Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Gjörbreyttur Hyundai Elantra meö ýmsum þægindum NY OG endurbætt Elantra frá Hyundai verksmiðjunum í Kóreu er komin til landsins og er frum- sýnd nú um helgina hjá umboð- inu, Bifreiðum og landbúnaðarvél- um í Reykjavík en bíllinn kom á markað í heimalandinu snemma á þessu ári. Elantra er laglegur bíll og rennilegur, fimm manna fram- drifinn og meðalstór fólksbíll með 1,8 lítra og 128 hestafla vél og fáanlegur bæði með fimm gíra handskiptingu og sjálfskiptingu. Verðið er líka þokkalegt, rétt tæpar 1.400 þúsund fyrir hand- skiptan bíl. Elantra er sæmilega rúmgóður bíll, röskur og lipur og á margan hátt áhugaverður grip- ur. Við skoðum nánar í dag útgáf- una með fjögurra þrepa sjálfskipt- ingu. Hyundai hefur ekki verið mörg ár á íslenskum bílamarkaði en hann markaði sér strax öruggan sess þar, ekki síst með minnsta bflnum, Pony sem Accent tók við af snemma á þessu ári. Hafa Hyundai bílamir blandað sér í baráttuna um hæstu markaðs- hlutdeild og mestu aukningu á markaði hér undanfarin misseri. Elantra kemur nú í nýrri og breyttri mynd og lofar góðu við fyrstu kynni. Útlitið er vel heppn- að, hann er laglegur tilsýndar, bogadreginn og mjúkur á alla lund. Þaklínan er bogadregin, framrúðan sömuleiðis og allar rúður eru mjög stórar og góðar, framendinn niðursveigður og luktir þar sporöskjulagaðar. Ekki er um venjulegt grill að ræða en loftinntak undir samlitum stuðar- anum. Afturendinn er með sama bogadregna stflnum og má alveg endurtaka það að útlitið er vem- lega vel heppnað en með því hafa hönnuðir ákveðið stefnt að lítilli loftmótstöðu og straumlínulögun. Þá hefur við hönnun einnig verið lögð áhersla á öryggið, yfírbygg- ingin er búin styrktarbitum og þannig úr garði gerð að hún leggst saman á ákveðinn hátt við högg. Snotur að innan Þegar sest er inn verður flest til ánægju og ökumaður fær strax ágæta tilfínningu fyrir bflnum og aliri meðhöndlun. Ökumannssætið er með stillanlegri setu, bæði hæð og halla, hefðbundnum stillingum svo og stuðningi við mjóbak. Nokkuð vantar samt uppá að bak- ið veiti nægilega góðan hliðar- stuðning og er það galli á annars ágætri aðstöðu. Öryggisbeltin við framsætin eru búin hæðarstill- ingu. Mælaborð er með sama bogadregna útlitinu og einkennir bílinn að utan. Þar eru hinir venju- legu mælar og snúningshraða- mælir er staðalbúnaður, ljósa- og þurrkurofar í „fíngurfjarlægð" á armi við stýrið, rofar fyrir hita á afturrúðu og þokuljós að aftan efst á miðjubrettinu og snúnings- miðstöðvarrofar þar fyrir neðan og útvarpið neðst. Þar má einnig draga út sæti fyrir drykkjarmál. Hólf eru í hurðum og milli fram- sæta auk hanskahólfsins. Aftursætin veita ágætt rými, ágætt til fóta en mætti vera hærra til lofts. Hægt er að opna aftur í farang- ursrýmið ef flytja þarf fyrirferðarm- ikla hluti en farang- ursrýmið er nokkuð grunnt og rúmar 234 lítra. Auk útlits er Elantra búinn nýrri vél og allsprækri þótt hún sé ekki nema tveimur hestöflum stærri en fyrri vélin eða 128 og SÆMILEGT rými er fyrir farangur, en arm- ar fyrir skottlokið eru of fyrirferðarmiklir. VEL er búið að ökumanni nema hvað betri hliðarstuðningur mætti vera i sætisbakinu. AFTURSTUÐARI er allstór og þarna eru einnig bogadregnar línur ríkjandi. hún er 1,8 Iítrar, með 16 ventlum og tveimur yfírliggjandi kambás- um. Tæknibreytingar á vél eru m.a. fjórir ventlar á hveijum strokki sem tryggja betri bruna og meira afl og sama er að segja um bankskynjun sem eykur þjöpp- un og vélarlok úr áli og notkun á plasti gerir vélina léttari og spar- neytnari. Fjölliða innsprautun eldsneytis og rafeindastýring á gangi vélarinnar tryggir einnig góða nýtingu. Þetta er hljóðlát vél og eins og fyrr segir allspræk þótt hún sé trúlega skemmtilegri í handskipta bílnum - hún þarf dálítinn umhugsunartíma í þeim sjálfskipta. Vinnslan er ágæt á öllu snúningssviðinu. Stöðugur og llpur í akstri er hinn nýi Elantra lip- ur í þéttbýli sem á þjóðvegi. Fjög- urra þrepa sjálfskiptingin fer mjúklega upp og niður ekki síst þegar yfírgír er notaður. Bíllinn leggur ágætlega á, hefur 9,9 m beygjuþvermál sem er nokkru betra en á eldri bflnum og gott útsýnið þar sem gluggapóstar eru grannir gera alla meðhöndlun í bílastæðum og þrengslum auð- velda. Á malarvegi hegðar El- antra sér býsna vel, bíllinn er rásfastur á MacPherson gormafjörðun að fram an og tvíliða gormafjöðrun að aftan og tekur ekki óvænt hliðarspor þrátt fýrir holur og hristing. Vinnslan er nokkuð góð og viðbragðið sæmilegt en trúlega er hægt að ná skemmtilegri meðhöndlun á handskipta bflnum. Og fýrir þá sem hafa gaman af akstri er rétt að benda á að skoða þann kost áður en sjálfskiptingin er valin eingöngu vegna þægindanna. Búnaður er nokkuð ríkulegur, samlæsingar, rafstilling hliðar- spegla, útvarp og rafmagnsrúður og síðan er hægt að fá líknarbelg, hemlalæsivöm, álfelgur og loft- ræstingu sem aukabúnað. Verðið á þessum nýja Hyundai Elantra er aðeins lítið hærra en á eldri gerðinni eða 1.395 þúsund krónur fyrir handskipta bílinn en 1.495 fyrir þann sjálfskipta. Það er í góðu lagi því Elantra er full- vaxinn bíll með góðum staðalbún- aði og þægindum og ekki síst: Laglegur útlits. Þá sakar ekki að geta þess í lokin að upplýs- ingabæklingur umboðsins er á ís- lensku, veitir ítarlegar upplýs- ingar um bflinn og er snyrtilega úr garði gerður, rétt eins og bfll- inn sjálfur. ■ Jóhannes Tómasson Hyundai I hnotskurn Vél: 1,8 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar, 128 hestöfl. Framdrifínn - fimm manna. Aflstýri - veltistýri. Samlæsing. Rafmagnsrúður að framan og aftan. Sjálfstæð MacPherson fjöðrun að framan, tvfliða gormafjöðr- un að aftan. Rafstilling hliðarspegla. Fjögurra þrepa sjálfskipting og Lengd: 4,42 m. Breidd: 1,7 m. Hæð: 1,39 m. BQÓihaf: 2,55 m. Iljolbarðastæið. 195/60 VR Þvermál beygjuhrings: 9,9 m. Bensineyðsla: 13,11 í þéttbýli, 8 1 á þjóðvegi. Hámarkshraði; 200 km/klst. Staðgreiðsluverð kr.: 1.495.000. Umboð: Bifreiðar og landbún- aðarvélar hf., Reykjavík. Rúmgóöur Búnaður Vinnsla Hliðarstuðn- ingur framsæta Morgunblaðið/jt Elantra í nýjum búningi er laglega hannaður þar sem bogadregnar línur ráða ríkjum. Volvo 850 GLE '93, vínrauður, ssk., SIPS árekstrarvörn, rafmrúður, rafm- speglar. Ek. 28 þ. km. Verð 2.200 þús. Ath. skipti á ódýrari. Opel Astra Sedan, 1,4 cc '95, vökva- stýri, vínrauður, Ek. 15. þ. km, sem nýr. Verð 1.200 þús. Ath. skipti á ódýrari. Nissan Patrol Turbo diesel '92, ek. 70 þús km. Rafmrúður, samlæsing, driflæsing. Verð 2.950 þús. Einnig '93, '94 og '95 árgerðir. Toyota Double Cab '94. Rauður, plasthús, bensín, ek. 34 þ. km. Ath. skipti á ódýrari. Eigum einnig '89, '90, '91, '92 árgerðir. Nissan Sunny 4x4 Wagon '92. Grænsans., rafmrúður, álfelgur, ek. 59 þ. km. Samlæsing. Cherokee Limited '90, 4,0 lítra, leðurinnrétting, rafm.rúður, fjarst. læs- ing, álfelgur, grásans, ek. 99 þ. km. Verð 2,2 m. Suzuki Vitara 4x4 JLX 16v, 5 dyra, Side kick, rafmrúður, ek. 41 þ. km. Vínrauður. Honda CRX VTI '92, hvítur, ek. 56 þ. km., toppl., álfelgur, ABS, samlæs., 160 hestöfl. Verð 1.850 þ., 1.680 stgr. Alh. skiþti á ódýrari. Kraftmikill og skemmtilegur sportbilll ....og erum langflottastir!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.