Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ íslenskur markaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fagnar 25 ára afmæli ISLENSKUR markaður var stofnaður af iðnrekendum árið 1970 í þeim tilgangi að selja íslenskar iðnaðarvörur til ferðamanna, sem leið eiga um Keflavíkurflugvöll. Kveikjan að þessum hugmyndum var sú stað- reynd að rúmlega 300 þúsund far- þegar fóru þá um flugstöðina á ári og víða erlendis voru verslanir þegar farnar að selja flugfarþeg- um innlendar afurðir í stórum stíl. Fyrir daga íslensks markaðar var aðeins hægt að nálgast innlendar framleiðsluvörur í einni lítilli versl- un í flugstöðinni, og vár hún rekin af Ferðaskrifstofu ríkisins. Fram- leiðendurnir töldu því að miklir möguleikar væru ónýttir í sölu á slíkum vörum og mynduðu hlut- afélag um slíkan rekstur. Enn þann dag í dag selur fyrirtækið nær eingöngu íslenskar vörur, þar sem húsaleiguskilmálar banna því að selja innfluttan varning í sam- kepþni við Fríhöfnina, og má þar nefna matvæli, sælgæti, ullarvör- ur, íslenskar bækur á ensku og minjagripi. Stærsti hluthafi Íslensks mark- aðar er Framkvæmdasjóður ís- lands, sem ejgnaðist sinn hlut við sameiningu Álafoss og Ullariðnað- ardeildar Sambandsins. Aðrir helstu hluthafar eru Osta- og smjörsalan, Sláturfélag Suður- lands, Nói-Síríus og Orri Vigfús- son. Ótrúleg fjölgun farþega íslenskur markaður var stofnaður á miklum uppgangstím- um í alþjóðlegu farþegaflugi. Auk- in velmegun og samkeppni milli flugfélaga gerði ferðalög milii landa og heimsálfa að hluta af lífs- stíl venjulegra Vesturlandabúa og þetta leiddi af sér stóraukin um- svif í flugheiminum. 1970, sama ár og fyrirtækið var stofnað, fór fyrsta Boeing 747 risaþotan t.d. í áætlunarflug til Evrópu. Á því ári voru brottfararfarþegar, sem fóru um gömlu flugstöðina, um sextíu þúsund talsins en viðkomufarþeg- ar (transit) rúmlega_ 300 þúsund eða fimmfalt fleiri. Á þeim árum lagði fyrirtækið því mikla áherslu á að ná til viðkomufarþega eða þeirra, sem höfðu lítið annað við tímann að gera en eyða peningum á meðan þeir biðu eftir því að geta haldið förinni áfram. Síðan hafa _ hlutföllin algerlega snúist við. Árið 1970 voru viðkomufar- þegar 80% af heildarfarþegafjölda en aðeins 40% á síðasta ári. Hin gífurlega fjölgun brottfararfar- þega kemur aðallega til af tvennu: Islendingar ferðast meira en áður og erlendum ferðamönnum fjölgar ár frá ári. Fækkun viðkomufar- þega kemur hins vegar til af því að farþegaflugvélar hafa orðið langfleygari með árunum og þurfa því síður að millilenda. Útflutningsskóli framleiðenda Logi Úlfarsson er 38 ára gam- all og hefur verið framkvæmda- stjóri íslensks markaðar frá 1990. Hann segir að miklar breytingar hafí ekki síður orðið á sölusam- setningu fyrirtækisins á þeim aldarfjórðungi,^ sem liðinn er frá stofnun þess. Árið 1975 hafi sölu- andvirði ullarvöru numið um 60% af tekjum fyrirtækisins, skinna- vöru um 10%, matvæla um 9% og bóka um 1%. í ár áætli fyrirtækið að söluandvirði ullarvöru nemi 24%, skinnavöru 1%, bóka 14% og matvæla um 34%. Logi segir að þarna liggi fjölmargar.ástæður að baki. „Auk breyttrar samsetningar viðskiptahópsins skipta nýsköpun og almenn vöruvöndun hjá fram- leiðendum okkar miklu máli. Fyrir tuttugu árum voru margar íslensk- ar framleiðsluvörur, sem við seld- um, hreint ekki spennandi í augum LOGI Úlfarsson, framkvæmdastjóri íslensks markaðar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. sem hafa metnað til þess að þróa vörur fyrir erlenda markaði. Það má því segja að Islenskur markað- ur sé útflutningsskóli framleið- enda.“ Lægð í póstverslun íslenskur markaður hefur á síð- ustu árum lagt aukna áherslu á að höfða til íslendinga, sem eru á leið til útlanda eða búa þar. „Það viðhorf hefur verið lífseigt að verslun okkar væri eingöngu fyrir útlendinga en það er óhætt að fullyrða að það er á undanhaldi. Margir íslendingar kaupa gjafir hér handa vinum og kunningjum erlendis og einnig póstsendum við gjafir og matvæli til íslendinga þar. Fyrirtækið leggur nú reyndar mun minni áherslu á póstverslun- ina en áður en þá dreifði það m.a. póstlistum í tugþúsundatali um allan heim. Það gekk ekki sem skyldi og síðastliðin tvö ár hefur sérstakur póstlisti ekki verið gef- inn út. Hugmyndir eru þó uppi um að taka þráðinn upp að nýju. Þekk- ingin er til staðar innan fyrirtækis- ins og við bíðum eingöngu eftir heppilegu tækifæri til að blása nýju lífi í póstverslunina." Emkavæðmg í afmælisgjöf? íslenskur markaður hef- ur kynnt og selt íslenska framleiðslu í aldarfjórð- ung. Kjartan Magnús- son ræddi við Loga Úlfarsson fram- kvæmdastjóra um af- mælisbarnið og þá kom í ljós að einkavæð- ing flugstöðvarinnar er óskagjöfin. Fjármálaráðherra Vill bjóða út rekstur flugstöðvarinnar FRIÐRIK Sophusson, fjármála- ráðherra, telur að rétt sé að bjóða út rekstur Flugstöðvar Leifs Ei- ríkssonar á Keflavíkurflugvelli og einRavæða Fríhöfnina þar. Hann sér fyrir sér að af því geti orðið „innan ekki langs tíma.“ Þetta kom fram í ræðu Friðriks í 25 ára afmælisfagnaði íslensks markaðar síðastliðinn föstudag. Hann sagði m.a. að ekki væri vafi á að verslun íslensks markað- ar hefði eflt íslenska útflutnings- framleiðslu og mikilvægt væri að slíkur vettvangur væri áfram til staðar. Hann sagði einnig að öflugur verslunarrekstur í flug- stöðinni væri meginforsenda þess að hægt væri að greiða áhvílandi skuldir af flugstöðinni. „Ég tel að verslun þar sé betur komin í höndum fyrirtækja í eigu ein- staklingaen hjá opinberum fyrir- tækjum. Ég sé fyrir mér að slík breyting geti orðið innan ekki langs tíma. Áður en til slíkra breytinga kemur þarf að selja um það skýrari reglur hvernig skuli skipta þeim tekjum, sem eru af verslunarrekstrinum. Einkasölu- hagnaður Fríhafnarinnar hefur runnið í ríkissjóð þar sem hann er talinn jafngilda tolli á þann varning, sem þar er seldur. Telja verður eðlilegt að slíkur hagnað- ur renni í ríkissjóð eins og hverj- ar aðrar tolltelgur. Við einkavæð- ingu verslunarreksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tel ég eðlilegt að verslunin greiði fastákveðið veltugjald í ríkissjóð, en húsaleigu til flugstöðvarinnar.“ Ráherra sagði jafnframt að hann teldi æskilegt að verslunar- rými í flugstöðinni væri úthlutað með útboði og sett væru skilyrði um vöruframboð þar sem m.a. yrði lögð áhersla á íslenska fram- leiðslu. „Með þessum hætti tel ég að best verði staðið að kaup- mennsku í flugstöðinni með sem bestum árangri, bæði fyrir versl- unina sjálfa, flugstöðina og ríkis- sjóð,“ sagði Friðrik. útlendinga. Umbúðirnar þóttu gamaldags og hentuðu oft ekki utan heimamarkaðar. Ullarvaran var því uppistaðan í okkar sölu enda þurfti hvorki umbúðir né auglýsingar til að selja hana. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og margir íslenskir framleiðendur hafa unnið stórvirki við vöruþróun og umbúðahönnun. Ég hygg að þannig megi skýra þá aukningu, sem orðið hefur í einstökum flokk- um hjá okkur. Ég nefni einkum framleiðslu á matvælum -------- og minjagripum og út- gáfu á landkynning- arbókum. í mörgum til- fellum hefur íslenskur ^___ markaður átt í nánu samstarfi við framleiðendur á sviði umbúðaþróunar og vöruframsetn- ingar. Slíkt hefur verið afar ánægjulegt og nú sem fyrr erum við reiðubúnir til slíks samstarfs. Mörgum, sem hyggja á útflutning, finnst gott að athuga fyrst hvemig varan líkar hjá okkur áður en lagt er út í víðtæka og rán- _ dýra markaðssetningu erlendis. í áranna rás hefur rekstur fyrirtæk- isins þannig ekki aðeins skilað eig- endum sínum arði heldur hefur hann einnig verið ákveðinn skóli fyrir þá íslensku framleiðendur, Hæsta húsa leiga á íslandi? Hagnaður37 milljónir króna fyrir skatta Hæsta húsaleiga á íslandi Til 1987 hafði íslenskur mark- aður til umráða um 450 fermetra húsnæði í gömlu flugstöðinni. Það voru því töluverð viðbrigði þegar fyrirtækið flutti í 650 fermetra húsnæði í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman, nýja húsnæðið er mun hentugra og gerir okkur kleift að auka vöruúrvalið.“ Viðbrigðin höfðu hins vegar neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækis- ins. Byggingarkostnaður Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar fór langt fram úr áætlun og ákveðið var að innheimta háa húsaleigu fyrjr þá þjónustuaðila sem þar fengu inni. Hún var tífölduð frá því í gömlu flugstöðinni og reyndist íslenskum markaði afar þung í skauti. Um tíma stóð jafnvel til að að hætta rekstri verslunarinnar en eftir gagngera endurskipulagningu tókst smám saman að ná tökum á honum. Að sögn Loga stendur fyrirtækið nú traustum fótum fjár- hagslega og er með 80% eiginfjár- hlutfall. Hagnaður síðasta rekstr- arárs nam 37 milljónum fyrir skatta en veltan um 250 milljón- um. Fyrirtækið greiðir tæplega 45 milljónir á ári í húsaleigu og segir Logi að það sé án efa hæsta húsa- leiga á Islandi. Hugmyndir um einkavæðingu Af ofangreindum tölum mætti ætla að eigendur íslensks markað- ar horfðu björtum augum fram á við en Logi segir að nokkur óvissa ríki um framtíðina. „Innan emb- ættismannakerfisins hafa verið uppi hugmyndir um að sameina verslunina Fríhöfninni, sem er rík- isfyrirtæki. Slíkt væri stórt skref -------- aftur á bak og myndi ganga þvert gegn stefnu frumkvöðla íslensks markaðar, sem vildu há- marka tekjur íslenskrar framleiðslu af starfsem-1 inni. Fríhöfnin myndi reka versl- unina eins og skattstofu með það eina markmið að hámarka tekjur ríkisins af henni. Sem betur fer ________ eru einnig uppi önnur og nútímalegri sjónar- mið uppi um rekstur fyr- irtækisins og komu þau meðal annars fram í ræðu Friðriks Sophus- sonar fjármálaráðherra í afmælishófí fyrirtækisins síðasta föstudag. Miðað við aðstæður telj- um við Islenskan markað hafa náð góðum árangri við að kynna og selja íslenskar vörur í flugstöðinni en teljum að það mætti gera miklu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.