Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 BLAD f 3 Kennsla hafin í Fiskvinnslu- skólanum á ný Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 „íshafsrækja" kynnt í norrænu markaðsátaki I Þýzkalandi Greinar 7 EinarÖrn Jóns- son leiðbeinandi hjá SVFÍ „ALDAMÓTAKARFINN" Morgunblaðtó/Þorg«ir BaJduraton • KARFI af þeirri stærð, sem kallaður aldamótakarfi. Karfinn Dagmann Ingvason, skipvetji á reyndist 9 kiló að þyngd og 86 Sólbaki EA hampar hér, er orðinn sentíinetrar að lengd og veiddist á fremur sjaidgæfur, enda oftast Hampiðjutorginu. Verð á sfldarkvótanum 50% hærra en í fyrra MIKIL eftirspurn er eftir leigu á síldarkvóta og hefur verðið Iíklega aldrei verið hærra. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað gerir ráð fyrir að standa í minni kvótaviðskiptum á þessu fiskveiðiári vegna þess hversu leiga á síldarkvóta er há. „Þetta háa verð er til komið vegna verulega meiri eftirspurnar en framboðs,“ segir Finn- bogi Jónsson, framkvæmdastjóri SVN. Björn Jónsson, starfsmaður Kvótamiðlun- ar LÍÚ segir að mikil eftirspum sé eftir síldarkvótum til leigu. Leiguverð á kíló af sfld er nú um 4 krónur, en líklegt afurðaverð tveimur til þremur krónum hærra. Hækkun á verði kvótans er um 50% milli ára. Allt að 80 tonnum af þorski þarf á móti 1.386 tonnum af síld Björn segir að menn virðist vera tilbúnir að ganga mjög langt í að út- vega sér síldarkvóta og því sé verðið með allra hæsta móti núna. Jafnvel komið upp fyrir það sem raunvemlega borgi sig. „Yfirleitt vilja menn fá þorsk- eða rækjukvóta í staðinn fyrir síldar- kvóta,“ segir Bjöm. „í fyrra fór síld- arkvótinn, sem er 1.386 tonn á bát, á 50 til 55 tonn af þorski, en núna virð- ist hann fara á 70 til 80 tonn af þorski. Þetta er stórkostleg hækkun og þörfín virðist vera mjög mikil." Von er um hærra hráefnlsverð Hann segir að verðið í bræðslu hafi í fyrra verið 5-6 krónur og menn geri sér vonir um að það verði 6-7 krónur á þessu fiskveiðiári. Þá sé ekki vitað hvað verð í vinnslu verði hátt. Það sé hins vegar ljóst að á meðan leiguverð- ið sé jafn hátt og raun ber vitni, eða rúmar fjórar krónur, hafi menn ekki mikið upp úr veiðunum. Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað hefur lítið verslað með kvóta enn sem komið er að sögn Finnboga Jónssonar framkvæmdastjóra: „Á undanförnum ámm höfum við skipt út töluverðum veiðiheimildum, einkum í þorski og rækju, fyrir síldarkvóta. Við gerum ráð fyrir að það verði með svipuðum hætti núna, þó eitthvað minna, þar sem verð- ið á síldarkvóta er mjög hátt um þess- ar mundir." Hann segist vonast til þess að geta útvegað nægilegt magn til að tryggja þá vinnslu sem stefnt sé að, en undan- farin ár hefur Síldarvinnslan hf lagt mikið upp úr nýtingu sfldar til mann- eldis. Fyrirtækið var með 38 þúsund tunnur af saltaðri síld í fyrra, sem er langmesta magn sem saltað hefur ver- ið á íslandi á einni stöð á vertíð. Fréttir Verðhækkun á olíu líkleg • VERÐ á gasolíu til fiski- skipa hefur ekki verið hækkað samfara hækkun á verði á bensíni og disilolíu. Verð á olíu til fiskiskipa breyttist síðast snemma á þessu ári, en síðan hafa bæði orðið sveiflur á heims- markaðsverði og gengi dollars. Heimsmarkaðsverð á gasolíu var í júlí um 149 dollarar tonnið, 152 í ágúst og er um þessar mundir komið upp í 162 dollara tonnið. A sama tíma hefur gengi dollars hækkað úr 62 krónum í um 66,50. Líklegt má því teya að verð á gas- oliu til f iskiskipa hækki á næstunni. Spánverjar á hryggnum • ÞRÍR spænskir frystitog- arar eru nú á úthafskarfa- miðunum á Reykjanes- hrygg utan 200 milna mark- anna. Þeir eru með risa- troll frá Hampiðjunni og hafa menn frá fyrirtækinu verið að kenna þeim tökin á veiðarfærinu. Togararnir verða væntanlega við þess- ar veiðar fram í desember. Verði árangur þeirra talinn viðunandi, er fleiri togara frá Spáni að vænta á næstu karfavertíð./2 Trollin til Bandaríkjanna • HAMPIÐJAN selur nú Gloríutroll í vaxandi mæli til Bandaríkjanna. Mark- aðurinn fyrir þessi troll er fyrst og fremst sá floti, sem stundar veiðar á alaskaufsa og lýsingi undan vestur- ströndinni á norðanverðu Kyrrahafi. 6 til 7 troll af smærri gerðinni eru þegar farin vestur auk eins risa- trolls, en nokkur troU eru í pöntun./5 Mikið milli fiskveiðiára • ÍGILDI nærri 30.000 tonna af þorski verða flutt yfír á þetta fiskveiðiár sam- kvæmt nýjustu útreikning- um Fiskistofu. Að magni til verður langmest flutt á milli ára af ufsa og ýsu. Þrátt fyrir þennan mikla flutning aflaheimilda milli fískveiðiára falla niður ígildi 11.700 tonna af þorski./8 Markadir Lítið af þorski óunnið utan • LANGMESTUM hluta þorskaflans var landað til vinnslu hérlendis á síðasta fiskveiðiári. Heildarþorsk- aflinn varð 163.700 tonn og af því komu 136.400 tonn til vinnslu innan lands. Vinnsluskipin unnu nærri 25.000 upp úr sjó, sem er um 8.000 tonnum minna en á sama tíma í fyrra. Aðeins um 2.500 tonn af þorski fóru óunnin utan aHt fiskveiðiár- ið, og er þessi útflutningur að verða hverfandi þáttur í ráðstöfun aflans. Þegar mest var um útflutning á óunnum fiski í gámum lá nærri að jafnmikið hafi far- ið utan á einum mánuði og allt síðasta fiskveiðiár. Fiskveiðiárið 1994-95: Ráðstöfun þorskaflans Aukið hlutfall unníð heima Fiskveiðiárið 1994-95: Ráðstöfun heildaraflans • ÞEGAR litið er á botn- fískaflann í heild, eykst hlutfall landvinnslunnar einnig. Nú var um 317.000 tonnum landað til vinnslu heima, en alls veiddust 466.000 tonn af bolfiski. Nú voru 110.000 tonn unnin um borð í frystiskipum en 138.500 í fyrra, en hafa ber í huga að botnfiskaflinn nú varð nærri 70.000 minni en fiskveiðiárið þar á undan. Verulegur samdráttur varð á útflutningi á óunnum fiski./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.