Morgunblaðið - 20.09.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 20.09.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 C 7 Eitt hættnlegasta starf á íriðartímum „EINHVER tók svo til orða að reyk- köfun væri eitt af hættulegustu störfum sem unnin eru á friðartím- um,“ segir Bergsveinn Alfonsson, aðalvarðstjóri, sem sjálfur er reyk- kafari og hefur unnið mikið að þjálf- un reykkafara á slökkvistöðinni. Reykköfun er það kallað þegar slökkviliðsmenn fara inn í hús þar sem eldur er laus, klæddir sérstökum hlífðarbúningum og búnir reykköf- unartækjum. Er það gert í því skyni að bjarga fólki og slökkva eldinn. Mjög er misjafnt hveijar lífslíkur fólks eru í brennandi húsum. Þegar eldur verður laus hefst niðurtalningin um leið. Líði meira en 15 mínútur frá því eldur kviknar og þar til fólk- inu er bjargað minnka mjög hratt líkumar á því að það komist af. Þá munar um hveija sekúndu. Það er því keppikefli slökkviliðsmanna að komast sem allra fyrst á brunastað og ljúka leit og björgun á fimm til tíu mínútum. Til að ná því marki þarf vel þjálfaða reykkafara sem geta gengið óhikað fram í leit að hugsanlegum fómarlömbum í brenn- andi húsum. Ailir sem vilja gerast slökkviliðs- menn þurfa að fara í gegn um stífa þjálfun í reykköfun, að sögn Berg- sveins. Þeir sem komast í gegn um þá síu fara á almennt slökkviliðs- mannanámskeið og fá síðan þjáifun undir stjóm vanra manna. Eftir 44 mánuði geta þeir náð því stigi að verða settir í hlutverk fyrsta reykkaf- ara á vakt. Bergsveinn segir að reynt sé að hafa æfíngamar fjölbreyttar. í kjallara slökkvistöðvarinnar er íbúð sem notuð er til þjálfunar og er sett þar upp þrautabraut. Við slökkvistöð- ina eru einnig gámar til þjálfunar en þeir eru fylltir af reyk og hitaðir upp til að líkja eftir raunveralegum að- stæðum. Þjálfun manna á slökkvistöðinni er miðuð við að menn geti gengið í öll störf, bæði í slökkvistarfí og sjúkra- flutningum og era menn sífellt færðir á milli. Miklar kröfur era gerðar um líkamlegt atgervi reykkafara enda starfíð mjög erfítt, bæði andlega og líkamlega. Þrek þeirra er mælt einu sinni á ári. Reykkafaramir era einnig eitur- efnakafarar og þurfa því að kunna ýmislegt fyrir sér í þeim efnum. Berg- sveinn segir að notkun ýmissa hættu- Morgunblaðið/Júlíus BERGSVEINN Alfonsson með reykköfunartæki. legra efna sé sífellt að aukast í iðn- aði og öðram atvinnurekstri og því fylgi fjölgun eiturefnaslysa. „Nú hefur það gerst" í reykköfun má búast við margs- konar hættum, sumum óvæntum, enda verða menn oft að fálma sig áfram við ókunnar aðstæður. Eldur getur komist að baki reykkafara og plastefni bráðnað yfir þá. Þeir geta skorið sig á brotnu gleri eða hvössum málmhlutum og fengið í sig rafmagn frá beram rafleiðslum og brotnum ljósastæðum. Hlutir geta fallið á þá og hættan af falli ofan í gryfjur og milli hæða er stöðugt yfirvofandi. Þá geta þeir lent í reyksprengingum, svo nokkur hélstu atriðin séu talin. Bergsveinn segir að reykköfunin hafí gengið stóráfallalaust hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Komið hafi fyrir að menn hafi fallið milli hæða og meitt sig á fótum. Engin alvarleg slys hafí orðið þó oft hafi munað mjóu. Nefnir hann bruna í Ánanaust- um sem dæmi um það. Fjórir reyk- kafarar voru inni í húsinu þegar sprenging varð og stóð eldsúla út um opið sem þeir fóra inn um. „Nú hefur það gerst sem ég hef lengi óttast,“ segist Bergsveinn hafa hugs- að þegar hann horfði á þetta gerast. En hann segir að mennimir hafi verið rétt þjálfaðir, þeir hafí kunnað að veija sig og koma sér út. Hlutverkið að bjarga lífi Bergsveinn hefur oft lent í erfiðum aðstæðum við reykköfun á 26 ára ferli sínum sem slökkviliðsmaður. Hann lenti til dæmis í þvf einu sinni að koma að fjórum mönnum látnum í eldsvoðum í sömu vikunni. „Reyk- köfuram okkar hefur oft tekist að bjarga fólki út úr húsum. En þó ég sé búinn að vera lengi í þessu starfi hef ég aldrei orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að ná út fólki sem tekist hefur að vekja aftur til lífsins eftir að það hefur örmagnast í reyk.“ Bergsveinn segir að slökkviliðs- menn leggi sig alla fram um að bjarga lífí, jafnt manna og dýra, og sé sú áhersla meðal slökkviliðsmanna um heim allan. Ein erfíðasta reykköf- unin sem Bergsveinn hefur tekið þátt í tengist einmitt dýrum. Hann fór inn i hesthús þar sem tólf hestar vora lokaðir inni í reyk. Það var sér- stök lífsreynsla og frábrugðin öðra sem hann hefur kynnst í starfi. Lengdir 25 og 30 mtr. Brunaslöngur á hjóli og í skáp. Heildsala - smásala VATNSVIRKINN HF. Á nMi'n a m o tznn nr\nn Komast inn i bíla vió allar hugsan- legar aóstæóur MIKIL breyting hefur orðið á að- stöðu slökkviliðsmanna við að ná f ólki út úr bílum eftir alvarleg bílslys. Friðrik Þorsteinsson varð- stjóri segir að Slökkvilið Reykja- víkur ráði nú yfir tækni til að komast inn í bíla við allar hugsan- legar aðstæður. Friðrik segir að síðasta áratug- inn hafi útköllum tækjabíls Slökkviliðsins vegna umferðar- slysa fjölgað stórlega. Hafi sú orð- ið þróunin með tilkomu léttbyggð- ari og kraftmeiri bíla. Áður voru notuð handverk- færi við ná fólki út úr bílflökum. Fyrir um það bil fimmtán árum missti ungur ökumaður sljórn á bíl í Breiðholti með þeim afleið- ingum að hann klemmdist á staur á miðeyju götunnar. Frið- rik segir að tek- ist hafi að halda lífsmarki með piltinum á með- an unnið var við að ná honum út en það hafi tekið óþægilega lang- an tima. Eftir það voru fengin vökvaknúin verkfæri, glenna, klippur og tvívirkur tjakkur. Það flýtir fyrir þeim. Friðrik segir að þegar tilkynn- ing berist um harðan árekstur eða bílveltu sé fyrsti útkallsbíll Slökkviliðsins, ýmist frá slökkvi- stöðinni i Öskjuhlíð eða Tungu- háisi, gerður klár og oftast sendur á staðinn. Er bíllinn gjarnan nefndur tækjabíll þegar hann er í því hlutverki. Auk þess að ná fólki út úr bílum getur verið nauð- synlegt að senda bílinn á staðinn vegna hugsanlegrar eldhættu sem oft er við slíkar aðstæður og til að þrífa slysstað. Þá segir Friðrik að gott sé að senda aukinn mann- skap á slysavettvang með þessum hætti. Þegar tækjabíllinn er kominn á slysstað hefur varðstjóri það hlut- verk að stjórna aðgerðum og öku- maðurinn að gera tækin klár til notkunar. Þá ganga björgunar- mennirnir, sem eru þriðji og fjórði maður á bOnum, til starfa, hvor um sig óháður hinum. Meginhlut- verk mannanna er að opna bílinn á sem stystum tíma til að sjúkra- flutningamennirnir komist að hin- um slasaða. Að sögn Friðriks er meginmálið að standa þannig að verki að hinum slasaða sé forðað frá frekara lík- amstjóni, til dæm- is vegna háls- eða hryggskaða. Þvi sé öryggið í fyrir- rúmi nema þvi aðeins að fólkið sé í bráðri lífs- hættu, þá sé geng- ið til leiks með miklum hraða. Sem dæmi um þetta nefnir Frið- rik ungan mann sem ók undir dráttarvagn. Sem betur fer hafi menn gefið sér góðan tíma í að ná honum út. Hann hafi svo reynst vera háls- brotinn og megin- slagæð rétt hangið saman. Hann segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda hvað hefði gerst ef vaðið hefði verið í það með látum að bjarga manninum út. Friðrik segir að miklar framfar- ir hafi orðið í tækni við að ná sjúkl- ingum út úr bílflökum og með- höndla þá. Slökkviliðsmenn hafi tæki til að komast inn í öll hugsan- leg ökutæki, tíl dæmis vörubíla, rútur, strætisvagna og gáma. Hægt sé að ná fólki út í nánast hvaða stellingu sem er. I fjöldaslysi myndi flöskuhálsinn verða í umönnun fólksins á slysstað og flutningur á sjúkrahús því Slökkviliðið eigi ekki sjúkratjald til nota á slysa- vettvangi og fjöldi sjúkrabíla væri takmarkaður. Morgunblaðið/Júllus FRIÐRIK Þorsteinsson meft kllppurnar á lofti. lögjaldið • er aðeins 140 krónur á hverja milljón brunabótamats íbúðarhúsnæðis Húsatryggingar Reykjavíkur eru reknar sem sameign borgarbúa og hafa á farsælan hátt brunatryggt fasteignir í borginni undanfarin 40 ár á hagstæðum kjörum. Á hverju ári eru lagðar milljónir til brunavarna og reksturs slökkviliðs Húsatryggingar Reykjavíkur greiða árlega fjórðung kostnaðar við rekstur Slökkviliðs Reykjavíkur auk framlaga til tækjakaupa. Það er hagur borgarbúa að stuðla að rekstri Húsatrygginga Reykjavíkur. X Húsatryggingar Reykjavíkur Skúlatúni 2, 105 Reykjavík Gfsli B.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.