Morgunblaðið - 21.09.1995, Síða 9

Morgunblaðið - 21.09.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 B 9 VIÐSKIPTI Mikill uppgangur í flutn- ingum og flutningatækni MIKIL og ör þróun hefur ver- ið í vöruflutningum og flutningatækni á síðustu árum og í Evrópu er nú um að ræða iðnað, sem veltir 20 milljörð- um dollara árlega. í Bandaríkjun- um er einnig mikið að gerast í þessari grein og þar er búist við, að tekjur flutningaiðnaðarins fari í 50 milljarða dollara eftir fimm ár. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki á óvart því að flutningar hráefnis og vöru eru ein helsta lífæð iðn- vædds samfélags en breytingin er hins vegar sú, að þar til fyrir skömmu sáu flestir framleiðendur sjálfir um aðdrættina og afskipun vörunnar en nú eru það það sér- hæfð flutningatæknifyrirtæki, sem eru að taka við. Má rekja þessa nýskipan til laga um aukið fijálsræði á flutningamarkaði, áhuga manna á að nýta sér það svigrúm, sem innri markaður Evr- ópusambandsins býður upp á, og einfaldlega til nýrrar hugsunar eða kenninga um það hvernig reka beri fyrirtæki. Verkefni sjálfstæðu flutninga- fyrirtækjanna I Evrópu hafa auk- ist um 15-20% á ári að undan- förnu og hefur það leitt til mikils uppgangs hjá ýmsum skipafélög- um og fyrirtækjum, sem reka gámastöðvar og aðra geymslu- þjónustu. Er Evrópa að þessu leyti komin fetinu framar en Bandarík- in. Það, sem meðal annars hefur ýtt undir þessa þróun, er, að líftími margrar framleiðslu nú á dögum er skemmri en áður var. Ef ekki er unnt að koma henni á markað með skjótum og öruggum hætti er því eins gott að hætta henni. Á þetta sérstaklega við um tölvuiðn- aðinn en einnig um mörg önnur svið. Langtímaskipulagning Af 23 stærstu flutningatækni- fyrirtækjunum í Bandaríkjunum voru 16 þeirra stofnuð á síðustu átta árum og það er rétt að líta á það hvað felst í flutningatækni. Flutningatæknin verður æ þróaðri og vaxtarmöguleik- arnir eru verulegir jafnt austan hafs sem vestan Viðskiptin voru lengi þau, að flutn- ingafyrirtæki var falið að koma ákveðinni vöru á milli staða á ákveðnum tíma einhvem tiltekinn dag en flutningatæknifyrirtækin taka hins vegar að sér að skipu- leggja margvíslega flutninga í langan tíma, til dæmis þrjú ár fram í tímann. Uppgangurinn í þessum iðnaði í Evrópu tengist því, að fjölþjóða- fyrirtækin hafa verið að koma sér upp dreifingar- og geymslumið- stöðvum, sem þjóna eiga allri álf- unni. Á það við um helminginn af 800 stærstu fyrirtækjunum í Bandaríkjunum og Japan og stóru, evrópsku fyrirtækin, sem hafa lengi verið mjög bundin sínum eig- in heimamarkaði, hafa nú farið að dæmi þeirra. í Evrópu hófst þessi þróun seint á síðasta áratug og það var eins og fyrr segir innri markaður Evr- ópusambandsins, sem ýtti. hvað mest undir hana. Þá kom það líka til, að matvæla- og smásöluiðn- aðurinn í Bretlandi fór að bjóða út sína fiutninga í auknum mæli en það gerði hann til að losa um það kverkatak, sem verkalýðsfé- lögin höfðu á honum. Það smitaði síðan frá sér yfir á meginlandið. Þá má líka nefna, að á síðustu árum hefur átt sér stað mikil upp- stokkun og hagræðing í rekstri evrópskra fyrirtækja og alls konar höft á viðskiptum landa í millum hafa verið afnumin. Flóknari flutningar í Evrópu Eins og fyrr segir er þróunin komin lengra á veg í Evrópu en í Bandaríkjunum og það stafar meðal annars af því, að flutninga- tæknin er miklu flóknara mál í Evrópu en Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna, að tölvur, sem seldar eru ýmist í Þýskalandi, Frakklandi eða Bretlandi verða allar að hafa sitt sérstaka lykla- borð og rafmagnsklær og dósir eru af öllum gerðum og stærðum. Þá eru umbúðir og pökkun ólík frá einu landi til annars. í þessum frumskógi er auðvelt að lenda í mikilli kostnaðargildru og því skiptir það ekki litlu máli, að flutn- ingatæknin sé í góðum höndum. I Evrópu eru það Hollendingar, sem hafa afgerandi forystu í flutn- ingatækninni eða með nærri 50% markaðarins og er ástæðan meðal annars sú, að mörg íjolþjóðafyrir- tæki hafa komið sér fyrir nálægt Rotterdam. Á hæla þeim, koma síðan Belgar og Þjóðveijar en Bretar og Frakkar eru langt á eftir. Útboð á flutningum fyrirtækja á eftir að aukast mikið enn eins og sést á því, að bandarísk fyrir- tæki hafa aðeins boðið út 12% þeirra flutninga, sem þau þurfa á að halda. Sú áhersla, sem nú er á að sitja uppi með sem minnstar birgðir, gerir líka flutningatækn- ina þeim mun mikilvægari enda er hún orðin tækni- og tölvuvædd- ari en flestar iðngreinar aðrar. Ójöfn samkeppni Verslunarráð íslands hyggst safna saman upplýsingum um samkeppnishömlur, sem eiga rætur að rekja til ójafnrar stöðu einkaaðila í samkeppni við opinber fyrirtæki eða fyrirtæki sem njóta opinberrar verndar. Aðstöðumunurinn getur komið fram í skattamálum, ábyrgðum, aðgangi að lánsfé, lánskjörum og fleiru. Vegna þessa vill Verslunarráðið óska eftir því við félags- menn sína og aðra aðila í einkarekstri að þeir geri ráðinu viðvart skriflega um samkeppnishömlur og í hvaða mynd þær birtast. Þessum ábendingum verður komið á framfæri við stjórnvöld ásamt tillögum ráðsins til úrbóta. Ábendingar sendist: Verslúnarráði íslands, Húsi verslunarinnar, 103 Reykjavík. Fax er 568 6564' og tölvupóstur jonas@chamber.is í*S Heftirþúhugleitt hvað þao kostar þig í tíma og vinnu að finna hæft starfsfólk? Sparaðu þér óþarfa fyrirhöfn og láttu okkur aðstoða við leit að góðu fólki. Gott starfsfólk er grunnurinn að góðu fyrirtæki. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Jón Baldvinsson, Háaleitisbraut 58-60 Sími 588 3309, fax 588 3659 m Háskóli íslands Endurmenntunarstofnun European Software Process Improvement Training Initiative - ESPITI er átak á vegum ES til að bæta hugbúnaðargerð í Evrópu og miðar einkum að aukinni ISO 9000 vottun hugbúnaðarfyrirtækja. Námskeiðin eru niðurgreidd af ES. Hugbúnaðarkaup - tvö námskeið. Leiðir að árangursríku samstarfi kaupenda og seljenda Hluti námskeiðsins er sameiginlegur fyrir kaupendur og seljendur þar sem reynt verður að líkja eftir raunverulegu innkaupaferli. Fyrir kaupendur er efnið sniðið að þörfum stjórnenda með áherslu á þarfagreiningu. Fyrir seljendur er efnið sniðið að þörfum framkvæmda- og verkefnisstjóra ( hugbúnaðarfyrirtækjum og sjálfstætt starfandi ráðgjafa. • Daði Örn Jónsson, deildarstjóri hjá Verk- og kerfisfræðistofunni, og Gunnar Páll Þórisson, rekstrarráðgjafi. • 26.-29. sept. kl. 8.30-12.30. • 9.000 kr. hvort námskeið. Gæðastjórnun í hugbúnaðargerð og alþjóðlegir staðlar „Software Quality Control and International Standards" Gæði hugbúnaðar á upplýsingaöld. ISO 9001 aðgangsmiði að alþjóðlegri verslun. TicklT aðferðafræðin. 12 auðveld skref fyrir lítil fyrirtæki. SPICE-staðlarnir (Software Process Improvement and Capability dEtermination). Sjálfsmat á hugbúnaðarferlum með EXPRESS aðferðinni sem European Software Institute (ESI) hefur þróað. Starfsemi ES! kynnt. • Alec Dorling, verkfr. með 25 ára reynslu í gæðastjórnun í hugbúnaðarverkefnum. Alec vann við gerð ISI 9000-3 og Ticlt staðlanna og er verkefnisstjóri í SPICE verkefninu. Hann starfar við ESI. • 12.-13. okt. kl. 8.30-17.00. • 9.000 kr. Hugbúnaðargerð - heildarsýn „A Global View of Software Engineering" Fjallað verður almennt um hlutverk tölvunotkunar og hugbúnaðar og eðli þeirrar tækni, sem þarf til að fullnægja þörfum samfélagsins og iðnaðar. Hið sérstæða hlutverk hugbúnaðar. Flokkun hugbúnaðar. Gæði hugbúnaðar og hugbúnaðarferla. Þróunarumhverfi. Mælingar (hugbúnaðargerð og gagnvirkni. • Professor Meir M (Manny) Lehman, prófessor í tölvunarfræðum við Imperial College, London. Manny starfaði áður m.a. hjá Ferrati og IBM. Hann er höfundur bókarinnar „Program Evolution - Process of Software Change“. • 30. okt. - 1. nóv. kl. 13.00-17.00. • 7.500 kr. * Skráning og nánari upplýsingar í síma 525 4923. Fax: 525 4080. Tölvupóstur: endurm@rhi.hi.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.