Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 1
FISKELDI 0 i^JK JM SAMRUNI FYRIRTÆKI ¦¦§.:;' >; Bleikjan bjartasta mjjfe Tími samsteyp- íslenskur markað- vonin/4 anna kominn /8 ur á tímamótum /6 4í í';;?tt íi -.-:Í IfafgmiMaMfe VIDSKTPTIAIVINNTJLÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 BLAÐ B Bílar VOLVO-bílasmiðjurnar hafa borð- ið til baka orðróm um að Chrysler- verksmiðjurnar séu að reyna yfir- taka þær. Hlutabréf í Volvo hækk- uðu um 10% í 177,50 s. kr. í kaup- höllinni í Stokkhólmi vegna orð- rómsins. Sérfræðingar tetfa kvitt- inn stafa af því að Volvo og Chrysler hafa unnið saman að til- teknum verkefnum eins og al- gengt er í bílaiðnaði. Tölvur Computer 2000 á íslandi hefur verið f alin sala á Desk Jet og LaserJet prenturum frá Hewlett-Packard hér á landi, samkvæmt frétt frá HP í Danmörku. Sagt er að söluaðilar á við Computer 2000 tryggi HP öflugan markað í gegnum góða vörustýringu ogþjónustu. Flugþing Fluginálasljórn efnir til málþings undir heitinu Flugþing '95 — Flugsamgöngu á Islandi fimmtu- daginn 19. október nk. Er þetta nýjung í starfsemi flugmálayfir- valda en stefnt er að því að halda Flugþing reglulega í framtiðinni og taka þá fyrir eitt afmarkað efni í hvert sinn. SOLUGENGIDOLLARS Ríkisverðbréf í útboðum 1992-95 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 Ríkisvíxlar til 3ja mánaöa Tekin tilboð Milljónir í króna jjísoiia 1992 1993 A S 0 N D| J F M A M J J A S 0 H D| J F M A M J J A S 1994 1995 2.000 1.800 Ríkisvíxlar, 6 mán. 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Tekin tilboð Milljónir króna Meðalávöxtun Ríkisvíxlar, 12 mán. Tekin tiiboö Milljónir krðna iiiiniimiiiiiiiiiniTninii '"iiiiiiiiiiiiiinn i'iiuiiiii 1992 l 1993 ¦ 1994 I 1995 11992 1993 1994 1995 Spariskírteini, 5 ára 1992 1993 1994 1995 Spariskírteini, 10 ára 1992' 1993 1994 1995 Nýr fjárfestingarkostur hjá Lánasýslu ríkisins Verðtrygging tíl 20 ára s Ánægja með fyrsta útboð 5 ára óverðtryggðra ríkisbréf a FYRSTA útboð á fimm ára óverð- tryggðum ríkisbréfum fór fram í gær hjá lánasýslu ríkisins. Nam sala á bréfunum röskum 300 millj. króna én meðalávöxtun varð 10,78% og segir Sigurgeir Jónsson, forstjóri Lánasýslu ríkisins útboðið hafa tekist mjög vel til í alla staði. Þá segir Sigurgeir að von sé á fleiri nýjungum frá Lánasýslunni. Þannig sé ætlunin að hefja útboð á verð- tryggðum spariskírteinum til 20 ára og sé það í fyrsta skipti sem boðið sé upp á verðtryggðan fjárfestingar- kost til svo langs tíma hér á landi. Hann segir þessa nýjung vera lið í viðleitni Lánasýslunnar við að auka við flóruna á íslenskum verðbréfa- markaði. Á verðbréfamarkaði er þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hver ávöxtunin verði á slíkum bréfum. Sigurgeir segir þennan nýja fjár- festingarkost vera mjög hentugan fyrir lífeyrissjóði sökum þess að um fjárfestingu til mjög langs tíma sé að ræða. „Skuldbindingar lífeyris- sjóða ná mjög langt fram í tímann á sama tíma og fjárfestingar þeirra eru til mun skemmri tíma í einu. Það ríkir því mikii óvissa um vaxtaþróun en með þessum hætti geta sjóðirnir tryggt sé ákveðna raunvexti til mjög langs tfma og dregið þannig úr vaxtaáhættu sinni." Þá segist Sigurgeir reikna með því að einhver tími muni líða uns menn fari að nýta sér þennan kost í miklum mæli en segist engu að síður hafa mikla trú á honum. „Við teljum það vera hlutverk ríkisins að vera í farar- broddi með nýjungar á þessu sviði enda er það langstærsti aðilinn á markaðnum. Við reiknum með að aðrir muni síðan fylgja í kjölfarið." Hin nýju bréf eru eingreiðslubréf og er gjalddagi fyrstu útgáfunnar því 1. október árið 2015. Þau eru verðtryggð með vísutölu neysluverðs og án nafnvaxta, sem mun vera nýj- ung hvað varðar verðtryggð spari- skírteini ríkissjóðs. Bréfin eru því keypt með forvöxtum til næstu 20 ára og dragast vextirnir frá höfuð- stól skíreinisins við kaup. Lág- marksfjárhæð hvers tilboðs er 100 milljónir króna og verður heildarfj- árhæð fyrsta útboðsins allt að 1 milijarði króna. Fyrsta útboð vel heppnað Sigurgeir segist jafnframt vera mjög ánægður með hvernig til hafi tekist með fyrsta útboðið á óverð- tryggðum ríkisbréfum til 5 ára. Alls hafi verið tekið tilboðum fyrir 422 milljónir króna í 3ja og 5 ára ríkis- bréf en þar af hafi tilboð í 5 ára bréfin numið ríflega 300 milljónum króna. Meðalvöxtun 5 ára bréfanna hafi verið 10,78%, ríflega 1% hærri en meðalávöxtun 3ja ára bréfanna sem var 9,48%. Að sögn Sigurgeirs er þetta mjög áþekk ávöxtun og búist hafi verið við, en reikna megi með því að hún muni lækka eitthvað í næstu útboð- um. Þannig hafí meðalávöxtun 3ja ára bréfanna lækkað um 0,4 pró- sentustig frá fyrsta útboði. Það sé eðlilegt að ávöxtunarkrafa manna sé nokkuð há í upphafi enda fylgi fjárfestingu af þessu tagi alltaf nokk- ur áhætta hvað varðar þróun verð- bólgu og vaxtastigs næstu árin. d ^aðhugs^ um að jffifésGt. Vegna sérstakra laga um flýtifyrningar er rekstraraðilum afar hagstætt að fjárfesta í atvinnutækjum nú í ár. Við hjá Glitni sérhæfum okkur í fjármögnun atvinnutækja. Með Kjörleiðum Glitnis bjóðast þér fjórar ólíkar leiðir til fjárfestingar í atvinnutækjum. Hafðu samband og fáðu að vita meira um flýtifyrningar, skattfrestun og hvernig þú losnar við að Ik binda rekstrarfé í tækjakosti. '#*'• ' JM, <{>ir. """'>¦',, V'í ií Glitnirhf oótturfyrirtæki (Slandsbanka Ármúla 7, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. Út er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glitnis. Þar er á einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða líttu inn og spjallaðu víð ráðgjafa okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.