Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 D 3 Geir ánægður í Montpeller GEIR Sveinsson, fyrirliði lands- liðsins, er mjög ánægður með líf- ið í Montpeller í Frakklandi, þar sem hann leikur með Frakk- landsmeisturum Montpeller. „Við kunnum mjög vel við okkur hér — allar aðstæður eru þær bestu, sem ég hef kynnst," sagði Geir, sem hefur leikið með tveim- ur liðum á Spáni fyrir utan Val. Keppnistímabilið er hafið í Frakklandi og hefur Montpeller leikið þrjá leiki — gert eitt jafn- tefli og unnið tvo. „Við erum í þriðja sæti á eftir Marseille og Ivry, sem eru með fullt hús. Marseille-liðið er mjög sterkt, með liðinu leika Rússarnir An- drey Lavrov. markvörður, og Vasily Kudinov, auk franskra landsliðsmanna, þjálfari liðsins KNATTSPYRNA er rússneskur," sagði Geir. „Því sem ég hef kynnst hér, er ljóst að deildarkeppnin er ekki eins sterk og á Spáni. Montpeller hefur leikið gégn veikum liðum — eigum eftir að glíma við sterkari liðin. Við erum með gott lið og ákveðnir að verja meistaratitilinn," sagði Geir, sem hefur skorað níu mörk í leikjun- um þremur. Framundan eru tveir leikir hjá Geir og félögum — í kvöld og um helgina, á mánu- daginn heldur hann til Rúmeníu. „Leikirnir gegn Rúmeníu eru lykileikir fyrir okkur. Rússar eru sterkastir á pappírnum í riðlin- um okkar og fljótt á litið virðist keppnin um annað sætið standa á milli okkar og Rúmena,“ sagði Geir. HAIMDKNATTLEIKUR Fjárir leikmenn landsliðsins lara svo með liði sínu Altureldingu til Makedóníu í byrjun október til keppni í Evrópukeppni borgarliða; Bergsveinn Bergsveinsson, Bjarki Sigurðsson, Páll Þórólfsson og Róbert Sighvalsson Handknattleikslandsliðið níuíEM \Sr Seinni leikurinn verður leikinn í Reykjavík 1. okt. Landslið Rúmeníu kemur með íslenska liðinu til Leikið verður í Vilcea, 200 km frá Búkarest, HSÍ sparar rúmartværmillj. króna með þvíaðfaratil Rúmeníu þremurdögumfyrr Islendingar upp umtvösæti Islenska landsliðið færist upp um tvö sæti á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefínn var út í gær. Landsliðið var í 46. sæti í ágúst, en er nú í 44. sæti. Brasiiíumenn sitja sem fastast í efsta sæti á listanum. Listinn er þannig — sæti þjóðann (í hvaða sæti þær voru á listanum yfir fimmtíu efstu þjóðim- ar í ágúst), síðan í hvaða sæti þær voru um sl. áramót og þá stig: 1. ( 1) Brasilía 2. ( 3) Spánn 3. ( 4) Þýskaland 4. ( 2) Noregur 5 ( 6) Ítalía ( 1) ( 2) ( 5) ( 8) ( 4) 68.42 59.69 59.28 58.86 58.10 6. ( 5) Argentína (10) 57.80 7. ( 7) Danmörk (14) 57.51 8. ( 8) Rússland (13) 56.75 9. (10) Mexíkó (15) 54.93 10. (11) Sviss ( U 54.41 11. (12) Búlgaría (16) 54.40 12. ( 9) Portúgal (20) 54.17 (17) 53.53 (11) 53.14 15. (15) Svíþjóð ( 3) 52.84 16. (18) Frakkland (19) 52.83 17.(17) Holland ( 6) 51.25 18. (19) Bandarikin (23) 50.09 19. (27) Tékkland ....(34) 49.32 20. (16) írland ....( 9) 49.26 21.(21) Egyptaland ....(22) 48.97 22. (20) Uruguay ....(37) 48.68 23.(26) Zambía ....(21) 47.57 24. (23) Skotland ....(32) 47.56 25. (24) Ghana ....(26) 47.53 26. (22) England ....(18) 47.04 27. (25) Túnis ....(30) 46.83 28. (28) Pólland ....(29). 46.75 29. (31) Tyrkland ....(48) 46.43 30. (30) Grikkland ....(28) 46.30 ....(25) 45.49 32. (33) Japan ....(36) 44.58 33. (29) Belgía ....(24) 43.89 34. (34) Nígeria ....(12) 43.32 35. (35) Marakkó ....(33) 42.52 36. (36) Saudi Arabía ....(27) 42.44 37. (40) Slóvakía ....(43) 42.25 38. (37) Finnland ....(38) 41.74 39. (38) Kamarún ....(31) 41.42 40. ( ) Chile ....(47) 40.64 41. (42) Austurríki ....(49) 40.26 42.(41) Suður-Kórea (35) 39.43 43. (44) Senegal (50) 39.08 44. (46) ÍSLAND (39) 38.95 45. (43) ísrael (42) 38.44 46. (48) Bólivía (44) 37.97 47. (47) Mali (52) 37.65 48. ( ) Króatía (62) 37.31 49. (49) Litháen (59) 37.16 50. ( ) Arab. furstad (46) 37.12 Lokaundirbúningur lands-' lidsins hefst í Vilcea LANDSLIÐIÐ í handknattleik heldur til Rúmeníu til að leika Evrópuleik gegn Rúmönum þremur dögum fyrr en áætlað var. Áætlað var að liðið færi á mánudaginn kemur, en það mun halda utan á föstudag. Ástæðan fyrir þessari breyt- ingu er sú, að það er um 110 þús. krónum ódýrara á mann að fara fyrr. Ef landsliðið hefði farið út á mánudag hefði flugf- arseðill til Búkarest kostað 180 þús. krónur á mann, en með þvf að fara á föstudag lækkar farið í 70 þús. krónur. Hand- knattleikssamband íslands sparar því rúmlega tvær millj. króna með að fara fyrr út með nftján manna hóp. Það var ekkert annað hægt að gera í stöðunni, en að fara út Pólverjar byrjað- iraðhita upp PÓLVERJAR, sem mæta íslendingum í undankeppni Evrópu- keppni landsliða í handknattleik, eru byijaðir að hita upp fyrir átökin — þeir léku fimm landsleiki á sex dögum á Ítalíu og í Póllandi á dögunum. Þeir byijuðu með því að taka þátt í fjög- urra þjóða móti á Italíu ásamt ítölum, Dönum og ísraelsmönnum. Pólveijar unnu ftali 22:20, ísraelsmenn 30:23, en töpuðu fyrir Dönum, 24:27. Danir, sem gerðu jafntefli við Italíu 17:17 og unnu ísrael 30:22, urðu sigurvegarar mótsins — með fimm stig, Pólveij- ar fengu fjögur! Landslið Póllands og Danmerkur urðu síðan samferða til Pól- lands, þar sem þau mættust tvívegis. Danir unnu fyrri leikinn 24:26. Þeir sem skoruðu mest fyrir pólska liðið voru Marek Bundy 7, Tomasz Bartniczuk 5 og Robert Nowakowski 5/5. Aftur á móti skoraði Grzegorz Gowin 12/6 mörk fyrir Pólverja í seinni leiknum, sem þeir unnu 26:23. á föstudaginn til að ná kostnaði við ferðina niður,“ sagði Öm Magnús- son, framkvæmdastjóri HSI. Örn sagði að Rúmenar, sem eru miklir íslandsvinir, hafði boðist til að sjá um uppihald liðsins á meðan það ■% verður í Rúmeníu, frá laugardegi til fimmtudags. „Landsliðið mun búa á sama hóteli og rúmenska liðið í borg- inni Vilcea, sem er um tvö hundruð kílómetra frá Búkarest,“ sagði Örn. Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálf- ari, hafði ákveðið að kalla landsliðið saman tii æfingar í Reykjavík fyrir helgi, en eftir að breytingin varð á ferðatilhögun landsliðið mun liðið ekki byija að æfa fyrr en í Rúmeníu á sunnudaginn. „Við verðum að taka þessu, þó að mér fínnst ekki æski- legt að vera svona lengi í Rúmeníu fyrir hinn þýðingarmikla leik, þar sem aðstæður eru aðrar en við eigum að venjast. Við verðum að taka því og nota tímann sem best til að und- „ irbúa okkur fyrir ieiki gegn Rúmen- um — fyrst í Vilcea og síðan fjórum dögum seinna í Reykjavík," sagði Þorbjöm. Landsliðið heldur utan á föstudag og mun liðið gista eina nótt í London áður en haldið verður til Búkarest, þar sem leikmanna bíður rúmlega þriggja tíma ökuferð með langferða- bifreið upp að fjöllunum norðvestur af Búkarest. Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðs- ins, sem leikur með Montpelier í Frakklandi, og Júlíus Jónasson, * Gummersbach, halda til Rúmeníu á mánudag. Rúmenar með sterkan landsliðshóp TÓLF landsliðsmenn Rúmen- íu, sem tóku þátt í HM á ís- landi, eru í sextán manna landsliðshópi Rúmeníu sem mætir íslandi í tveimur landsleikjum — í Vilcea 27. september og Laugardalshöll- inni 1. október. Tveir leik- * menn, sem leika í Frakklandi, skyttan Cristian Valentin Za- haria og línumaðurinn Ian Mocanu, sem léku vel í HM, eru ekki í leikmannahópnum. Liðin verða samferðatil íslands LANDSLIÐ íslands mun búa á sama hóteli og landslið Rúmeníu í Vilcea og morgun- inn eftir leikinn, sem fer fram 27. september, halda bæði lið- in saman til íslands, með milli- lendingu í London. Efasemdir um kynferði LANDSLIÐSKONA Egypta- lands i handknattleik hefur vakið athygli á Afríkuleikun- um fyrir Hkamsburði og hefur Handknattleikssamband Afr- íku efasemdir um kynferði hennar. Formaður lækna- . nefndarinnar ákveður i vik- unni hvort farið verður fram á að stúlkan gangist undir próf til að staðfesta kynferði hennar en ef af því verður fer það fram i Evrópu. Talsmenn Egypta segja að umræddur leikmaður sé óumdeilanlega kvenmaður. Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason „Fimmurnar“ þrjár! GUNNLAUGUR Jónsson lék sem mlóvörður í liði Skagamanna gegn Valsmönnum á sunnudaginn. Gunnlaugur lék í sömu stöðu og faðir hans, Jón Gunnlaugsson, á sínum tima. Einar Halldórsson, afl Gunnlaugs og tengdafaðir Jóns, lék einnlg sem miðvörður. Hann var fyrirliði Vals á árum áður — varð meistari með Val 1956, lék einnig með landsliðinu. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa leikið í búnlngi númer fimm í 1. deild. Halldór Einarsson — HENSON, sonur Einars, klædd- ist einnig peysu númer fimm og fagnaði meistaratltlum með Val — lék ófáa leikina gegn Jóni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.