Morgunblaðið - 17.09.1995, Page 28

Morgunblaðið - 17.09.1995, Page 28
28 B SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ „Við eigum í vandræðum“ HEIMURINN stóð á öndinni nokkra daga í apríl árið 1970 þegargeimfeijan Apollo 13 lenti í erfíðleikum á leið til tunglsins. Arnaldur Indriðason rifjar upp fréttir Morgunblaðsins af atburðin- um og segir frá nýrri bandarískri bíó- mynd með Tom Hanks í aðalhlutverki, sem nýtur mikilla vinsælda vestra og endurskapar í smáatriðum hina mis- heppnuðu tunglferð fyrir 25 árum. Fjögurra daga barátta við dauð- ann úti í geimnum." Þannig hljóðaði fimm dálka fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins 15. apríl árið 1970 þegar fréttir bárust af því að sprenging hefði orðið í bandarísku geimfeijunni Apollo 13 á leið til tunglsins. Þrír geimfarar voru um borð, sem börðust æðru- lausir við hætturnar. Næstu daga birtist hver stórfréttin af annarri þar sem raktir voru þeir erfiðleikar sem geimfararnir áttu við að etja og hættumar sem steðjuðu að þeim og sagt frá taugatitringnum í stjórnstöð geimferðastofnunarinn- ar í Houston. Mundu geimfararnir ná aftur til jarðar? Mundu þeir fijósa í hel, deyja af súrefnisskorti eða brenna upp til agna í gufu- hvolfinu? VEL heppnuð Iending; Swigert dreginn á loft upp úr geimfarinu. ÞYNGDARLEYSl; kvikmyndahópurinn kynnti sér náið þjálfun geimfara, Hanks og leikstjórinn Ron Howard til vinstri. Hey, Houston Þegar lesið er yfir fréttirnar kemur fljótlega í ljós að vart er hægt að hugsa sér betra efni í bíó- mynd og nú heilum 25 árum seinna hefur hún verið gerð, heitir einfald- lega Apollo 13 og er með Tom Hanks í aðalhlutverki. Hún nýtur mikilla vinsælda vestra um þessar t mundir og hefur orðið til að riija upp minningar manna af einhverri mögnuðustu geimferð sem farin hefur verið og Morgunblaðið kall- aði í leiðara þegar allt var yfirstað- ið „einhveija eftirminnilegustu ferð í_ sögu geimferðanna“. Apollo 13 var á hvers manns vörum þetta vor. Sigurkokteillinn í keppni Bar- þjónafélags íslands var nefndur Apollo 13 og auðvitað hafði íslensk völva spáð því í byrjun árs að stórt- íðinda væri að vænta frá Apollo- tunglferð og yrði tvísýnt um líf geimfaranna um borð. Markmiðið með ferð Apollo 13 var að lenda á tunglinu í svonefnd- s um Maurofjöllum og leita eftir sýn- ishornum, sem gætu gefið upplýs- ingar um uppruna tunglsins og sólkerfisins. Um borð voru James A. Lovell, kapteinn í sjóhernum, Fred Haise og John L. Swigert, sem komið hafði í stað Thomas K. Mattingly II, en hann gat ekki farið með því hætta var talin á að hann myndi smitast af rauðum hundum á Ieiðinni.Tunglferðin átti að vera sú flóknasta og erfiðasta, sem farin hafði verið og hún reynd- ist það svo sannarlega þótt enginn . hefði séð fyrir á hvern hátt. Á meðal þess sem hin afdrifaríka tunglferð sannaði var að 13 er ósvikin óhappatala. í fyrstu gekk allt eins og í sögu en svo bárust fræg skilaboð frá Lovell til stjórnstöðvarinnar í Ho- uston. „Hey, Houston, við eigum í vandræðum," sagði hann og mar- tröðin sem vofði yfir hverri geim- ferð var hafin. Geimfararnir höfðu nýlokið við sjónvarpssendingu til jarðar þegar sprenging hristi geimfarið og aðvörunarljós gáfu til kynna að bilun hefði orðið í rafkerfinu (síðar kom í ljós að súrefnisgeymir hafði sprungið, eyðilagt aðal þotuhreyfil feijunnar og skemmt rafkerfið). Lovell til- kynnti að tveir af þremur efnara- fölum stjórnfarsins virtust í ólagi og að þeir sæju eitthvað leka út úr geimfarinu.„Það er líklega eitt- hvert gas, ég sé það út um gluggann," sagði Love'l og vissi ekki að hann var að horfa á súrefn- isbirgðirnar leka út í geiminn. Skömmu síðar tók farið að velta til og frá og menn á jörðu niðri biðu með öndina í hálsinum á meðan Swigert barðist við að ná stjórn á því og‘ tókst það eftir nokkra stund. Spá völvunnar rættist Tuttugu og fimm mínútum síðar kom skipun frá Houston, þar sem hundruð tæknimanna leituðu leiða út úr ógöngunum, um að taka úr sambandi þau tæki sem geimfar- arnir gætu verið án til að spara raforkuna. Þeir áttu ekki nema 15 mínútna birgðir af rafmagni, súrefnið lak út og þeir voru stadd- ir 400.000 kílómetra frá jörðu en þremenningarnir héldu ró sinni. I Houston voru lesnar upp neyðar- reglur um hvernig nota mætti tunglfeijuna sem n.k. „björgunar- bát“. Geimfararnir skriðu inn í feijuna og ræstu lífkerfi hennar. Aflvélar stjórnfarsins komu ekki lengur að notum og þeir yrðu að nota hreyfla tunglfarsins til að koma sér aftur á farbraut til jarð- ar. Aðeins tveir geimfaranna kom- ust í tunglfeijuna í einu, sá þriðji HÆTTUFÖR; Tom Hanks í hlutverki Jim Lovells í Apollo 13. FRÁ vinstri: Heiðursmerki; Nixon og Lovell. Á jörðu niðri; Ed Harris leikur yfirmann stjórnstöðvarinnar í Houston. varð að sitja í myrku stjórnfarinu og bíða þess sem verða vildi. Morg- unblaðið rifjaði upp að Jökull Jak- obsson hefði átt viðtal í útvarpinu í byijun ársins við völvu, sem sagði að stórtíðinda væri að vænta frá Apollotunglferð og tvísýnt yrði um líf geimfaranna um borð en að- spurð tók hún það fram að þeir mundu halda lífi. Þótti ekki ólík- legt að spádómar völvunnar væru nú að rætast. í Hvíta húsinu lagð- ist Nixon á bæn. í fjögurra dálka fyrirsögn í Morgunbiaðinu 16. apríl sagði að Apollo væri kominn af réttri leið og færi framhjá jörðu ef ekki tæk- ist að leiðrétta stefnuna. Þurfti að framkvæma stefnubreytingu með hreyflum tunglfeijunnar. Ef það tækist ekki yrðu geimfararnir dauðadæmdir. Þeir héldu ró sinni og gengu ákveðnir til starfa en það fylgdi fréttinni að Lovell kqpteinn, sem Hanks leikur í myndinni, væri nokkuð skapstyggur öðru hvoru og töldu menn það stafa af því að hann hefði orðið fyrir miklum von- brigðum með að komast ekki til tunglsins eins og áætlað var. Hann hafði farið í kringum tunglið tveim- ur árum áður um borð í Apollo 8 en setið eftir þegar Apollo 11 hélt til tunglsins. Daginn eftir átti að reyna lend- ingu í Kyrrahafi og mesti björgun- arfloti sem tekið hafði á móti geim- fari var þar samankominn undir stjórn yfirmannsins á flugmóður- skipinu Iwo Jima. í tilkynningu frá geimförunum kom fram að þeim liði bærilega en væri svo kalt að þeir gætu varla sofið og þyrftu að týna á sig allar tiltækar spjarir til að halda á sér hita. Líf þeirra var komið undir neyðarbúnaði, sem þeir urðu sífellt að vakta og nokkr- um sinnum höfðu aðvörunarljós kviknað sem gáfu til kynna að rafhlöður væru að ofhitna eða súr- efnið að verða of mengað kolsýr- ingi en geimfararnir höfðu jafnan bjargað málunum með snarræði sínu. Yar seinna talað sérstaklega um Lovell í því sambandi. Aquarius Lífgjafi geimfaranna var tungl- feijan Aquarius. Hún var smíðuð með það fyrir augum að flytja tvo menn frá móðurskipinu niður á tunglið og aftur frá tunglinu á braut til móts við móðurskipið. Geimfararnir sem flugu feijunni urðu að standa uppréttir en til að komast inn í hana þurfti að skríða á fjórum fótum. I feijunni var nóg af vatni og súrefni til að halda tveimur mönnum á yfirborði tunglsins í 70 klukkustundir. Birgðirnar áttu að vera nægar til að koma þremur mönnum og stjórnfari framhjá tunglinu og til jarðar. Áður en farið náði inn í gufu- hvolf jarðar urðu geimfararnir að yfirgefa tunglfeijuna og fara inn í stjórnfarið, sem nefnt var Odyss- ey, því enginn hitaskjöldur var um tunglfeijuna og mundi hún brenna upp um leið og hún kæmi inn í gufuhvolfið. „Hún var gott skip,“ sagði Jim Lovell hljóðlega þegar hann kvaddi Aquarius. Hundruð milljóna manna horfðu á lendingu Odyssey í Kyrrahafi föstudaginn 17. apríl í sjónvarpi um allan heim. Sex klukkustund- um fyrir lendingu voru menn í Houston enn mjög áhyggjufullir því margt gat farið úrskeiðis. -Aquarius var Iosuð frá stjórnfarinu klukkustund áður en það kom inn í gufuhvolfið. Þriðji hluti geimfars- ins var. svokallað tækjafar, sem einnig var losað frá stjórnfarinu, og kom þá í ljós að engu var líkara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.