Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fvrir- tækja- menning Stjórnun Hugtakið starfsmenning í fyrirtækjum hefur veríð að riðja sér til rúms á síðustu árum, en hefur oft verið misskilið, skrifar dr. Þóra Þórsdóttir í síðari grein sinni um nýjungar innan stj ómunarfræðanna NOKKRA síðustu áratug- ina hefur sú hugmynd rutt sér til rúms að sam- félög innan stofnana væru í eðli sínu sem dálítil vasaút- ' gáfa af þjóðfélagskerfi. Hugtakið fyrirtækjamenning hefur myndast, í upphafi sprottið úr mannfræð- inni. Það hefur víða verið notað og víða misskilið. Fræðimenn deila enn um raunverulega merkingu hugtaksins og hvernig vega skuli það og meta. Þeir sem helst nota hugtakið temja sér einfalda sýn með því að líta einvörðungu á einn þátt menn- ingar í stað að taka tillit til alls litrófs menningarlegra þátta. Til dæmis kynnu þeir að einblína á þau gildi sem mest ber á, það sem yfirstjóm telur til gilda í bækling- um sínum. Menning er hins vegar miklu flóknari og á sér dýpri rætur. Ef hugað er að ólíkri umgerð mismunandi menningar, er mestur skoðanamunur hjá þeim annars vegar sem telja menningu eitthvað sem stofnun hefur og hins vegar þeim sem telja menningu eitthvað sem stofnun er. Samkvæmt fyrr- nefnda sjónarmiðinu er menning álitin breyta (breytistærð) sem unnt er að fella inn í annað, skipa niður og breyta að vild. í þessu tilviki er menning álitin breyta sem getur staðið í gagnkvæmum V' tengslum við aðrar breytur. Hún getur annaðhvort verið óháð eða háð breytistærð. Þessi skilningur er í samræmi við skilning raun- hyggju (positivism) á menningu. Þótt stefna þessi álíti sig vísinda- lega framar öðrum stefnum, halda gagnrýnendur raunhyggju því fram að skilningur hennar rúmi ekki hina einstöku auðlegð menn- ingar. Þeir sem hins vegar álíta menn- ingu eitthvað sem fyrirtæki er, líta á menningu sem líkingu (met- aphor). Það er að segja, það er einungis ein leið að skoða slík fyrir- tæki. Menning er ekki aðskilin ein- ing, en fyrirtækið er það. Menning- in er rannsökuð með lýsingum og er hún í þessu sambandi álitin huglægt fyrirbæri. Túlkun á merk- ingu er mikilvæg. Markmiðið er því ekki endilega að sjá fyrir þróun eins og í fyrra tilvikinu, heldur að sundurgreina viðhorf heimamanna og skilja eðli og ferli gagnkvæmra áhrifa. í raunhyggjunni glatast innsæið. Skilningur raunhyggju á starfs- menningu var vinsæll á 7. og 8. áratugum þessarar aldar, en á 9. áratugnum komu fram þjóðfræði- legar aðferðir. Áhersla er þar lögð á að komast að skoðunum heima- manna á samfélagi þeirra með því að notast við rækileg viðtöl, athug- un þátttakenda sjálfra og mat á dæmum og áþreifanlegum hlutum eins og frásögnum, ytri táknum og helgiathöfnum. Mismunandi stig menningar Tíð eru þau glöp að virða ein- ungis fyrir sér hið sýnilega svið hlutanna eða fylgjast með ytri hegðun og telja það jafngilda menningu. Menning er tjáð með þessum hætti. Merkingin bak tákn- um og hegðun, eins og hún er túlk- uð af þegnum samfélagsins, mynd- ar kjarna menningarinnar. M.ö.o., aðeins með túlkun þegnanna, heimamanna, er hægt að finna inntak þessara tákna eða hegðun- ar. Ef mismunandi stig menningar eru ígrunduð, einkenna ýmsar grundvallarforsendur djúptækasta stigið. Þær eru kjarni menningar, stundum skilgreindur sem sú að- ferð sem hópurinn hefur lært til að leysa vandamál innri samþætt- ingar og ytri aðlögunar. Þessar aðferðir eru ýmist fundnar upp, uppgötvaðar eða unnar til fulls af hópnum og hafa margsinnis dugað í fortíðinni. Þess vegna eru aðferð- imar orðnar hið eðlilega viðhorf gagnvart umheiminum. Einkenni hóps, í viðbrögðum og við úrlausn vandamála, varða gjarnan hina eðlilegu leið hugsunar og tilfinn- inga. Gmndvallarforsendur hóps- ins verða þá svo sjálfsagðar að einstaklingar hans era oft ekki meðvitaðir um þær. Af þessum sökum getur áreiðanleg matsgerð reynst erfið í framkvæmd. Hvers vegna er menning fyrirtækis mikilvægt hugtak? Vegna þess að grandvallarfor- sendur eru svo djúptækar og hafa þróast lengi í samskiptum hópsins, hafa þær mikil áhrif á allt líf sam- félagsins. Tilraunir til breytinga sem kynnu að verða boðaðar, hvort sem þær eru utan frá eða innan samfélagsins, lenda í andstöðu ef þær ógna ríkjandi reglum og for- sendum. En samfélög sem skortir aðlögunarhæfni og bregðast seint við breytingum munu einfaldlega ekki komast af. Vegna þess að samfélög saman- standa af fólki og fólk alla jafna kvíðir fyrir breytingum, getur slík tregða verið mjög máttug í and- stöðu sinni gegn breytingum. Þeg- ar gera skal skipulega ummynd- unartilraun innan stofnunar, nauð- uga, viljuga, er því mikilvægt fyrir þá sem vinna að breytingunum að skilja og aðhyllast ríkjandi menn- ingu. Skilningur verður þá fyrir hendi á þeim andbyr sem sumir þættir tilraunarinnar kynnu að lenda í og heimamönnum skilst frekar hvers vegna þörf þykir á breytingum. Þekking á mótstöðu- öflum auðveldar breytingartilraun- ir sem oft era nauðsynlegar til að fyrirtæki haldi velli. Skilningur á menningunni greið- ir líka fyrir aðlögun aðkomu- manna. Nýir starfsmenn standa frammi fyrir ókunnugu umhverfi og vinnuaðferðum. Ef skilningur fæst á samfélagsmenningu og hann er útskýrður fyrir aðkomu- manni, verður menningaraðlögun og samstilling auðveldari en þar sem hlutir eru óljósir. Hins vegar fer hlutdeild mannsins og sam- skipti við hópinn, eftir hinu nýja umhverfi. Mjög mikilvægt er að þekkja vel eigin menningu, þegar fyrirtæki ræðst í yfirtöku eða samrana og ætlunin er að innlima starfsmann í markhópi. Það er einnig mjög mikilvægt að fá eins mikla vitn- eskju um hann og auðið er. Þetta gæti reynst snúið snemma í ferl- inu, en athygli beindist altént að hugsanlegum erfíðleikum við sam- þættinguna framundan. Ekki verð- ur alltaf komist hjá misklíð og ágreiningi, en draga má úr þeim með því að temja sér að vera næm- ur á mismun sem er fyrir hendi. Mismunur gæti jafnvel varpað ljósi á tilvik þar sem áþreifanlegur samrani kynni að vera óráðlegur. Hvernig má mæla fyrirtækjamenningu Það getur verið gagnlegt og forvitnilegt í sjálfu sér að skilja fyrirtækjamenningu. En það þarfnast tíma, innsæis og fyrir- hafnar að meta fyrirtækjamenn- ## Oryggi Alnetsins Sjónarhorn INTERNETIÐ er opið í þeim skiln- ingi að gögn sem flæða um netið frá ein- um stað til annars, stöðvast á leiðinni hjá hinum og þessum aðil- um sem hafa greiðan aðgang í gögnin. Sem betur fer er til leið til að tryggja gagnaör- yggi þeirra gagna sem flæða um Intemetið. Aðferðin sem notuð er byggir ekki á því að takmarka aðgang að gögnunum, heldur brengla (encrypt) þau þannig að jafnvel þótt hægt sé að nálgast gögnin er ógjörningur að skilja hvað er verið að senda á milli. Brenglun gagna er afrakstur svokallaðra dulmáls- vísinda (cryptographic), sem eiga rætur sínar að rekja til hemaðar. Það var svo fyrir nokkrum árum að viðskiptaheimurinn fór að nýta sér brenglun til samskipta sín á milli og hafa bankarnir verið þar atkvæðamestir. Þrátt fyrir tilraunir Bandaríkja- stjórnar til að takmarka notkun almennings á dulmálsvísindum hef- ur þeim samt sem áður ekki tekist slíkt og síðustu misseri hafa ein- staklingar nýtt sér brenglun til samskipta í æ ríkara mæli. Tak- markanirnar lýsa sér helst þannig að bann er lagt á útflutning ör- uggra brenglunaraðferða. Dæmi um afleiðingarnar er uppákoma eins og þegaf'„hakkerar“ náðu að bijóta öryggismúr Netscape, en orsökin er að þeir leyfa fijálsan aðgang að for- ritinu á Intemetinu (túlkað sem útflutning- ur) og verða því að fyígja kröfum Banda- ríkjastjórnar um notk- un lélegra öryggis- aðferða. Öryggisþarfir einstaklinga Þarfir einstaklinga til notkunar dulmáls- visinda era mismun- andi, þó segja megi að grunnþarfimar séu að- eins tvær: * Brenglun skjala. * Rafræn undirskrift. Brenglun skjala Brenglun skjala á sér stað með því að varpa upphaflega skjalinu yfír í brenglaða skjalið með aðstoð brenglunaralgríms og brenglunar- lykils. Brenglaða skjalið er síðan ómögulegt að lesa nema varpa því aftur með hjálp afbrenglunaral- gríms og afbrenglunarlykils. Eldri brenglunaraðferðir byggðu oft á því að safni brenglunarlykill var notaður til að brengla og afbrengla og því sameiginlegt leyndarmál þeirra sem vildu eiga örugg sam- skipti. Áður en tveir aðilar gátu haft samskipti sín á milli urðu þeir að ákveða sameiginlegan brengl- unarlykil. I slíku kerfi er síðan vandamál fólgið í því að koma upplýsingum um brenglunarlykil- inn á milli án þess að óviðkomandi aðilar gætu nálgast upplýsingarn- Margt hefur verið rætt og ritað um óöryggi Internetsins (Alnetsins), það sé opið öllum ogþví sé ekki treystandi fyrir flutningi viðkvæmra viðskiptaupplýsinga. Stefán Hrafnkelsson segir í annarri grein sinni um heimaverslun að þessi ótti hafi ekki verið ástæðulaus. ar. Nýrri aðferðir byggja á tveim lyklum, þar sem annar er almennur (allir mega hafa aðgang að) og hinn er einkalykill (aðeins einstakl- ingurinn sem á lykilinn má hafa aðgang að). Ekki þarf að skiptast á upplýsingum um einkalykla til að geta hafið örugg samskipti, en tryggja þarf að almennr lykillinn sé í raun og veru frá viðkomandi aðila. Rafræn undirskrift Einfalt er að villa á sér heimildir á Intemetinu. Það má t.d. gera með því að falsa netfang „frá“-svæðisins í rafrænum pósti eða breyta skeyti á leið sinni um Intemetið. Rafræn undirskrift er notuð í þeim tilgangi að koma í veg fyrir slíka misnotk- Stefán Hrafnkelsson un, en með notkun slikrar undir- skriftar má sannreyna að sendandi er sá sem hann segist vera og inni- hald skeytisins sé í raun og veru frá sendanda. Rafræn undirskrift felur í sér að bætt er viðbótarapplýsingum aftan við skeyti, og þær notaðar til að sannreyna að viðkomandi skeyti eru frá tilgreindum aðila, ásamt því að tryggja að skeytinu hafi ekki verið breytt á leið sinni frá sendanda til móttakanda. Skeyti getur haft raf- ræna undirskrift án þess að vera brenglað. Öryggi rafrænna undir- skrifta, ef notaðar era réttar aðferð- ir, er meira en hefðbundinna undir- skrifta, þar sem mun erfiðara er að falsa þær. Dulmálsvísindi Við skulum skoða nánar hvemig dulmálsvísindi tryggja öragga brenglun og rafræna undirskrift með aðferð sem kölluð hefur verið al- menn dulmálslyklaaðferð (public key cryptography). Þessi aðferð byggir á því að búnir era til tveir samtengd- ir brenglunarlyklar fyrir hvern ein- stakling sem nýta vill örugg sam- skipti. Skeyti sem er brenglað með öðram lyklinum má afbrengla með hinum. Fyrri lykillinn er almennur, en sá síðari er leyndarmál. Allir mega vita almenna lykilinn, en leyni- lykilinn þarf að varðveita þannig að enginn komist í hann. Brenglun Þegar skeyti sem senda á til Jóns er brenglað er almenni lykill Jóns notaður sem brenglunarlykill. Þeg- ar Jón móttekur skeytið afbrenglar hann skeytið með sínum leynilykli. Rafræn undirskrift Þegar Magga vill senda skeyti með rafrænni undirskrift notar hún leynilykil sinn til að brengla undir- skriftastreng sem búinn er til úr skeytinu með þekktri aðferð. Þenn- an streng er síðan ekki hægt að framkalla nema hafa upphaflega skeytið óbreytt. Með því að af- brengla undirskriftina með almenna lykli Möggu getur móttakandi borið saman undirskriftina við þá undir- skrift sem framkalla má úr texta skeytisins. Ef undirskriftirnar era þær sömu er komin trygging fyrir því að sendandi skeytisins er Magga. Öryggi dulmálslyklaaðferðar Öryggi dulmálslyklaaðferðar fer eftir því hvaða algrím er notað og lengd brenglunarlykils. í dag er al- gengt að nota brenglunarlykla sem eru 1.024 bitar á lengd. Öryggi slíkr- ar brenglunar er svo mikið að þó allt reikniafl heimsins sé notað tekur samt milljónir ára að afbrengla skeyti ef notuð er handahófsaðferð og allir mögulegir lyklar prófaðir. PGP-forritið Sú útfærsla brenglunar sem not- ið hefur hvað mestrar hylli er PGP sem stendur fyrir „Pretty Good Privacy". Fórritinu hefur verið dreift án endurgjalds (freeware - deilihugbúnaður) á Internetinu, og náð þannig mikilli útbreiðslu fyrir bragðið. Mikil útbreiðsla ákveðins hugbúnaðar er einmitt lykillinn að því að almenn notkun brenglunar gangi upp. Þannig vilja menn nota eina aðferð til að hafa samskipti við alla sína skjólstæðinga. Þar sem forritið byggir á mjög öruggum brenglunaraðferðum var það bann- að til útflutnings og stendur höf- undur þess í ströngum málaferlum vegna þeirrar staðreyndar að það má nálgast á Internetinu. Ástæður þessara málaferla er að leyniþjón- usta Bandaríkjanna treystir sér ekki til að „hakka“ brenglunina og er hún því orðin verkfæri andstæð- inganna sem geta nú haft sam- skipti sín á milli án þess að stóri bróðir fylgist með. Segja má að PGP-forritið leyfí notendum að bæta brenglun við hefðbundin póstkerfi (cc:Mail, Mic- rosoft mail og Internetpóst) og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.