Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.09.1995, Blaðsíða 1
| branparar! 1LEIKIR j [þrautir! Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PREPJTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 1995 Pennavinir KÆRI ritstjóri. , Viltu vinsamlegast birta eftirfarandi óskir um pennavin í blaðinu þínu: Ég er 11 ára gamall strák- ur og óska eftir penna- vini. Vil helst skrifast á við strák á sama aldri frá Reykjavík. Eric Hviden Backa 4105 479 92 Ellör Sverige Kæri Moggi. Ég óska eftir pennavin- konum á aldrinum 9-11 ára. Áhugamál: Reið- mennska, línuskautar, píanó, fíðla. Ég tek á móti öllum bréfum. Marianna Pálsdóttir Grenigrund 43 300 Akranes Kseri Moggi. Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 9-12 ára, stelp- um eða strákum. Ég er 10 ára. Áhugamál mín eru: Hestar, pössun, utan- landsferðir, dans og skóla- böll. Svara öllum bréfum og vinsamlegast sendið mynd með í fyrsta bréfi. Júlía B. Róbertsdóttir Stapasíðu 13a 603 Akureyri Ég vil senda stuðkveðjur til Sólbjargar á Akureyri. Eyrún, pennavinkona frá Reykjavík. &VtB Fílahiaup ÞÁTTTAKENDUR stilli sér upp við rásmark. Þegar merki er gefið farið þið á fjóra fætur og látið lófana og iljarnar snerta jörðina. Þegar þið hreyfið vinstri fót eigið þið líka að hreyfa vinstri hönd. Erfitt! Og hægri hönd þegar þið færið hægri fót. Hæfileg lengd hlaupa- brautarinnar er nálægt 10 metrum. Sá vinnur sem fyrstur kemur í mark. A Á | M f. Mömmustelpa HALLÓ Myndasögur. Ég sendi hérna sögu af stelpu sem átti að fara ein til Parísar. Ég heiti Agla Frið- jónsdóttir, Einibergi 19, 220 Hafnarfjörður, og ég mundi láta Myndasögur Moggans vera oftar en einu sinni í viku. Jæja, ég þakka fyrir gott blað og segi bless. . Myndasögurnar þakka Öglu fyrir hlýleg orð í sinn garð og fyrir aldeilis frábæra sögu og góða mynd. Meira af svona, góðu börn. Einu sinni var stelpa sem hét Elísa. Hún átti að fara ein til Frakklands, en hún vildi ekki fara því hún var svo mik- il mömmustelpa. Hún átti að vera í fjórar vikur. Hún átti að fara á. morgun, eldsnemma! Nú var búið að setja í tösk- una og allt var tilbúið fyrir framan stigann. Elísa átti að fara til vinkonu sinnar í bæ sem heitir sko í alvöru Asni- eres. Vinkonan hét Laura. Núna fór hún beint í hátt- inn og grét svolítið í koddann sinn. Hún átti tvær litlar systur, sem hétu Margrét og Lísa. Þær komu til hennar. Af hveðju eðtu að gðáta? spurði Lísa, sem gat ekki sagt rrr. Bara - farðu, sagði Elísa. LTsa fór fram. Elísa eð í fýlu, heyrði Elísa hana segja við mömmu. Daginn eftir Um morguninn vaknaði Elísa klukkan sex og flýtti sér með mömmu og pabba á flug- völlinn. En þegar hún átti að kveðja þau við flugvélina hágrét hún. Mamma sagði við hana: Nú verður þú að vera dugleg stelpa, Elísa mín! En allt í einu tók Elísa á rás og hljóp í gegnum ranann og út úr flugstöðinni og sett- ist inn í bíl og sagði ekki orð. Mamma og pabbi komu hlaupandi á eftir henni og sögðu henni að flugvélin væri farin. Ég ætlaði ekki til Parísar, sagði hún ákveðin og svo keyrðu þau af stað heim á leið. En þegar þau komu heim heyrði Elísa pabba segja við mömmu: Hún er nú meiri mömmu- stelpan, hún Elísa! ENDIR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.