Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 1
JH*ripuil>lafrife 1995 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER BLAÐ Þrenna í Þýskalandi BERNHARD Wilkler, sem leikur með 1960 Miinchen í Þýskalandi, skoraði þrennu fyrir lið sitt í gær er það sló Eintracht Frankfurt út úr blkarkeppninni með 5:1 slgrl. Á myndinni má sjá Winkler skora þriðja mark sitt gegn Oka Nlkolov markverði Frankfurt. ■ Úrslit / D2 Johansson á móti Havelang? SVÍINN Lennart Johansson, forseti Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, sagði í gær að hann væri tilbúinn til að bjóða sig fram til for- manns í Alþjóðasambandinu árið 1998, en þá rennur kjörtímabil Joao Havelangs út. Johansson lýsti þessu yfir á blaðamannafundi í Portúgal í gær, en þar er hann ásamt formönnum knatt- spyrnusambanda í Evrópu. „Við erum ekki í neinu stríði við FIFA, heldur aðeins að ræða hugmyndir um hvemig hægt er að breyta ýmsum hlutum. Við ætlum að ræða ýmsar grundvallarspumingar næstu tvo daga,“ sagði Johansson og aðspurður hvort hann gæfi kost á sér til formanns í FIFA sagði hann: „Ef ég verð að bjóða mig fram til að ein- hveijar breytingar verði á FIFA, er ég tilbúinn til þess. En það er löng leið til tungls- ins og ég get ekkert sagt nán- ar um þetta fyrr en 1998, þá kemur í Ijós hvort ég hef stuðning til að gera þetta,“ sagði Johansson og bætti við í gamansömum tón: „Ef þeir verða ekki búnir að ganga frá mér áður.“ Níu íbanni í síðustu umferðinni AGANEFND KSÍ úrskurðaði í gær 20 leikmenn í eins leiks bann, vegna áminninga eða brottvísunar. Níu leikmenn í 1. deild verða í banni í síðustu umferðinni. KR-ingarnir Hilmar Björnsson og Sigurður Örn Jónsson verða í banni, FH-ingarnir Petr Mrazek og Þorsteinn Halldórsson einnig og Bjarki Stefánsson úr Val, Nökkvi Sveinsson úr Fram, Kjartan Einarsson úr Keflavík og Milan Jankovic úr Grinda- vík. Fylkismenn þurfa að hefja baráttuna í 1. deild að ári án Ingvars Ólasonar, en hann var dæmdur í eins leiks bann og fyrirliði Stjörnunnar, Heimir Erlingsson, verður einnig með- al áhorfenda í fyrsta leik Stjömmmar í 1. deildinni í vor. Keuter HANDKNATTLEIKUR Stjarnan leikur fyrir luktum dyrum Ásgeir áferð ogflugi ÁSGEIR Elíasson, landsliðs- þjálfari í knattspyrau, er á för- um til Þýskalands, þar sem hann mun fylgjast með Þórði Guð- jónssyni og Eyjólfi Sverrissyni í leikjum. Asgeir sér Þórð leika með Bochum gegn Nlimberg á föstudaginn í Bochum og á laug- ardaginn sér hann Eyjólf leika með Herthu Berlín í Hannover. Leikur Stjörnunnar og Vals í 2. umferð 1. deildar karla í handknattleik fer fram fyrir lukt- um dyrum í íþróttahúsinu í As- garði í Garðabæ í kvöld. Eftir oddaleik Stjörnunnar og KA, sem KA sigraði, í átta liða úrslitum föstudaginn 3. mars, brutust út ólæti í húsinu þar sem m.a. var ráðist að öðrum dómara leiksins. Aganefnd HSÍ ákvað að refsing Stjömunnar yrði sú að fyrsti heimaleikur liðsins yrði leikinn fyr- ir tómu húsi og eins var félaginu gert að greiða 25 þúsund krónur í sekt. Þeir sem hafa aðgang að leiknum í kvöld eru eftirtaldir: 14 leikmenn og fjórir starfsmenn hvors liðs (þjálfari, liðsstjóri og læknir meðtaldir), tveir dómarar, einn ritari, einn tímavörður, tveir starfsmenn húss til að þurrka af gólfi, þrír aðilar frá HSÍ, einn blaðamaður og Ijósmyndari frá hveiju blaði, sem að staðaldri fjalla um íþróttir, og starfsmenn þeirra útvarps- og sjónvarpsstöðva, sem að staðaldri fjalla um íþróttir. SIR ROGER BANNISTER: BLOKKUMENN SKAPAÐIR TIL SPRETTHLAUPA / 04

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.