Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 B 3 FRETTIR Kennsla hafin í Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði eftir nokkurt hlé Morgunblaðið/Ásdís BJORN Bjarnason ávarpaði gesti á skólasetningunni. „Við megum ekki missa af lestinni“ Kennsla er nú að hefjast í Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfírði á ný eftir hlé, sem gert var á starfsemi skólans. Verulegar breytingar hafa verið gerðar á starfsemi skólans. Pétur Blöndal var viðstaddur skólasetningu í lok síðustu viku og ræddi meðal annars við nemendur, menntamálaráðherra og skólastjórann Gísla Erlendsson. 17 nemendur eru nú að heíja nám í skólanum. FISKVINNSLUSKÓLINN var settur síðastliðinn föstudag og kennsla hófst á mánudag þegar sautján nemendur settust á skóla- bekk. Verulegar breytingar hafa orðið á formi skólans frá því sem áður var, en hann hefur verið gerð- ur að sjávarútvegsdeild Flensborg- arskólans. Það kom fram í rgsðu Gísla Erlendssonar, nýráðins skólastjóra Fiskvinnsluskólans, að sett var sem skilyrði fyrir því að þessar ráðstafanir næðu fram að ganga að nemendur mættu ekki vera færri en tíu. Þegar uppi var staðið sóttu 40 um og 17 komust að. Nemendur koma frá öllum landshlutum og ekki nóg með það heldur koma tveir beint af veiðum á Fiæmska hattinum og einn frá Namibíu. Um ástæðuna fyrir þessum breytingum á rekstri skólans sagði Gísli að talsvert hefði hallað á um rekstur og vinsældir skólans undanfarin ár. Ef til vill vegna þess að verknám í landinu hefði farið halloka fyrir bóknámi eða vegna samdráttar í landvinnslu sem hefði orðið til þess að mikið framboð væri á hæfum stjórnend- um. Þegar sú ákvörðun hafi svo verið tekin að ekki þyrfti mats- menn hafi það komið illa við skól- ann, en hann taldi þann þátt þó vera ofmetinn. Brýn þörf Gísli er þeirrar skoðunar að enn sé brýn þörf á rekstri Fiskvinnslu- skólans, jafnvel meiri en nokkurn tíma fyrr. Fiskvinnslan þyrfti hæfa stjórnendur sem kynnu skil á tölvuvinnslu, gætu stjórnað gæð- um framleiðslunnar, verið í beinu sambandi við kaupendur erlendis og ekki síst valið vinnsluferla fyr- ir mismunandi hráefni eftir gæða- og arðsemismati. íslendingar mættu ekki missa af lestinni, því þróunin væri feiknalega hröð í þessari atvinnugrein. Vonar aö skólinn nál sér aftur á flug Það sem er frábrugðið í kennslu skólans frá því sem áður var er að nú er krafist meiri undirbún- ingsmenntunar en áður eða 52 eininga í framhaldsskóla, mun meiri áhersla er lögð á matvæla- fræði, dregið verður úr verklegri kennslu og kennsla í tölvuvinnslu aukin. Námið er fjórar annir og að því loknu geta þeir sem vilja halda áfram lokið stúdentsprófi á tiltölulega stuttum tíma. Fyrst og fremst er þó lögð áhersla á að undirbúa nemendur undir vinnu- markaðinn. „Mér finnst mjög ánægjulegt að þessi starfsemi sé aftur farin af stað í þessum húsakynnum og í tengslum við Flensborgarskól- ann,“ segir Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, en hann flutti stutt ávarp á skólasetning- unni. „Það var hlé á kennslunni hér og nú hefur henni verið hrund- ið af stað á nýjum forsendum, til- raunastarf til tveggja ára til að byija með, en vonandi verður þetta til þess að skólinn nái sér á flug aftur og þjóni hlutverki sínu.“ Þetta blessast allt saman Jón Valur Sigurðsson, einn af eigendum síldarplansins á Seyðis- firði og laxeldisfyrirtækis, er á meðal þeirra sautján nemenda sem eru að heíja nám í skólanum. „Ég hef alla tíð unnið í fiski eða frá því ég var smápatti. Núna vantar matsmann í fiskeldinu og þetta gæti verið ágætis undirbúningur fyrir það.“ Hann segir að það eigi eftir að koma í ljós hvernig hann kunni við sig í nýju umhverfi, en hann sé búinn að koma sér vel fyrir. Hvað líði kostnaðarhliðinni á flutn- ingunum til höfuðborgarsvæðisins og skólavistinni segir hann: „Það er dýrt að vera í skóla, en ég held að ég sleppi alveg þokkalega frá þessu. Þetta er góð fjárfesting og á eftir að blessast allt saman.“ Skrefiö tekiö tll fulls Zanny Elfar frá Garðabæ er einn af þremur kvenmönnum sem skráðu sig í skólann. „Ég hef unn- ið í fiski í tuttugu ár og mér fannst tími til kominn að taka skrefið til fulls.“ Hún hefur unnið í fiskbúð- um og smærri fiskvinnsluhúsum, en segir að námið komi til með að skipta miklu máli: „Þetta mun- ar öllu. Ég á að verða fær um að taka að mér verkstjórn og ýmis- legt sem ég er ekki í dag. Auk þess hefur þetta vafalaust mikla þýðingu launalega séð.“ Zanny segir að námið leggist mjög vel í sig og að hún bíði spennt eftir framvindu mála. Opnar margar dyr I framtíöinnl Davíð Jónsson þarf ekki langt að sækja skólann, því hann kemur frá Reykjavík. „Ég hef unnið und- anfarin sex sumur hjá Granda og stunda nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á veturna: „Ég var búinn að draga lappirnar of íengi í náminu þar, ákvað að breyta til og koma hingað. Þetta leggst mjög vel í mig.“ Davíð telur að námið eigi að geta opnað margar dyr fyrir hon- um í framtíðinni. „Ég á eftir að öðlast betri þekkingu á fisk- vinnslu og svo er spurning hvort ég geti farið út í frekara nám. Annars verður það bara að koma í ljós.“ Skólanum vel tekið af atvinnulífinu „ AÐ VISSU leyti líst mér betur á þetta en ég átti von á,“ segir Gísli Erlendsson, skólastjóri Fisk- vinnsluskólans. „Sérstaklega hvað þessu hefur verið vel tekið af atvinnugreininni og eins hvað margir hafa sýnt því áhuga að stunda nám við skólann. Ég hef fengið töluvert af upphringingum frá mönnum úr atvinnugreininni, þar sem þeir hafa verið mjög jákvæðir, bent mér á verkefni og komið með ábendingar.11 „Miðað við venjulega fjölbrautaskóla eru þessir nemendur mun þroskaðra fólk. Það má sjá af aldr- inum á þeim og því að það er mun erfiðara fyrir sumt af þessu fólki að rífa sig upp og setjast á skólabekk. Margir koma utan af landi og í mörgum tilvikum er þetta fjölskyldufólk. Það er greinilegt á öllu að þetta er fólk sem er staðráðið í að læra.“ Fylgir mikill kostnaður þvíað reka skólann? „Það gefur auga leið að þetta er dýrt á hvern nemandaþegar þeir eru aðeins sautján í öllum þessum húsakynnum. En á næstu önn munu nýir nemendur bætast í hópinn og þá mun kostnaður á höfðatölu lækka. Á móti kemur að skólinn kaupir óunninn fisk á Morgunblaðið/Ásdís GÍSLI Erlendsson skólastjóri Fiskvinnsluskólans. markaði til kennslu og selur hann fullunninn, sem mun skapa skólanum nokkrar sértekjur, auk þess sem gert er ráð fyrir einhverju námskeiðahaldi á vegum skólans." YAMAHA DÍSELVÉLAR MEÐ HÆLDRIFI Gerð ME 420, 6 strokka, 240 hö. Frábært verð. Aðeins kr. 1.495 þús. án vsk. Hér er boðin nýjasta kynslóð hældrifsvéla, hlaðin nýjungum þ.ám. vökvatengsli, sem tryggir mýkri og hljóðlátari skiptingu en áður hefur þekkst. Leitið upplýsinga! Skútuvogi 12A, sími 581-2530.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.