Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Tími risasamsteypanna að renna upp vestan hafs Undirrótin er harðnandi barátta um markaðinn, innanlands sem utan HVERT milljarða dollara fyrirtækið á fætur öðru er horfíð og áður en menn fá tíma til að drekka úr kaffibollanum hafa heilu iðngreinarnar tekið stakkaskipt- um. í Bandaríkjunum virðist tími risaeðlanna vera runninn upp á ný eins og sjá má á því, að frá byijun þessa árs hafa fyrirtæki sameinast eða keypt upp önnur fyrir meira en 270 milljarða dollara. Það gæti svo bara verið byrjunin á samein- ingarhrinu, sem gerði sameiningu fyrirtækja á síðasta áratug að hreinum bamaleik. Ástæðan fyrir sameiningu fyrir- tækja í Bandaríkjunum er önnur nú en var hvað mest áberandi á síðasta áratug. Þá voru margir á höttunum eftir skjótfengnum gróða en nú er tilgangurinn sá að rnynda stórveldi, sem staðist geti öðrum snúning, jafnt innanlands sem utan; íjárfest í nýrri tækni og nýrri framleiðslu, ráðið yfir dreif- ingunni og tryggt öraggan mark- aðsaðgang. „Við eram á leið inn í tíma, sem munu einkennast af fáum fjölþjóða- fyrirtækjum í hverri grein,“ segir Steven Nagourney, ijárfestingar- ráðgjafi hjá Lehman Brothers. Þetta á vissulega við um fjölm- iðlana þar sem kapphlaupið um dreifinguna, sjónvarps- og kapal- netin, eykst stöðugt og baráttan um markaðinn hefur einnig kynt undir sameiningu fyrirtækja í lyfjaiðnaði. Lögmálið er það, að stækki eitt fyrirtækið, verða keppi- nautarnir að gera það líka til að halda sínum hlut. Aðgangur að erlendum mörkuðum Suma samninga má rekja beint til vaxandi samkeppni bandarískra fyrirtækja á heimsmarkaði. Chemical-Chase-bankasamsteyp- am er nú stærst í Bandaríkjunum þótt hún sé ekki nema í 21. sæti í heiminum og Upjohn og Pfiarmacia í Svíþjóð era lyfjarisi, sem er þó aðeins í níunda sæti á heimsmarkaði. Sameiningin hefur hins vegar oft í för með sér tafar- lausan aðgang að erlendum mörk- Risasamrun- arnir hafa ekki síst náð til skemmtana- iðnaðarins, fjármálaþjón- ustu, orku- fyrirtækja, heilsugæslu- og lyfjafyrir- tækja, dag- vörufram- leiðenda og flutningafyrir- tækja uðum og má nefna um það ýmis önnur dæmi. Kimberley-Clark Corp. keypti Scott Paper Co. aðal- lega vegna sterkrar stöðu Scott í Evrópu og Crown Cork & Seal Inc. ætlar að kaupa CarnaudMet- albox í Frakklandi og koma þannig fótunum undir fjölþjóðlegt um- búðafyrirtæki. Líklega hefði ekkert orðið af sameiningu margra fyrirtækja ef ekki væri fyrir afskiptaleysið, sem nú ríkir í Washington. Þar er stað- an þannig, að republikanar eru í meirihluta á þingi og ríkisstjórn Bills Clintons í vörn og á meðan virðist lítil hætta á afskiptum hringamyndunarlögreglunnar. Af- nám ýmissa hafta í viðskiptalífinu hefur einnig ýtt undir þessa þróun og í því sambandi má nefna, að í þessum mánuði verða afnumin lög, sem hafa takmarkað bankastarf- semi milli ríkja í Bandaríkjunum. í framhaldi af því má búast við miklum tíðindum úr bankaheimin- um. Sama þróun er einnig að verða í rekstri járnbrautanna. Sameinast Bell-fyrirtækin? Á næsta ári verður losað um hömlur á rekstri fjarskiptafyrir- tækja í Bandaríkjunum og þá má búast við sameiningarhrinu, sem skyggja muni á allt annað, einkum ef Bell-fyrirtækin taka saman aft- ur. Þessi þróun í átt til æ stærri fyrirtækja er sætur sigur fyrir menn á borð við Louis V. Gerstn- er, forstjóra IBM, en hann kastaði fyrir róða áætlunum um að skipta fyrirtækinu upp í smærri einingar þegar hann tók við í apríl 1993. „Iðnaðurinn hefur ákveðið að elta okkur,“ sagði hann nýlega. Ekki getur hjá því farið, að ýmis kunn fyrirtæki verði undir í þessum slag um markaðinn. Til dæmi.s er líklegt, að Apple Comput- er, sem hefur aðeins 10% markað- arins, verði ofurliði borið af Windows og raunar er orðrómur um, að Apple verði keypt upp af IBM, Canon, Oracle Systems eða Sony. Efasemdir Margir hafa sett spurningar- merki við þessa þróun og hve heillavænleg hún er bandarísku efnahagslífi. í kjölfar sameiningar kemur nær undantekningarlaust til uppsagna starfsfólk þegar fyrir- tækin taka að hagræða rekstrinum og hætta er á, að risarnir freistist til að notfæra sér sterka mark- aðsaðstöðu og hækka verðið. Á það er þó bent, að fyrirtæki, sem áður voru kölluð stór, séu nú aðeins meðalstór á mælikvarða heimsmarkaðarins og Lawrence J. White, hagfræðingur við New York-háskóla, telur litla hættu á, að fáir fjölþjóðarisar muni nokkru sinni verða einir um hituna. Raun- ar segir hann, að á síðustu 15 árum hafi hlutur stærstu bandarísku fýrirtækjanna í efnahagslífinu far- ið verulega minnkandi. Mesta hættan er kannski fólgin í því, að stærðin villi mönnum sýn. Meðan stjórnendurnir eru uppteknir við að ná tökum á nýju samsteypun- um eru þeir oft berskjaldaðir fyrir nýgræðingum í greininni. Viðskiptin bíða ekki eftir þer Netscape kynnir nýja útgáfu af Navigator Mountain View, Kaliforníu. Reuter. NETSCAPE-hugbúnaðarfyrirtækið hefur kynnt nýja útgáfu af búnaði sínum til að ferðast um Alnetið - Navigator 2.0. Auk þess að læsa tölvupóst, tengja umræðuhópa og vísa veginn á Navigator 2.0 að auðvelda útlits- hönnun og auka möguleika á margs konar beinlínutengingu. Beta-útgáfa Netscape Navigator 2.0 fyrir Windows, Macintosh og UNIX stýrikerfi verða fáanleg í næstu viku. Netscape hefur einnig kynnt full- komnari útgáfur: Netscape Navi- gator Gold 2.0, Netscape LiveWire og Netscape LiveWire Pro. í tengslum við Netscape Navigat- or 2.0 býður Netscape líka forrit, sem gerir notendum kleift að kaupa Netscape Navigator 1.1 eða 1.2 og uppfæra það ókeypis í Netscape Navigator 2.0 þegar það verður fá- anlegt. Öryggi ábótavant Öryggi hugbúnaðarins Netscape, sem er meðal annars notaður til viðskipta á Alnetinu, er svo gallað að glæpamaður getur brotizt inn í kerfið á innan við mínútu að því er New York Times upplýsti í gær. Tölvustúdentar á fyrsta ári við háskólann í Kaliforníu skýrðu frá þessari niðurstöðu sinni á Alnetinu að sögn blaðsins. Netscape segir að gert verði við kerfíð og nýjum útgáfum af hug- búnaðinum dreift í næstu viku. ------»■■■♦■■«--- Sænska ríkið selur 30% í Nordbanken Stokkhólmi. SÆNSKA stjórnin hefur ákveðið að selja 30% hlutabréfa sinna í Nordbanken og hefur þar með stig- ið fyrsta skrefið í þá átt að einka- væða bankann samkvæmt tilkynn- ingu frá sænska fjármálaráðuneyt- inu. Almenningur jafnt sem stofnanir í Svíþjóð og erlendis fá að kaupa hlutabréf. Salan fer fram í október og búizt er við að helmingur bréf- anna verði boðinn sölu utan Svíþjóð- ar. Byijunarverð verður 77-92 sænskar krónur, en endanlegt verð verður ákveðið 23. október. Einkafj- árfestar fá 7 s. króna afslátt á hluta- bréf. Ráðgert er að viðskipti með hlutabréf í Nordbanken í kauphöll- inni í Stokkhólmi hefjist í nóvember- byijun. ------♦ ♦ ♦------ Business Weekí málaferlum Cincinnati. Reuter. McGRAW-Hill, útgáfufyrirtæki Business Week, kann að biðja hæstarétt að taka fyrir dómsúr- skurð, sem nýlega kom í veg fyrir birtingu greinar í blaðinu. Greinin fjallaði um málssókn fyr- irtækisins Procter & Gamble gegn Bankers Trast New York Corp. vegna taps í afleiðsluviðskiptum. Umdæmisdómstóll stöðvaði birtingu greinarinnar nokkrum klukkustund- um áður en Business Week fór í prentun. McGraw-Hill vill að úrskurði Johns Feikens dómara verði hnekkt á þeirri forsendu að hann brjóti gegn stjórnarskránni. Áfrýjunar- dómstóll hefur fjallað um beiðni McGraw-Hills án þess að komast að niðurstöðu, en enn er ekki útilok- að að hann hnekki úrskurði Feikens eða vísi honum aftur til umdæmis- dómstólsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.