Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 B 3 VIÐSKIPTI Álnotkun Kín- veija vex hratt MIKLAR breytingar eiga sér stað hvað varðar framboð og eftirspurn eftir áli í Kína. Búist er við, að um aldamótin hafi eftirspumin aukist um 60% á ársgmndvelli og verði þá 2,5 milljónir tonna á móti 1,56 millj. á síðasta ári. Kom þetta fram hjá Wang Jianx- ia, frammámanni í samtökum kín- verskra málmframleiðenda annarra en stáls, á ráðstefnu um áliðnaðinn, sem breska tímaritið Metal Bulletin efndi til. Sagði Jianxia, að fyrir lok næsta árs yrði búið að auka fram- leiðslugetuna úr 1,7 milljónum tonna í 2,19 og áætlanir væra um að auka hana um 1,8 milljónir tonna í viðbót. Það myndi þó ráðast af því hve hratt eftirspurnin ykist. Jianxia sagði, að það væri stefna Kínveija að vera sjálfum sér nógir um ál en talið er, að álinnflutningur þeirra á þessu ári verði um 200.000 tonn. Vandinn er hins vegar skortur á raforku en fyrir tveimur mánuð- um varð að draga úr framleiðslu álvera í Norðvestur-Kína vegna orkuskorts. Mesti álnotandinn í Kína er bygg- ingariðnaðurinn en búist er við, að eftirspurnin frá honum muni aukast um 15% á ári og verði um ein millj- ón tonna um aldamótin. Áhersla á bílaiðnaðinn Kínverski bílaiðnaðurinn er enn tiltölulega lítill álnotandi, með um 80.000 tonn á ári, en líklegt er, að notkunin verði komin í 200.000 áður en áratugurinn er allur. Jianx- ia sagði einnig, að kínversk stjórn- völd legðu mikla áherslu á bílaiðn- aðinn og væri stefnt að því að fram- leiðslan færi úr 1,1 milljón á þessu ári í 2,7 milljónir um aldamótin og Dagbók Ráðstefna um landfræðileg upplýsingakerfi og hafið LÍSA , samtök um samræmd land- fræðileg upplýsingakerfi á ís- landi.halda fimmtudaginn 28. sept- ember nk. ráðstefnu á Scandic Hótel Loftleiðum um „Landfræði- leg upplýsingakerfið og hafið. Ýmis gagnasöfn, uppbygging og samnýt- ing gagna." Markmið ráðstefnunnar að kynna möguleika á auknu samstarfi með landfræðileg gögn um hafið. Mikil hagræðing er fólgin í því að samnýta landfræðilegar upplýsingar vegna þess að þær era tengdar við tiltekna staðsetningu. Þannig fást fleiri og betri upplýsingar um tiltekið verkefni eða svæði, en ef gögnin eru ekki samtengd með greinitölum eða staðsett með hnitum. Samnýting gagna getur lækkað kostnað við gagnöflun verulega og haft í för með sér hagkvæmni og hagræðingu í rekstri á fjölmörgum sviðum. LÍSU-samtökin eru vettvangur þar sem unnið er að samræmingu á þessu sviði. Á ráðstefnunni verða flutt erindi um uppbyggingu upplýs- ingakerfis um hafið, náttúrufar og aðstæður á hafinu. „Landfræðileg upplýsingakerfi og hafið“ er heilsdagsráðstefna og í ráðstefnugjaldi eru innifalin ráð- stefnugögn, hlaðborð í hádeginu og kaffí og meðlæti á meðan á ráðstefn- unni stendur. Skráning stendur nú yfir á skrif- stofu LÍSU í síma 5631536, fax: 5631470 og netfang: lisa3vegag.is. (I) Ráðstefnuskrifstofa ~ÍSLANDS SÍMI 562 6070 - FAX 562 6073 í sex milljónir bíla 2010. Eftirspurn- in eftir áli myndi því aukast mikið. Það kom fram hjá Allen Born, forstjóra bandaríska álframleiðand- ans Alumax, að þótt búast mætti við, að eftirspurn eftir áli ykist hvergi meira en í bílaframleiðslu, þá væri sá iðnaður mjög sveiflu- kenndur. Þegar þar við bættust sveiflurnar í áliðnaðinum sjálfum, væri fyrirsjáanlegt, að jafnt eftir- spurnin sem verðið á álinu gæti tekið snöggum breytingum á næstu áram. VD tlrtð , Yfir 70 ferðir í viku til áætlunarstaða beggja vegna Atlantshafsins. Tengiflug um allan heim. Fhirjfrnkt tjcrir hcitriinn að heimmnarkaði FLUGLEIDIR F R A K T sími 50 50 401 •mmumwwmmm miil ^iiiiimi^iHlriiBiiiMiiiiipr^iiiiwiiiii <iíi Hvað eftir annað hefur Atvinnurekstrartrygging Sjóvá-Almennra gert fyrirtækjum kleift að hefja eðlilegan rekstur að nýju eftir að verulegt tjón hefur lamað starfsemi þeirra. Mörg hundruð fyrirtæki, smá sem stór, njóta nú þeirrar fjölþættu tryggingaverndar sem felst í Atvinnurekstrartryggingunni en hana er unnt að laga að þörfum og aðstæðum hvers atvinnurekanda. Stóra spurningin er hvort fyrirtæki þitt er meðal þeirra. Ráðgjafar okkar veita nánari upplýsingar um þessa mikilvægu tryggingu og koma á staðinn sé þess óskað. SJOVADloALMENNAR Sími 569 2500 • Grænt númer 800 5692 Þú tryggir ekki eftir á!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.