þeir eiginleikar sem við leitum eftir og reynum að leggja rækt við hjá öllum starfsmönnum. Við höfum aðsetur í Tæknigarði og hjá okkur munu starfa rúmlega 10 manns í vetur. Rannsóknaþjónusta Háskólans hvetur fólk af báðum kynjum til að íhuga umsókn. Umsækjendur skili umsóknum til starfsmannasviðs Háskóla íslands í síðasta lagi 18. september 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.