Morgunblaðið - 21.09.1995, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.09.1995, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 B 11 • HÖNNUN • GÆÐI • NOTAGILDI • fcj ingu. Starfshópar hafa verið starf- ræktir en því miður hafa menn til- hneigingu til að velja fyrirfram ákveðnar altækar aðferðir. Aðferð- ir þessar, venjulega skoðanakann- anir, hafa þróast til nota í víðu samhengi og eru oft altækar í þeim skilningi að þær eru ekki einkenn- andi fyrir þá menningu sem verið er að mæla. Þótt auðvelt sé að beita þessum aðferðum, túlka þær og gera ráð fyrir samanburði á tilvikum, leiða þær ekki í ljós sérkenni hverrar menningar. Vegna þess að spum- ingar eru fyrirfram ákveðnar af rannsóknamönnum eða ráðgjöfum, gefa þær á margan hátt til kynna hvað manninum finnst vera mikil- vægt frekar en það sem í raun og veru er mikilvægt fyrir þá einingu sem verið er að meta. Spurningar þessar eru venjulega yfirborðskenndar og hampa gjarn- an sértækum málefnum eða atrið- um. Þær koma í veg fyrir að sér- kenni birtist. Það væri ekki ósvipað og vestrænn mannfræðingur semdi spurningalista til heimabrúks, en héldi síðan rakleitt með hann til Kyrrahafseyja og legði hann þar fyrir. Að frátöldum misskilningi, sem aðferðin sjálf kynni að valda, yrði farið á snið við vænan skammt menningar. Hvernig gætu menn vitað hvers konar spuminga skyldi spyija, ef þeir hafa ekki einu sinni heimsótt staðinn? Til þess að geta metið tiltekna menningu fyllilega er þó ekki þar með sagt að einskis skyldi spyrja. Vissulega verða menn að spyija. En það krefst spurninga sem gefa heimamönnum færi á að túlka þýðingu þeirra og uppgötva sjálfar forsendumar með þeirra eigin orð- um. Við stöndum hins vegar frammi fyrir sama vandamáli og rætt var um áður. Djúplægasta svið menningar, og þar af leiðandi það sem síst næst tangarhald á, er þegnunum ekki alltaf meðvitað frá degi til dags. Þar sem forsendur þessar eru sam- tryggja þannig bæði brenglun og rafræna undirskrift. Þar sem PGP er deilihugbúnaður geta allir sótt hann á Internetinu og notað hann. Hverju breytir þetta um öryggi Internetsins? Segja má að dulmálsvísindi séu að breyta Internetinu úr opnu óör- uggu neti, þar sem ógjörriingur var að tryggja gögn sem flæddu um netið, í það að vera verslunar- og viðskiptanet, þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta óhrædd notað Netið til samskipta fyrir viðkvæm- ar upplýsingar, s.s. viðskipta- leyndarmál og kreditkortanúmer. Það er þó langt því frá að menn séu almennt að nýta sér þetta ör- yggi Internetsins, hvorki fyrirtæki né einstaklingar. Mun algengara er að menn beini viðkvæmum upp- lýsingum í annan farveg til að tryggja öryggi þeirra. Ef Internet- ið er hentugri og ódýrari miðill til að skiptast á þessum upplýsingum þá er ljóst að öryggi þess getur orðið með því mesta sem gerist í heiminum. Lokaorð Það er ljóst að öryggi gagna sem flæða um Internetið má tryggja með réttri notkun brenglunar. Því miður hefur útbreiðsla og almenn notkun brenglunar verið takmörkuð. vegna ytri aðstæðna, s.s. banni við útflutningi vegna hernaðarlegs gildis og þeirri staðreynd að eitt fyrirtæki, Public Key Partners, hef- ur einkaleyfi (patent) í Bandaríkj- unum á nær öllum aðferðum sem notaðar eru við almenna dulmáls- lyklaaðferð. Þessar staðreyndir verða þó aðeins til að seinka þróun- inni, en ekki stöðva hana. Það get- ur hver sem er nýtt sér brenglun í dag með notkun PGP til að gera flutning gagna yfir Internetið mjög öruggan. Höfundur er framkvæmdastjóri Margmiðlunar hf. tvinnaðar daglegu lífi eru þær tald- ar sjálfsagðar. Þetta veldur aftur á móti því að matsgerð er vanda- söm og er ein ástæðan fyrir því að fyrirframsamdir spurningalistar reynast ekki árangursríkasta að- ferðin. Við hvaða aðstæður er menning mælanleg? Andstæður gera menningu oft sýnilegri. Þess vegna er oft gagn- legt að láta tvo ólíka hópa ræða menningu sína hvorn við annan. Þeir koma þá auga á hvar þær andstæður leynast sem aftur á móti varpa ljósi á vissa einkenn- andi þætti. Mark er líka takandi á nýliðum stofnana því að þeir sjá oft aðstæð- ur í nýju ljósi. Menningin er þeim ný og þess vegna ekki sjálfsögð. Aðgát skyldi þó höfð þar sem hin- ir nýbyijuðu kynnu að hafa tak- markaðan skilning á því sem ber fyrir augu, þótt þeir veiti því frek- ar athygli. Glöggt er gests augað, en þeir hafa ekki unnið á staðnum nógu lengi til að geta túlkað hulda merkingu bak ýmissi breytni og táknrænum atburðum. Ráðgjafar geta aðstoðað stofn- anir við að skilja starfsmenningu sína og hvernig og hvers vegna tiltekin hegðun, sem haldið er við, er Þrándur í Götu breytinga. Unnt er að beita sér fyrir rækilegum viðtölum, vinnu í starfshópum og æfíngum fyrir hópa og einstakl- inga. Það er engin nauðsyn að setja starfsmenningu í varnarað- stöðu til að geta varpað ljósi á hana. Fyrirtæki eru venjulega mynduð úr mörgum hópum og deildum, sem hver og ein hefur sína deili- menningu. Ráðandi allsheijar- menning gæti verið fyrir hendi, en deilimenning er líkleg þar sem rík- ir hefð sameiginlegrar sögu og gagnkvæmra samskipta. Mat á einstökum hópum og samskiptum hópa laðar fram mesta innsæið. Nýliðar og aðsteðjandi ráðgjafar geta hjálpað til við útskýringar á niðurstöðum, en þegar til kastanna kemur er heimamönnum einum fært að túlka þær til fulls svo að merking ljúkist upp. Allt þetta rannsóknarferli er myndað úr nokkrum þrepum; öflun upplýsinga, greiningu þeirra og túlkun og upplýstu og fjölþættu mati. Niðurstöður byggjast á ná- inni samvinnu starfsmanna innan fyrirtækisins, en hlutleysi og ferskt innsæi utanaðkomandi ráðgjafa er nauðsynlegt. Spurningalista má nýta jafnframt þessum aðferðum, en fara skal varlega sökum ástæðna sem reifaðar voru að of- an. Afstöðukannanir eru oft áhri- faríkar en þær mæla andrúmsloft vinnustaðar (vinnusiðfræði), ekki starfsmenningu. Höfundur starfar sem ráðgjafi í Bretlandi /4 Viðskiptatækifæri í K T N A I tengslum við heimsókn viðskiptasendinefndar frá Kína efna Útflutningsráð íslands og Verslunarráð íslands til ráðstefnu 25. september n.k. á Hótel Sögu kl. 10:00. Fundarstaður Skáli. Fyrirtæki sem hafa áhuga á viðskiptum við Kína eru hvött til að mæta á ráðstefnuna. Möguleiki er að halda einkafundi næstu tvo daga eftir ráðstefnuna með einstökum fulltrúum úr sendinefndinni. Dagskrá: • Vilhjálmur Guðmundsson: Kynning á nýrri markaðs- rannsókn Útflutningsráðs um sjávarútveg í Kína • Mr. Liu Deyu CCPIT: Viðskiptatækifæri í Kína • Kynning á einstökum fyrirtækjum úr sendinefndinni • Viðskiptafundir milli fyrirtækja AUar upplýsingar um ráðstefnuna og hókun funda veita Herbert Guðmundsson hjá Versiunarráði í st'ma 588 6666 og Vilhjálmur Guðmundsson hjá Útflutningsráði í síma 511 4000. . A VERSLUNARRAÐ ISLANDS /f/ ICELAND CHAMBER OF COMMERCE ÚTFLUTNINGSRÁÐ SAMTÖK iSLENSKS VIÐSKIPTALÍFS ÍSLANDS Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 5573100 Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra Viðurkenningar fyrir gott aðgengi Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, hefur ákveðið að veita fyrirtækjum og þjónustuaðilum um land allt viðurkenningar fyrir gott aðgengi hreyfihamlaðra. Viðurkenningarnar verða veittar árlega á alþjóðadegi fatlaðra, 3. desember, í fyrsta skipti nú í vetur. Um er að ræða tvenns konar viðurkenningar: 1. Fyrir fullkomlega aðgengilegt húsnæði, bæði fyrir gesti og starfsmenn fyrirtækja og stofnana. 2. Fyrir lagfæringu á áður óaðgengilegu húsnæði til verulegra bóta fyrir hreyfi- hamlaða. Þeir aðilar, sem vilja koma til greina á þessu ári, geta óskað eftir úttekt á aðgengi hjá Sjálfsbjörgu, l.s.f., fyrir 1. október 1995. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík, sími 552 9133.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.