Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 B 5 VIÐSKIPTI Útflutningsverðmæti og magn slátraðs eldisfisks 1987-1995 Heildarmagn af slátraðri eldisbleikju 1987-1995 0«— —i—easaBM—BB— I —B —i, u_■ 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 áætlun Landssambands fiskeldis- og haf- beitarstöðva, segir að bleikjueldis- stöðvum hafi fjölgað mjög mikið á sama tíma, úr 34 árið 1991 í 47 á síðasta ári. „Skilaboðin frá okk- ur hjá landssambandinu nú eru þau, að það verði að halda áfram að vinna markaði því það er ekk- ert gefið að koma bleikjunni inn á markaði þar sem þetta er ný afurð. Við leggjum því ofurkapp á markaðssetninguna og að tryggja þessum mörkuðum há- gæðafisk í allri meðhöndlun.“ Stöðugt verð en dýr vinnsla Silfurstjarnan hefur verið helsti útflytjandi á bleikju til Bandaríkj- anna að .undanförnu og auk þess að flytja út eigin framleiðslu hefur fyrirtækið flutt út afurðir annarra fiskeldisstöðva og selt þær í gegn- um Aquanor Marketing inc. Bene- dikt Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Silfurstjörnunnar, segir helsta kostinn við bleikjueldið vera hversu stöðugt verðið hafi verið. „Verðið á bleikjunni hefur verið hið sama í erlendri mynt frá úpp- hafi og það virðist vera mun stöð- ugra en verð á laxi, sem hefur sveiflast mjög mikið. Hins vegar er vaxtarhraði bleikjunnar mun hægari þannig að hún er nokkuð dýrari í framleiðslu en laxinn. Við þurfum því að fá gott verð ef fram- leiðslan á að borga sig.“ Hann segir að tekist hafí að auka vaxtarhraðann nokkuð með kynbótum að undanförnu en þó hafi framfarirnar verið mun meiri í laxeldinu hvað það snertir. Hann á þó von á því að þróunin verði hin sama í bleikjunni. „Jafnvel má búast við því að þróunin verði enn hraðari í vaxtarhraða blekj- unnar þar sem þetta er nokkuð villtur stofn og við eigum enn eft- ir að ná tökum á honum.“ Staðan fer batnandi Vigfús segir stöðu fískeldis- stöðvanna hafa farið batnandi að undanförnu. „Framleiðsla stöðv- anna hefur verið að aukast jafnt og þétt á undanförnum árum og nemur aukningin u.þ.b. 15% á ári að meðaltali. Þá erum við að tala um heildarframleiðslu ársins, þ.e. með laxeldinu. Verðmætin hafa á sama hátt verið að aukast og þetta er núna að skila u.þ.b. 1 milljarði króna í útflutningsverðmæti á ári. A móti kemur að þessi grein hefur ekki notið neinna opinberra lána eða styrkja frá 1991 og það er auðvitað athyglisvert þar sem við erum að tala um landbúnaðaraf- urð. Ennfremur veldur forsaga fiskeldisins mönnum miklum erfið- leikum og t.d. er nánast ómögu- legt að fá nokkra lánafyrirgre- iðslu. Þeir sem eru að reka þessar stöðvar í dag gera það því fyrir eigið fé.“ Vigfús segir það ekki síst mikil- vægt í þessu samhengi að góð tök hafi náðst á eldinu sjálfu og sé það nú farið að ganga stóráfalla- laust. „Nú er svo komið að menn eru farnir að vinna af fullum krafti í hagræðingu í rekstri stöðvanna, m.a. með því að auka vaxtarhraða með kynbótum í stöðvunum, auka gæði og vinna betur að markaðs- málum. Það er því loks farið að myndast svigrúm til að standa í slíkri vinnu. Allt byggist þetta á þekkingu og ég held að það sé þessi þekking ásamt þróunarstarfi undanfarinna ára sem sé að skila sér nú.“ ACO • ACO • ACO KMM Forysta í faxtækjum fra aco SKIPHOLTI 17 • 105 REYKJAVÍK SÍMI: 562 7333 ■ FAX: 562 8622 TIMIÞINN ER DYRMÆTUR ! Ef þú auglýsir eftir starfsmanni sjálf/-ur eyðir þú verulegum tíma í úrvinnslu innsendra umsókna. Sparaðu þér tíma og leitaðu aðstoðar fagmanna. STRA Starfsráðningar ehf var stofnað þann 10. september 1994. Fyrirtœkið býður hins vegar upp á áratugs reynslu og sérhœfingu íþeirri þjónustu er felst í milligöngu við mannaráðningar ásamt ráðgjöf á sviði starfsmannamála. Þrír starfsmenn starfa hjá fyrirtœkinu við starfsráðgjöf. ST RA Starfsráðningar ehf Mörkinni 3 ■ 108 Reykjavík Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 Guðný Harðardóttir - kjarni málsins!________ SíimáanA l Skriflegt samband viö stærstu fréttastofu landsins tryggir þér upplýsingar um allt sem skiptir þig máli - þegar þú vilt - þar sem þú vilt, hvort sem þú færö Morgunblaðið inn um bréfalúguna eöa um Alnetið. Kjarni málsins, þegar þú vilt - þar sem þú vilt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.