Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMLEIKAR Sækir um íslenskan ríkisborgararétt FIMLEIKAMAÐURINN Ruslan Ovtsinnikof sigraði á bogahesti á Norður-Evrópumótinu í fim- leikum, sem fram fór í Glasgow á dögunum. Hann komst í úrslit í öllum greinum en meiddist í lendingu á síðasta áhaldinu fyrri daginn og gat því aðeins tekið þátt í tveimur greinum síðari daginn, gólfæfingum og á bogahesti. Hann hefur verið hér á landi í ár en fór með Islendingunum á Norður-Evrópumótið. Ovtsinni- kof, sem er 18 ára, er frá Eist- landi en er ríkisfangslaus sem stendur og hefur sótt um íslensk- an ríkisborgararétt en óvíst er hvenær sú umsókn verður tekin fyrir. Fimleikafólk segir að það sé mikill fengur af Ovtsinnikof. Hann var í eistneska fimleika- landsliðinu og er baltneskur meistari á bogahesti. Ennfremur tók hann þátt í Evrópumótinu, sem fram fór í París í vor, og komst þar í úrslit, þar sem átta bestu náðu inn og eru Evrópu- menn þó taldir á meðal bestu í heimi í áhaldafimleikum. KNATTSPYRNA Adams með tvömörk - þegar Arsenal lagði Hartlepool, 3:0. Newc- astle vann stórsigur, 5:0, á Bristol City Armstrong til Golden State NÝLIÐARNIR i NBA-deildinni, Tóronto Raptors, hafa ákveðið að skipta á B. J. Armstrong og 5 leikmönnum frá Golden State Warríors. Armstrong, sem var sex ár hjá Chicago Bulls og varð þrívegis meistarí með fé- laginu, gekk til liðs við Raptors í júní en hafði lýst því yfir að hann væri ekki ánægður þjá nýja félaginu. Þeir leikmenn sem koma f stað Armstrongs frá Warriors eru Victor Aiex- ander, Carlos Rodgers, Dwa- yne Whitfield, Martin Lewis og Michael McDonald. Armstrong var með 10,9 stig að meðaltali í leik, 3,4 stoðsendingar og lék að meðaltali f 25,9 mfnútur þá 490 leiki með Chicago. Brickowski til Seattle SACRAMENTO Kings hefur fengið litháiska leikmanninn Sarunas Marciulionis og Byron Houston frá Seattle Super- Sonics í skiptum fyrir Frank Brickowski. Marciulionis er ætlað það hlutverk að vera varamaður Mitch Richmonds, en Houston er að leika fyrir þriðja félagið á fjórum árum. Brickowski, sem er 36 ára, lék ekkert með Sacramento sfðasta vetur vegna meiðsla. r Gautaborg sektað SÆNSKA knattspyrnufélaginu IFK Gautaborg var gert að greiða 11.000 svissneska franka (um 600.000 kr.) í sekt til Knattspyrnusambands Evr- ópu, UEFA, vegna óprúðmann- legarar framkomu liðsins gegn Legia Varsjá, en tveir leikmenn og þjálfarinn fengu að sjá rauða spjaldið. Gautaborg áfrýjaði úrskurði um að félagið yrði að leika næsta heimaleik í Evrópukeppni í a.m.k. 200 km fjarlægð frá Gautaborg vegna þess að stuðningsmenn liðsins hentu smápeningum að öðrum iinuverðinum f umræddum leik, en áfrýjunardómstóll UEFA hafnaði ósk félagsins. Newcastle lét leikmenn Bristol City líða eins og þeim sem eru í strögli í annarri deild, eins og raunin er, þegar liðið sigraði, 5:0, í deildarbikarnum og síðari leikur- inn ætti að vera formsatriði fyrir Newcastle. Darren Peacock, Scott Sellars, Les Ferdinand, Keith Gill- espie og Robert Lee gerðu mörkin. Tony Adams gerði tvö mörk þeg- ar Arsenal vann Hartlepool, 3:0. ÚRSLIT Knattspyrna England Deildarbikarkeppnin 2. umferð - fyrri leikir: Bolton - Brentford................1:0 Bradford - Nottingham Forest......3:2 Bristol City - Newcastle..........0:5 Cardiff - Southampton.............0:3 Crewe - Sheffield Wednesday.......2:2 Hartlepool - Arsenal..............0:3 Huddersfield - Barnsley...........2:0 Leeds - Notts County..............0:0 Oxford - Queens Park Rangers......1:1 Shrewsbury - Derby................1:3 Southend - Crystal Palace.........2:2 Stockport - Ipswich...............1:1 Tranmere - Oldham.................1:0 Watford - Boumemouth..............1:1 Wimbledon - Gharlton..............4:5 Wycombe - Manchester City.........0:0 Skotland 8-liða úrslit deildarbikarsins: Rangers - Celtic....................1:0 Ally McCoist (75.) 32.800 Þýskaland Önnur umferð bikarkeppninnar: Leipzig - Schalke ................0:1 ■Miilden gerði eina mark leiksins. Beckum - Unterhaching.............2:3 Borussia Dortmund - Uerdingen.....3:0 ■Ricken, Zorc og Tretschok gerðu mörkin. Kaiserslautem - Wattenscheid......3:0 ■Koch, Kuka og Hengen gerðu mörkin. Freiburg - Arminia Bielefeld......1:0 ■Zeyer gerði mark Freiburg. Niirnberg - Meppen................2:1 1860 Miinchen - Eintracht Frankfurt.5:1 ■Winkler gerði þrennu fyrir 1860 Munchen og Rydlewicz og Stevic eitt mark hvor. Sviss Aarau - St Gallen................5:1 Basle - Grasshopper..............1:3 Holland De Graafschap - NAC Breda........1:1 Þriðju deildarliðið missti markvörð sinn útaf snemma í síðari hálfleikn- um en hann handlék knöttinn fyrir utan vítateiginn. Wimbledon tapaði nokkuð óvætn fyrir Charlton í níu marka leik. 4:5 urðu lokatölur og Notthingham Forest varð einnig að játa sig sigr- að fyrir liði í neðri deildunum. Brad- ford, sem leikur í 2. deild, sigraði Forest 3:2. Miðjumaðurinn Lee Bowyer gerði þrennu fyrir Charlton gegn Wimble- don en fyrtu deildar liðið virtist hafa sigurinn í hendi sér er það komst í 3:2 í síðari hálfleik. Norðmaðurinn Lars Bohinen kom Forest yfir gegn Bradford en síðan komu þrjú mörk frá heimamönnum áður en Bohinen minnkaði muninn. Leeds, Manchester City, Shef- fíeld Wednesday og QPR urðu öli að sætta sig við jafntefli við lið úr annarri deild. Howard Wilkinsson, stjóri Leeds, var meðal áhorfenda er Leeds gerði markalaust jafntefli við Notts County, en þar hóf Wilkin- son einmitt framkvæmdastjóraferill sinn. Rob Edwards gerði bæði mörk Crew gegn Wednesday og belgíski landsliðsmaðurinn Marc Degryse gerði bæði mörk Wednesday. Það voru fleiri sem gerðu tvö mörk í gær því Matthew Le Tissier gerði tvö fyrir Southampton er liðið vann Cardiff, 3:0. Gascoine í sviðsljósinu Ally McCoist gerði sitt 20. mark á tímabilinu er Rangers vann Celtic 1:0 og kom þar með meisturunum í undanúrslit deildarbikarsins. Það var Paul Gascoine sem átti fína sendingu á markaskorarann sem brást ekki bogalistin. Gascoine var mikið í sviðsljósinu. Áhorfendur úuðu á hann frá fyrstu mínútu og eftir 17 sekúndur braut hann á Paul McStay og eftir átta mínútna leik hafði þrívegis verið dæmd • aukaspyma á hann. Á 57. mínútu slapp hann ótrúlega eftir að hafa gefið McStay olnbolgaskot. Æk SKIÐADEILD Æ» BREIÐABLIKS —■ Vetrarstarfið er hafið! Kynningarfundur í Smára, fimmtudaginn 25. sept. kl. 20. Kosning f stjórn foreldrafélags. í kvöld Handknattleikur 1. deild karla kl. 20.00: Ásgarður: Stjaman - Valur Laugardalshöll: KR - FH KA-húsið: KA - Afturelding Seltjarnarnes: Grótta - Selfoss Strandgata: Haukar - Víkingur Vestmannaeyjar: ÍBV - ÍR GEIR Sveinsson, fyrirliði landsliðsins, hefur skorað níu mörk í þremur lelkjum með Montpelier í Frakklandi. Islenskt sundfólk vann til níu gullverð- launa, fimm silfurverðlauna og sex bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti fatlaðra sem nýlega fór fram í Frakk- landi. Þá setti það fjögur heimsmet, fimm Evrópumet auk nokkurra fslandsmeta. Birkir Rúnar Gunnarsson vann til þrennra gullverðlauna, i 200 m fjór- sundi, en þar synti hann á nýju íslands- meti, 400 m skriðsundi og í 100 m flug- sundi auk þess sem hann hlaut silfurverð- laun í 100 m bringusundi og bronsverð- laun í 100 m skriðsundi. Birkir keppti í flokki blindra. Kristín Rós Hákonardóttir hlaut þrenn gullverðlaun og setti þijú heimsmet. Það gerði hún í 100 m baksundi, 100 m bringusundi og 50 m skriðsundi. Þá vann Kristín til sifurverðlauna í 100 m skrið- sundi og setti um leið íslandsmet. í 200 m fjórsundi lenti hún í fjórða sæti og setti um leið íslandsmet. Pálmar Guðmundsson vann tvenn gull- verðlaun, í 200 m skriðsundi þar sem hann setti heimsmet og í 100 m skrið- sundi, en þar bætti hann Evrópumetið. Þá hlaut Pálmar bronsverðlaun í 50 m skriðsundi. Sigrún Huld Hrafnsdóttir sigraði í 100 m bringusundi og hlaut gullverðlaun. Þá vann hún til tvennra silfurverðlauna, í 50 m og 100 m skriðsundi. Bronsverð- laun hlaut Sigrún í 50 m baksundi en hafnaði í fjórða sæti í 50 m flugsundi. Bára B. Ólafsdóttir vann tvenn silfur- verðlaun, í 100 m bringusundi og 50 m KRISTI'N Rós Hðkonardóttir t.v. og Blrklr Rúnar Gunnarsson stóöu sig vel. flugsundi og fékk bronsverðlaun í 50 m skriðsundi. Þá hafnaði hún í fjórða sæti í 50 m baksundi og í 100 m skriðsundi. Gunnar Þ. Gunnarsson vann til tvennra bronsverðlauna í 50 m flugsundi og 50 m baksundi. FATLAÐIR / EM íslendingarnir fengu 20 verðlaun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.