Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 4
SJUKRAFLUTNINGAR 4 C MIÐVIKURDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ■ Slökkvitæki. Á hveiju heimili þarf að vera til slökkvi- tæki, eldvama- teppi og reyk- skynjari. Það vita flestir en að ýmsu er að hyggja. Tækin þurfa að vera á sínum stað og í lagi. Ýmsar gerðir eru til af slökkvitækjum. Hjörtur Gunnars- son yfireldvarnaeftirlitsmaður mæl- ir með vatns- eða léttvatnstækjum á föst efni og kolsýrutæki á raf- magn. Láta þarf viðurkennda þjón- ustuaðila yfirfara slökkvitækin reglulega. ■ Reykskynjari. í íbúðum er æski- legt að reykskynjari sé í sem flest- um herbergjum. Það hefur orðið mikil breyting inni á heimilunum. Mikið er um plast og önnur gervi- efni sem gefa frá sér mikinn og hættulegan reyk við bruna. Reykur- inn breiðist ört út þegar eldur kviknar og þá er hætta á ferðum. Þegar reykskynjari er til staðar ættum við að hafa tíma til að bregð- ast rétt við. Mögulegt er að fá ýmsar gerðir af reykskynjurum, til dæmis sérstakan skynjara sem get- ur verið í eða við eldhús. Líftími reykskynjara er 7-10 ár. Fólk getur sjálft yfirfarið reykskynjara, skipt um rafhlöðu og prófað þá mánaðar- lega með því að þrýsta á hnapp skynjarans. ■ Gas. Gaseldavélar eru nýjung á heimilum hér á landi. Ráðlegt er að fá vana menn til þess að setja þær upp til þess að hafa öryggið í lagi. Gasskynjara þarf að setja niðri við gólf. Svo verður fólk að muna eftir að geyma gaskútana úti eins og kútana af gasgrillunum. o ■ Beinbrot. Oft reynist erfitt að greina hvort bein hafi brotnað. Bein geta brotnað við fall, snúning og högg. Helstu ein- kenni beinbrota eru sársauki, bólga, minnkuð hreyfigeta, aflögun, stytt- ing á útlim og beint sýnilegt brot (opið brot). Einnig getur sjúklingur heyrt brest. Það er kannski ekki hlutverk okkar að meta það hvort viðkomandi sé brotinn heldur að meðhöndla sjúklinginn. Rétt er að meðhöndla vafatilfelli sem brot. Ef grunur vaknar um að einstaklingur sé brotinn er rétt að hagræða hon- um þannig að hann fínni sem minnst til. Hægt er að láta spélku (stífa) við útlim. ■ Blástursmeðferð. Öll þurfum við súrefni til þess að getað lifað. Ef súrefnisflæði til heilans stöðvast setur það viðkomandi í lífshættu. Ef sjúklingur er hættur að anda af sjálfsdáðum er hægt að beita blást- uraðferðinni og koma þannig súrefni niður í lungu viðkomandi. Ef hjart- sláttur finnst þá flytur blóðrásin súrefnið til líffæranna. Þegar blást- ursaðferð er beitt er byijað á því að hrópa á hjálp, opna síðan öndun- arveg með því að leggja aðra hönd- ina undir höku viðkomandi og hina á enni hans og sveigja þannig höfuð- ið varlega aftur. Hreinsa þarf að- skotahluti í burtu. Skyndihjálpar- maður klemmir nasir saman með fingrum þeirrar handar sem liggur á enninu og opnar með hinni hend- inni munn sjúklings. Síðan á að leggja varirnar vel yfír munn og blása varlega þar til bijóstkassinn lyftist. Blásturinn er endurtekinn ■ fímm sinnum og síðan athugað hvort sjúklingurinn andar sjálfur. Ef ekki þá er blástursaðferð haldið áfram þar til hjálp berst. Blásið er 12 til 16 sinnum á mínútu. ■ Blæðingar. Blæðingar úr sárum eru töluvert algengar og sem betur fer hætta þær yfirleitt sjálfkrafa innan tiltölulega skamms tíma. En ef blæðingin virðist vera mikil þá er gott að Iáta hreinar grisjur á sár- ið og þrýsta á. Ef umbúðir eru fest- ar á útlim, til dæmis með teygju- bindi, þarf að gæta að því að vefja ekki of fast þannig að það stöðvi blóðfiæðið um útliminn. Einnig er gott að lyfta þeim líkamshluta sem blæðir úr. Hreinlæti er mikilvægt. Ekki á að fjarlægja aðskotahluti sem kunna að vera í sárinu. AOalatriðið að komast sem fyrst á staðinn Sjúkraflutningamenn vinna nú ýmis störf við aðhlynningu sjúkra og slasaðra sem læknar einir hafa mátt vinna. Ábyrgð þeirra hefur aukist með betri menntun. Þeir lenda oft í sorglegum atburðum en einnig gleðileg- um eins og þegar þeim tekst að vekja fólk aftur til lífsins eftir slys. „STARFIÐ hefur breyst mikið á síð- ustu árum. Það snýst ekki lengur um að henda hinum slasaða upp í sjúkrabílinn og bruna á sem skemmstum tíma á sjúkrahús. Þjóð- félagið krefst þess að sjúkraflutn- ingamenn geri meira fyrir sjúkling- ana enda næst betri árangur með því,“ segir Guðmundur Jónsson varð- stjóri er rætt var við hann og Lárus Petersen slökkviliðsmann sem einnig er menntaður neyðarliði. Þeir sitja báðir í sjúkraflutninganefnd Slökkvi- liðsins sem er ráðgefandi fyrir vara- slökkviliðsstjóra. Brunaverðir eru menntaðir og þjálfaðir til sjúkraflutninga og ganga ýmist vaktir sem brunaverðir eða sjúkraflutningamenn. Átta sjúkra- flutningamenn eru á hverri vakt á daginn og sex á nóttunni. Ef mikið er að gera koma menn til liðs við þá úr öðrum störfum. Þeir hafa yfír að ráða átta sjúkra- bílum, þar af einum neyðarbíl og er læknir af Borgarspítalanum með í honum allan sólarhringinn. Guð- mundur og Lárus segja að búnaður- inn sé af fulikomnustu gerð, greiddur af Reykjavíkurdeild Rauða krossins. Bílamir séu endurnýjaðir reglulega, einn til tveir á ári. Útskrlfa menn með bandarísk starfsréttlndl Nýir afleysingamenn í siökkvilið- inu þurfa að byija á því að fara á einnar viku námskeið þar sem þeim er kennt á búnaðinn og skyndihjálp, auk þess sem þeir þurfa að standast þrekpróf. Ef þeir fá ráðningu áfram þurfa þeir að fara á þriggja vikna bóklegt og verklegt grunnnámskeið í sjúkraflutningum. Námskeið þessi heldur Slökkvilið Reykjavíkur í sam- vinnu við Rauða kross íslands og Borgarspítalann og veita þau starfs- réttindi á sjúkrabíl, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið gefur út. Guðmundur og Lárus segja að þeir sjúkraflutningamenn sem það vilji geti að afloknum þessum nám- skeiðum fengið svokölluð EMT-rétt- indi en það er staðfesting á grunn- námi sjúkraflutningamanna í Banda- ríkjúnum. ísland er eina landið utan Bandaríkjanna sem getur útskrifað menn með þessi réttindi. Að þeirra sögn er þetta ávöxtur af samvinnu þeirra við Center for Emergency Medicine sem 'annast menntun sjúkraflutningamanna og starfar á vegum Háskólans í Pittsburgh. Næsta stig í námi sjúkraflutninga- manna er svokallað neyðarflutnings- nám sem veitir starfsréttindi á neyð- arbílinn. Flestir ganga einnig í gegn um þennan skóla. Bóklegt nám tekur tíu daga en hið verklega er 500 klukkustundir á sjúkrabíl og stendur yfir í um það bil hálft ár. Loks bæta menn við sig réttindanámi til notkun- ar á hálfsjálfvirku hjartastuðtæki. Það tekur tvo daga. Fyrir utan þetta eru síðan endurmenntunarnámskeið fyrir sjúkraflutningamenn. Guðmundur og Lárus telja að góð- ur árangur hafi náðst með fræðslu- starfínu og þjálfun sjúkraflutninga- manna. Eftirtektarverður árangur hafi til dæmis náðst í endurlífgun mikið slasaðs fólks enda hafí orðið mikil framför í vinnubrögðum á þessu sviði sem starfsmenn Slökkvi- liðs Reykjavíkur hafi tileinkað sér. Þeir segja að í kjölfar aukins náms og þjálfunar hafi þeir fengið að hjálpa sjúklingunum meira en áður og það geri starfið áhugaverðara. Ný verkefni í sjúkraflugi íslandsflug hefur óskað eftir að fá sjúkraflutningamenn með neyðar- bílsréttindi til að fara með þeim í sjúkraflug. Verður sett upp viku námskeið til að undirbúa liðið í þessi störf sem það hefur ekki áður sinnt. Lárus og Guðmundur segja að þegar Morgunblaðið/Júlíus GUÐMUNDUR Jónsson og Lárus Petersen stilla sér upp framan vló neyðarbílinn. verið er að sækja sjúklinga út á land eigi læknamir oft ekki heimangengt og sumir þeirra þekki ekki búnaðinn sem notaður er við flutninginn. Ef sérþjálfaðir menn séu með í för geti það oft sparað lækni ómakið af því að fara með sjúklingi. „Við eigum góð samskipti við borgarana og alltaf er tekið vel á móti okkur,“ segja Guðmundur og Lárus. „Þegar fólk tilkynnir slys er gott að það geti gefið sem gleggstar upplýsingar um ástand sjúklingsins, kyn, aldur og hvenær veikindin byrj- uðu ef um veikt fólk er að ræða. Þá finnst manni oft að fólk mætti þekkja betur undirstöðuatriði í fyrstu hjálp. Þeir sem eru við sím- ann á varðstofunni bæta úr þessu að nokkru leyti með því að spjalla lengur við fólkið sem hringir eftir hjálp, leiðbeina því við aðhlynningu hinna sjúku eða slösuðu og reyna jafnframt að afla nauðsynlegra upp- lýsinga." Nú gat spjallið við þá fé- laga ekki orðið lengra í bili því þeir höfðu fyrr um daginn ákveðið æf- ingu niðri á höfn og gátu ekki dreg- ið lengur að mæta á svæðið til að undirbúa slysavettvanginn. Átta „slasaðir" Dráttarbíll frá Vöku kom með ónýtan bíl sem var ýtt hálfum út af hafnarkantinum á Miðbakka. Nokk- ur ungmenni voru fengin til að leika hina slösuðu og var þeim komið fyr- ir á víð á dreif um svæðið og inni í bílflakinu. Þá var tveimur æf- ingadúkkum kastað í sjóinn. Þegar allt var tilbúið fór Guðmundur í tal- stöðina á varðstjórabílnum og lét vita um bílslys niðri á höfn þar sem átta væru slasaðir og grunur léki á að einhveijir hefðu fallið í höfnina. Töluverð bið varð á því að liðið væri sent af stað því það hittist svo á að mörg alvöru útköll voru á sama tíma. Þegar um hægðist glumdi í kallkerfi stöðvarinnar og í talstöðv- um bílanna að þetta alvarlega bílslys hefði orðið. Skömmu síðar var þvi reyndar bætt við að menn skyldu ekki fara sér að voða í umferðinni því þetta væri æfing. En sjúkrabíl- arnir komu hver af öðrum á slysstað- inn, meðal annars neyðarbíllinn með lækni, og tækjabíll. Og kafararnir komu líka. Hópur forvitinna áhorfenda hafði safnast að æfingasvæðinu, meðal annars erlendir ferðamenn af skemmtiferðaskipi sem þarna lá, og gerði það æfinguna raunverulegri. Sjúkraflutningamennirnir hlúðu að hinum slösuðu, kafararnir stungu sér í höfnina til að leita að dúkkunum sem þar voru og tækjamennirnir klipptu bílflakið í sundur til að ná fólkinu út. Allt var unnið fumlaust en tók töluverðan tíma. Guðmundur stjórnaði á vettvangi og sá til þess að allt gengi fyrir sig á réttan hátt. Æfíngin var tekin upp á myndband. Það er skoðað síðar og reynt að bæta úr því sem ekki gekk eins og til var ætlast. Aðalatriðið að komast sem fyrst á staðinn í spjalli í bílnum á leiðinni upp á stöð var Guðmundur spurður um mikilvægi hraðans í sjúkraflutning- um. „Aðalatriðið er að komast sem fyrst á staðinn. Við setjum okkur það markmið í bráðatilfellum að komast á staðinn á innan við fimm mínútum. Þegar við komum á vett- vang liggur ekki svo mikið á ef ástand sjúklingsins er í lagi, hann andar og er með eðlilegan blóðþrýst- ing. Það fyrsta sem við gerum á slys- stað er að tryggja öryggi okkar sjálfra, síðan tryggjum við umhverfið svo hinir slösuðu verði ekki fyrir meiri meiðslum og síðan tryggjum við lífsmark sjúklinganna ef það er fyrir hendi, annars er reynd endur- lífgun. Aðstaða er til að búa um flest sár í sjúkrabílnum. Ef fleiri en einn er slasaður eru allir athugaðir ná- kvæmlega og ákveðið hver þarf að komast fyrst á sjúkrahús," segir Guðmundur. Gleðilegt þegar endurlífgun tekst Guðmundur segir að þó menn sjó- ist í þessum störfum eins og öðrum komist þeir ekki hjá því að taka inn á sig ýmislegt sem gerist í vinnunni. Erfiðast sé að koma þar að sem börn hafa slasast illa eða dáið. „Við hitt- umst oft eftir erfiðar stundir og spjöllum saman. Það gerir öllum gott. Síðan eigum við kost á áfalla- hjálp.“ Gleðilegu stundirnar koma einnig þegar vel gengur og sem betur fer eru þær fleiri en þær sorglegu. „Þá er þetta með skemmtilegustu störf- um. Það gefur manni til dæmis heil- mikið þegar tekist hefur að lífga við mann sem er dáinn þegar yið komum og hann fer síðan að spjalla við mann á eftir,“ segir Guðmundur Jónsson. Fjórir með skotsár og einn stunginn „ÉG FÉKK að kynnast öllu og það var svo mikið að gera að ég fékk á þessum tíma jafn mikla reynslu og maður öðlast hér heima á mörg- um árum,“ segir Lárus Petersen neyðarliði um sex mánaða náms- dvöl sína í Pittsburgh í Bandaríkj- unum. Hann er fyrsti íslendingur- inn sem útskrifast sem neyðarliði („paramedic") og kemur tíl starfa hér heima. Er þetta æðsta gráða sjúkraflutningamanna í Bandaríkj- unum. Slökkvilið Reykjavikur hefur haft samstarf við Center for Emergency Medicine sem er deild við Háskólann í Pittsburgh um menntun sjúkraflutningamanna og var Lárus þar við nám á eigin vegum síðari hluta ársins 1993. Hann segir að hægt sé að fara misjafnlega hratt í gegn um þetta nám. Hann valdi hraðferðina og kynntist því miklu á stuttum tíma. „Þetta var stíf vinna átta tíma á dag fimm daga vikunnar. Tveir dagar fóru í bóklegt nám og svo var ég tvo daga ásjúkrahúsi og einn á sjúkrabíl. Ég fór á milli deilda en var þó mest á slysa- deild. Einnig fékk ég þjálfun í sjúkraflutningum með þyrlu.“ Skotáverkar algengír Lárus segir að mikill munur sé á störfum sjúkraflutningamanna í borgum Bandaríkjanna og í Reykjavík. Mikið meira sé að gera úti og skotsár og stungusár al- geng. Einnig sé meira um stórslas- að fólk þvi bílslysin og mótorhjóla- slysin séu almennt alvarlegri en hér heima. „Ég hef verið hér á neyðarbíl í 6-7 ár og þrisvar sinn- um flutt fólk með skotsár. Á þessu hálfa ári i Pittsburgh sá ég 20 sinnum skotáverka. Mesta atið sem ég lenti í var á kvöldvakt á - slysadeild. Frá klukkan sjö að kvöldi og fram að miðnætti komu fjórir með skotsár, einn stunginn og þrír alvarlega slasaðir úr bíl- slysum," segir hann. Hann segist hafa kynnst ýmsum nýjungum í Bandaríkjunum sem verið er að innleiða hér. Nefnir hann skoðun og meðhöndlun mik- ið slasaðra. Farið er að leggja meiri áherslu á að tryggja öryggi hryggs sjúklingsins við flutning á slysadeild. Þá kenna Lárus og Guðmundur Jónsson læknum sér- hæfða endurlífgun með Jóni Bald- urssyni yfirlækni á slysadeild Borgarspítalans og segir Lárus að þetta fag sé í örri þróun. Ekki fengið viðurkenningu Nám Lárusar og reynsla hefur ekki nýst honum að fullu hér heima vegna þess að námið hefur ekki fengist viðurkennt. Því má hann ekki vinna þau störf sem hann vann úti. Þar mætti hann vinna á slysavettvangi öll þau störf sem læknar vinna hér, en á ábyrgð læknis. Nefnir hann sem dæmi meðhöndlun fólks með hjartastuðtæki, að koma fyrir barkarennu til að tryggja öndun- arveg og gefa fyrstu endurlífgun- arlyf. Segist hann hafa óskað eft- ir því við heilbrigðisráðuneytíð að fá námið viðurkennt en enn hafi ekkert komið út úr því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.