Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR VIKUNNAR SJÓNVARPIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER VI 41 1C ►Sveitahljómsveitin 111. £ I. lu (Harmony Cats) Kanadísk bíómynd um fiðluleikara í fremstu röð sem missir vinnu sína hjá sinfóníuhljómsveitinni fyrirvaralaust. MQQ ||n ►Ma'9ret °9 skugg- . fcU.IIII inn Frönsk sjónvarps- mynd byggð á sögu eftir Georges Sim- enon um ævintýri Jules Maigrets lög- reglufulltrúa í París. - LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER M91 flC ►Stóri vinningurinn . 4 I.U3 (White Goods) Bresk sjónvarpsmynd frá 1994 um tvo ná- granna í Nottingham sem vinna til verðlauna í þrautakeppni í sjónvarpi en eru ósammála um hvemig þeir eiga að skipta góssinu með sér. VI QQ Clj ►Björgunin (Bat 21) l»l« tt.uU Bandarísk spennu- mynd frá 1988. Ofursti í bandaríska flughemum er skotinn niður yfir Víet- nam og lendir á óvinasvæði. Annar flugmaður er sendur honum til bjargar en tíminn er naumur því fyrir dyrum stendur mikil sprengjuárás. Bönnuð yngri en 16 ára. SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER VI QQ QC ►Djassgeggjarinn l»l. LL.Lv (Doggin’ Around) Bresk sjónvarpsmynd um bandarískan djassleikara sem fer í tónleikaferð til Englands en ýmsir heimamenn virðast eiga við hann óuppgerðar sakir frá fyrri tíð. FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER VI 91 nc ►Guliæðið (Jönssonl- nl.Ll.UU igan: Guldfeber) Sænsk gamanmynd frá 1981 um Char- les-Ingvar Jönsson, öðru nafni Sickan, og meðreiðarsveina hans. Stöð tvö FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER ff H91 1 (I ►Uppreisnarmaður- . 4 I. IU inn (Rebel Without a Cause) James Dean er leikari mánað- arins og hér er hann í stórmynd sem hafði afgerandi áhrif á heila kynslóð Vesturlandabúa og hefur gríðarleg áhrif enn í dag. Dean er í hlutverki baldins unglings sem hlítir engum boð- um og stofnar lífí sínu í hættu með glannaskapnum. Bönnuð börnum. STÖÐ tvö Kl. 23.15 ►Ómótstæðilegur Force) Hér er á ferðinni óvenjuleg blanda spennu- og bardágamyndar þar sem hefðbundnum kynjahlutverkum er snúið við. Stacy Keach leikur lög- reglumann sem bíður þess að komast á eftirlaun þegar hann fær nýjan fé- laga, fimmfaldan heimsmeistara í kar- ate. Eins og gefur að skilja verða síð- ustu vikur þess gamla síður en svo þær rólegustu. Stranglega bönnuð börnum. LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER VI 91 9fl ►! nafni föðurins (In lil. L I.ÚU the Name of the Fat- her) f þessari mynd er valinn maður í hveiju rúmi. Leikstjórinn Jim Sherid- an (My Left Foot, The Field), Daniel Day-Lewis og Emma Thompson vinna hér með leikstjóranum Jim Sheridan sem gerði meðal annars myndina um vinstri fótinn. Handritið er svo byggt á minningum ungs íra, eins af Guild- ford-flórmenningunum, sem var rang- lega sakfelldur fyrir aðild að hryðju- verkum á Englandi.Bönnuð börnum. VI 99 j|fl ►St°ryyi||e (Story- III. Ld.QU viile) í Suðurríkjum Bandaríkjanna er fortíðin ekki horfín. Hún er ekki einu sinni liðin. Þessi orð lýsa best þeim aðstæðum sem ungur lögmaður þarf að glíma við þegar hann tekur að sér að verja mál sem dregur fram í dagsljósið beinagrindur úr skáp ijölskyldu hans. Stranglega bönnuð börnum. SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER |f| 9fl Cfl ►September (Sept- III. 4U.UU ember) Fyrri hluti evrópskrar myndar sem gerist í litlu þorpi í skosku hálöndunum. Leyndar- mál eru alls staðar en þegar aðals- menn eru annars vegar geta þau tek- ið á sig ótrúlegar myndir. En sjón er sögu ríkari. MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER W9Q 9C ►Paradís (Paradise) . 40.40 Willard Young er tíu ára þegar mamma hans sendir hann til kunningjafólks síns í smábænum Paradís en fljótlega kemur í ljós að hjónin, sem hann á að búa hjá, eiga við erfiðleika að etja. En Willard eign- ast góða vinkonu í sveitinni og ekki fer á milli mála að nærvera hans hef- ur góð áhrif á sorgbitin hjónin sem læra smám saman að sættast við Iífíð. VI 91 CC ►September (Sept- lll. 4 1.00 ember) Seinni hluti evrópskrar myndar sem gerist í skosku hálöndunum. Leyndarmál eru alls staðar en þegar aðalsmenn eru annars vegar geta þau tekið á sig ótrúlegaar myndir. En sjón er sögu ríkari. ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER | H9Q Qfl ►Lögregluforinginn . 40.4U Jack Frost 4 (A To- uch ofFrost 4) Jack Frost beitir óhefð- bundnum aðferðum við að leysa hin flóknustu sakamál. Honum er gjama uppsigað við yfírmenn sína og kærir sig ekkert um að þeir séu að fetta fingur út í starfsaðferðir hans. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER VI 90 9fl ►n°9 komið (Falling III. 40.4U Down) Mögnuð mynd um ósköp venjulegan Bandaríkjamann sem hefur fengið sig fullsaddan á streitu stórborgarlífsins og gengur af göflunum. Stranglega bönnuð börn- um. FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER H9Q 1 n ►Siðasta hasar- .40. IU myndahetjan (The Last Action Hero) Allt getur gerst í bíó og það fær Danny litli Madigan svo sannariega að reyna. Hann hefur ódrepandi áhuga á kvikmyndum en órar ekki fyrir því sem gerist þegar hann finnur snjáðan bíómiða á fömum vegi. Skyndilega dettur hann inn í hasarmynd með uppáhaldshetjunni sinni, Jack Slater. Kappinn sá getur nánast hvað sem er og í veröld hans fara góðu gæjamir allt.af með sigur af hólmi. Bönnuð börnum. Wfl 1 C ►Síðasta launmorðið . U. 10 (The Last Hit) Mich- ael Grant er afburðagóð leyniskytta sem starfaði á vegum bandaríska hers- ins í Víetnam en hefur hlaupist undan merkjum. Þegar honum býðst tæki- færi til að myrða Gyp ofursta, sem drap víetnamska kærustu skyttunnar með köldu blóði, þarf hann varla að hugsa sig um tvisvar. Drápseðlið seg- ir til sín og áður en Michael veit af hefur hann fellt fleiri en 20 menn úr launsátri. Stranglega bönnuð börn- BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Umsátrið 2 •k-k'A Steven Seagal berst við óþokkana um borð í hraðlest. Ágæt „Die Hard“-eft- irprentun frá smekklegasta hasar- myndaleikara kvikmyndanna. Hundalíf (sjá Sagabíó) Ógnir í undirdjúpum kkk'A Fantagóður kafbátatryllir, æsispenn- andi og skemmtilegur. Denzel Wash- ington og Gene Hackman fara á kost- um, sérstaklega er sá síðarnefndi í essinu sínu. í fylgsnum hugans kk'A Harvey Keitel leikur einstæðan föður sem elur upp tvær dætur og stendur í eilífu braski. Ljúfsárt fjölskyldu- drama og væmnislaust. Englendingurinn sem fór upp hæðina en kom niður fjallið k k Tveir Englendingar kynnast smábæj- arlífi í Wales sem er um margt skrýt- ið og skemmtilegt. Myndin notaleg en átakalaus og minnir um of á sjón- varpsefni. BÍÓHÖLLIN Kongó k'A Brellumar eru flottar, sömuleiðis kvik- myndatakan og tónlistin. Metsölubókin hans Crichtons um demantanámur og náttúruhamfarir í Afríku hefur mynd- ast illa og leikhópurinn er afleitur. „Die Hard 3“ kkk Hörkugóður hasartryllir sem segir í þriðja sinn af Bruce Willis í gegndar- lausum eltingarleik við illmenni. Samuel L. Jackson ómetanlegur sem félagi hans og Jeremy Irons er höfuð- óþokkinn. Fínasta sumarbíó. Casper kk'/\ Bráðfjörug brellumynd um samskipti manna og misgóðra drauga. Hittir beint í mark hjá smáfólkinu. Ógnir í undirdjúpum (sjá Bíóborgina) Að eilífu Batman kkk Dökk en ekki drungaleg og mun hressilegri en forveramir. Auðgleymd en bráðfjörug á meðan á henni stend- ur. Meðan þú svafst k k Ósköp sæt gamanmynd um óvenjuleg ástarmál piparmeyjar. Einkennist fullmikið af almennu dáðleysi til að komast uppúr meðalmennskunni. HÁSKÓLABÍÓ Frelsishetjan kkk'h Gibson er garpslegur að vanda í hlut- verki kunnustu frelsishetju Skota, Williams Wallace. Sýnir það einnig (einkum í fjöldasenum) að hann er mjög svo liðtækur leikstjóri. Frelsis- hetjan er ein af bestu myndum ársins. Tom og Viv kkk Athyglisverð og vel Ieikin mynd um stormasamt samband T.S. Eliots og eiginkonu hans, Vivienne. Casper k k'A Bráðfjörug brellumynd um samskipti manna og misgóðra drauga. Hittir beint í mark hjá smáfólkinu. Kongó k'A Brellumar eru flottar, sömuleiðis kvik- myndatakan og tónlistin. Metsölubókin hans Crichtons um demantanámur og náttúruhamfarir í Afríku hefur mynd- ast illa og leikhópurinn er afleitur. Franskur koss k k'A Kaflaskipt rómantísk gamanmynd þar sem Kevin Kline heldur hlutunum á floti. Aðrir fá bragðminni texta í þess- ari nýjustu mynd Lawrenee Kasdans, sem örugglega gerir meiri lukku hjá konum en körlum. Skógardýriö Húgó kk Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest til angurs og armæðu. LAUGARÁSBÍÓ Víkingasaga k Afleit eins og aðrar erlendar víkinga- myndir og minnir einna helst á endur- gerð Rauðu skikkjunnar. „Major Payne" k'A Damon, Wayans er oft spaugilegur í mynd um nk. Rambó sem tekur að sér að þjálfa drengjaflokk og allir sigra að lokum. REGNBOGINN Frelsishetjan kkk'A Gibson er garpslegur að vanda í hlut- verki kunnustu frelsishetju Skota. Sýnir það einnig (einkum í fjöldasen- um) að hann er liðtækur leikstjóri. Frelsishetjan er ein af bestu myndum ársins. Dolores Claiborne kkk Kathy Bates fer á kostum í spennu- mynd byggðri á sögu Stephen Kings um móður sem sökuð er um morð. Leikstjórinn, Taylor Hackford, leggur ekki síst áherslu á feminíska þætti sögunnar af konum i karlrembusamfé- lagi. Veikasti hlekkurinn er Jennifer Jason Leigh í hlutverki dótturinnar. Gleymum París kk'A Skemmtileg rómantísk gamanmynd um raunir hjónalífsins í nútímanum. Ófáir brandarar stytta manni stundir og efnistökin eru alltaf geðþekk. Geggjun Georgs konungs kkk Nigel Hawthome fer á kostum sem Georg III í skemmtilega kaldhæðnis- legri úttekt á erfiðu tímabili bresku konungsfjölskyldunnar fyrr á tímum. Merkilegt hvað lítið hefur í raun breyst í þessum dularfulla konungsgarði. SAGABÍÓ Hundalíf kkk Bráðskemmtileg Disneyteiknimynd um ævintýri meira en hundrað hunda. Bráðgóð íslensk talsetning eykur enn á fjörið. Umsátrið 2 (sjá Bíóborgina) Tveir með öllu kk'A Líklega besta svertingjahasarmynd sem komið hefur hingað í langan tíma. Formúluafþreying að sönnu en skemmtigildið er ósvikið. STJÖRNUBÍÓ Tár úr steini kkk'A Tár úr steini byggir á þeim þætti í ævisögu Jóns Leifs sem gerist á Þýskalandsárum hans frá því fyrir 1930 og fram undir lok heimsstyijald- arinnar síðari. Þegar best lætur upp- hefst Tár úr steini í hreinræktaða kvikmyndalist. Mælikvarðanum í ís- lenskri kvikmyndagerð hefur hér með verið breytt, nýtt viðmið skapað. Erlendur Sveinsson. Einkalíf k k Þráinn Bertelsson gerir unglinga- menningunni, kynslóðabilinu og gam- ansögum af íslendingum skil í brota- kenndri gamanmynd, sem á að höfða mest til unglinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.