Morgunblaðið - 19.09.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 19.09.1995, Síða 1
B L A Ð A L L R A L A M D S M A M M A 3É; 1995 FRJALSIÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER BLAD B Glæsilegt íslands- met Jóns France Presse Kraftur í Jóni Arnari JÓN Arnar Magnússon, frjáls- íþróttamaður úr UMSS, setti glæsilegt íslandsmet í tugþraut á alþjóðlegu boðsmóti í borg- inni Talence í Frakklandi um helgina. Jón Arnar fékk 8.248 stig á mótinu í Talence, sem er ellefu stigum rneira en hann fékk í maí síðastliðnum er hann setti gamla metið í Götzis í Austurríki. Hann var í öðru sæti mótsins um helgina allt þar til í lokin, er hann féll niður í fimmta sæti. Hvít-Rússinn Eduard Ham- alainen sigraði með 8.430 stig I Talence um helgina, en mótið er eitt hið allra sterkasta sem haldið er ár hvert og þangað boðið öllum bestu tugþraut- arköppum heimsins. Þeir voru allir samankomnir þar um helg- ina nema hvað heimsmethafinn, Bandaríkjamaðurinn Dan O’Brien, lét ekki sjá sig og bar við meiðslum. Algengt er að góður árangur náist í Talence og sem dæmi má nefna að O’Brien setti nú- gildandi heimsmet þar, skömmu eftir Ólympiuleikana í Barcelona 1992, Svíinn Henrik Dagárd setti Norðurlandametið þar í fyrra og Jón Arnar bættist í hópinn um helgina, er hann bætti íslandsmetið. JÓN Arnar Magnússon á fullrl ferft í stangarstökkskeppni stórmótslns í Talence í Frakklandl um helglna. Hann gerðl sér lítlð fyrlr og bættl eiglð íslandsmet, sem hann settl í Austurríki í vor, um ellefu stig. KNATTSPYRNA ■ Hef fest mig / B3 Bo þjálfar lið Dana SVÍINN Bo Johansson, fyrrum landsliðsþjálfari Islands, tekur við stjórn danska landsliðsins 1. júlí á næsta ári af Richard Möller Nielsen. Danir urðu Evrópumeistarar undir stjórn Möllers Nielsen 1992 en hann greindi frá því í ágúst að hann myndi hætta þegar samningurinn væri úti og Johansson var ráðinn um helgina. Johansson lauk starfi sínu sem landsliðsþjálfari Islands með marka- lausu jafntefli gegn Dönum í æfinga- leik í Laugardal í september 1991 en áður hafði hann þjálfað sænsk, norsk og grísk félagslið. Hann var n með dönsku meistarana Silkeborg 1992 til 1994 en þjálfar nú finnska liðið HJK. Bo, sem er 52 ára, gerði tveggja ára samning og er því geng- ið út frá því að hann verði með Danina fram yfir Heimsmeistara- keppnina 1998. „Ég veit ekki hvað ég verð lengi landsliðsþjálfari Dana en einu get ég lofað,“ sagði Bo. „Ég get hætt með ánægju ef Danmörk verður heimsmeistari 1998.“ Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason 12 mörk í sex leikjum ARNAR Gunnlaugsson er orðinn næst markahæstur í 1. delld- innl í knattspyrnu með 12 mörk, þrátt fyrlr að hafa aðeins verlð með í sex leikjum Skagamanna í sumar. Hann skoraðl tvivegis gegn Val að Hlíðarenda og hjálpar hér Lárusi Slg- urðssynl markverðl á fætur eftlr að gert selnna marklð hjá honum, úr vítaspyrnu, en Lárus var nálægt því að verja. Slgurstelnl Gfslasynl, sem er í mlðjunnl, virðlst skemmt. ■ Lelklrnir um helgina / B6 Samtök atvinnu- manna stofnuð Argentíski knattspyrnumaðurinn Diego Maradona var í gær kjörinn formaður Alþjóðasambands atvinnumanna í knattspyrnu (AIFP) á stofnfundi sambandsins sem hald- inn var í París. Tilgangur sambands- ins er að gæta réttar knattspyrnu- manna sem meðal annars felst í bar- áttu fyrir auknum launum og betri starfsaðstöðu. Maradona sagði að nokkrir knattspyrnumenn fengju vel greitt en flestir fengju „ekkert" — og bætti því við að illa væri farið með flesta knattspyrnumenn. „Við erum ekki að stofna þessi samtök til að bola neinum í burtu. Það eina sem við viljum er að knatt- spyrnumenn fái að vera með í ákvörðunum sem teknar eru og varða atvinnu þeirra. Hingað til höfum við ekki verið spurðir. Við viljum að við séum hafðir með í ráðum," sagði Maradona. Maradona hefur lengi verið með samtök sem þessi í undirbúningi en lét til skarar skríða eftir að hafa rætt við Frakkann Eric Cantona. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa báðir verið settir í bann, Maradona fyrir neyslu ólöglegra lyfja en Can- tona fyrir að ráðast á áhorfanda. „Knattspyrnan þarf fólk til að sjá um rekstur félaga og sambanda; knattspyman þarf knattspyrnu- menn. Við viljum mynda samband milli þessara aðila, friðsamlegt sam- band því knattspyma er ekki stríð,“ sagði Cantona og sagðist vonast til að þó svo hann og Maradona væru forsvarsmenn að samtökunum tækju menn það ekki illa upp. Á fundinum voru m.a., auk Mara- donas og Cantonas, Gianluca Vialli frá Ítalíu, Brasilíumaðurinn Rai, Sví- inn Tomas Brolin, Þjóðveijinn Micha- el Rummenigge og Abedi Pele frá Ghana. „Við vonumst til að fá Hristo Stoichkov, Ruud Gullit og Lothar Mattháus til liðs við okkur á næst- unni,“ sagði Maradona. HANDKNATTLEIKUR: ÓVÆNTUR SIGUR VÍKINGS GEGN AFTURELDINGU / B4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.