Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 ELDRI LIÐSMENNIRNIR MORGUNBLAÐIÐ 4 Hugsum um það hvort hægt hefði verið að gera betur „VIÐ erum önnur kynslóð atvinnu- slökkviliðsmanna í Reykjavík og unnum undir stjórn fyrstu kynslóð- arinnar," segir Tryggvi Ólafsson. Rætt var við hann, Ola Karló Olsen og Einar Gústafsson um gamla tím- ann. Einar hefur verið slökkviliðsmað- ur frá árinu 1958 og er með lengst- an starfsaldur starfandi slökkviliðs- manna að baki, 37 ár. Og hefðin fyrir þessu starfi er mikil í fjölskyld- unni því faðir Einars var slökkviliðs- maður og sonur hans um tíma. „Það er allt breytt," segir Einar þegar hann er spurður um mestu breytingarnar á starfsferlinum. Þeg- ar hann byrjaði var slökkvistöðin í Tjarnargótu 12 og tæki auk þess geymd í húsi á Barónsstíg. Vaktirn- ar voru þrjár og níu menn á hverri. Einar segir að síðar hafi mönnum verið fjölgað á vöktunum og árið 1964 hafi verið settar upp fjórar vaktir. Kailað á slökkwiliðið með brunaboöa Á fyrstu árum Einars fékk slökkviliðið tilkynningar í gegn um brunaboða sem voru úti um allan bæ. Með því var hægt að sjá í hvaða hverfi bruninn var og svo segir Ein- ar að menn hafi orðið að treysta á að sjá reykinn þeg- ar þeir nálguðust. Þegar símaeign fór að aukast og talstöðvar komu í flestar leigubifreiðar minnkaði notk- un brunaboðanna og þeir voru lagðir niður 1968. Ekk- ert kallkerfi var á slökkvi- stöðinni eins og nú er. „Sá sem var við símann ýtti á hnapp og við það fór bjalla í gang. Þá hlupu allir inn í varðstofuna til að spyrja hvað væri um að vera. Ef það þurfti að kalla út meiri mann- skap vegna stærri eldsvoða var notað símaborð á stöðinni sem hringdi bjöllum á heimil- um slökkviliðsmannanna og varaliðsmanna. Með þeim hætti var morsað númer brunaboð- ans þar sem tilkynnt hafði verið um eld og þá vissu menn hvert þeir ættu að fara. Síðar fór þetta inn á símann og svo símboða," segir Ein- ar. Tryggvi byrjaði í slökkviliðinu 1960 og Óli Karló 1964. Tryggvi segir að þegar hann byrjaði hafí verið til fjórir dælubílar sem Slökkviliðið fékk frá varnarliðinu í stríðslok. Þetta þóttu fullkomnir bflar þegar þeir voru smíðaðir 1942, voru með háþrýstingi og flugvéla- skúmi, þykkri froðu sem kölluð var nautablóð vegna þess að hún var að hluta unnin úr blóði nauta. Þá var einn nýrri dælubíll, frá 1946, sem talinn var sá fullkomnasti á Norðurlöndum þegar hann var tek- inn í notkun hér, að sögn Einars. Árið 1962 bættist nýr dælubíll i flotann. Stigabíllinn var frá 1932 með 20 metra háum stiga. Bíll þessi hefur nýlega verið tekinn úr notkun og er á Arbæjarsafni ásamt fleiri gömlum slökkviliðsbflum. Einar segir að þessi tækjakostur hafi ekki háð slökkvistarfinu sér- staklega. Þó tækin hafi verið komin nokkuð til ára sinna hafi þau staðið vel fyrir sínu enda vel við haldið. Tímamót þegar f lutt var ínýjaslökkvistöð Fjórtándi maí 1966 er stór dagur í hugum gömlu slökkviliðsmann- anna. Þá var flutt í nýju slökkvistöð- ina í Öskjuhlíð og gerbreytti það allri aðstqðu þeirra. Allir nefna þeir Eldri mennirnir á slökkvistöðinni líta á það sem hlutverk sitt sem fulltrúa annarrar kyn- slóðar slökkviliðsmanna að tengja þriðju kynslóðina, ungu mennina, við þá fyrstu sem þeir sjálfír unnu með. Þrír þeirra segja frá ýmsu sem á daga þeirra hefur drifíð í ævin- týraríku starfí slökkviliðsmanna. þann atburð sem þann stærsta á ferlinum í slökkviliðinu. Nú var hægt að koma fyrir nýrri og betri tækjum enda fylgdi bættur tækja- kostur í kjölfar nýrrar aðstöðu. „Við tókum upp nýtísku slökkvi- tækni í stað gömlu tækjanna frá Kananum," segja Tryggvi og Óli Karló. Einar segir að um leið hafí verið farið að gera meiri kröfur til myndaðist svo mikið lofttóm á Rauð- arárstígnum að rúður sprungu út í húsum í nágrenninu. Ég var í talstöðvarsambandi við stjórnendur slökkvistarfs á staðnum og það voru mikil læti í talstöðinni. Alltaf þurfti að redda einhverju, meðal annars hjálmi fyrir Þórð Jóns- son varðstjóra sem annars notaði aldrei hjálm," segir Tryggvi. legir. Morgunblaðið/Júlíus ÞEIR notuðu gamla úthringingaborðið sem tekið var í notkun 1937, f.v. Óli Karlð Olsen, Tryggvi Olafsson og Einar Gústafsson. Þegar stðreldar urðu var það notað tll að hringja bjöllum helma hjá ðllum slökkviliðsmönn- um bæjarlns og varaliðsmönnum. slökkviliðsmannanna, sérstaklega til piltanna á sjúkrabílunum. Tryggvi segir að með nýju tækjunum hafi skapast betri mögu- leikar til að vinna slökkvistarf. Aukin áhersla var lögð á reykköf- un. „Fullkomið slökkvistarf felst í því að slökkva eld án þess að skilja eftir vatn. Það tekst eingöngu með góðum reykköfurum," segir hann. Og sjúkraflutningarnir voru alla tíð ríkur þáttur í starfseminni eins og verið hafði frá því í spænsku veik- inni 1918. Bað um hjálminn aldrei þessu vant Allir hafa þeir lent í ýmsum ævin- týrum í starfinu, sum hafa endað vel en önnur illa eins og gengur. Einar var varðstjóri í slökkviliðinu í ellefu ár og lenti í ýmsum stórbrun- um. Eftirminnilegastir eru brunarnir í birgðageymslu Hampiðjunnar og Gúmmívinnustofunni á Réttarhálsi, en það er einn mesti bruni síðari ára. Slökkvistarf stóð lengi yfir í Hampiðjubrunanum og fékk Einar í augun eins og fleiri slökkviliðsmenn vegna óþverra sem var í reyknum. Tryggvi man best eftir brunanum í ísaga 1963. „Ég var á símanum þegar tilkynnt var um eld í ísaga og að tveir menn væru lokaðir inni. Allt fór í gang. Það kviknaði í gas- framleiðslunni sem sprakk í loft upp, kútarnir sungu upp í gegn um þakið. Enda var hringt í mig frá Akranesi og Hafnarfirði til að spyrja hvað gengi eiginlega á. Við þetta Óli talar um þrjá stórbruna sem urðu á svipuðum tíma, í Iðnaðar- bankanum, Faxaskemmunni og Borgarskála. Og nokkrum árum síð- ar á Álafossi. Síðastnefndi bruninn er honum sérstaklega minnisstæður vegna þess að hann var fyrsti stjórn- andi sem kom á vettvang. „Mér leið illa þegar ég kom upp á þakið og sá að allur snjór var bráðnaður af vegna hita inni í húsinu. Ég hélt að húsið brynni til grunna. En þetta fór betur en á horfðist," segir hann. Tryggvi var aðalvarðstjóri og stjórnandi á staðnum þegar Borgar- skálinn brann. „Þegar maður stjórn- ar sjálfur líður manni illa ef ekki tekst að þjarga verðmætum. Þegar maður stendur yfir rjúkandi rústun- um fer maður stundum að hugsa um það hvort maður hefði ekki get- að gert eitthvað öðruvísi og betur," segir hann. Erf itt að koma að siysum á bðrnum Slökkviliðið er kallað til aðstoðar í ýmsum smærri málum. Eitt það þekktasta er að bjarga köttum niður úr tré og Einar nefnir fleira. Oft hafi þeim tekist að hjálpa fólki við vatnsleka í húsum og náð að koma í veg fyrir stórtjón. Þá nefnir hann að fyrir nokkrum árum hafi þeir bjargað ungum manni sem festist í skorsteini þegar hann var að heim- sækja vinkonu sína. „Við erum á vakt allan sólarhringinn og það er því nærtækt hjá fólki að hringja í okkur þegar eitthvað bjátar á og við reynum að gera okkar besta," segir Einar. Sjúkraflutningamenn taka sér- staklega nærri sér að koma að illa slösuðum börnum. Slíkt tilvik kem- ur fyrst upp í hugann þegar Tryggvi er spurður um erfiðustu störfin. „Það var slys í Austurbænum. Þeg- ar við ókum inn götuna tók ég eft- ir því sem ég hélt vera fiskslóg enda sást vörubíll í fjarska. Hafði ég orð á því við félaga minn að fisk- bíll hlyti að hafa valdið slysinu. Á götunni lá lítið barn og var látið. Starði það brostnum augum til him- ins. Höfuðkúpan var opin og tóm. Þetta var eitthvað svo nöturlegt að ég gat hvorki borðað né sofið í marga daga á eftir." Hann hefur orð á því að slökkviliðsmenn fái nú áfallahjálp eftir svona atvik og það sé til mikilla bóta. Óli Karló segir að sjúkraflutning- arnir hafi stundum verið ánægju- Sérstaklega þegar fólk var flutt heim af sjúkrahúsunum fyrir jólin. Segist hann til dæmis alltaf muna eftir því þegar hann flutti mikið lam- aðan pilt heim til sín. „Fögn- uður fjölskyldunnar yfir því að fá að vera saman yfir jólin er ólýsanlegur. Tryggvi tók á móti sex börnum á tíu ára tímabili, þar til hann ge^ðjst varð- stjóri. „Það var mjög gleði- legt þegar vel tókst til," seg- ir hann. Og enn er fyrsta fæðingarhjálpin minnis- stæðust. „Konur þurfa yfir- leitt að fara á snyrtinguna þegar við komum að ná í þær, eitthvað að laga sig til áður en farið er af stað. í þetta skiptið lögðum við körfuna fyrir utan snyrting- una. Það heyrðist eitthvað inni og svo birtist konan skyndilega með barnið í fanginu. Það er svo með suma félagana að þeir geta ekki hugsað sér að standa í þessum sporum og þurfa þá ævinlega að gera eitthvað annað. Þó félagi minn væri miklu reyndari en ég þurfi hann endilega að rjúka út í bíl til að kalla á ljós- móður en ég sat uppi með konu og barn með naflastreng um hálsinn. Ég þurrkaði barninu með laki úr sjúkrakörfunni og vafði strenginn af. Og barnið fór að gráta. Eg held að ég hafi aldrei andað jafn miklu lofti frá mér og þá," segir Tryggvi. Hann segir að yfirleitt komi svona upp í heimahúsum og aðeins eitt barnanna hafi fæðst í sjúkra- bílnum, það hafi verið á leiðinni frá Hafnarfirði. Tryggvi segir að núna sé það kennt á námskeiðum fyrir sjúkraflutningamenn hvernig taka eigi á móti barni og sótthreinsuð áhöld séu í bílunum. Ekki segist hann vita til þess að neitt af þeim börnum sem hann tók á móti hafi verið skírt í höfuðið á honum, en dæmi eru um slíkt hjá öðrum sjúkraflutningamönnum. > Unnlð að skrásetnlngu sðgunnar Oli Karló segir að það sé hlut- verk þeirra kynslóðar, annarar kyn- slóðar atvinnuslökkviliðsmanna, að tengja saman fortíð og nútíð í slökkvistarfinu. „Ungu mennirnir okkar eru þriðja kynslóðin og þeir hafa gott af því að kynnast starfinu í gamla daga." Segir hann að Tryggvi hafi unnið mikið verk í því að skrá sögu Slökkviliðsins. Þá hafa Einar og fleiri unnið að því að halda til haga ýmsum munum sem slökkviliðs- menn hafa notað í gegnum tíðina. ¦ Barnið og eld- uriiiii. Börn lað- ast óhjákvæmi- lega að hlutum eins og kertum, kveikjurum og öðrum þ.h. hlutum. Að banna þeim að fikta við eld er góðra gjalda vert, en betra er þó að leyfa þeim t.d. að kveikja á kerti undir eftirliti og handleiðslu fullorðins og leyfa þeim að finna að eldurinn er heit- ur. Þetta gerir það að verkum að börnunum þykir ekki lengur neitt spennandi að fikta við hlut er þau nú þegar hafa reynt að er ekkert spennandi. Mjög gott er einnig að tjá þeim hve allir væru illa staddir ef kviknaði í heimilinu og þá ekki hvað síst ef allt þeirra dót brynni og ekki til peningar til að kaupa nýtt. Það skilja börn. ¦ Eldur í potti. Margir eldar eiga upptök sín í eldhúsinu. Það er því nauðsynlegt að allir séu viðbúnir og viti hvað eigi að gera. Ef steikja á mat í feiti, farið aldr- ei frá pottinum. Hafið lokið af pottinum eða stærri potti ávallt tiltækt til að leggja yfir hann ef feitin verður of heit eða í pottinum kviknar. Slökkvið á hellunni og færið pott- inn varlega yfir á kalda hellu. Vatn og feiti er sama og sprengi- efni. Hafið fyrir reglu að þrífa gufu- gleypinn a.m.k. einu sinni í mán- uði, það tekur styttri tíma en þið haldið. Snúið ávallt handföngum á pott- um og pönnum þannig að börnin nái ekki í þau. Slys, þar sem barn hefur hellt yfir sig sjóðheitu yatni eða feiti, eru ávallt skelfileg. Óvíst er að barnið nái sér nokkurn tíma að fullu aftur. ¦ Eldur í fólki. Gerið eftirfarandi ef kviknar í fötum einhvers sem er nálægt ykkur: Kæfið eldinn með hverju því sem hendi er næst t.d. teppi, jakka, peysu e.þ.h. Byrjið við höfuðið, það er viðkvæmast. Gerðu þetta ef það kviknar í þér sjálfum: Leggstu strax út af, leggðu hend- ur yfir andlitið og rúllaðu þér um þar til eldurinn er slökknaður. Bruna á alltaf að kæla strax með vatni. Leitið alltaf læknis ef bruninn er í andliti. ¦ Hjartahnoð. ^ Allir ættu að I kunna endurlífg- i un. Hægt er að ' læra þessa aðferð og æfa sig á þar til gerðum brúðum. Líkur á bata þeirra sem verið er að endurlífa fara mikið eftir því hvernig brugð- ist er við þegar hjartastopp verður. Fyrst þarf að athuga hvort sjúkling- ur hefur meðvitund, öndun eða púls. Ef ekkert af þessu er til staðar þarf að hefja endurlífgun með því að beíta hjartahnoði ásamt blásturs- meðferð. Byrjað er á því að kalla eftir hjálp og síðan er hafin endur- lífgun. Hafa þarf hart undir sjúkl- ingnum og þrýsta á bringubeinið. Réttur hnoðstaður er fundinn með því að krjúpa á hné við hlið sjúkl- ings og þreifa eftir neðri hluta bringubeins. Þykkhönd annarrar handar er lögð á neðri hluta bringu- beinsins, tveimur fingurbreiddum ofan við flagbrjóskið. Hin hendin er síðan lögð yfir þá sem þegar er á bringubeininu. Hjálparmaður fær- ir þunga líkama síns yfir sjúklinginn og heldur handleggjum beinum. Þrýstir 15 sinnum á bringubeinið og blæs síðan tvisvar í sjúklinginn. Þrýsta á niður um 3 til 5 senti- metra. Púls er athugaður á mínútu fresti og hjartahnoði hætt ef hann finnst. Ef sjúklingurinn er ekki far- inn að anda sjálfur þarf að halda blæstrinum áfram. ¦ Lyfjaskápar. Lyf á að geyma þar sem óvitar ná ekki til. Hægt er að koma fyrir litlum læstum lyfjaskápum uppi í efriskáp. Ef grunur vaknar um að einhver hafi tekið hættuleg efni, er hægt að fá ráðleggingu læknis í síma 569-6670 í eiturefnamiðstöð Borg- arspítalans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.