Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ELDVARNAREFTIRLIT MIÐVIKURDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 C 5 Kröfum um úrbætur fylgt fast eftir Morgunblaðið/Júlíus BJARNI Kjartansson, verkefnisstjóri Eldvarnareftirlits Reykjavíkurborgar gluggar I teikningar, og Hjörtur Gunnars- son yfireldvarnaeftlrlitsmaður fylglst með. MIKLAR breytingar voru gerðar á eldvarnareftirliti eftir brunann mikla í Gúmmívinnustofunni við Réttarháls í byrjun árs 1989. Eld- varnareftirlitið hefur breyst úr um- gengnis- og tækjaeftirliti í raun- verulegt byggingaeftirlit. Þá er eft- irlitið komið vel á veg með að skoða allt eldra atvinnuhúsnæði í borginni og fylgt hefur verið eftir kröfum um úrbætur sem gerðar hafa verið við skoðunina. Bjarni Kjartansson arkitekt, verkefnisstjóri Eldvarnareftirlits Reykjavíkurborgar, segir að áður hafi einkum verið haft eftirlit með tækjum og umgengni. Fyrirtækin hafi verið skoðuð og skildir eftir miðar með athugasemdum. Það hafi hins vegar vilja brenna við að lítið væri gert með þetta en ekki aðstaða til að fylgja athugasemdun- um eftir. Bruninn við Réttarháls hafí verið dæmi um það. „Menn gerðu sér grein fyrir því að það varð að fylgja málum eftir skipu- lega og af festu, hætta ekki fyrr en búið er að lagfæra húsnæðið." „Við förum yfir alla uppdrætti að atvinnuhúsnæði sem lagðir eru fram til samþykktar hjá bygginga- fulltrúa og fullvissum okkur um að hönnunin uppfylli skilyrði um brunavarnir. Teikningarnar fást ekki samþykktar fyrr en við gefum grænt ljós á þær. Á þessum teikn- ingum kemur fram skipting húss- ins í eldvarnahólf, eldvarnahurðir, viðvörunarkerfi, eldþol klæðninga og allt um brunavarnir. í stæstu byggingum er þetta gert með sér- stökum brunavarnauppdráttum,“ segir Bjarni. Hann segir að við þetta hafi eftir- litið breyst úr umgengnis- ogtækja- eftirliti í raunverulegt byggingaeft- irlit þar sem teikningarnar gegni lykilhlutverki. „Ef menn síðan breyta út af teikningum eru þeir þar með að rifta samningi við borg- ina,“ segir hann. Allar eldri efgnir skoðaðar Undanfarin fimm ár hefur verið unnið skipulega að því að skoða allt eldra atvinnuhúsnæði á starfs- svæði Slökkviliðs Reykjavíkur sem er Kópavogur, Seltjarnarnes og Mosfellsbær, auk Reykjavíkurborg- ar. Bjarni segir að Reykjavík sé langt komin og um þessar mundir sé unnið í Mosfellsbæ. Skoðunarmenn skrifa skýrslu um húseignina og er hún færð inn í tölvu. Eldvarnareftirlitið sendir eig- andanum bréf þar sem gerð er grein fyrir athugasemdum og honum gef- inn frestur til úrbóta. Veittir eru aukafrestir ef þess er óskað. Ef eigandinn lagfærir ekki þá ágalla sem krafist er fær hann áminningu og loks er gripið til frekari að- gerða, að minnsta kosti varðandi stærri atriði. Hjörtur Gunnarsson yfir- eldvarnaeftirlitsmaður segir að það hafi auðveldað mjög eftirlitið þegar farið var að tölvuskrá athugasemd- irnar. „Annars hefur hugsana- hátturinn breytst. Fólk er jákvæð- ara gagnvart þessu en áður var. Það skilur að það er að bæta ör- yggi eigna sinna, ijárfesta í öryggi en er ekki eyða peningum í mein- ingarlausa vitleysu,“ segir Hjörtur. Hann segir að samkeppnin sé orðin svo hörð í flestum greinum atvinnulífsins að fyrirtæki geti ekki tekið þá áhættu að líta fram hjá öryggismálunum. Lokum fyrirtækis hafí svo mikil áhrif á reksturinn að menn reyni að komast hjá því. „Menn láta ekki kvikna nema einu sinni í ruslafötunni hjá sér því afleið- ingarnar geta verið afdrifaríkar." Eldvarnareftirlitsmenn hafa nú skoðað 2.500 eignir og eignarhluta á þessum fimm árum. Eftir því sem skýrslunum hefur fjölgað hefur Eldvarnaeftirlitsmenn á vettvangi „Þarfmaður að fara effir þessu?“ „YFIRLEITT er tekið vel á móti okkur. Margir segja að þetta hafi verið í góðu lagi fyrir fimm árum og spyija af hverju við séum að koma núna.“ Þetta eru algengustu viðbrögð húseigenda þegar eldvarnaeft- irlitsmenn koma í heimsókn að sögn Helga Scheving og Ólafs R. Magnússonar. Blaðamaður skoðaði með þeim eitt hús á dögunum. Eftirlitsmennirnir eru langt komnir með að skoða allt eldra atvinnuhúsnæði í Reykjavík. Þegar blaða- maður fór með lá fyrir að skoða Borgartún 33 þar sem Vörubílastöðin Þróttur er til húsa ásamt Umferð- arráði, stofum lögfræðinga og tannlækna og fleiri fyrirtækjum. Helgi og Ólafur byijuðu eins og alltaf á því að koma við á skrifstofu byggingafulltrúa til að skoða teikningar af húsinu. Venjulega taka þeir ljósrit af nýjustu teikningum og skoða þær niðri á slökkvistöð til þess að undirbúa skoðun húsnæðisins en í þetta skiptið gafst ekki tími til þess að fara niður á stöð og var því farið yfir teikningarnar á staðnum. Ólaf- ur sagði að þeir yrðu stundum varir við að húsbyggj- endur væru nokkuð kaldir við að breyta út frá teikn- ingum. Mikið hefði verið um þetta fyrr á árum en væri nú komið í betra horf og menn sýndu meiri ábyrgð en áður. Lögum þaft sem þarf Ólafur Ólafsson, framkvæmdastjóri Þróttar, tók á móti eftirlitsmönnunum en vörubílastöðin á helming hússins. Helgi gerði honum grein fyrir erindinu og sagði að síðar fengi hann bréf um hugsanlegar at- hugasemdir. „Þarf maður að fara eftir þeim?“ spurði Ólafur með bros á vör. En öllu gamni fylgir nokkur alvara. Ekki er ólíklegt að hann hafi heyrt af húseig- endum sem ekki þurftu að taka mark á athugasemd- um eldvamareftirlitsmanna á meðan gamla fyrir- komulagið var enn við lýði og kröfum um úrbætur ekki fylgt eftir. Ólafur eftirlitsmaður sagði að þeim hafi oft verið tekið fagnandi og boðið í kaffi, „miðam- ir ykkar frá því síðast era hér klárir uppi á vegg“. En oftar en ekki hefði ekkert verið búið að gera af því sem þar hafði verið fundið að. Helgi og Ólafur bám skipulagið í húsinu saman vinnan við eftirfylgnina aukist og það hefur aftur hægt á frumvinn- unni. Þegar lokið hefur verið yfir- ferð- um allt svæðið verður farin önnur umferð en það segja Bjami og Hjörtur að verði mun léttara þar sem þá verði betri gögn til. En hvað er gert við þá sem ekki verða við kröfum Eldvamareftirlits- ins um breytingar? Viðkomandi tryggingafélag er látið vita og ósk- að eftir að það hækki tryggingaið- gjöld vegna eignarinnar. Húsa- tryggingar Reykjavíkur hafa hækk- að iðgjöld hjá fjölda húseigenda á þessum forsendum og núna er hækkað iðgjald á um 150 eignum. Bjarni segir að í flestum tilvikum leiði þetta til úrbóta því ódýrara sé að gera við en greiða hátt trygg- ingaiðgjald. Hann segir að eftir að tryggingar fasteigna voru gefnar fijálsar sé ekki eins einfalt að setja þennan þrýsting á húseigendur en hann vonast þó eftir góðu sam- starfi við öll tryggingafélögin. Verði menn ekki við kröfum um úrbætur er heimilt að beita dagsekt- um. Hefur borgarráð samþykkt dagsektir á eigendur þriggja hús- eigna. „Það er tilfinning okkar að þetta herta eftirlit hafi borið árangur og við finnum fyrir almennri vakningu meðal húseigenda. Erfítt er að mæla árangurinn en við teljum að brunaútköllum hafi fækkað í þeim hvefum sem við höfum verið að vinna í og að tjón þar sé minna en áður var,“ segir Hjörtur. Eftirlit með veitingastöðum Eldvarnareftirlitið hefur sérstakt eftirlit með veitinga- og gististöð- um. Jákvæð umsögn þess er gerð að skilyrði fyrir útgáfu veitingaleyf- is. Auk venjubundins eftirlits eru skipulagðar öryggisvaktir við sér- stök tækifæri og farið í fyrirvara- lausar skyndiskoðanir á vettvangi. „Við leggjum mikið upp úr því að hafa öryggi þessara staða í lagi. Margt fólk sækir staðina og áhætt- an er mikil vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram,“ segir Hjörtur. SIVAKI Bjóðum brunaviðvörunarkerfi frá James Stuart, Englandi, og eff/eff, Þýskalandi.ásamt allri þjónustu. Rásaskipt kerfi, númerísk og analoge kerfi. Ath.: Nafn og símanúmer Sívaka hefur fallið niður úr símaskrá '95. Sjá leiðréttingu við atvinnuskrá. Sívaki, öryggisþjónusta, sími 568 1035, fox. 581 2390. Morgunblaðið/Júlíus HELGI Scheving óg Ólafur R. Magnússon eld- varnaeftirlitsmenn með teikningar við undir- búning vettvangsskoðunar. við teikningarnar, spáðu sérstaklega í hólfanh-j út- gönguleiðir, slökkvitæki og lagnir milli hæða. Olafur bankaði gjarnan í veggina og muldraði stundum: „Hér þarf að vera betri veggur og hurð.“ í spjalli við blaðamann á meðan þessu fór fram sagðist Ólaf- ur framkvæmdastjóri vera ánægður með að fá þessa hluti yfirfarna. „Ef eitthvað er athugavert þá lögum við það. Vörubílstjórar em passasamir með slíka hluti.“ Hann sagði að húsið hefði verið tekið í notk- un 1967 og aldrei kornið neitt fyrir. Tímabært væri orðið að huga að þessum málum. Eldurlnn á greiða leið um allt húsift Á leiðinni niður á stöð að skoðun lokinni sögðu Helgi og Ólafur að í þessu húsi hefðu þeir helst fundið að hólfunum í stigahúsi, lofræsikerfi sem blési upp á allar hæðir og frágangi á lyftuopi sem ekki hefði verið tekið í sína réttu notkun. Þessar veilur gerðu það að verkum að eldur sem upp kæmi á ein- um stað ætti greiða leið um allt húsið. Þeir félagar sögðust hafa orðið varir við hugar- farsbreytingu varðandi brunavarnir á síðustu árum. Áður hafi mönnum kannski þótt sjálfsagt að hafa öryggistæki bílsins síns í lagi en ekki litið miklu dýrari húseignir sömu augum. Þeir sögðu að flestir tækju vel í að lagfæra hlutina en þrái kæmi upp hjá einstaka manni og gæti viðmótið þá tekið á sig ýmsar myndir. Menn harðneituðu kannski að gera það sem þeim hefði verið uppálagt að gera, segðu það tóma tjöru, en réðust í að gera eitthvað annað í sama tilgangi, kannski miklu dýrara. En þeir tóku fram að svona viðbrögð færu að heyra til undantekn- inga. Vertu viðbúinn eldurinn gerir ekki boð á undan sér Slökkvi tæki Margar stærðir íí 1® Reyk 'Qg^ skynjarar Optískir og jónískir 9 Volt og 220 Volt Einnig: Hitaskynjarar 9 Volt og 220 Volt Gasskynjarar 12 Volt og 220 Volt ELD VARNA TEPPI Bruna slöngu hjól Brunastigar Nokkrar gerðir lllllllllllllll 11 SUNDABORG 3 REYKJAVÍK SÍMI 568 4800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.