Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG > MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 UIMNIÐ í FLOTTROLLINU Morgunbladíð/Rax Um 30.000 tonna kvóti fluttur milli fískveiðiára ■^^^^^^^^^■•■■^^^■■■■i ÍGILDI nærri 30.000 tonna af Um fimmtán þúsund 4„«»2ú tonn af ufsakvóta féllu útreikningum Fiskistofu Að magni til verður langmest flutt niður milli ára á rnllli ára af ufsa og ýsu. Þrátt fyrir þennan mikla flutning afla- heimilda milli fiskveiðiára falla niður ígildi 11.700 tonna af þorski. Að magni til er það nánast allt ufsi, eða nærri 15.000 tonn, en hann vegur um helming á móti þorski. Af þorski féllu niður aðeins 92 tonn milli ára. Sé litið á einstakar botnfisktegund- ir innan kvóta, kemur í ljós að 5.576 J tonn af þorski verða flutt frá síðasta fiskveiðiári yfir á það næsta, 8.216 tonn af ýsu færast yfir á þetta ár, 10.556 af ufsa, 5.595 tonn af karfa, 4.983 af grálúðu og 2.038 tonn af skarkola. Eykur leyfilegan helldarafla Auk þessa varð töluvert ónýtt af leyfilegum aflaheimildum. Auk þorsks og ufsa falla niður 2.181 tonn af ýsu, 213 tonn af karfa, 894 af grálúðu og 940 tonn af skarkola. Þessi flutningur milli ára eykur það, sem áður hafði verið ákveðið að heimilt yrði að veiða á nýbyijuðu fisk- veiðiári. Sjávarútvegsráðuneytið hafði ákveðið að leyfílegur heildarafli af þorski yrði 155.000 tonn á þessu ári, en við það bætast því rúmlega 5.500 tonn. Leyfilegur heildarafli nú verður því í raun meiri en á síðasta ári, eða alls rúmlega 160.000 tonn. Leyfllegur grálúöuafll allt að 25.000 tonnum Sömu sögu er að segja af öðrum fískitegundum, þar sem mikið var flutt á milli ára. Ráðneytið hafði ákveðið hámarksafla af ýsu 60.000 tonn, en með flutningunum verður leyfílegt að veiða rúmlega 68.000 tonn og leyfílegur ufsaafli eykst úr 70.000 tonnum í 80.000. Leyfílegur karfaafli verður um 71.000 tonn og grálúðuafli um 25.000. Loks eykst leyfílegur afli af skarkola um 2.000 tonn og verður 15.000 alls. Mlklll rækjukvótl Afli af úthafsrækju á síðasta físk- veiðiári varð alls tæplega 61.600 tonn og voru rúmlega 4.200 tonn flutt yfír á þetta ár. Því verður heimilt að veiða um 70.000 tonn af úthafsrækju á þessu ári, þar sem kvótinn er 63.000 tonn og auk þess er heimilt að veiða 5% fyrirfram af kvóta næsta árs. Sé leyfílegur afli af innfjarðarækju tekinn með, verður því heimilt að veiða allt að 80.000 tonnum af rækju innan ís- lenzku lögsögunnar. Með veiðum utan kvóta á Dohmbanka og Flæmska hatt- inum, getur rækjuafli farið langleiðina í 100.000 tonn. Verðmæti rækjúaflans gæti því orðið nærri jafnmikið og verð- mæti þorskaflans. Umframafli krókabáta setur strik í reiknlnglnn Við ákvörðun hámarksafla af þorski, sé dæmi tekið, er gert ráð fyrir úthlutuðu aflamarki upp á 108.620 tonn. Við það bætast 21.500 tonn, sem ætluð eru krókabátum, 11.070 tonn til jöfnunar og 13.810 tonn vegna línutvöföldunar. Þannig fæst út heildarmagn upp á 155.000 tonn, sem nú er það sama og á síð- asta ári. Á síðasta fiskveiðiári varð þorsk- afli alls um 164.000 tonn. Munar þar mestu að veiðar krókabáta vom vem- lega umfram sett mark stjórnvalda. Nú hafa eigendur stórs hluta króka- báta ákveðið að veiða samkvæmt afla- reynslu og hefur þeim verið úthlutað kvóta upp að um 14.000 tonnum sam- tals. 7.000 tonn era því til reiðu fyrir þá smábáta, sem stunda krókaveiðar áfram. Þar sem krókabátum fækkar úr um 1.100 vegna þessa í 700, má gera ráð fyrir því að umframveiðar krókabáta verði minni á komandi físk- veiðiári en áður. FÓLK Flest störfin skemmtileg • SÓLVEIG Helgadóttir hefur unnið við fiskvinnslu um langt árabil, en er nú starfsmaður Granda hf. Hún prófaði um eins og hálfs árs skeið að vinna á saumastofu en líkaði ekki nógu vel. „Það er skemmtilegra að vinna í fiskinum. Þar er meira fjör og skemmtilegra fólk,“ segir hún. Sólveig fæddist á Jökul- dal 1941 og ólst þar upp. Hún kpm til Reylgavlkur 1962. „Ég byijaði hjá ísbirninum árið 1970 og vann þar í eitt ár en fór þá heim að sinna bömum og búi. Ég kom aftur árið 1978 og hef unnið hér síðan fyrir utan þennan tíma sem ég var á saumastofunni. Mér fínnst flest störfín í físk- vinslunni skemmtileg, en það er mjög gott að breyta til og fara aðeins á milli.“ Helstu áhugamál Sólveigar era lestur góðra bóka og ferðalög. Jens annast viðhaldið • JENS Helgason er 43 ára gamall Reykvíkingur og hann hóf störf hjá Isbirnin- um árið 1979 en er nú starfsmaður Granda hf. Hann er kynntur í fréttabréfi fyrirtækisins með eftirfarandi hætti: Jens er rafvirkjameistari á verk- stæðinu í Norðurgarði og hann leysir einnig verkstjór- ann þar af. „Það er í mínum verkahring fyrst og fremst að annast viðhald og viðgerðir á öllu sem viðkemur rafmagni, bæði því sem tengist húseign- inni og vélum. Einnig er eitt- hvað um nýlagnir vegna breyt- inga og endurbóta." Jens er mjög virkur í félagsmálum. Hann sat lengi í stjórn starfs- mannafélags Granda og var formaður þess í tvö ár. Jens hefur einnig mikinn áhuga á íþróttum. Hann stundar íþrótt- ir reglulega, fer á skíði á vet- uma o g skokkar 5 til 7_kíló- metra þrisvar í viku. „Áhugi á hlaupunum hefur aukist jafnt og þétt með árunum og ég tek þátt í allflestum al- menningshlaupum," segir Jens. Sólveig Helgadóttir Jens Helgason Hjörtur endurskipuleggxtr upplýsingakerfi Granda hf, • HJÖRTUR Grétarsson hefur verið ráðinn til að endur- skipuleggja og byggja upp upplýsingakerfí fyrir Granda hf. auk annarra sérverkefna. „Helstu markmið með nýju upplýsingakerfi eru að gera upplýsingar aðgengilegar fyrir stjómendur jafnóðum og eitt- hvað markvert gerist. Skrán- ing upplýsinga verður færð nær uppruna með aukinni notkun strikamerkja, tölvu- væddri gæðaskráningu, verk- skráningu, notkun sölu- og afgreiðslukerfa, sjálfvirku upplýsingaflæði frá iðntölvum og tímaskráningarkerfum svo fátt eitt sé nefnt,“ sagði Hjört- ur í samtali við nýútkomnar Grandafréttir. Hjörtur er 34 ára, fæddur og uppalinn á ísafirði. Hann kynntist öllum almennum fisk- vinnslustörfum hjá Hrað- frystihúsi Norðurtanga hf. en einnig er hann háseti á ísf- irsktogaranum Guðbjarti ÍS 16. Hjörturer stúdent frá Menntaskól- anum á ísafirði. Hann lauk BS-prófí í tölvunarfræð- um frá HÍ 1988. Hann starfaði árin 1988 til 1991 sem verkefnisstjóri hjá Seðla- banka íslands við uppbygg- ingu upplýsingakerfa. Hjörtur stundaði nám við Rotterdam School of Management við Erasmus University 1991 til 1993 og lauk meistaragráðu í rekstrarhagfræði, MBA. Það- an lá leiðin til Tæknivals hf. þar sem hann starfaði við markaðssetningu á upplýs- ingakerfum og sem deildar- stjóri hugbúnaðardeildar. Eiginkona Hjartar er Helga Jóhannesdóttir hjúkrunar- fræðingur og eiga þau þijú böm. Hjörtur Grétarsson Súrsætur skelfiskpottréttur VEmNGAHÚSIÐ Smiðjan/Bautinn á Akureyri hefur starfað þar um árabil og eru það margir, sem þangað rw.".rff| WM. hafa lagt Ieið sína. Fjölbreyttan kost er ii'i'A’ii 1111 rll Iþar að fá og því var brugðist vel við þegar beðið var um fiskiuppskrift í matreiðslubækur lesenda Versins. Það kom í hlut Þormóðs Guðbjartsson- ar, matreiðslumanns, að hrista fram úr erminni upp- skrift að súrsætum skelfiskpottrétti fyrir Fjóra. Það sem þarf í uppskriftina en Um 800 gr af hörpuskel, rækju og kræklingi 1/2 pilt kúrbítur belgjabaunir bambusstangir 1/2 rauð paprika 1/2 græn paprika lítill laukur 4 ristaðir humarhalar í sósuna þarf: 1 dl edik 1 dl vatn 1 dl sykur 1 msk tómatpurré Sósa blönduð saman og soðin á pönnu. Grænmetí skorið í strimla og sett út í sósuna ásamt skelfiskinum og látið qóða örlitið (ekki mikið). Humarhalar ristaðir i smjöri og hvitlauk og settir á hvern skammt fyrir sig. Með þessu er gott að hafa hrfsgijón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.