Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 1
SPRÆKUR OG GJÖRBREYTTUR HYUNDAI - „ÍSLENSKUR" NISSAN PA TROLÍHOLLANDI - LOKAÐ FYRIR HJÓLREIÐAMENN - NÝIR BÍLAR íFRANKFURT- ÖFLUGRISAMARA - MOVE HREYFIST HRATT - NÝR HONDA CIVIC - HLEÐSLA OG FRÁGANGUR Á FARMI 4k SUNNUDAGUR17. SEPTEMBER 1995 BLAÐ c Hópferða- bíll framtíð- arlnnar VOLVO kynnti nýverið hópferðabfl framtíðarinnar og fyrir utan nýstár- legt útlit eru þar á ferðinni ýmsar nýjungar, svo sem staðsetning bfl- stjóra. Hann á að sitja fremst í bfln- um fyrir miðju og stýra og beygja öll fjögur hjólin. Ekki hefur enn verið látið mikið uppi um innri gerð bflsins en þó er ráðgert að knýja hann gasi eða rafmagni. Drifkerfið er á óvenjuleg- um stað, í þaki bílsins en ekki und- ir gólfi eins og tíðkast og hjólin eru staðsett mjög utariega og með þessu verður gólfið mjög lágt eða VOLVO hefur kynnt hóp- férðabíl framtíðarinnar en þar situr bílstiórinn fremst fyrír miðju en ekki tíl hliðar. 32 cm og lækka má það í 15 cm meðan farþegar stíga um borð. Rafeindastýrð vökvafjöðrun verður í bílnum sem á að gera hann sér- staklega mjúkan. ¦ Prius verður næsti fólksbíll frá Toyota HUGMYND að næstu kynslóð fólksbíla frá Toyota er nú sýnd á bílasýningunni í Frankfurt og hefur hann fengið nafnið Prius. Talsmenn verksmiðjanna segja að hér verði á "ferðinni bíll sem taki fullt tillit til krafna umhverf- isverndar sem og kaupenda og marki fyrirtækið með honum sókn sína inn í næstu öld. Prius er renni- lega hannaður bíll, 4,15 m lang- ur og með 2,55 m hjólhafi. Hann verður búinn 1,5 lítra bensínvél og þannig um hnúta búið að hann rafall framleiðir rafmagn .sem notað verður einnig til að knýja bílinn og spara vélina. Verður til dæmis drepið á vélinni þegar bíll- inn staðnæmist. Með þessu telja tæknimenn Toyota sig geta náð allt að tvöfaldri nýtingu eldsneyt- is miðað við hefðbundnar vélar. Þá verður Prius vel búinn nýj- ustu möguleikum í leiðsögukerfí og samskiptum í umferðinni, þ.e. til að taka við upplýs- ingum og greiða vega- tolla sjálfvirkt svo nokkuð sé nefnt. ¦ PraUS heitír hug- myndabíll frá Toy- ota sem sýndur er í Frankfurt um þess- ar mundir og er hann framtiðar- fólksbíll fyrirtækis- ins. Fjöldi nýrra bíla f rumsýndur á bílasýningunni í Frankf urt FIMMTUGASTA og sjötta alþjóð- lega bflasýningin í Frankfurt var opnuð fjölmiðlum sl. þriðjudag og meðal frumsýninga var Nissan Almera, arftaki Sunny, endurbætt- ur Opel Vectra, Brava og Bravo frá Fiat, Renault frumkynnti Még- ane-línuna sem tekur við af 19-lín- unni og svo mætti áfram telja. Sýnendur í Frankfurt eru 1.100 talsins frá 37 löndum, bílaframleið- endur, framleiðendur mótorhjóla, öryggisbúnaðar, varahluta og verkfæra. Einna mesta athygli, fyrir utan frumsýningar á nýjum bflum, vekja jafnan hugmyndabflar stóru fram- leiðendanna. Fernra dyra Initiale er rennilegur bfll með glerþaki en vélin er sú sama og í Safrane, Opel sýndi Corsa Eco 3, sem er fyrsti bfll í heiminum sem er með fjögurra strokka dísilvél með beinni inn- spýtingu og er sagður eyða 3,4 lítrum af olíu á hverja 100 km. Audi sýndi TT, „bíl með karakter fyr- ir bflaáhugamenn", eins PEUGEOT406ereinn þeirra nýju bíla sem frumsýndir eru á bíla- sýningunnifFrankfurt. Hún er opin fram á næstu helgi. og Herbert Demel, stjórnarformað- ur Audi, kynnti bílinn er hann var afhjúpaður í Frankfurt. Mazda kynnti hins vegar straumlínulagað- an fjölnotabíl, CU-X, en CQ-X frá Nissan var fremur ólögulegur á að líta, en hann er sparneytinn enda léttur, gerður úr áli. Margir stöldruðu lengi við á bás Chrysler þar sem nútímaundrin, Atlantic og Eagle Jazz, böðuðu sig í kastljósunum. Fjölnotabílar spila æ stærra hlutverk á sýningum sem þessum og markaðshlutdeild þeirra í Evr- ópu hefur vaxið með undraverðum hraða á síðustu árum. VW sýndi nýja Sharan sem smíðaður er í samvinnu við Ford í Portúgal. Sharan er í vandaðri flokki slíkra bfla, með sex „flugvélastólum" en tveir öftustu eru niðurfellanlegir. Vélarhlífin og framrúðan mynda eina samfellda línu sem veldur því að vindmótstaða í akstri er með minnsta móti og bfllinn fær glæsi- legt útlit í kaupbæti. Bfllinn býðst með tveggja lítra, fjögurra strokka vél, 1,9 lítra TDI (dísilvél) en stærsta vélin í GL og Carat út- færslunum er 174 ha VRG vél sem drífur bílinn í 100 km hraða á klst. á 11,8 sek. Peugeot frumkynnti nýjan, glæsilegan 406 sem fer á markað utan Frakklands í janúar á næsta ári. Hann verður smíðaður í þrem- ur útfærslum með fjórum valkost- um í vélum, 1,8 1 og 2,0 1 fjöl- ventlavélar (112 og 135 ha.), 1,9 1 og 2,11 túrbódísil (92 og 110 ha).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.