Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 8
8 C MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 NEYÐARSVEIT MORGUNBLAÐIÐ Kom illa við menn aogetaekki veitt aðstoð strax „VIÐ erum flestir búnirað upplifa það að vera beðnir um aðstoð en ^geta ekki veitt hana vegna þess að ' okkur hefur vantað búnað," segir Gunnar Örn Pétursson varðstjóri. Hann er einn af hvatamönnum að stofnun neyðarsveitar Slökkviliðs Reykjavíkur og vann við að útbúa jeppa sveitarinnar. Með stofnun neyðarsveitarinnar rhá segja að Slökkviliðið sé orðið alhliða björgun- arlið. , Gunnar Örn segir að innan liðsins hafí lengi verið áhugi á að bæta þjón- ustu við borgarana með því að koma I upp neyðarsveit. Segir að það hafi komið illa við menn að geta ekki hjálpað þegar fólk hefði til dæmis fallið niður um ís eða bíll farið í höfnina. Þá hafi þeir komið á staðinn með slökkvibíl eða kranabíl en orðið að bíða eftir kafara. Á þeim tíma réðust oft úrslit um það hvort mögu- legt væri að bjarga fólkinu. Vel útbúinn neyðarbíll Fyrir tveimur og hálfu ári gaf Toyota-umboðið, P. Samúelsson hf., Toyota Land Cruser, fjórhjóladrifmn jeppa, til þessara starfa. í framhaldi + REYKJAVIKURDEILD RAUÐAKROSS ÍSLANDS Viltu koma á námskeið hjá okkur? Reykjavíkurdeild RKI býður upp á eftirtalin námskeið - sími 568 8188: Þessi námskeið eru opin öllum 15 ára og eldri. Námskeiðin eru haldin í Fákafeni 11,2. hæð. 1. Skyndihjálp: 16 kennslustundir. A.m.k. eitt námskeið í hverjum mánuði. Metið til eininga í sumum framhaldsskólum. 2. Slys á börnum: 8 kennslustundir. Algengustu slys á börnum, fyrirbygging slysa og fyrsta hjálp. 3. Afallahjálp - sálræn skyndihjálp: 8 kennslustundir. ViðbrÖgð á vettvangi til að draga úr langtíma áhrifum vegna slysa. 4. „Móttaka þyrlu á slysstað":7 kennslustundir. Barnfóstrunámskeið: 16 kennslustundir. Fyrir 11 til 14 ára. Eru á tímabilinu mars til júní. Leiðbein.: Leikskólakennari og hjúkrunarfræðingur. Skráið ykkur strax! Geymið auglýsinguna. Reykjavíkurdeild RKI. ÖRYGGISBÚNAÐUR FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMILI ÖRYGGIS- ÞJÓNUSTANw Innbrotaviðvörunarkerfi Brunaviðvörunarkerfi Myndavélakerfi Reykskynjarar Slökkvitæki ofl. tjórnstöð opin allan sólarhringinn # ' ORYGGIS' ÓN ÞJ0NUSTAN»f Morgunblaðið/Júlíus JEPPI neyðarsveltarinnar á ferð utan alfaralelðar. af því var gerður sam- starfssamningur milli Slökkviliðsins, Hjálp- arsveitar skáta í Reykjavík og Flug- björgunarsveitarinnar í Reykjavík. „Þá var okkur ekkert að van- búnaði að hefjast handa," segir Gunnar Örn. Neyðarsveitar- bíllinn var búinn sam- svarandi búnaði og neyðarsjúkrabíll slökkviliðsins, auk sér- hæfðs búnaðar til björg- unar við erfiðar aðstæð- ur á fjöllum að vetri? Tveir til fjórir menn fara á bflnum í útkall og auk þess læknir af neyðarbíl slökkviliðsins ef á þarf að halda. „Mikil aukning hefur orðið í vetr- aríþróttum og útivist. Ég man eftir nokkrum alvarlegum slysum við slíkar aðstæður. Sjúkraflutningamenn kom- ust ekki á sjúkrabílum á staðinn og þurftu að bíða eftir að sjúklingarnir væru fluttir til þeirra. Nú getum við komist alla leið á slysstað með sérút- búinn sjúkrabíl og þurfum ekki að bíða. Það getur ráðið úrslitum fyrir sjúklinginn," segir Gunnar Örn. Margir af liðsmönnum slökkvi- GUNNAROrn Pétursson liðsins eru eða hafa ver- ið í björgunarsveitum og hafa því ágætan grunn. Gunnar Örn seg- ir að óskað sé eftir að slökkviliðsmenn gefi sig fram til þjálfunar fyrir neyðarsveitina. Gerðar eru kröfur um að þeir hafi full réttindi sem sjúkraflutningamenn á neyðarbíl og sömu kröf- ur eru gerðar um líkam- legt atgervi og reykkaf- arar þurfa að uppfylla. Hátt í 30 menn hafa nú hlotið þessa þjálfun. í upphafi bar aðeins á gagnrýni í garð slökkviliðsins fyrir þetta starf, því var haldið fram að það væri að fara inn á verksyið björgunarsveitanna. Gunnar Örn segir að svo sé alls ekki. „Við erum á vakt allan sólarhringinn og getum því brugðist strax við þegar tilkynnt er um slys og erum með þekkingu og reynslu í umönnun slasaðra. Það hlýtur að vera kostur að nýta þessa aðstöðu og þekkingu. Þegar björg- unarsveitirnar koma á staðinn er unnið í samvinnu við þá. Reynslan hefur sýnt að þetta gengur vel og ég á ekki von á neinum árekstrum." Eldskírn í Súðavík Nokkur reynsla fékkst af skipu- lagi, þjálfun og tækjabúnaði neyðar- sveitarinnar í slysum tvo síðustu vet- ur. Stóra verkefnið var síðan þátt- taka í björgunarstarfinu eftir snjó- flóðin í Súðavík í janúar. „Við fréttum af slysinu klukkan tíu um morguninn. Þá strax bauð slökkviliðsstjórinn í Reykjavík Al- mannavörnum ríkisins alla þá aðstoð sem liðið gæti veitt og benti sérstak- lega á hóp þjálfaðra sjúkraflutninga- manna með góðan búnað. Almanna- varnir þágu þetta og fór ég með tíu menn vestur með varðskipinu Tý. Tíu til viðbótar fóru síðar með togar- anum Engey," segir Giinnar Örn. „Við komum vestur upp úr hádegi á þriðjudag eftir erfiða ferð. Þá voru þrír Súðvíkingar enn ófundnir. Við hófum strax leit með þeim björg- unarsveitarmönnum sem voru sam- ferða okkur með varðskipinu og leystum af þá menn sem voru búnir að leita frá því sjoflóðið féll og vinna mikil þrekvirki. Vtö fundum börnin og fórum aftur til ísafjarðar. Með þessu töldum við hlutverki okkar lokið á slysstað en strax morguninn eftir báðu yfirmenn Al- mannavarna á ísafirði okkur um að vera áfram til taks vegna yfirvof- andi hættu á svæðinu. Við vorum beðnir um að fara aftur inn í Súða- vík til að búa um hina látnu og flytja til ísafjarðar. I framhaldi af því þróuðust málin þannig að við vorum settir tímabundið yfir hreinsunar- starfið og fleira og vorum sumir þar í hálfan mánuð. Eg tel að það hafi komið í ljós þarna hve mikilvægt er að fá utanaðkomandi menn til aðstoðar og ég veit að nærvera okk- ar var heimamönnum og öðrum björgunarmönnum mikill styrkur." Gunnar Örn segir að skipulag sveitarinnar og þjálfun mannanna hafi reynst vel í flestum tilvikum. Þeir hafi lært mikið á þessu. „Það völdust úrvals menn í þessa ferð. Þeir stóðu sig frábærlega. Ég tel að það hafi komið í ljós að við að- stæður sem þessar vinna menn úr þessu liði mjög vel," segir Gunnar Örn. Malarhöfða 2 112 Reykjavík Sími 587 2280 Fax 567 3888 Miklar kröfur gerðartil kafara „EF neyðarbíll er á bakkanum og maðurinn næst strax upp eru meiri möguleikar á að hann lif'i en ef bíða þarf eftir aðstoð. Það er hægt að endurlífga fólk í allt að klukkutíma ef það hefur snögg- kólnað," segja Brynjar Þór Frið- riksson og G. Óttar Sigurðsson slökkviliðsmenn og kafarar. Brynjar og Ottar voru báðir kafarar áður en skipulegt starf á þessu sviði hóf st innan Slökkvi- liðsins. „Það var öllum ljóst að alltaf hefur vantað kafara sem geta brugðist fljótt við slysum. Kafara sem koma strax á staðinn til að sjá um fyrsta hálftímann. I stærri málum geta síðan fleiri komið og stutt við bakið á okkur." Tvöfalt öryggi Brynjar og Óttar koinust á nám- skeið í björgunarköfun hjá slökkviliðinu í Gautaborg í fyrra- vor. Að loknu sex vikna námskeiði þar fóru þeir á viku námskeið hjá sænska sjóhernum í Stokkhólmi og fengu réttindi í atvinnuköfun með áherslu á björgun, sem viður- kennd eru af Evrópusambandinu. í framhaldi af þessu gaf Reykja- víkurdeild Rauða kross íslands Slökkviliðinu köfunarbúnað fyrir sem nemur andvirði eins sjúkra- bíls og er liðið nú með fullan bún- að fyrir 12-14 kafara. Slökkviliðið hélt námskeið í bjðrgunarköfun sl. vor. Brynjar og Óttar kenndu á því ásamt kenn- ara frá Gautaborg og kafara frá lögreglunni í Reykjavík. Gerðar BRYNJAR Þór Frlðriksson við leit Morgunblaðið/Júlíus DJúpavatnl. G. ÓTTAR Sigurðsson kafari í öllum herklæðum. voru mikl.tr kröfur til nemanna, bæði andlegar og líkamlegar. 32 byrjuðu en 13 lukii námskeiðinu, þar af 11 slökkviliðsmenn og 2 lögregluþjónar. Þeir tejja að nám- skeiðið hafi tekist vel. „Við gerum meiri kröfur til okkar kafara en aðrir og slökum hvergi á. Felldum menn miskunnarlaust á námskeið- inu. Þetta verðum við að gera vegna öryggis kafaranna, það er fyrir öllu. Við skipuleggjum okkur þannig að tvöfalt öryggi sé á öllu." Kafarar á hverri vakt Nú eru þrír kafarar á hverri vakt hjá slökkviliðinu þannig að alltaf á að vera hægt að senda kafara á vettvang, gerist þess þörf. Stefnt er að fjölgun í hópn- um þannig að sem flestir geti gengið í þessi störf. Hefur nokkrum sinnum komið til kasta kafaranna. Þess má með- al annars geta að þeir voru kallað- ir út til að leita í Kleifarvatni þeg- ar íslensk flugvél týndist í sumar. Þeir félagar segja þó að ekki sé komið nógu gott skipulag á útköll- in, fólk átti sig ekki á þessari þjón- ustu. Það lagist með sameiginlegu neyðarnúmeri. Óttar og Brynjar sjá fyrir sér mörg tilvik sem geti komið til þeirra kasta. Nefna þeir þegar fólk dettur í höfnina eða bílar fara í sjóinn. Slys á smábátum. Flugvélar sem hrapa í sjóinn. Börn sem falla niður um ís eða í vatn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.