Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1995, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1995 D 3 ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Fj. leikja U J T Mörk Stig FH 2 2 0 0 59: 42 4 KA 2 2 0 0 66: 53 4 STJARNAN 2 2 0 0 47: 38 4 HAUKAR 2 t 1 0 40: 39 3 VÍKINGUR 2 1 0 1 44: 41 2 ÍR 1 1 0 0 21: 20 2 GRÓTTA 2 1 0 1 42: 42 2 VALUR 2 0 1 1 40: 41 1 ÍBV 1 0 0 1 22: 25 0 SELFOSS 2 0 0 2 38: 47 0 AFTURELD. 2 0 0 2 44: 57 0 KR 2 0 0 2 49: 67 0 Stjarnan - Valur 22:21 íþróttahúsið Ásgarður Garðabæ, íslands- mótið í handknattleik — 1. deild karla, mið- vikudaginn 20. september 1995. Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 3:3, 5:4, 7:4, 9:7, 9:9, 10.9, 12:9, 12:12, 14:12, 15:15, 18:15, 19:17, 19:19, 22:19, 22:21. Mörk Stjörnunnar: Dimitrj Filippov 11/5, Magnús Sigurðsson 5, Sigurður Bjarnason 3, Magnús Magnússon 2, Jón Þórðarson 1. Varin skot: Axel Stefánsson 7/1 (þar af 1 til mótherja). Ingvar Ragnarsson 8 (þar af 2 til mótheqa). Utan vallar: 4 mín. Mörk Vals: Sigfús Sigurðsson 8, Ólafur Stefánsson 5/2, Júlíus Gunnarsson 3, Davíð Ólafsson 2, Jón Kristjánsson 2/1, Valgarð Thorodsen 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 10 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Dæmdu vel. Áhorfendur: Leikið fyrir luktum dyrum, aðeins fáeinir starfsmenn og fulltrúar fjöl- miðla. KR-FH 20:34 Austurberg: Gangur leiksins: 0:1,1:5, 3:10, 7:13 10:14, 10:15, 14:18, 14:23, 17:28, 18:32, 20:34. Mörk KR: Guðmundur Albertsson 5, Sigur- páll Ámi Aðalsteinsson 4, Björgvin Barðdal 3/1, Ágúst Jóhannsson 2, Einar B. Ámason 2, Hilmar Þórlindsson 2, Eiríkur Þorláksson 1, Gylfi Gylfason 1. Varin skot: Siguijón Þráinsson 7/1 (þaraf 2 tii mótheija), Ásmundur Einarsson 4 (þar- af 3 tíl mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk FH: Siguijón Sigurðsson 8/1, Hans Guðmundsson 6/1, Guðjón Ámason 5, Gunnar Beinteinsson 5, Hálfdán Þórðarson 4, Sigurður Sveinsson 4, Pétur Petersen 2. Varin skot: Jónas Stefánsson 20/3 (þaraf 6/2 til mótheija). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Sigurður Ólafsson og Valgeir Ómarsson, eiga ýmislegt eftir ólært í faginu. Áhorfendur: 150. Grótta - Selfoss 22:21 íþróttahúsið Seltjarnamesi: Gangur leiksins: 0:1, 2:4, 6:6, 8:8, 9:10, 11:11, 13:14, 15:18, 17:20, 19:21, 22:21. Mörk Gróttu: Juri Sadovski 6/3, Davíð B. Gíslason 4, Róbert Rafnsson 4, Jón Þórð- arson 3, Bjöm Snorrason 2, Ólafur Sveins- son 2, Þórður Ágústsson 1. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 12 (þar af 3, til mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Selfoss: Valdimar Grímsson 9/4, Einar G. Sigurðsson 6, Grímur Hergeirsson 2, Hallgrímur Jónasson 1, Sigurður Þórðar- son 1, Siguijón Bjamason 1, Fihnur Jó- hannsson 1. Varin skot: Hallgrímur Jónasson 18 (þar af 5, til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartapsson. Áhorfendur: 300. Haukar- Víkingur 21:20 íþróttahúsið við Strandgötu: Gangur ieiksins: 3:0, 5:2, 5:4, 9:6, 11:9, 12:9, 12:11, 16:13, 18:14, 18:18, 19:19, 21:19, 21:20. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 6/2, Aron Kristjánsson 4, Petr Baumruk 3, Björgvin Þór Þorgeirsson 3, Viktor Pálsson 1, Hinrik Öm Bjamason 1, Sveinberg Gíslason 1, Óskar Sigurðsson 1, Jón Freyr Egilsson 1. Varin skot: Bjari Frostason 16/1 (þaraf 11 til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Víkings: Knútur Sigurðsson 7/5, Birgir Sigurðsson 5/1, Þröstur Helgason 4, Ámi Friðleifsson 2, Kristján Ágústsson 1, Guðmundur Pálsson 1. Varin skot: Reynir Reynisson 8 (þaraf 6 til mótheija), Jón Valberg 3 (þaraf 1 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson. Ekki þeirra besti dagur. Áhorfendur: Rúmlega 500. KA - Afturelding 33:24 KA-heimilið: Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 5:2, 8:5, 10:8, 14:10, 16:14, 18:16, 21:17, 26:22, 30:22, 31:24, 33:24. Mörk KA: Patrekur Jóhannesson 9, Julian Duranona 9/3, Leó Örn Þorleifsson 7, Erl- ingur Kristjánsson 4, Jóhann G. Jóhannsson 3, Björgvin Björgvinsson 1. Varin skot: Guðmundur Arnar Jónsson 6 (1 til mótheija). Utan vallar: 6 mín. (Atli Þór Samúelsson fékk rautt spjald fyrir brot á Róbert Sig- hvatssyni á 18. mfn. seinni háifleiks). Mörk Aftureldingar: Jóhann Samúelsson 7, Róbert Sighvatsson 5, Ingimundur Helgason 4/2, Páll Þórólfsson 3, Bjarki Sigurðsson 2, Gunnar Andrésson 1, Viktor Viktorsson 1, Þorkell Guðbrandsson 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 6 (2 til mótheija), Sebastian Alexandersson 2. Utan vallar: 6 mín. (Róbert Sighvatsson fékk rautt spjald fyrir brot á Erlingi Krist- jánssyni á 21. mín. seinni hálfleiks). Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Siguijónsson. Tvístígandi á köflum en röggsamir á mikilvægum augnablikum. Áhorfendur: 754. Rífandi stemmning. Knattspyrna England Fyrri leikimir i 2. umferð ensku deildarbik- arkeppinnar Aston Villa - Peterborough........6:0 Birmingham - Grimsby..............3:1 Bristol Rovers - West Ham ........0:1 Coventry - Hull...................2:0 Leicester - Bumley :..............2:0 Liverpool - Sunderland ...........2:0 ManchesterUnited-York ............0:3 Middlesbrough - Rotherham.........2:1 Millwall - Everton................0:0 Norwich - Torquay.................6:1 Reading-WBA.......................1:1 Sheffield United - Bury...........2:1 Stoke - Chelsea...................0:0 Swindon - Blackbum................2:3 Tottenham - Chester...............4:0 Wolves - Fulham...................2:0 Skotiand Deildarbikarkeppnin, 8-liða úrslit: Airdrie - Partick................1:1 ■Airdrie vann í vítaspymukeppni. Dundee - Hearts..................4:4 ■Dundee vann í vítaspymukeppni 5:4. Motherwell - Aberdeen............1:2 Vináttulandsleikir Tókýó, Japan: Japan - Paraguay..................1:2 Kazuyoshi Miura (23.) - Nestor Isashi (33.), Virgilio Ferreira (56.). Salonika, Grikklandi: Júgóslavía - Grikkland............2:0 Dragan Curcic (55.), Savo Milojevic (85.). 30.000. Madrid, Spáni: &>pann - Argentma Pizzi (35.), Guerrero (68.) - Ortega (80.). 32.000. Belgía 1:0 Seraing - Lommel 2:1 FC Briigge - Antwerpen 2:0 Mechelen - Harelbeke :. 1:0 1:0 Aalst - Lierse 1:2 Charleroi - CS Briigge 1:1 Ekeren - Standard Liege 2:0 Waregem - Molenbeek 0:1 Staða efstu liða: FCBriigge.............9 7 1 1 22: 6 22 Aalst.................9 5 2 2 16: 9 17 Lierse...............9 5 2 2 15:10 17 Harelbeke.............9 5 1 3 14: 8 16 Standard Liege........9 4 4 1 17: 8 16 Charleroi............9 4 4 1 18:14 16 Molenbeek.............9 4 4 1 10: 8 16 Anderlecht............8 5 0 3 14: 9 15 Sviss ' Neuchatel Xamax - Lausanne............4:2 Servette - Lugano.....................2:3 Sion- Luzern..........................1:3 FC Ziirich - Young Boys...............0:0 Staða efstu liða: Grasshopper....... 971121:8 22 Luzem..............11 6 2 3 19:15 20 Sion...............10 6 1 3 14:13 19 Neuchatel..........11 6 1 4 21:15 19 Holland RKC Waalwijk - Volendam...........2:0 Groningen - Vitesse Amhem.........2:0 Sparta Rotterdam - Utrecht........0:0 NEC Nijmegen - Go Ahead Eagles....0:2 Roda JC Kerkrade - Feyenoord......1:1 PSV Eindhoven - Twente Enschede...3:0 ■Ronaldo skoraði tvö mörk og Faber eitt. 24.850. Ajax - Fortuna Sittard............4:0 ■F. de Boer, Kanu, R. de Boer og Overm- ars skomðu mörk Ajax. 19.192. Willem II Tilburg - Heerenveen....1:1 Staða efstu liða: Ajax.................5 5 0 0 22:0 15 Willem II............5 4 1 0 14:1 13 PSV Eindhoven........5 4 0 1 12:5 12 Groningen............5 3 11 9:4 10 Feyenoord............5 2 2 1 13:7 8 Heerenveen...........5 2 2 1 7:9 8 Þýskaland 2. umferð bikarkeppninnar: Bayer Leverkusen - Gladbach.......2:0 Meinz - Werder Bremen.............2:3 Sachsen Leipzig - Karlsruhe.......0:2 Sandhausen - Homburg..............1:2 Greifswalder - Rot Weiss Essen....1:4 Stendal - Hertha.................3:2 Jena - Chemnitz...................2:5 Mannheim - Zwichau...............2:0 í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Vestm’eyjar: ÍBV - ÍR.kl. 20.00 Körfuknattleikur Reykjavíkurmótið Meistaraflokkur karla, undanúrslit: Seltj’nes: KR - Breiðablik.kl. 20 Golf Bændaglíma LEK í golfi verður á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ á laugar- daginn og hefst kl. 10.30. Skráning í síma 5667415 Þurfum að hysja uppum okkur lllvið- ráðanlegir buxumar - sagði Jón Kristjáns- son, þjálfari og leik- maður Valsmanna Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn á Val í gærkvöldi. „Þessi byijun í mótinu lofar góðu, við erum með fjögur stig eftir tvo erfiða leiki og það er víst ekki hægt að gera betur. Þetta var spennandi leikur og við vorum með frumkvæðið allan leikinn. Við vor- um með þriggja marka forskot þeg- ar rúmlega tvær mínútur voru eftir og klaufar að missa það niður í lokin og þeir fengu færi á að jafna. Ég er sérstaklega ánægður með varnarleikinn og markvörsluna í þessum leik. Það hefði verið gaman að hafa fullt hús áhorfenda í kvöld.“ Jón Kristjánsson, þjálfari Vals, var ekki ánægður með sína menn. „Við spiluðum illa og alls ekki eins og við ætluðum okkur í upphafi. Það var algjört stemmningarleysi yfir þessu hjá okkur og líklega er ástæðan sú að engir áhorfendur voru í húsinu og það var skrýtið að spila við þessar aðstæður. Það er alltaf dapurt að byija mótið svona illa og nú þurfum við að hysja upp um okkur buxurnar fyrir næsta leik. Ég held að mótið verði mjög jafnt og spennandi og enginn leikurinn unninn fyrirfram,“ sagði þjálfari íslandsmeistara Vals. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson MAGNÚS Magnússon, sem gekk tll liðs við Stjörnuna úr KR, lék vel með sínu nýja félagi gegn íslands- meisturum Vals. Hann skoraðl tvö mörk og fiskaði tvö vítaköst. Hér reynir Valsmaðurinn Eyþór Guðjóns- son að stöðva Kann á línunni. Axel launaði lambið gráa AXEL Stefánsson, markvörður Stjörnunnar og fyrrum markvörður Vals, færði nýja félaginu sinu bæði stigin í leiknum gegn Val sem spil- aður var fyrir luktum dyrum í Ás- garði í gærkvöldi. Hann varði vítak- ast frá Ólafi Stefánssyni þegar leik- tíminn var úti og Stjarnan fagnaði sigri, 22:21, eftir spennandi loka- mínútur. „Eg ákvað að setja Axel inn á til að freista þess að verja vítið þó svo að ingvar [Ragnars- sonj hafi varið vel. Axel þekkir þessa stráka í Val,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, kampakátur eftir leikinn. valur B. Jonatansson skrifar Það var skrýtin tilfínning að vera viðstaddur leik þessara stórliða í nánast tómu íþróttahúsi. Nú skynjaði ég það hversu áhorf- endur eru stór hluti af handboltaleik. Það var lítil stemmning yfir leiknum og það heyrð- ist hvert einasta orð sem leikmenn létu frá sér fara og þegar Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður RÚV, sem lýsti leiknum, var farinn að yfirgnæfa leik- menn báðu leikmenn hann að lækka róminn! Leikurinn var ekki í háum gæða- flokki og leikmenn náðu ekki almenni- legri einbeitingu og skal engan undra við þessar aðstæður. Stjörnumenn voru þó kraftmeiri og höfðu meiri vilja til að sigra þó sigurinn hafi hangið á blá- þræði í lokin. Þeir léku varnarleikinn skynsamlega, 5-1-vörn, með Filippov fyrir fram til að trufla sóknarleik Vals og gerði hann það vel, enda náði Stjarnan mörgum hraðaupphlaupum. Valsmenn voru ekki með sjálfum sér lengst af og náðu aldrei að komast yfir í leiknum, en nokkrum sinnum að jafna. Boltinn náði ekki að ganga nægilega vel í sókninni og lykilmenn liðsins brugðust algjörlega. Filippov var besti leikmaður Stjörn- unnar, gerði 11 mörk og lék vamar- leikinn sérlega vel. Markvarslan hjá Axel og Ingvari var í góðu lagi, vörðu samtals 15 skot. Magnús Sigurðsson og Sigurður Bjarnason voru ógnandi fyrir utan og Magnús Magnússon, línu- maður sem lék áður með KR, fellur vel inn í Stjörnuliðið. Sigfús Sigurðsson, línumaður hjá Val, var þeirra langbesti maður og gerði 8 falleg mörk og fiskaði eitt víti. Júlíus Gunnarsson komst ágætlega frá sínu þær fáu mínútur sem hann fékk að spreyta sig. Jón, Ólafur og Dagur fundu sig alls ekki í tómu húsi og munar um minna. KA-menn Bikarmeistararnirfara vel af stað „NEI, ég er ekki kominn tii að vera í vörninni. Tveir skiptimenn í vörn voru meiddir og ég neyddist til að spila í dag. Það verður ekkert áframhald á því,“ sagði Alfreð Gfslason, þjálfari KA og sennilega sterkasti varnarmaður landsins, eftir glæstan sigur liðsins á Aftureldingu. Lokatölurnar urðu 33:24 en Alfreð kom inn í vörnina við mikil fagnaðarlæti áhorfenda þegar tæpar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þá var staðan 20:17 og átti Alfreð óneitanlega sinn þátt í því að Afturelding skoraði aðeins 7 mörk það sem eftir lifði leiks en KA13. Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik og mörg falleg tilþrif sáust. Þetta á við um sóknina því mikið var skorað en markvarslan var í molum. Þannig varði Guðmundur aðeins 1 skot í KA-markinu og Bjöm ekkert en Bergsveinn 4 skot í marki Aftureld- ingar og öll frá Duranona. KA-menn komust í 12:8 en þá fór Jóhann Samúelsson að taka til sinna ráða hjá Aftureldingu og skoraði 5 mörk á skömmum tíma. Munurinn var Haukar til fyrirmyndar HAUKARléku sinn fyrsta hei- maleik í handboltanum í gær- kvöldi og þeir hafa tekið upp þá ánægjulegu nýjung að bjóða blaðamönnum uppá fyr- irmyndaraðstöðu. Blaða- og fréttamenn hafa afnot af her- bergi handknattleiksdeildar- innar þar sem boðið er uppá kaffi og kók fyrir leik og I leikhléi auk þess sem menn geta þar komist í síma og fax- tæki ef þess gerist þörf. Auk þess útbúa þeir sérstakt blað með nöfnum allra leikmanna þar sem hægt er að færa inn ýmsar upplýsingar svo sem hvernig menn skora og hve- nær, en á sumum stöðum hefur það oft verið vandamál að fá ljósrit af leikskýrslu. Frábært framtak þjá Haukum sem blaðamenn kunna vel að meta. Auðvelt hjá FH Ivar Benediktsson skrifar FH-ingar voru ekki í vandræðum með að leggja slakt lið KR í Austubergi í gær- kvöldi. Strax í upphafi leiks tóku leikmenn FH öll völd á vellinum og náðu öruggri forystu sem þeir bættu smátt og smátt við allt þar til yfir lauk. Lokatölur urðu 34:20, eftir að staðan í hálfleik var 14:10, Hafn- firðingum í hag. Það mátti glöggt sjá strax á upp- hafsmínútum leiksins að FH-ingar voru KR-ingum fremri á flestum sviðum, vömin var sterk, sóknarleik- urinn ákveðinn og markvarslan góð. Leikmenn FH voru komnir með fjög- urra marka forystu strax eftir tíu mínútna leik, 5:1, og náðu mest sjö marka forystu, 3:10. Sóknarleikur KR var í molum, kraftlaus og þung- lamalegur og auðvelt að veijast hon- um. Þegar fimm mínútur vom til leiksloka stóðu leikar 14:7 fýrir FH. Strax í byijun síðari hálfleiks tóku FH-ingar ráðin í sínar hendur og KR-ingar fengu ekki neitt við ráðið. Ekki stóð steinn yfir steini í vörn þeirra í hálfleiknum og markvarsla var vart merkjanleg. Sóknarnýting FH í hálfleiknum var 69%, en KR- ingum tókst einungis að nýta tæp- lega þriðju hveija sókn sína. Slíkt getur ekki endað nema á einn veg. Spurningin var einvörðungu sú þegar líða tók á leikinn hversu stór FH-sig- urinn yrði og að leiklokum munaði fjórtáji mörkum, 20:34. Eins og fyrr segir stóð lengst af leiks ekki steinn yfir steini í leik KR-inga, hvort sem það var í vörn eða sókn. Sóknin mjög bitlaus og kraftlaus og leikmenn flestir virka þungir auk þess sem lykilmenn sókn- arinnar voru alltaf að stinga niður knettinum í stað þess að láta boltann ganga og sækja á markið. Mikið var um ónákvæmar sendingar og klaufa- mistök sem andstæðingurinn, í þessu tilfelli FH, refsar miskunnarlaust fyrir með hraðaupphlaupum enda skoruðu FH-ingar ellefu mörk með þeim hætti auk tveggja sem mark- vörður KR varði. Fínar varnir, sóknin slök Skúii Unnar Sveinsson skrifar Haukar mörðu 'sigur á Víkingum 21:20 í íþróttahúsinu við Strand- götu í gærkvöldi og eru komnir með þijú stig úr fyrstu tveim- ur umferðunum. Bæði lið léku ágæta vörn en sóknarleikurinn var staður, einhæfur og and- laus. Greinilegt að mikið hefur verið lagt upp úr varnarleiknum á undirbúningstímabilinu. „Vörnin virkaði alla vega vel í kvöld og hún og markvarslan er lykillinn að velgengni í handbolta," sagði Gunnar Gunnarsson fyrrum þjálfari Víkinga og núverandi þjálfari Hauka eftir leikinn. „Sóknin var frekar styrð hjá okkur og það vantar alla mýkt í hana en nú höf- um við fjórtán daga til að mýkja hana. Það vantar hreyfingu án bolta þannig að menn vinni fyrir félagann. En stigin voru góð.“ Haukar byijuðu mjög vel og virtust ætla að sigla yfir Víkinga, en þeir breyttu fljótlega í 5-1 vörn og þá fóru sóknir Hauka að verða erfiðari. Þeir höfðu þó undirtökin allan leikinn ef undan er skilinn smá kafli í síðari hálf- leik er Víkingar náðu að jafna, 18:18 og 19:19. Þrátt fyrir að vera tvívegis tveimur fleiri tókst þeim aðeins að gera eitt mark á þeim kafla og þegar 36 sekúndur voru eftir var dæmt vítakast á Hauka sem Bjarni Frostason, besti maður Hauka, varði. „Við spiluðum ekki vel í kvöld, sem var slæmt því ég taldi okkur eiga mögu- leika gegn Haukum með þokkalegum leik,“ sagði Árni Indriðason þjálfari Víkinga eftir leikinn. „Við létum veija allt of mikið frá okkur úr góðum fær- um, og þegar lítið er skorað vegur það þungt,“ bætti Árni við. Víkingar virðast vera með betra lið en búist var við. Þrátt fyrir að mikið sé af ungum leikmönnum þá standa þeir fyllilega fyrir sínu, eða gerðu að minnsta kosti í gær. Vörnin var ágæt og í sókninni var mun meiri hreyfing en á sóknarmönnum Hauka. Guðmund- ur Pálsson er snaggaralegur leikstjóm- andi, Þröstur Helgason getur vel skotið og Knútur Sigurðsson á að geta það einnig þó svo ekki hafi farið mikið fyr- ir honum í gær. „Ég held að menn hafi afskrifað Víkinga full fljótt," sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari Hauka um Víkingsliðið. „Það er ef til vill eðlilegt þegar um það bil heilt handboltalið hættir á sama tíma, en ég held að Vík- ingur eigi eftir að tína mörg stig í vet- ur,“ sagði Gunnar. Árni þjálfari Víkinga sagði að hann væri með ungt og jafnt lið sem gæti oft verið happasælt. „Það tekur auðvitað sinn tíma fyrir ungu strákana að axla þá ábyrgð sem þarf en ég held þeir hafi gert það ágætlega það sem af er,“ sagði Árni. Hjá Haukunum var Bjarni góður í markinu og fyrir framan hann var Petr Baumruk sterkur í vörninni og einnig Hinrik Örn Bjarnason. Björgvin Þór er lunkinn á línunni og Halldór ógnandi fyrir utan og einnig Aron - í síðari hálfleik. aðeins 2 mörk í leikhléi en vert er að geta þess að Afturelding átti 5 stangarskot í fyrri hálfleik. Eins og vikið er að í upphafi fór að síga á ógæfuhliðina hjá Áftureld- ingu fljótlega í seinni hálfleik eða eftir að Alfreð kom inn í vörnina fyrir Leó Örn Þorleifsson. Leó hafði átt í miklum vandræðum með Jó- hann en lék hins vegar listavel í sókninni. Nú var búið að setja fyrir þennan leka og munurinn jókst jafnt og þétt. Patrekur, Duranona og Leó röðuðu inn mörkum fyrir KA og skemnitilegar Iínusendingar og fjöl- breytt skot glöddu augað. KA náði 6 marka forskoti sem Afturelding minnkaði niður í 4 mörk um miðjan hálfleikinn. Róbert skoraði þá af lín- unni og KA-maðurinn Átli Þór Samúelsson fékk rautt spjald fýrir að kippa í hann aftan frá. Með frá- bærri vörn tókst KA samt að auka muninn á ný. Róbert fékk rautt spjald skömmu síðar fyrir samskon- ar brot á Erlingi Kristjánssyni þegar fyrirliði KA læddi sér inn af línunni. KA-menn léku stórvel í seinni hálfleik og hafa nú unnið báða leiki sína en Afturelding, sem spáð var mjög góðu gengi, hefur tapað báðum sínum. Patrekur, Duranona, Leó, Erlingur og Alfreð voru firnasterkir en Akureyringurinn Jóhann Samú- elsson og Róbert á línunni voru öflugastir gestanna. Alfreð ánægður „Þegar leið á leikinn fórum við að síga örugglega fram úr. Það kom upp dálítið óöryggi hjá okkur í fyrri hálfleik þegar Jóhann var að spila svona vel en það lagaðist þegar leið á leikinn og ég er mjög ánægður með úrslitin,“ sagði Alfreð Gíslason. „Við misstum alveg dampinn í lokin. Vörnin var alls ekki nógu sannfærandi og það var slæmt að tapa en fall er fararheill. Það er mikið eftir af mótinu ennþá. Auðvit- að er gaman að skora mikið gegn KA en það hefði verið mun betra að sigra,“ sagði Jóhann Samúelsson. Morgunblaðið/Asdís RÓBERT Rafnsson skorar eitt af fjórum mörkum sínum fyrir Gróttu gegn Selfossí, án þess að Finnur Jóhannsson koml við vörnum þrátt fyrir fimlega tilburði. Davíð gerði sigurmarkið GRÓTTA lagði Selfoss með eins marks mun, 21:20, á Sel- tjarnarnesi í gærkvöldi. Davíð B. Gíslason skoraði sigurmark Gróttu þegar tíu sekúndur voru til leiksloka og var þetta eina skiptið í síðari hálfleik sem Grótta komst yfir. Leikurinn var ákaflega dapur í fyrri hálfleik og nýting liðanna rétt rúmlega 30 af hundraði. Jafn- ræði var með liðun- Stefán um> þau skiptust á Eiríksson að hafa forystu, en skrifar Selfoss hafði yfir í hálfleik, 9:10. Selfyssingar náðu yfirhöndinni í síðari hálfleik og höfðu á tímabili þriggja marka forskot. Gróttumenn gáfust þó ekki upp, börðust jafnvel af meiri krafti eftir því sem á leið og uppskáru eins og þeir sáðu. Gróttumenn náðu að jafna þegar tæpar Ijórar mínútur voru eftir, og Selfyssingar náðu ekki að skora í rúmlega þriggja mínútna sókn og fengu dæmda á sig töf að lokum. Grótta hélt í sókn þegar innan við mínúta var eftir og lauk henni með marki frá Davíð B. Gíslasyni eins og áður sagði, þegar tíu sekúndur voru eftir. „Þetta á eftir að einkenna okkur í vetur, við erum í góðu formi enda með besta líkamlega þjálfarann og stefnan er að halda leikina út og klára þá á síðustu mínútunum. Þetta voru fyrstu tvö stigin af mörgum, ég lofa því að við eigum eftir að reyta mörg stig af liðunum í vetur. Sjón eru sögu ríkari,“ sagði Davíð B. Gíslason, hetja Gróttu- manna, eftir leikinn. Leikurinn var dapur lengst af, mikið um mistök, en óneitanlega spennandi undir lokin. Uppúr stóð góð barátta Gróttumanna á loka- mínútunum, þeir gerðu þijú síðustu mörkin og héldu hreinu síðustu átta mínúturnar. Róbert Rafnsson var áberandi á lokakaflanum, sem og Davíð Gíslason og Juri Sadovski. Selfyssingar léku af litlum krafti, og voru í senn hugmyndasnauðir og áhugalausir. Fáir þorðu að taka af skarið í sóknarleiknum, leik- stjórnun í molum og úthaldið lítið. Hallgrímur markvörður gerði heið- arlega tilraun til að halda sínum mönnum á floti, varði eins og ber- serkur er á leið en allt kom fýrir ekki. KNATTSPYRNA / ENSKA DEILDARBIKARKEPPNIN York skelKi Man. Utd. MANCHESTER United fékk heldur betur skell á Old Traf- ford, þegar liðið tapaði, 0:3, fyrir 2. deildarliðinu York í fyrri leik liðanna í ensku deildarbik- arkeppninni. Bæði United og York misstu leik- menn af leikvelli. Pat McGibb- on hjá United var rekinn af leikvelli á 50. mín., eftir brot og fimmtán mín. fyrir leikslok var Paul Baker hjá York rekinn af leikvelli, eftir sína aðra áminningu. Paul Barnes skoraði fýrsta mark York á 24. mín. og bætti öðru marki við úr vítaspyrnu á sjöttu mín. seinni hálf- leiksins. Tony Barras skoraði þriðja markið tveimur mín. síðar. Deildarbikarmeistarar Liverpool lögðu Sunderland, 2:0. Steve McManaman skoraði fyrra markið með þrumufleyg af 20 m færi eftir átta mín. og varamaðurinn Michael Thomas bætti við marki á 72. mín., en hann kom inná sem varamaður fyrir 8,5 millj. punda manninn Stan Collymore. Swindon veitti Blackburn harða keppni og skoruðu þeir Wayne Alli- son og Steve Finney, 2:0, á 25. og 26. mín. Chris Sutton svaraði fyrir gestin tveimur mín. seinna - með sínu fyrsta marki frá 4. apríl. Alan Shearer tryggði Blackburn sigur með mörkum á 42. og 83. mín. Fjórum mín. fyrir leikslok varði Tim Flowers vítaspyrnu frá Paul Bodin. Aston Villa vann Peterborough 6:0 með mörkum Mark Draper, Dwight Yorke (tvær vítaspyrnur), Tommy Johnson, Greg Heald, sjálfsmark, og Gareth Southgate. Chris Armstrong skoraði tvö mörk fyrir Tottenham, 4:0, gegn Chester - hans fyrstu mörk fyrir liðið, og Teddy Sheringham og Ronny Rosenthal bættu mörkum við. West Ham lagði Bristol Rovers, 1:0, með marki John Moncur af 30 m færi á 34. mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.