Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ólafur Jóhann Ólafsson ráðinn einn af stjórnarformönnum hjá Sony Stýrir þróunar- starfi Sony SONY tilkynnti í fyrrakvöld að 01- afur Jóhann Ólafsson hefði verið ráðinn í starf stjórnarformanns hjá fyrirtækinu og mun hann hafa umsjón með öllu þróunarstarfi fyrir- tækisins í Bandaríkjunum. Um leið lætur Ólafur Jóhann af starfi for- stjóra Sony Interactive Entertain- ment, en hann hefur gegnt því starfi frá því að fyrirtækið var stofnað árið 1991. M erki um veíka stöðu? í Wall Street Journal í gær er því fleygt fram að Ólafur Jóhann hafi í raun verið fjarlægður úr stöðu sinni og er það haft eftir stjórnend- um, sem blaðið segir að þekki vel til hans, að honum kunni að líka það illa að starfa í stöðu þar sem enga daglega stjórnun er að finna. I Wall Street Journal er jafnframt velt vöngum yfir tímasetningu þess- ara breytinga þar sem Ólafur Jó- hann hafi fyrir aðeins fáeinum vik- um náð að koma PlayStation leikj- atölvunum af stokkunum með góð- um árangri. Hann hafi barist fyrir því að halda verði leikjatölvanna undir þrjú hundruð dollurum gegn vilja nokkurra íhaldsamari yfir- manna í Japan og Bandaríkjunum sem hafi viljað ná meiri hagnaði út úr sölu tölvanna. Ólafur Jóhann hafði betur í þess- ari rimmu, en talið er næsta víst að Sony tapi á sölunni en ætlunin mun vera að vinna tapið upp með sölu leikjahugbúnaðar í þessar vél- ar. „Skref upp á við" Ekki náðist í Ólaf vegna þessarar fréttar WSJ þar sem hann hélt utan seinni part dags í gær. I samtali við blaðamann fyrr um daginn sagðist hann hins vegar líta á þetta sem stórt skref upp á við fyrir sig. „Sjálfsagt á eftir að túlka þetta á ýmsa vegu þar sem það er mjög óvenjulegt að forstjórar hætti þegar hvað best gengur en ég tel alltaf best að hætta á toppnum. Þegar fyrirtæki er komið á koppinn þarf allt aðra hæfíleika helduren til þess að byggja það upp. Ég hef alltaf haft mjög gaman af uppbygg- ingarstarfinu auk þess sem þessi breyting gefur mér meira svigrúm til að skrifa, sem ég hef ekki haft tima til að gera mjög lengi." Að sögn Ólafs verður það hlut- verk hans að hafa umsjón með þró- unarstarfi þeirra fjögurra fyrir- tækja sem eru innan Sony sam- steypunnar í Bandaríkjunum. „Þessi fjögur fyrirtæki hafa mjög litla yfirstjórn. Þarna eru fjórir stjórnarformenn yfír ýmsum deild- um fyrirtækisins. Mitt hlutverk verður að sjá um alla framþróun innan Sony." Ólafur segist lengi hafa unnið að þessum breytingum og séu þær kærkomið tækifæri fyr- ir hann til að hafa meiri tíma skrifta og dvalar hér heima. Starfsmaður Eistneska fjárfestinga- bankans í starfsþjálfun hér á landi . Bankakerfið nær allt einkavætt EKKI er langt um liðið síðan Eistneski fjár- festingabankinn var stofnaður og veitti Nor- ræni fjárfestingabank- inn (NIB) m.a. fjár- magn til stofnsetningar bankans. Þessa dagana er staddur hér á landi starfsmaður bankans, Ivar Pae, og er tilgang- ur dvalar hans hér á landi að kynna sér starfsemi íslenska fjár- magnsmarkaðarins og eyddi hann allri síðustu viku hjá Iðnlánasjóði, en þar að auki mun hann kynna sér starf- semi Seðlabankans og fleiri lána- stofnanna. Pae segir það gagnlegt að skoða aðstæður hér á landi enda eigi lönd- in tvö margt sameiginlegt. „Báðar þessar þjóðir eru fremur fámennar auk þess sem fjármagnsmarkaðir beggja landa hafa búið við miklar hömlur þar til nýlega. Þá hefur efna- hagslífið í löndunum verið að ná meiri stöðugleika að undanförnu. Islendingar eru komnir nokkuð lengra en Eistlendingar á þróun- arbrautinni og því er það mjög gagn- legt að skoða hvernig Ieyst hefur verið úr ýmsum vandamálum hér á landi." Hann telur það vera brýnt fyrir Eistlendinga að hagræða í fram- leiðslufyrirtækjum landsins enda byggi þau framleiðslu sína allt of mikið á vinnuafli en of lítið á tækni. Hann segir Skandinavíu vera mikil- vægustu útflutningsmarkaði lands- ins og hafí nálægðin við Finnland gagnast Eistum vel. Pae segir að bankinn einbeiti sér ..#1^ ¦ ¦ '-i'Ji' "*"**&&%&*. i 1 L'- fyrst og fremst að því að fjármagna verkefni einkarekinna fyrir- tækja. Slíkt kann að koma á óvart þegar fyrrum kommúnískt ríki á í hlut en hann segir einkavæðingu hafa gengið mjög vel fyrir sig í Eistlandi á undanförnum misser- um. Nú sé þegar búið að einkavæða flest smærri fyrirtæki en ríkisstjórn Eistlands sé þegar farin að huga að næsta skrefi sem Ivar Pae sé einkavæðing ýmissa stærri ríkis- fyrirtæki á borð við Póst- og símafyr- irtæki, járnbrautir o.s.frv. Hann segir bankann reyna að tak- marka áhættuna í útlánum með því að lána nær eingöngu til þekktra fyrirtækja en hins vegar sé sá mögu- leiki ekki alltaf til staðar. Bankakerfið í einkaeign Bankakerfi Eista er langt komið á braut einkavæðingar og segir Pae að skýringuna megi m.a. finna í því að fjöldi nýrra banka hafí verið stofn- aður eftir að slíkt var heimilað. „Fjöl- mörg hagsmunasamtök stofnuðu sína eigin banka á þessum tím og því eru margir þeirra afar smáir. Nú hefur reglum hins vegar verið breytt og auknar kröfur eru gerðar til þessara banka og gera má ráð fyrir því að þeim muni fara fækk- andi í kjölfarið." Pae segir að af u.þ.b. 19 bönkum sem starfandi séu í landinu sé aðeins einn í eigu ríkisins og reikna megi með því að það eignarhald sé einung- is tímabundið. Morgunblaðið/Þorkell FRÁ undirritun samninganna; f .v. Frosti Bergsson, Opnum kerfum, Geir Magnússon og Viðar Viðarsson, Olíufélaginu, Heimir Sigurðsson, Opnum kerfum og Gunnar Ingimundarson, Hug. Olíufélagið hf. gengur frá endurnýjun alls tölvukerfis síns Byltír upplýsingakerfi fyrirtækisins OLÍUFÉLAGIÐ hf. hefur gengið frá samningum við Opin kerfi hf. og Hug hf. um endurnýjun á tölvukerfi og hugbúnaði fyrirtækisins. Að sögn forráðamanna fyrirtækjanna þriggja er hér um að ræða tugmilljóna króna samning til lengri tíma litið. Sá bún- aður sem Olíufélagið mun kaupa er tvær öflugar móðurtölvur sem keyra á Unix og munu þær gegna sjálf- stæðu hlutverki auk þess að geta tekið við hlutverki hvor annarrar ef önnur bilar. Þá mun félagið einnig festa kaup á ótilgreindum fjölda einkatölva. Hugbúnaðurinn er af gerðinni Concorde og verður keyrður á Oracle gagnagrunni. Hvort tveggja kemur frá Hug hf. Endurnýja úreltan hugbúnað Að sögn Viðars Viðarssonar, for- stöðumanns upplýsingatæknideildar Olíufélagsins, er fyrirtækið að end- urnýja þann hug- og vélbúnað sem fyrir var í fyrirtækinu og er nú orð- inn úreltur. Hann segir markmiðin með þessari endurnýjun nú vera margþætt. „Mikilvægasta markmið- ið er að ná upp veltuhraða. Við vilj- um ná inn nákvæmari söluupplýs- ingum frá bensínstöðvum okkar þannig að vöruframboð sé rétt sam- sett, í réttu magni, á réttum stað og á réttum tíma. Jafnframt er ætl- unin að auka allar upplýsingar sem stjórnendur fyrirtækisins hafa að- gang að og tryggja að þessar upplýs- ingar séu þær nýjustu sem hægt sé að fá." Viðar segist telja að þessi fjárfest- ing muni skila sér á örfáum árum og Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, tekur í sama streng. „Það má spyrja hvað við fáum út úr þessu en það má líka segja, hvar lendum við ef við gerum þetta ekki." Þeir segja hluta sparnaðarins liggja í lægri þjónustukostnaði vegna þess- ara kaupa. Þannig hafí þessi búnað- ur mun lægri bilanatíðni en eldri búnaður auk þess sem fyrirtækið geti þróað hugbúnaðinn að stórum hluta sjálft. Bylting í upplýsingakerfum fyrirtækja Svo virðist sem fyrirtæki séu að útvíkka tölvuvæðingu sína um þess- ar mundir og segir Viðar að verið sé að nota upplýsingakerfin til að skapa fyrirtækjum sérstöðu í sam- keppni um sölu á mjög keimlíkum vörum og sé kortakerfi það sem Olíufélagið hafi tekið í notkun fyrir rúmu ári síðan dæmi þess. Gunnar Ingimundarson, fram- kvæmdastjóri Hugar, segir þessi upplýsingakerfi vera næsta skref fyrirtækjanna. „íslensk fyrirtæki hafa verið að tölvuvæða það sem áður hefur verið handunnið árum saman svo sem bókhald, launaút- reikninga, viðskiptamannabókhald o.s.frv. Nú eru þau hins vegar farin að tölvuvæða aðra þætti í rekstri fyrirtækisins svo sem vörustjórnun o.fl. Þetta eru mjög metnaðarfull markmið og til þess þarf vilja stjórn- enda, auk þess sem þeim þarf að fylgja mjög fast eftir innan fyrirtæk- isins svo þau náist." Gunnar segist jafnframt verða var við það að fyrirtækin séu farin að gera mun meiri kröfur á hendur hugbúnaðarfyrirtækjanna. Þannig dugi ekki lengur að vera með góðan tæknibúnað heldur sé einnig gerð sú krafa að þekking sé til staðar á þeim verkefnum sem verið sé að vinna að. Frosti Bergsson, framkvæmda- stjóri Opinna kerfa, segir að þar á bæ verði menn einnig varir við þessa þróun. „Þau tölvukerfi sem fyrirtæk- in hafa mörg hver í dag eru orðin 10-15 ára gömul og því löngu úrelt. Það er alveg ljóst að í heimi harðn- andi samkeppni þurfa fyrirtækin að vera mjög snögg að koma fram með nýjungar og til þess þurfa þau að búa yfir mjög góðum og öflugum tækjabúnaði." Scandicplan fer velafstað VERKFRÆÐISTOFAN Línuhönnun hefur opnað verkfræðistofu í Berlín ásamt þýskum og íslenskum aðilum. Stofan heitir Scandicplan og er eink- um ætlað að afla verkefna ytra í tengslum við þá uppbyggingu, sem nú á sér stað í Austur Þýskalandi. Að sögn aðstandenda stofunnar Iofar byrjunin góðu og hefur verið ákveðið að fjölga starfsmönnum Islenskir aðstandendur Scandic- plan eru verkfræðistofan Línuhönn- un, sem á um þriðjung í fyrirtækmu, og verkfræðingarnir Eiríkur Braga- son og Hafsteinn Helgason. Saman eiga íslensku aðilarnir um 55% hlut- afjár. Afganginn eiga tveir þýskir verkfræðiprófessorar. Miklir möguleikar- Ríkharður Kristjánsson, verkfræð- ingur hjá Línuhönnun, segir að í Þýskalandi sé nú mikil eftirspurn eftir þeirri þjónustu, sem Línuhönnun og systurfyrirtæki þess, ráðgjafar- fyrirtækið IceConsult hafa sérhæft sig í. Meðal þess sé hönnun á há- spennulínum, viðhald mannvirkja, brúar- og vegagerð, og gerð sér- Starfsmönnum bætt viðeftirþriggja vikna rekstur hæfðra forrita fyrir byggingariðnað og rekstur húsbygginga. „Þessir hlutir eru í algerri rúst í Austur- Þýskalandi og því er mikil uppbygg- ing fram undan. Það vill þannig til að skortur er á byggingaverkfræð- ingum í Þýskalandi á sama tíma og litla vinnu er að hafa á íslandi. I Þýskalandi var þvi sóknarfæri, sem sjálfsagt var að nýta en auk þess hefur komið í ljós að við erum vel samkeppnisfærir á þýska markaðn- um." Samstarf við þýskar stofur IceConsult hefur staðið að sölu á tölvuforriti fyrir eignaumsýslu og viðhald húsbygginga í Danmörku og segir Ríkharður að Scandicplan sé nú m.a. ætlað að markaðssetja forrit- ið í Þýskalandi. Verkfræðistofan muni einnig sjálf taka að sér verk- efni en ekki síður miðla verkefnum til íslenskra eigenda sinna enda hafi bylting á sviði fjarvinnslu leitt til þess að það sé nú hægðarleikur einn. „Auk þess erum við í samstarfi við tvær þýskar verkfræðistofur, sem hafa aðrar áherslur en við, og þær vísa því verkefnum til okkar og við til þeirra. Önnur sérhæfir sig í um- hverfisverkfræði og jarðtækni en hin í húsbyggingum. Saman mynda stof- urnar sterka heild," segir Ríkharður. Eiríkur Bragason hefur einn séð um rekstur Scandicplan í þaér þrjár vikur sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Ríkharður segir að viðtök- urnar hafi verið framar þeim vonum, sem menn gerðu sér í upphafi. „Við auglýstum þjónustu Scandicplan á íslandi og í kjölfarið fengum við þeg- ar verkefni við að aðstoða íslensk fyrirtæki við markaðssetningu og til- boðsgerð í Þýskalandi. Nú er stofan meðal annars að kanna útflutning á flotkerfum fyrir bryggjur og verk- takar eru farnir að bjóða í verk þar syðra í gegnum hana. Scandicplan þarf því að bæta við sig starfsmönn- um og á næstu dögum munu tveir þýskir starfsmenn hefja þar störf."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.