Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Líkur eru á vaxandi sókn Spánveria í úthafskarfann Þrír spænskir togarar með íslenzk troll nú á miðunum ÞRIR spænskir frystitogarar eru nú á úthafs- karfamiðunum á Reykjanes- hrygg utan 200 mflna markanna. Þeir eru með risatroll frá Hampiðj- unni og hafa menn frá fyrirtækinu verið að kenna þeim tökin á veiðar- færinu. Veiðarnar hafa gengið misvel, en Guðmundur Sævarsson, starfs- maður Hampiðjunnar, sem var um borð í einum togaranna, segir að Spánveijarnir séu búnir að ná tökum á trollinu og hafi fengið ágætis höl í síðustu viku. Togararnir verða væntanlega við þessar veiðar fram í desember. Verði árangur þeirra talinn viðunandi, er fleiri togara frá Spáni að vænta á næstu karfavertíð. Portúgalir eru þegar komnir í þessar veiðar og frétzt hefur af áhuga íra á þessum veiðum á næsta ári. Guðmundur Sævarsson, starfs- maður Hampiðjunnar, var um borð í togaranum Puente Sabaris, til að kenna Spánveijunum meðferð Gloríu-trollsins. Hann segir að Spánveijarnir séu búnir að ná tök- um á notkun trollsins, en togarinn sé gamaldags og fremur illa tækj- um búinn, sem valdi nokkrum örðugleikum við að taka svona stór troll. Stjórn verði komið á veiðarnar Guðmundur segir að þeir haus- skeri og slógdragi karfann fyrir heilfrystingu eins og íslenzku skip- in og þar sé ekki bræðsla um borð. „Ég hef margsinnis vakið á því athygli að skip frá Evrópusam- bandinu og þá ekki sízt spænsk skip, auki sóknina á Reykjanes- hrygginn. þess vegna munum við leggja á það mikla áherzlu á árs- fundi NEAFC (fískveiðinefnd Norðaustur-Atlantshafsins) í nóv- ember, að samþykkt verði að koma á stjóm á veiðunum. Jafnframt að viðurkenndur verði sérstakur rétt- ur strandríkja í því efni. Það er of snemmt að dæma um, hvort slíkri stjórnun verði komið á, þegar á næstu vertíð, en við munum leggja áherzlu á að slíkar ákvarð- anir verði teknar sem fyrst. Munum fylgja kröfum okkar eftir Við hófum máls á þessu á síð- asta ársfundi. Þá var málinu skot- ið á frest enda mætti það andstöðu margra aðildarþjóðanna. Við mun- um fylgja kröfum okkar eftir á næsta fundi. Niðurstaðan frá út- hafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna styrkir stöðu okkar í bar- áttunni fyrir ábyrgri stjórnun á þessu svæði verulega," segir Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra. Aðspurður um álit á sölu veiðar- færa til spænsku togaranna segir Þorsteinn, að við getum ekki hindr- að slík viðskipti. Sjálfsagt mætti einnig reikna með því að aðrir nytu þá góðs af þessum viðskiptum en íslenzk fyrirtæki. „En aðalatrið- ið er að okkur takist að koma á ábyrgri veiðistjórn á þessum mikil- vægu fiskimiðum,“ segir Þor- steinn. Ekki hægt að hlnda viðskipti af þessu tagl Guðmundur Gunnarsson, sölu- stjóri Hampiðjunnar, segir að sjálf- sagt sé að nýta sér þá möguleika að selja útlendingum, jafnt sem íslendingum veiðarfæri, þó þeir séu að stunda veiðar á úthafskarfa. „Ef við seljum þeim ekki þessi veiðar- færi gera aðrir það einfaldlega, svo veiðarnar stunda þeir eftir sem áður. Við eigum í harðri sam- keppni á þessum markaði til að mynda við fyrirtæki frá Evrópu- sambandinu og verðum að standa okkur í þeirri samkeppni til að halda velli. Það er ekki hægt að hindra við- skipti af þessu tagi. Ekki datt Norðmönnum í hug að hindra Simrad að í selja fiskileitar- og siglingartæki til annarra þjóða og Þjóðveijar hindruðu ekki Baader í að selja fiskvinnsluvélar um allan heim. íslenzk útgerð og íslenzkir sjómenn hafa verið mjög fljótir að tileinka sér nýjungar meðal annars í kaupum á búnaði til veiða og vinnslu og eru þar í fararbroddi. Engum dettur í hug að banna sölu á þekkingu og tæknibúnaði fyrir sjávarútveg úr landi, því slík sala skilar sér á margan hátt í auknum umsvifum hér heima og hafa ís- lenzku fisksölufyrirtækin til dæmis notið góðs af sölu veiðarfæra um borð í erlendu úthafskarfaskipin," segir Guðmundur. Aukin áherzla á rannsóknir á flatfíski „ÞAÐ má segja að þessi leiðangur sé beint framhald af aukinni áherslu stofnunarinnar á rannsóknir á flatfiskum," segir Björn Ævar Steinarsson, Ieiðangurssljóri. Nýlega var farinn flatfiskaleið- angur á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar, þar sem aflað var almennra líffræðilegra upplýsinga um flatfiska. „Ástæðan er sú að rannsóknum á flatfiskum hefur lítið verið sinnt á undanfömum árum, en á sama tíma hefur sókn í þessa stofna aukist verulega." Hann segir að aflað hafi verið gmnnupplýsinga um vöxt, kynþroska, stærðar- og aldursdreifingu flatfiska. „Lögð var áhersla á tegundir sem lítt hafa verið rannsakaðar hingað til, eins og sandkola, skráflúra, langlúru og þykkvalúru," segir Björn. „Við merktum líka töluvert af þessum tegundum, en það hefur ekki verið gert áður og því lítið vitað um ferðir þeirra." Leiðangurinn var farinn 4.-13. september með Árna Friðrikssyni og fóm rannsóknimar fram í Faxaflóa og við suðurströndina. Björn segir að fyrst og fremst hafi um gagnaöflun verið að ræða: „Niður- stöður úr merkingum koma ekki í ljós strax og það tekur nokkra mánuði að vinna úr þeim gögnum sem aflað var.“ Björn vill beina því til sjómanna að vera vakandi fyrir merkjum í flatfiski og skila þeim til Hafrannsóknastofnunarinnar í þar til gerðum umslögum sem til eru um borð í mörgum fiskiskipum og eiga að vera fáanleg á hafnarvogum. Einnig vill hann benda á að ítarlegar upplýsingar sé að finna í sjómannaalmanaki um hvemig skila eigi merkjum. Morgunblaðið/Muggur BJÖRN Ævar Steinarsson að störfum um borð í Áma Friðrikssyni. Segir verksmiðjuframleiðslu fiskafurða hérlendis líklega „ÉG HEF þá trú að íslendingar muni færa sig einu skrefi lengra í fram- leiðsluferlinu með því að hefja fram- leiðslu á verksmiðjuframleiddum fiskafurðum. Ástæðan fyrir því að þetta er tímabært núna en ekki t.d. fyrir 20 árum er sú að miklar framfarir hafa orðið í viðskiptum, upplýsingatækni, fjarskiptatækni, samgöngum og flutningatækni. Sú þróun mun halda áfram.“ Það er Svavar Svavarsson, framleiðslustjóri Granda hf. sem reif- ar þessa skoðun sína í nýútkomnu fréttabréfi Granda hf., en til þessa hefur slík vinnsla ekki þótt henta hérlendis. Framleiðslustjóri Granda býst við aukinni sérhæfingu í íslenzku fiskvinnslunni „Þetta gerir okkur kleift að staðsetja okkur þar sem við viljum selja framleiðsluvörur okkar. Hvar sem markaðurinn er í heiminum getur við alltaf staðsett okkur í honum miðjum. Rökin fyrir því að háþróuð vinnsla úr fiski þurfti að vera nálægt markaðnum vega ekki eins þungt og áður og þau verða sífellt léttvægari. Það er ekkert sem segir að fiskréttaverk- smiðja á Jótlandi eigi meiri möguleika en fisk- réttaverksmiðja á íslandi,“ segir Svavar í frétta- bréfinu. Fiskvinnslufyrirtæki framtíðarinnár Þá er Svavar spurður álits þróun í verkefnum og stærð fískvinnslufyrirtækja: „Ætla má að físk- vinnslufyrirtæki í framtiðinni verði aðallega tvenns konar. í fyrsta lagi verða hér smáfyrir- tæki með takmarkaða tæknivæðingu. Þau stunda frumvinnslu, svo sem saltfískverkun, vinnslu ferskfískflaka og ýmissa sérvinnslu. Mörg þess- ara smáfyrirtækja hafa sprottið upp með tilkomu fiskmarkaðanna og eiga framtíð fyrir sér. I öðru lagi verða hér mjög tæknivædd stór fyrirtæki, bæði í frumvinnslu og verksmiðju- framleiðslu, með mjög sérhæfðar vinnslueining- ar. Fjárfestingar í dýrum tækjabúnaði kalla á stór og sterk fyrirtæki. Til þess að nýta þessa fjárfestingu þarf að tryggja stöðugt hráefni, vinna á vöktum allan sólarhringinn og framleiða verðmætari vörur með lágmarks tilkostnaði." Svavar sagui að þessi breyting færði meiri vinnslu inn í landið og yki verðmæti framleiðsl- unnar. Ekki er að vænta að störfum fjölgi sam- svarandi vegna mikillar tæknivæðingar en með þessu tækist m.a. að snúa vörn í sókn. „Fyrir- tækin hafa aukið tengsl sín við markaðinn. Það má segja að mörg fiskvinnslufyrirtæki séu nú meira markaðsdrifin en framleiðsludrifin eins og var áður. Þetta er forsenda fyrir góðum árangri." „Vonandi einsdæmi“ • „ÉG TEL það nyög slæmt mál að erlendur Hskkaup- andi geti keypt veiðiheim- ildir hér og haft menn í vinnu við að veiða fyrir sig og vinna og láta afhenda sér það á einhverju verði, sem hann ákveður sjálfur,“ segir Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Verið. „Við erum ekki sjálfs okkar ráð- andi um afhendingu afurð- anna og verð áþeim.“ Fyrirtækið Osvör í Bol- ungarvík hefur orðið upp- víst að því að selja þýzku fyrirtæki aflaheimildir í ís- lenzkri fiskveiðilögsögu og teya íslenzk stjórnvöld að þar sé brotið gegn lögum um fjárfestingu útlendinga í sjávarútvegi á íslandi. Rannsókn málsins er lokið og hefur það verið sent rík- issaksóknara. „Það er fyrst og fremst Ósvör, sem selur heimild- irnar, sem þarna á hlut að máli. Þeir, sem á eftir komu í þessum leik, virðast ekki hafa áttað sig á iagalegum skyldum sínum í þessu efni; að koma ekki nálægt við- skiptum af þessu tagi. Ég vona að þetta sé einsdæmi og það má ekki endurtaka sig. Ég hef ekki heyrt af öðrum dæmum af þessum toga. Að vísu hefur verið um það talað, að erlendir umboðsaðilar við ferskfisk- sölu hafi verið að hvetja til viðskipta við sig með ýms- um hætti. Slík viðskipti tíðkast ekki lengur, þvi áhættan af þeim er miklu meiri en mögulegur ábati af þeim,“ segir Krislján Ragnarsson. Kvótamisferli upplýst í Olafsvík • SKIPSTJÓRAR á króka- bát og dragnótarbát frá Ólafsvík hafa orðið uppvísir að kvótamisferli. Var um tveimur tonnum af afla dragnótarbátsins komið um borð í krókabátinn úti á sjó, sem síðan landaði fiskinum sem eigin afla. Mál þeirra verður 6ent ríkissaksóknara næstu daga og hefur Fiski- stofa farið fram á að bát- arnir verði sviptir veiði- I frétt frá Fiskistofu seg- ir að grunsemdir um ólög- legt athæfi haf i vaknað um miðja síðustu viku. Farið hafi verið fram á rannsókn hjá sýslumanninum í Stykkishólmi og var málið rannsakað af lögreglunni í Ólafsvík og lögfræðingi Fiskistofu. Fyrir liggur játning beggja skipstjór- anna þess efnis að samtals hafi tvö tonn verið færð milli báta úti á sjó og þeim siðan landað sem afla krókabátsins. Aflanum var landað tvívegis, dagana 13. og 14. september. I fyrra skiptið var lagt upp i Ólafs- vík en á Rifi í það síðara. Málið telst að fullu upp- lýst og mun sýsJumaðurinn í Stykkishólmi senda það til ríkissaksóknara næstu daga og jafnframt mun væntan- lega tekin ákvörðun um veiðileyfissviptlngu viðkom- andi báta af sjávarútvegs- ráðuneytinu á næstunni, en Fiskistofa hefur vísað því til ráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.